Þegar villu kenningar ráða ríkjum

Á sínu tímabili stundaði maður kristna söfnuði sem og maður lærði og sá það sem orð Guðs talar og varar við: „En falsspámenn komu einnig upp meðal lýðsins. Eins munu falskennendur líka verða á meðal yðar, er smeygja munu inn háskalegum villukenningum og jafnvel afneita herra sínum, sem keypti þá, og leiða yfir sig sjálfa bráða glötun. • Margir munu fylgja ólifnaði þeirra, og sakir þeirra mun vegi sannleikans verða hallmælt. • Af ágirnd munu þeir með uppspunnum orðum hafa yður að féþúfu. En dómurinn yfir þeim er löngu felldur og fyrnist ekki og glötun þeirra blundar ekki. (2 Pétursbréf 2:1-4)“, því eins og Kristur varaði sjálfur við: „Fram munu koma margir falsspámenn og leiða marga í villu. (Matteus 24:11)“ sem gert hefur það kleift að nú á dögum veit engin hvað „kirkja eða söfnuður“ er. Því eins og fólk hefur kynnst í margar aldir, alveg síðan að svokallaðar kirkjur eða söfnuðir fóru fyrst að verða til, vita fáir af þeim hver Guð er eða hver Kristur er.

Af hverju er þetta svona? Því eins og ritningarnar vitna, munu margir falsspámenn og falskennendur koma og leiða marga í villu með háskalegum villukenningum sem og sakir þeirra mun vegi sannleikans verða hallmælt. Þannig eru allar kirkjur og söfnuðir frá Guði Föður og Drottni vorum Jesú Kristi komnar frá honum? Því eins og vitnað er: „þá höfum vér ekki nema einn Guð, föðurinn, sem allir hlutir eru frá og líf vort stefnir til, og einn Drottin, Jesú Krist, sem allir hlutir eru til orðnir fyrir og vér fyrir hann. (1 Korintubréf 8:6), sem og Kristur vitnaði: „Ég og faðirinn erum eitt. (Jóhannes 10:30)“ og „Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín. • Ég mun biðja föðurinn, og hann mun gefa yður annan hjálpara, að hann sé hjá yður að eilífu, • anda sannleikans, sem heimurinn getur ekki tekið á móti, því hann sér hann ekki né þekkir. Þér þekkið hann, því hann er hjá yður og verður í yður. (Jóhannes 14:15-17)“ og „Guð er andi, og þeir, sem tilbiðja hann, eiga að tilbiðja í anda og sannleika. (Jóhannes 4:24)“ og „En sá er samlagar sig Drottni er einn andi ásamt honum. (1 Korintubréf 6:17)“ og að lokum „Einn er Guð. Einn er og meðalgangarinn milli Guðs og manna, maðurinn Kristur Jesús, • sem gaf sig sjálfan til lausnargjalds fyrir alla. Það var vitnisburður hans á settum tíma. (Tímóteusarbréf 2:4-6)“.

Sem svarið: „Af hverju er þetta svona?“ við spurningunni hér fyrir ofan er: „Margir munu fylgja ólifnaði þeirra“, sem hefur gert það kleift að engin á okkar dögum, alveg frá tímum Krists sem viljugur líf sitt gaf, eins og vitnað er: „Fyrst þér því eruð uppvaktir með Kristi, þá keppist eftir því, sem er hið efra, þar sem Kristur situr við hægri hönd Guðs. (Kólossubréf 3:1).“, og að þeim tíma er hinir síðustu postular dóu, þá vita fáir um sannleikann eins og Guðs orð vitnar, því eins og ritningin segir: „Þá sagði Jesús við Gyðingana, sem tekið höfðu trú á hann: „Ef þér eruð stöðugir í orði mínu, eruð þér sannir lærisveinar mínir • og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa. (Jóhannes 8:31-32)“. Þannig eru allar kirkjur og söfnuðir í dag í sannleikanum og frjálsir? Sem því miður er ekki, því ef svo er, þá væri bara einn sannleikur sem gerir okkur frjáls, enn ekki einhverjar háskalegar villikenningar sem leiða marga í villu. Þannig eru allir kennarar frá Guði komnir, og hverjir eru þessir falsspámenn og falskennendur sem ritningin vitnar um? Því þetta er það sem hver og einn sem segist fylgja sannleikanum þarf að vita, til að lifa því frelsi sem Guð einn gaf manninum í upphafi.

Því nú á okkar dögum vita fáir í raun og veru ekki, hver Guð er. Því eins og með allar þær kirkjur og söfnuði undir öllum þeim nöfnum sem þær kalla sig nú á okkar dögum, þá vitna þær að þeir eru að tala um Guð. En er það svo með farið? Því hver sem les þetta, lesið gaumgæfilega orð Guðs, því í þeim, er sannleikurinn að finna til að gera okkur frjáls. Því eins og Kristur sagði við þrjósku Faríseana á sínum tíma, sem töldu sig vera að kenna orð Guðs, sem þeir höfðu leitt marga í villu vegna þeirra eigin kenninga, vitnar: „Jesús svarar þeim: "Sannspár var Jesaja {29:13} um yður hræsnara, þar sem ritað er: Þessi lýður heiðrar mig með vörunum, en hjarta þeirra er langt frá mér. • Til einskis dýrka þeir mig, er þeir kenna þá lærdóma, sem eru mannasetningar einar. (Markús 7:6-7)“, sem útskýrir af hverju margar villukenningar, falsspámenn og falskennendur eru mitt á meðal okkar nú á dögum, því hjarta þeirra var langt frá Guði og þeir kenndu lærdóma, sem eru mannasetningar einar sem er ekki frá Guði. Þannig eins og vitnað er: „Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða. (Matteus 7:7)“. Þannig lærum veg sannleikans sem gjörir okkur frjáls eins og orð Guðs talar um og lofar, og vörumst villikenningum og mannasetningar einar sem og vegur sannleikans er hallmælt því þar býr ei frelsi.

Kær einlægis kveðja,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband