Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013
Hvernig svíkja stjórnvöld loforð?
28.11.2013 | 04:42
Bloggar | Breytt 26.5.2015 kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eru lög þjóðarinnar samkvæmt stjórnarskránni?
26.11.2013 | 17:25
Stjórnarskrár segja til um nokkur grundvallaratriði samfélagsins, hvað yfirvöld mega gera og ekki síður hvað þau mega ekki gera.
Lögfræði lög sem geyma helstu reglur um stjórnskipun ríkis, grunvallar lög ríkis.
Því samkvæmt 1. gr. stjórnaraskrárinnar, segir: Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn. Þannig hvað er lýðveldi? Því eins og Íslenska orðabókin skilgreinir það:
1 þingræðislegt stjórnarfar þar sem æðstu menn eða æðsti maður (forseti) ríkisins er þjóðkjörinn eða kosinn af þjóðkjörnum fulltrúum til tiltekins tíma 2 ríki þar sem slíkt stjórnarfar er > Ísland er lýðveldi 3 stjórnarfar þar sem almenningur eða stór hluti hans velur forystumenn og skipar málum en ekki konungur eða höfðingjastétt þjóðveldi.
Þannig eru þá lög að brjóta gegn stjórnarskránni? Ef satt á að segja, þá eru flest lög landsins sem Alþingi okkar smíðar eftir stjórnarskránni að brjóta á flest alla þjóðfélagsþegna sem útfrá stjórnarskránni segir: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum. Því eins og þjóðin hefur kynnst í aldar og áratugaraðir, þá hafa flest lög sem Alþingið býr til hverju sinni ekki snúist uppá jafnræði heldur harðræði, kúgun og spillingu. Sem þýðir að valdamenn ríkis og stjórnarmanna hafa verið settir uppá háan stall til þess að drottna yfir sínum þjóðfélagsþegnum einsog harðstjórar sem og stjórnarskráin bannar í 68. gr. stjórnarskrárlaga, sem segir: [Engan má beita pyndingum né annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Nauðungarvinnu skal engum gert að leysa af hendi.].
Þannig hvað þýðir þessi grein? Orðið ómannúðlegri er skýring af orðinu ,,ómennskur eitthvað sem sæmir ekki mönnum, en orðið mannúð kemur frá kvenkynsnafnorðinu mildi, góðlegur og miskunnsamur. Þannig orðið mannúðlegur er skýrt sem mildur, miskunnsamur og góðhjartaður. Af þessu er dregið sú ályktun að ómannúðleg sé almennt talið þýða meðferð sem einkennist af hörku, miskunnarleysi eða illsku einsog ill meðferð sem sæmir engum. Enn orðið vanvirðandi kemur frá kvenkynsnafnorðinu vanvirða sem þýðir vansæmd, smán og lítilsvirðing sem niðurlægjandi skömm. Enn út frá orðinu nauðungarvinnu þýðir einhvern sem er tilneyddur gegn vilja sínum til að vinna eða refsing til að vinna sem þræll, sem dæmi, að vinna bak og fyrir, daga og nætur, bara til þess eins að eiga peninga fyrir sig og sína til að halda sér á lífi.
Þannig hvernig brjóta lög 68. gr. stjórnarskrárinnar þessa grein? Tildæmis með því að láta þjóðfélagsþegn lifa á ósamkvæmum láglaunakjörum með því að beita ósanngirni í því að láta einstakling vinna fyrir hverja einustu krónu til að ná endum saman sem gerir það kleift að sá einstaklingur pínist til þess að vinna [nauðungarvinnu] á þann hátt að reyna að halda sig og sínum á lífi. Og með því að hækka skatta og nauðsynjarvörur á þann hátt að hver einstaklingur þarf að pínast til þess að vinna [nauðungarvinnu] til þess að geta borgað þær ómannúðlegar háar nauðsynjar sem hver markaður leifir sér að hækka hverju sinni þegar þeim dettur í hug útfrá lögum. Og með því að leifa í lögum að vextir mega hækka á þann hátt að hver einstaklingur þarf að pínast til þess að vinna [nauðungarvinnu] til þess að borga himin háar og vanvirðandi skuldir sem lög leifa valdhöfum, eins og rukkurum eða bönkum, að svipta hverjum sem þeir telja að hafi ekki staðið við skuldir af eignum sem hver og einn hefur keypt eða látið bera sig úr húsnæði þeirra sem hefur valdist af of háum skuldum sem hækkanir vaxta hafa aukið upp lánið eða lánin sem viðskiptavinur hélt að hann/hún hefði samið sem öruggt og traust lán sem hefur endað upp sem svik og pretti sem leiðir til hærri vaxta af þeim lánaborgunum. Og síðan má ekki gleyma: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum sem og 75. gr. stjórnarskráarinnar segir: [Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess. Í lögum skal kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu.], enn útaf láglaunakjörum sem hver og einn lifir á, þá telst þetta vera ómannúðleg og vanvirðandi refsing til þess að hver og einn neyðist til að stunda nauðungarvinnu bak og fyrir, daga og nætur, bara til að geta lifað fyrir sig og sína hverju sinni. Þannig með þessum laga brotum eru allir láglaunakjörnir einstaklingar að þræla fyrir óréttlátum ójöfnunarlaunum sem og valdamenn hafa leift sér að vinna fyrir hálaunum sem og hinir jöfnu þjóðfélagsþegnar þeirra lifa ekki sjálfir á.
En hvað með aldraða, öryrkja og atvinnulausa, sumir af þeim eru nú ekki lengur að vinna og þar með ekki þrælvinnandi fyrir sínum tekjum, eiga þeir þá að eiga rétt til réttlátra launa? Samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar, segir: [Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.] og 78. gr., sem segir: [Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða. Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir.], sem skýrir fyrir sig sjálft, að margir af þeim öldruðum, öryrkjum og atvinnulausum voru vinnandi fólk, sem og sumir af þeim unnu þrælavinnu til þess eins að eiga fyrir réttlátum launum til að geta lifað sómasamlegu lífi eins og hver annar verkamaður hefur þurft að gera hverju sinni. En vegna örðugleika útaf atvinnuleysi eða sjúkleika þá geta þau ekki lengur unnið, sem gerir það kleift að kerfið tryggir þessu fólki úr lífeyrisbótum eða eftirlaunum sem hver og einn hefur safnað sér fyrir árum saman. Þannig útfrá þessu, þá eiga allir sem eru jafnir fyrir lögum að fá sambærilegar launatekjur til þess að geta lifið sómasömu lífi hverju sinni. Enn samkvæmt lögum sem Alþingið hefur búið til, þá mismuna þau alla sem stjórnarskráin talar um að séu jafnir fyrir lögum hvort þau séu vinnandi eða ekki, með því að upphefja valdstöðu sína og annarra valdmanna, svo sem forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara á þann hátt að ef þau sjálf verða eða lenda í sjúkleika eða gerast aldraðir, þá munu þau fá hærri tekjubætur en hver annar þjóðfélagsbúi á rétt á útfrá lífeyristekjum eða eftirlaunum með því að setja inn það lagarákvæði [Lög um eftirlaun alþingismanna - nr. 46, gert 14. maí 1965 og Lög um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara - nr. 141, gert 20. desember 2003] að þau eiga meiri rétt á því að fá ennþá meiri lífeyristekjur eða eftirlaun en hver og einn venjulegur jafn ríkisborgari hefur safnað sér fyrir, þar með hafa þau gert sig öruggari gegn skerðingu eftirlauna með lögum.
Þannig ef lagafrumvörp samræmast ekki stjórnarskránni eru þau þá virk? Í einföldu svari Nei!!!, þannig ef lög samræmast ekki stjórnarskrá þá eru þau talin ógild, og ef svo er, þá er hægt að leggja það til kæru hæstaréttar sem ákveður útfrá stjórnarskrá hvort þau lög eru gild eða ekki. Enn þarna liggur gallinn, því eins og laun hæstaréttardómara er, þá leggst upp sú spurning: Hvað telst í augum hæstaréttardómarans vera brot á lögum gegn stjórnarskránni á þann hátt að þjóðin öll treysti því að hann/hún geti úrskurðað þau lög ógild?, því þegar spilling er til staðar, þá getur allt gerst sem þjóðin veit ekkert um á meðan að fáir vita hvað stjórnarskráin segir hverju sinni og hvort lög sem búin til eru úr henni séu í raun og veru stjórnarskrábrot. Því eins og þjóðin hefur kynnst, bara útfrá þessum dæmum sem ég hef þegar skrifað um í þessari grein, að við erum ekki jöfn samkvæmt flestum lögum sem Alþingi hefur gert. Þannig eru lög landsins margbrotin gegn stjórnarskránni? Þetta er það sem lesandinn verður að skoða með opnum hug ef hann/hún vill lifa eins og stjórnarskráin segir: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, [...] þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.
Kær einlægis kveðja,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvernig eiga launþegar að ná þjóðarsátt á launahækkunum?
25.11.2013 | 02:49
Þannig ef samningsaðilar sætta sig ekki við þetta tilboð, þá mega þeir búast við að allir launþegar sem þið eruð að reyna að semja við, sætti sig ekki við 2ja prósenta launahækkun sem þið viljið að þau geri. Því þjóðin sjálf sem réð ykkur til þess að stjórna þjóðinni, er orðin gubbandi dauð uppgefin og þreytt af ykkar eineltis svívirðingum, græðgi, spillingu og svikum sem þið sjálf hafið valdið ykkar eigin þjóð með ykkar launaskerðinga þrældóm og skulda fangelsi. Því sátt þýðir að öll þjóðin nái saman sáttum, enn ekki fáir eða sumir. Þannig ef þið samningsaðilar takið ekki við þessu tilboði. Þá megið þið búast við að launþegar krefjast meiri prósentu hækkunum sem gæti endað með 25 prósenta eða 45 prósenta meiri launahækkunum enn þið óskið eftir af ykkar launþegum og jafnvel meira ef þið semjið ekki um mannsæmandi laun til ráðstöfunar til ykkar launþega, sem getur endað með (eins og þið valdhafar óttist og spáið um?) himin hárri verðbólgu og hruni sem enginn af þjóðinni vill (það er ef ykkar hrakvallarspá gengur upp?).
Enn ef þið takið þessu tilboði, þá verðið þið að búa til samning við alla launþega að ef þið óskið eftir launahækkunum sjálf, þá verðið þið að hækka laun allra á sömu prósentutölu og þið sjálf óskið eftir frá launastéttinni. Því með þessu náið þið sátt við ykkar lýðveldis launþega með virðingu og það sem okkar æðsta stjórnarskrá 65. gr. talar um: [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.] og það sem 1. gr. stjórnarskrárinnar segir: Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn., því þetta kallast sönn og réttlát þjóðarsátt sem og öll þjóðin verðskuldar.
Kær einlægis kveðja,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Bloggar | Breytt 27.1.2014 kl. 07:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Svika starfsemi bankanna og stjórnarmanna Samstaka atvinnulífsins (SA)
23.11.2013 | 07:05
Laun á Íslandi hafa hækkað þrefalt meira en í viðskiptalöndum okkar á síðustu 7 árum, en það hefur í raun og veru engu skilað. Kaupmáttur launa í dag er minni en 2006 og ástæðan er einföld, of miklar launahækkanir hafa valdið verðbólgu sem hefur étið upp ávinninginn. Norðurlöndin hafa farið aðra leið og bætt lífskjörinn með hóflegri hækkun launa. Við eigum val hvert leið okkar liggur. Íslensk heimili skulda tvö þúsund miljarða (2.000.000.000.000). Hvert prósentustig verðbólgunnar leggur 20 miljarða byrði á heimilin, en 1ns prósenta hækkun launa skilar heimilunum 5 miljörðum króna eftir skatta. Ávinningur heimilanna af hjöðnun verðbólgu uppá 1 prósent, er því fjórfalt meiri en af 1ns prósents launahækkun. Sjö af hverjum tíu landsmanna hafa miklar áhyggjur af verbólgunni og það er orðið tímabært að kveða hana niður, það er hægt, og það er til mikils að vinna. Seðlabankinn telur að 2ja prósenta launahækkun muni hafa mjög jákvæða áhrif, vextir verða lægri, fjárfestingar taka við sér og hagvöxtur eykst. Tekjur heimilanna verða meiri eftir tvö ár með minni launahækkunum vegna aukinna atvinnu. Þetta er einfalt. Það þarf samstillt átak til að halda bug á verðbólgunni og halda aftur af verðhækkunum. Það þarf þjóðar sátt um betri lífskjör.
Textinn skrifaður úr þessu myndbandi => http://vimeo.com/79879402
Eins og sést útfrá þessari bull auglýsingu, þá segja þau: Kaupmáttur launa í dag er minni en 2006 og ástæðan er einföld, of miklar launahækkanir hafa valdið verðbólgu..., bíddu hvaða launahækkanir? Eru það launahækkanir þeirra í Samstökum atvinnulífsins (SA) sem bjuggu til þessa auglýsingu, sem DV.is vitnar í, um þeirra eigin laun [http://www.dv.is/frettir/2013/11/21/margir-stjornarmenn-sa-med-milljonir-i-manadalaun]:
Björgólfur Jóhannsson: með tæp 3,5 milljónir á mánuði (42 milljónir á ári).
Adolf Guðmundsson: með tæp 1,8 milljónir á mánuði (21,6 milljónir á ári).
Arnar Sigurmundsson: með tæp 800 þúsund á mánuði (9,6 milljónir á ári).
Árni Gunnarsson: með tæp 1,9 milljónir á mánuði (22,8 milljónir á ári).
Birna Einarsdóttir: með tæp 2,8 milljónir á mánuði (33,6 milljónir á ári).
Finnur Árnason: með tæp 8,3 milljónir á mánuði (99,6 milljónir á ári).
Hjörleifur Pálsson: með tæp 5,1 milljón á mánuði (61,2 milljónir á ári).
Margrét Kristmannsdóttir: með tæp 900 þúsund á mánuði (10,8 milljónir á ári).
Ólafur Marteinsson: með tæp 1,7 milljónir á mánuði (20,4 milljónir á ári).
Rannveig Rist: með tæp 5,8 milljónir á mánuði (69,6 milljónir á ári).
Sigríður Margrét Oddsdóttir: með tæp 1,6 milljónir á mánuði (19,2 milljónir á ári).
Sigsteinn P. Grétarsson: með tæp 9,3 milljónir á mánuði (111,6 milljónir á ári).
Sigurður Viðarsson: með tæp 2,8 milljónir á mánuði (33,6 milljónir á ári).
Svana Helen Björnsdóttir: með tæp 1,3 milljónir á mánuði (15,6 milljónir á ári).
Tryggvi Þór Haraldsson: með tæp 1,1 milljón á mánuði (13,2 milljónir á ári).
Þorsteinn Már Baldvinsson: með tæp 2,5 milljónir á mánuði (30 milljónir á ári).
Eða launaleiðrétting ríkisforstjóranna sem taflan sýnir hér á mynd að neðan:
Eða eins og næst síðast bullið segir: Seðlabankinn telur að 2ja prósenta launahækkun muni hafa mjög jákvæða áhrif. Þannig að launahækkanir Már Guðmundssonar bankastjóra Seðlabanka Íslands sem fékk 19,98 prósent launahækkun, er í lagi, en við sem eftir erum af þjóðinni verðum bara sætta okkur við tæp 2ja prósenta launahækkun:
Enn þá kunna margir að segja: En hvað með gas lögguna sem þessir valdamenn hafa í sínum vösum?. Eitt verður lögreglan að átta sig á sem segist vera að fara eftir landslögum sem búinn er til úr okkar æðstu stjórnarskrá. Að þessir valdamenn, sem hafa lengi gert, eru að ræna af fólki þjóðarinnar þeim peningum sem þjóðin á og hefur safnað sér fyrir í áratugi; þannig við öll eigum rétt á launahækkunum. En hvað gera þessir valdamenn? Jú, þeir eigna sér sínar eigin launahækkanir með því að stela af þjóðinni arðinn sem þjóðin hefur safnað sér í marga áratugi. Því hvar koma peningarnir? Jú, frá fólki þjóðarinnar, enn ekki bara frá þessum valdmönnum sem eru að ræna peningum þjóðarinnar í sinn eigin vasa. Þannig það er nóg komið af þessari spillingu og eina leiðin til þess að stoppa hana til fulls, er að þjóðin standi saman og vinni í því að stoppa þessa spilltu valdamenn sem eru að valda þessari verðbólgu sem veldur hruni okkar þjóðar. Því hvernig stendur á því, að Íslensk heimili skulda tvö þúsund miljarða (2.000.000.000.000). eins og auglýsingin talar um? Jú, valdamennirnir sem stjórna okkar þjóð, valda þessum skaða til þessara einstaklinga með því að hækka lánin sem þessir einstaklingar tóku á sínu tímabyli, sem gerir það kleift, að þau ráða ekki lengur við skuldirnar og síðan kenna þessir valdhafar þessum einstaklingum um þessar skuldir án þess að blikka augum. Þetta hefur því miður staðið svona í aldar raðir og ef þjóðin vill lifa mannsæmandi lífi, þá verður hún að taka upp hanskana og gera eitthvað rótækilegt í hlutunum, því nóg er komið af þessu einelti sem þessir valdníðungar hafa valdið sinni eigin þjóð. Þannig stöndum saman, því allar þessar skuldir eru ekki þjóðinni að kenna, heldur þeim sem komu skuldirnar á herðar þjóðarinnar. Þannig það er valdmönnunum að kenna að þjóðin stendur í þessum skuldavanda, ekki þjóðinni.
Og að lokum; við eigum rétt á launahækkunum, ekki bara þessir spilltu valníðungar sem lagt hefur þjóð sína í einelti of lengi, þannig segjum stopp við þetta einelti og köllum eftir virðingu, því við sem lýðveldis þjóð, verðskuldum þessa virðingu.
Kær vonbrigðis kveðja,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Bloggar | Breytt 15.12.2013 kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hvað kostar að fara eftir Lög um almannatryggingar 69. gr.?
20.11.2013 | 06:30
Enn hvernig stendur á því að laun annarra hækka svo sem atvinnumanna, bankastjóra, alþingismanna og annarra stjórnarmanna; er bara til nóg peningar fyrir þessa einstaklinga? Og hvað hafa aldraðir og öryrkjar gert til að stjórnvöld með hjálp lífeyriskerfiskerfis og bankaveldis hafa komið svona illa fram við þau að þau hafa þurft að kalla fram réttlæti daufheyrðra stjórnvalda með hjálp lífeyriskerfiskerfis og bankaveldis sem ekkert hafa bætt kjör þessara launalitla hópa? Búum við ekki í réttaríki sem stjórnarskráin syngur við eyra þessara þverpólitísks réttarríkis sem segir í 65. gr. æðstu stjórnarskrálaga: [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.] sem og 76. gr. og 1 mgr. segir: [Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.] sem og lýðveldisstjórnarskráin upphrópar með sínum fullum styrk í 1. gr. Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn. [http://www.althingi.is/lagas/139b/1944033.html], enn margir af þessum lýðveldissinnum og kjósendum sem stjórnarskráin talar mikið um er úthýst af spillingu og óréttlæti lögbrjóta sem leika sig fingrum fram við að brjóta Lög um almannatryggingar 69. gr. nr. 100/2007 sér til afsökunar með því að segja: Svona er þetta bara!.
Og hvað með Samning SÞ Um Réttindi Fatlaðs Fólks, sem tekinn var til undirritunar þann 30. mars 2007, sem segir samkvæmt 28. gr., um viðunandi lífskjör og félagsleg vernd:
1. Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þess til viðunandi lífskjara því til handa, m.a. viðunandi fæðis og klæða og fullnægjandi húsnæðis, og til sífellt batnandi lífskilyrða og skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja og stuðla að því að þessi réttur verði að veruleika án mismununar vegna fötlunar.
2. Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks til félagslegrar verndar og til þess að njóta þess réttar án mismununar vegna fötlunar og skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja og stuðla að því að þessi réttur verði að veruleika, m.a. ráðstafanir:
a) til þess að tryggja fötluðu fólki jafnan rétt til aðgangs að hreinu vatni og að tryggja aðgang að viðeigandi þjónustu, tækjabúnaði og annarri aðstoð gegn viðráðanlegu gjaldi vegna þarfa sem tengjast fötlun,
b) til þess að tryggja fötluðu fólki, einkum fötluðum konum og stúlkum og fötluðu eldra fólki, rétt til þátttöku í áætlunum á sviði félagslegrar verndar og áætlunum um að draga úr fátækt,
c) til þess að tryggja fötluðu fólki og fjölskyldum þess, sem lifa í fátækt, aðgang að aðstoð frá hinu opinbera til þess að mæta útgjöldum vegna fötlunar, þ.m.t. útgjöld vegna viðeigandi þjálfunar, ráðgjafar, aðstoðar í fjármálum og hvíldarumönnunar,
d) til þess að tryggja fötluðu fólki aðgang að áætlunum um byggingu húsnæðis á vegum hins opinbera,
e) til þess að tryggja fötluðu fólki jafnan aðgang að eftirlaunum og eftirlaunasjóðum.
Sem og stjórnvöld hafa ekki enn bundið sig við að samþykkja og viðurkenna að réttur fatlaðra er margbrotinn útfrá samningi SÞ, því ekki eru aldraðir og öryrkjar enn búin að sjá stjórnvöld gera áætlanir um að draga úr fátækt eins og Sáttmáli SÞ orða það.
Sem og 2. gr. sáttmála Evrópusambandsins sem og Ísland er undirritaður að og er í aðild að, sem orðast svo:
Gildin, sem liggja til grundvallar Sambandinu, eru virðing fyrir mannlegri reisn, frelsi, lýðræði, jafnrétti, réttarríkið og virðing fyrir mannréttindum, þ.m.t. réttindum þeirra sem tilheyra minnihlutahópum. Þessi gildi eru sameiginleg aðildarríkjunum í samfélagi sem einkennist af fjölhyggju, banni við mismunun, umburðarlyndi, réttlæti, samstöðu og jafnrétti karla og kvenna.
Og 3. gr. sáttmála Evrópusambandsins, sem orðast svo:
1. Markmið Sambandsins er að stuðla að friði, vinna að þeim gildum sem það byggist á og auka velsæld þjóða sinna.
2. Sambandið skal leggja borgurum sínum til svæði frelsis, öryggis og réttlætis án innri landamæra, þar sem fólki er tryggð frjáls för og viðeigandi ráðstafanir gerðar að því er varðar landamæravörslu á ytri landamærum, hæli, innflutning fólks og forvarnir og baráttu gegn afbrotum.
3. Sambandið skal koma á fót innri markaði. Það skal vinna að sjálfbærri þróun Evrópu á grundvelli jafnvægis í hagvexti og verðlagi, afar samkeppnishæfu, félagslegu markaðshagkerfi, þar sem markmiðið er atvinna fyrir alla og félagslegar framfarir, ásamt öflugri umhverfisvernd og auknum umhverfisgæðum. Það skal stuðla að framförum á sviði vísinda og tækni.
Það skal berjast gegn félagslegri útskúfun og mismunun og stuðla að félagslegu réttlæti og vernd, jafnrétti kvenna og karla, samstöðu kynslóðanna og verndun réttinda barnsins.
Það skal stuðla að efnahagslegri samheldni, félagslegri samheldni og samheldni milli svæða og samstöðu meðal aðildarríkjanna.
Það skal virða þann auð sem er fólginn í margbreytileika menningar og tungumála og sjá til þess að staðinn sé vörður um menningararfleifð Evrópu og henni gert hátt undir höfði.
4. Sambandið skal koma á efnahags- og myntbandalagi þar sem evra er gjaldmiðillinn.
5. Í samskiptum sínum við umheiminn skal Sambandið halda á lofti gildum sínum og hagsmunum og vinna að þeim, sem og stuðla að vernd borgara sinna. Það skal stuðla að friði, öryggi og sjálfbærri þróun á jörðinni, samstöðu og gagnkvæmri virðingu meðal þjóða, frjálsum og sanngjörnum viðskiptum, útrýmingu fátæktar og verndun mannréttinda, einkum réttinda barna, sem og að því að þjóðarétti sé fylgt að fullu og hann þróaður áfram, þar á meðal að meginreglur sáttmála Sameinuðu þjóðanna séu virtar.
6. Sambandið skal vinna að markmiðum sínum með þeim hætti sem samrýmist þeim valdheimildum sem því eru veittar í sáttmálunum.
Sem og sáttmáli ESB orðar það með virðing fyrir mannlegri reisn og virðing fyrir mannréttindum, þ.m.t. réttindum þeirra sem tilheyra minnihlutahópum með banni við mismunun, umburðarlyndi, réttlæti, samstöðu og jafnrétti karla og kvenna með því að berjast gegn félagslegri útskúfun og mismunun og stuðla að félagslegu réttlæti og vernd með því að stuðla að vernd borgara sinna með útrýmingu fátæktar og verndun mannréttinda. Þannig ef það er eitthvað hjarta til í þessu spillta kerfi, sýnið þá virðingu við það að leiðrétta laun þeirra sem kallað hefur eftir réttlæti, því það kostar ekkert nema tilfinningu til þeirra sem kallað hefur eftir ykkar hjálp. Þannig ef þjóð sem á að kallast lýðveldi Íslands og á að eiga von til betri framtíða, dragið þá úr þessu einelti, því nóg er komið af ykkar kæruleysi sem þið hafið valdið ykkar þjóð, því fátæktargildrur eru ekki útrýming til fátæktar heldur til skammar ykkar lýðveldis þjóða.
Kær vonbrigðis kveðju,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svikin loforð stjórnvalda til skamma
17.11.2013 | 09:16
Hvaða loforð hafa stjórnvöld gefið? Því eins og Lilja Þorgeirsdóttir hjá Öryrkjabandalag Íslands segir í sinni yfirlýsingu um Kosningaloforðin, segir: Í aðdraganda kosninga lofuðu bæði Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn að ef þeir kæmust til valda væri það forgangsmál að leiðrétta kjör lífeyrisþega vegna kjaraskerðinga sem þeir hafa orðið fyrir á undanförnum árum. Skerðingarnar voru margvíslegar en þær fyrstu komu til framkvæmda 1. janúar 2009. [http://www.obi.is/vefrit/greinar/nr/1441].
Enn hvað hafa stjórnvöld gert? Því eins og Lilja Þorgeirsdóttir lýsir í annarri yfirlýsingu um Aðeins hluti af skerðingum leiðréttar, segir: Loks barst tilkynning frá félags- og húsnæðismálaráðherra um frumvarp, lagt fram á Alþingi þann 25. júní sl., sem fæli í sér afturköllun tveggja skerðinga af sex sem lífeyrisþegar urðu fyrir 1. júlí 2009. Um er að ræða verulega hækkun á frítekjumarki vegna atvinnutekna fyrir ellilífeyrisþega og að lífeyristekjur munu ekki lengur skerða grunnlífeyri almannatrygginga, sem er mikil réttarbót. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi 1. júlí nk. og koma til framkvæmda 1. ágúst nk. Því megi lífeyrisþegar eiga von á breytingum á sínum kjörum til batnaðar strax í sumar. og áfram segir Gagnast fámennum hópi öryrkja í sömu grein Staðreyndin er sú að ef frumvarpið fer óbreytt í gegnum þingið mun einungis mjög fámennur hópur örorkulífeyrisþega njóta þess. Því ekki er um að ræða hækkun á fjárhæðum einstakra bótaflokka heldur minni tekjutengingar hjá þeim sem hafa einhverjar aðrar tekjur en bætur almannatrygginga. Hækkun á frítekjumarki á launatekjum varðar eingöngu ellilífeyrisþega og afnám skerðinga á grunnlífeyri vegna lífeyrissjóðstekna nær einungis til fámenns hóps öryrkja. Sú forgangsröðun vekur furðu að leiðréttingar á kjörum sem byrjað er á ná ekki til þeirra sem þurfa að framfleyta sér á lágum bótum og hafa litlar eða engar aðrar tekjur. Þessi hópur á erfiðast með að ná endum saman en mun ekki fá leiðréttingar á sínum kjörum strax að loknu sumarþingi og mikil óvissa ríkir hvenær þeir megi vænta þess. [http://www.obi.is/utgafa/frettir/nr/1409].
Þannig hvað segja lögin sem Alþingið, löggjafi okkar þjóðar, hefur búið til? Í Lög um almannatryggingar í 69. gr. segir: Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. [http://www.althingi.is/lagas/141b/2007100.html] En hafa launabætur útfrá þessu ákvæði breyst síðan efnahagshrunið 2008 hjá ÖLLUM láglaunahópum? Því miður NEI. Þannig eru stjórnvöld þá ekki að brjóta lögin sem þau sjálf búa til? Því miður JÚ, þá eru stjórnvöld að brjóta lögin sem þau sjálf gera og ekki nóg með það, þá eru þau líka að brjóta stjórnarskráákvæði 65. gr. sem segir: [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.] og 76. gr. og 1 mgr. sem segir: [Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.], sem segir okkur að útfrá þessu er Alþingi okkar þjóðar að margbrjóta lög og stjórnarskránna með því að hækka ekki tekjur þeirra sem minnst eiga.
Þannig hvað ætlar Alþingi okkar þjóðar að gera, ætla þau að standa við gefin loforð og gera það sem þeim ber að fylgja eftir útfrá stjórnarskrá og eftir þeim lögum sem þau búa til útfrá stjórnarskránni? Því ekki er nóg að lofa einhverju og síðan bíða þar til að næstu kosningar verða og þegar þær verða, að byrja aftur að lofa launa hækkanir, enn síðan endurtaka sama leikin aftur með því að svíkja þau loforð.
Þannig ef þið stjórnarmenn okkar þjóðar viljið gera eitthvað rótækilegt fyrir ykkar þjóð, þá skulu þið byrja á því að leiðrétta laun ALLRA láglaunahópa samkvæmt stjórnarskránni, sem og þeim lögum sem þið búið til útfrá stjórnarskránni. Því ekki stenst það að ykkar þjóð skuli svelta útaf ykkar kæruleysi sem þið hafið sýnt ykkar þjóð alveg frá efnahagshruni haustið 2008. Því ekki er nóg að hækka tekjur einstakra einstaklinga og síðan brjóta stjórnarskrárákvæði 65. gr. sem segir: [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, ... efnahags, ... og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.], því þetta er það sem Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra hefur gert, eins og vitnað er: Skerðingar afnumdar og frítekjumark hækkað [https://www.facebook.com/framsokn/posts/10151658756444351] sem og hún montar sig á sinni eigin síðu um að þetta voru loforðin sem þau hefðu gefið á síðustu kosningum til sinna kjósenda og að þau hafi staðið við þau. Enn í raun þá hefur hún ekkert staðið við neitt af þeim loforðum með því að leiðrétta ekki laun ALLRA sem og stjórnarskráin talar um. Því ef hún hefur gert það, hvernig stendur þá á því að ALLIR láglauna hópar hafa ekki ennþá fengið leiðréttingu launa sinna?
Þannig stjórnarmenn okkar þjóðar, standið við ykkar gefin loforð og hættið að ljúga uppí opið geð ykkar kjósenda, því nóg er komið af ykkar svikum, því margir láglauna hópar hafa ekki ennþá fengið það sem 69. gr. Lög um almannatryggingar segir: Bætur almannatrygginga, ..., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs., þannig bætið upp þennan skaða og það strax!!!
Kær vonbrigðis kveðja,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar villu kenningar ráða ríkjum
12.11.2013 | 22:46
Af hverju er þetta svona? Því eins og ritningarnar vitna, munu margir falsspámenn og falskennendur koma og leiða marga í villu með háskalegum villukenningum sem og sakir þeirra mun vegi sannleikans verða hallmælt. Þannig eru allar kirkjur og söfnuðir frá Guði Föður og Drottni vorum Jesú Kristi komnar frá honum? Því eins og vitnað er: þá höfum vér ekki nema einn Guð, föðurinn, sem allir hlutir eru frá og líf vort stefnir til, og einn Drottin, Jesú Krist, sem allir hlutir eru til orðnir fyrir og vér fyrir hann. (1 Korintubréf 8:6), sem og Kristur vitnaði: Ég og faðirinn erum eitt. (Jóhannes 10:30) og Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín. Ég mun biðja föðurinn, og hann mun gefa yður annan hjálpara, að hann sé hjá yður að eilífu, anda sannleikans, sem heimurinn getur ekki tekið á móti, því hann sér hann ekki né þekkir. Þér þekkið hann, því hann er hjá yður og verður í yður. (Jóhannes 14:15-17) og Guð er andi, og þeir, sem tilbiðja hann, eiga að tilbiðja í anda og sannleika. (Jóhannes 4:24) og En sá er samlagar sig Drottni er einn andi ásamt honum. (1 Korintubréf 6:17) og að lokum Einn er Guð. Einn er og meðalgangarinn milli Guðs og manna, maðurinn Kristur Jesús, sem gaf sig sjálfan til lausnargjalds fyrir alla. Það var vitnisburður hans á settum tíma. (Tímóteusarbréf 2:4-6).
Sem svarið: Af hverju er þetta svona? við spurningunni hér fyrir ofan er: Margir munu fylgja ólifnaði þeirra, sem hefur gert það kleift að engin á okkar dögum, alveg frá tímum Krists sem viljugur líf sitt gaf, eins og vitnað er: Fyrst þér því eruð uppvaktir með Kristi, þá keppist eftir því, sem er hið efra, þar sem Kristur situr við hægri hönd Guðs. (Kólossubréf 3:1)., og að þeim tíma er hinir síðustu postular dóu, þá vita fáir um sannleikann eins og Guðs orð vitnar, því eins og ritningin segir: Þá sagði Jesús við Gyðingana, sem tekið höfðu trú á hann: Ef þér eruð stöðugir í orði mínu, eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa. (Jóhannes 8:31-32). Þannig eru allar kirkjur og söfnuðir í dag í sannleikanum og frjálsir? Sem því miður er ekki, því ef svo er, þá væri bara einn sannleikur sem gerir okkur frjáls, enn ekki einhverjar háskalegar villikenningar sem leiða marga í villu. Þannig eru allir kennarar frá Guði komnir, og hverjir eru þessir falsspámenn og falskennendur sem ritningin vitnar um? Því þetta er það sem hver og einn sem segist fylgja sannleikanum þarf að vita, til að lifa því frelsi sem Guð einn gaf manninum í upphafi.
Því nú á okkar dögum vita fáir í raun og veru ekki, hver Guð er. Því eins og með allar þær kirkjur og söfnuði undir öllum þeim nöfnum sem þær kalla sig nú á okkar dögum, þá vitna þær að þeir eru að tala um Guð. En er það svo með farið? Því hver sem les þetta, lesið gaumgæfilega orð Guðs, því í þeim, er sannleikurinn að finna til að gera okkur frjáls. Því eins og Kristur sagði við þrjósku Faríseana á sínum tíma, sem töldu sig vera að kenna orð Guðs, sem þeir höfðu leitt marga í villu vegna þeirra eigin kenninga, vitnar: Jesús svarar þeim: "Sannspár var Jesaja {29:13} um yður hræsnara, þar sem ritað er: Þessi lýður heiðrar mig með vörunum, en hjarta þeirra er langt frá mér. Til einskis dýrka þeir mig, er þeir kenna þá lærdóma, sem eru mannasetningar einar. (Markús 7:6-7), sem útskýrir af hverju margar villukenningar, falsspámenn og falskennendur eru mitt á meðal okkar nú á dögum, því hjarta þeirra var langt frá Guði og þeir kenndu lærdóma, sem eru mannasetningar einar sem er ekki frá Guði. Þannig eins og vitnað er: Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða. (Matteus 7:7). Þannig lærum veg sannleikans sem gjörir okkur frjáls eins og orð Guðs talar um og lofar, og vörumst villikenningum og mannasetningar einar sem og vegur sannleikans er hallmælt því þar býr ei frelsi.
Kær einlægis kveðja,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Bloggar | Breytt 19.5.2018 kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í þessum heimi
2.11.2013 | 23:44
Jesús svaraði þeim: "Varist að láta nokkurn leiða yður í villu. Margir munu koma í mínu nafni og segja: ,Ég er Kristur!' og marga munu þeir leiða í villu. Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi. Gætið þess, að skelfast ekki. Þetta á að verða, en endirinn er ekki þar með kominn. Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum. Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna.
Þá munu menn framselja yður til pyndinga og taka af lífi, og allar þjóðir munu hata yður vegna nafns míns. Margir munu þá falla frá og framselja hver annan og hata. Fram munu koma margir falsspámenn og leiða marga í villu. Og vegna þess að lögleysi magnast, mun kærleikur flestra kólna. En sá sem staðfastur er allt til enda, mun hólpinn verða. Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma.
Þegar þér sjáið viðurstyggð eyðingarinnar, sem Daníel spámaður talar um, standa á helgum stað," - lesandinn athugi það - "þá flýi þeir, sem í Júdeu eru, til fjalla. Sá sem er uppi á þaki, fari ekki ofan að sækja neitt í hús sitt. Og sá sem er á akri, skal ekki hverfa aftur að taka yfirhöfn sína. Vei þeim sem þungaðar eru eða börn hafa á brjósti á þeim dögum. Biðjið, að flótti yðar verði ekki um vetur eða á hvíldardegi. Þá verður sú mikla þrenging, sem engin hefur þvílík verið frá upphafi heims allt til þessa og mun aldrei verða. Ef dagar þessir hefðu ekki verið styttir, kæmist enginn maður af. En vegna hinna útvöldu munu þeir dagar styttir verða. Ef einhver segir þá við yður: ,Hér er Kristur' eða ,þar', þá trúið því ekki. Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn, og þeir munu gjöra stór tákn og undur til að leiða afvega jafnvel hina útvöldu, ef orðið gæti. Sjá, ég hef sagt yður það fyrir.
Ef þeir segja við yður: ,Sjá, hann er í óbyggðum,' þá farið ekki þangað. Ef þeir segja: ,Sjá, hann er í leynum,' þá trúið því ekki. Eins og elding sem leiftrar frá austri til vesturs, svo mun verða koma Mannssonarins. Þar munu ernirnir safnast, sem hræið er. En þegar eftir þrenging þessara daga mun sólin sortna og tunglið hætta að skína. Stjörnurnar munu hrapa af himni og kraftar himnanna bifast. Þá mun tákn Mannssonarins birtast á himni, og allar kynkvíslir jarðarinnar hefja kveinstafi. Og menn munu sjá Mannssoninn koma á skýjum himins með mætti og mikilli dýrð. Þá mun tákn Mannssonarins birtast á himni, og allar kynkvíslir jarðarinnar hefja kveinstafi. Og menn munu sjá Mannssoninn koma á skýjum himins með mætti og mikilli dýrð. (Matteusarguðspjall 24:3-31).
Sem og hér talar um: "Seg þú oss, hvenær verður þetta? Og hvert mun tákn komu þinnar og endaloka veraldar?" Sem og lærisveinar Krists spurðu: Seg þú oss kennara sínum: hvenær verður þetta?. Sem og lærisveinarnir voru að spyrja um; enda tíma veraldar. Fyrir trúaða og trúleysingja; trúa flestir, án þess að segja allir; að heimurinn sem við lifum í; átti sér upphaf, enn mun einhvern tíman taka sér enda. Því fyrir vísindi sem rannsaka allt; sjá þeir, allt átti sér upphaf, en einhvern tíman mun það upphaf enda. En hvernig var upphafið og hvernig mun endir þess vera?
Allt á sér upphaf
Allt á sér upphaf einhverstaðar hvort menn trúa eður ei, en einhvern tíman endar það upphaf. Því eins og: Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. (1 Mósebók 1:1), Og hann sagði við mig: "Þessi orð eru trú og sönn. Og Drottinn, Guð anda spámannanna, sendi engil sinn til að sýna þjónum sínum það, sem verða á innan skamms. Sjá, ég kem skjótt. Sæll er sá, sem varðveitir spádómsorð þessarar bókar."
Og ég, Jóhannes, er sá sem heyrði og sá þetta. Og er ég hafði heyrt það og séð, féll ég niður til að tilbiðja fyrir fótum engilsins, sem sýndi mér þetta. Og hann segir við mig: "Varastu þetta! Ég er samþjónn þinn og bræðra þinna, spámannanna, og þeirra, sem varðveita orð þessarar bókar. Tilbið þú Guð."
Og hann segir við mig: "Innsigla þú ekki spádómsorð þessarar bókar, því að tíminn er í nánd. Hinn rangláti haldi áfram að fremja ranglæti og hinn saurugi saurgi sig áfram og hinn réttláti stundi áfram réttlæti og hinn heilagi helgist áfram.
Sjá, ég kem skjótt, og launin hef ég með mér, til að gjalda hverjum og einum eins og verk hans er. Ég er Alfa og Ómega, hinn fyrsti og hinn síðasti, upphafið og endirinn. Sælir eru þeir, sem þvo skikkjur sínar. Þeir fá aðgang að lífsins tré og mega ganga um hliðin inn í borgina. Úti gista hundarnir og töframennirnir og frillulífismennirnir og manndrápararnir og skurðgoðadýrkendurnir og hver sem elskar og iðkar lygi.
Ég, Jesús, hef sent engil minn til að votta fyrir yður þessa hluti í söfnuðunum. Ég er rótarkvistur af kyni Davíðs, stjarnan skínandi, morgunstjarnan."
Og andinn og brúðurin segja: "Kom þú!" Og sá sem heyrir segi: "Kom þú!" Og sá sem þyrstur er, hann komi. Hver sem vill, hann fær ókeypis lífsins vatn.
Ég votta fyrir hverjum þeim manni, sem heyrir spádómsorð þessarar bókar, að leggi nokkur við þau, mun Guð á hann leggja þær plágur, sem um er ritað í þessari bók. Og taki nokkur burt nokkuð af orðum spádómsbókar þessarar, þá mun Guð burt taka hlut hans í tré lífsins og í borginni helgu, sem um er ritað í þessari bók.
Sá sem þetta vottar segir: "Já, ég kem skjótt." Amen. Kom þú, Drottinn Jesús!
Náðin Drottins Jesú sé með öllum. (Opinberunarbók 22:6-21).
Þá tala þessi tvö rit, 1 Mósebók 1:1 og Opinberunarbók 22:6-21, um upphaf og endi þess tíma, sem á sér upphaf, enn allt mun taka enda, þegar sá tími kemur.
Kær einlægis kveðja,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Bloggar | Breytt 4.11.2013 kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)