Eru lög þjóðarinnar samkvæmt stjórnarskránni?

stjornarskra_slands_1222514.jpg
 
Í fyrstu þarf að vita: „Hvað er stjórnarskrá?“, því samkvæmt upplýsingum eins og Áttavitinn.is segir: „Stjórnarskrá eru grundvallarlög ríkis og leiðbeiningar um önnur lög. Hún hefur gildi umfram önnur lög og venjulega er mun erfiðara að breyta henni en öðrum lögum.

Stjórnarskrár segja til um nokkur grundvallaratriði samfélagsins, hvað yfirvöld mega gera og ekki síður hvað þau mega ekki gera.“
 
Og eins og Íslenska orðabókin skilgreinir það:
 
Lögfræði • lög sem geyma helstu reglur um stjórnskipun ríkis, grunvallar lög ríkis.
Þannig útfrá þessu er stjórnarskráin „grundvallaratriði samfélagsins, hvað yfirvöld mega gera og ekki síður hvað þau mega ekki gera“ og „stjórnskipun ríkis, grunvallar lög ríkis“. Sem líka má orða sem æðstu boðorð okkar þjóðar, líkt og með boðorðin tíu úr biblíunni sem öll Móseslög voru samin og smíðuð eftir fyrir alla gyðingsþjóðir sem tilheyrast þeim boðum og lögum til þess að fylgja eftir. Þannig eru öll lög sem Alþingið [löggjafi þjóðarinnar] gerir samkvæmt grunvallaratriðum eftir stjórnarskránni?

Því samkvæmt 1. gr. stjórnaraskrárinnar, segir: Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn. Þannig hvað er lýðveldi? Því eins og Íslenska orðabókin skilgreinir það:

1 þingræðislegt stjórnarfar þar sem æðstu menn eða æðsti maður (forseti) ríkisins er þjóðkjörinn eða kosinn af þjóðkjörnum fulltrúum til tiltekins tíma 2 ríki þar sem slíkt stjórnarfar er > Ísland er lýðveldi 3 stjórnarfar þar sem almenningur eða stór hluti hans velur forystumenn og skipar málum en ekki konungur eða höfðingjastétt • þjóðveldi.
Þannig lýðveldið er almenningur þjóðarinnar eða stór hluti þess eftir kosningar aldri, 18 ára og eldri [33. gr.], sem velur sér þjóðkjörna fulltrúa [forseta Íslands og stjórnarmenn sem kallast ráðherrar og alþingismenn] til þess að stjórna þjóðinni með þeim lögum sem Alþingi [löggjafi þjóðarinnar] gerir hverju sinni sem og forseti Alþingis samþykkir og forseti þjóðarinnar undirskrifar til samþykktar [26. gr.], sem samkvæmt þessu er það sem stjórnarskrá 65. gr. segir: [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.] sem sett var inn árið 1995, um það að allir þjóðfélagsþegnar sem eru búsettir og með lögheimili á Íslandi sem stjórnarskrá 33. gr. talar um, sé lýðveldið sjálft. Þannig þegar Alþingi býr til lög samkvæmt stjórnarskránni, þá eiga öll lög að vera og tilheyrast jafnræði hvera þjóðfélagsþegna, sem þýðir, að stjórnar- og valdamenn okkar þjóðar eru ekki æðri en þjóðfélagsþegnarnir sjálfir, enda sjálfir þjóðfélagsþegnar sem kosnir voru/eru af þjóðinni. Enn er hún það? Því þegar Alþingi býr til lög, þá lýta þau á sjálfa sig sem æðsta vald yfir öllum. Semsagt þjóðin í þeirra augum er ójafn meirihluti sem stjórnar- og valdamenn okkar þjóðar mega kúga með harðræði og skipunum sem þau sjálf búa til með lögum.

Þannig eru þá lög að brjóta gegn stjórnarskránni? Ef satt á að segja, þá eru flest lög landsins sem Alþingi okkar smíðar eftir stjórnarskránni að brjóta á flest alla þjóðfélagsþegna sem útfrá stjórnarskránni segir: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum“. Því eins og þjóðin hefur kynnst í aldar og áratugaraðir, þá hafa flest lög sem Alþingið býr til hverju sinni ekki snúist uppá jafnræði heldur harðræði, kúgun og spillingu. Sem þýðir að valdamenn ríkis og stjórnarmanna hafa verið settir uppá háan stall til þess að drottna yfir sínum þjóðfélagsþegnum einsog harðstjórar sem og stjórnarskráin bannar í 68. gr. stjórnarskrárlaga, sem segir: [Engan má beita pyndingum né annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.Nauðungarvinnu skal engum gert að leysa af hendi.].

Þannig hvað þýðir þessi grein? Orðið ómannúðlegri er skýring af orðinu ,,ómennskur“ eitthvað sem sæmir ekki mönnum, en orðið „mannúð“ kemur frá kvenkynsnafnorðinu mildi, góðlegur og miskunnsamur. Þannig orðið „mannúðlegur“ er skýrt sem mildur, miskunnsamur og  góðhjartaður. Af þessu er dregið sú ályktun að „ómannúðleg“ sé almennt talið þýða meðferð sem einkennist af hörku, miskunnarleysi eða illsku einsog ill meðferð sem sæmir engum. Enn orðið vanvirðandi kemur frá kvenkynsnafnorðinu „vanvirða“ sem þýðir vansæmd, smán og lítilsvirðing sem niðurlægjandi skömm. Enn út frá orðinu nauðungarvinnu þýðir einhvern sem er tilneyddur gegn vilja sínum til að vinna eða refsing til að vinna sem þræll, sem dæmi, að vinna bak og fyrir, daga og nætur, bara til þess eins að eiga peninga fyrir sig og sína til að halda sér á lífi.

Þannig hvernig brjóta lög 68. gr. stjórnarskrárinnar þessa grein? Tildæmis með því að láta þjóðfélagsþegn lifa á ósamkvæmum láglaunakjörum með því að beita ósanngirni í því að láta einstakling vinna fyrir hverja einustu krónu til að ná endum saman sem gerir það kleift að sá einstaklingur pínist til þess að vinna [nauðungarvinnu] á þann hátt að reyna að halda sig og sínum á lífi. Og með því að hækka skatta og nauðsynjarvörur á þann hátt að hver einstaklingur þarf að pínast til þess að vinna [nauðungarvinnu] til þess að geta borgað þær ómannúðlegar háar nauðsynjar sem hver markaður leifir sér að hækka hverju sinni þegar þeim dettur í hug útfrá lögum. Og með því að leifa í lögum að vextir mega hækka á þann hátt að hver einstaklingur þarf að pínast til þess að vinna [nauðungarvinnu] til þess að borga himin háar og vanvirðandi skuldir sem lög leifa valdhöfum, eins og rukkurum eða bönkum, að svipta hverjum sem þeir telja að hafi ekki staðið við skuldir af eignum sem hver og einn hefur keypt eða látið bera sig úr húsnæði þeirra sem hefur valdist af of háum skuldum sem hækkanir vaxta hafa aukið upp lánið eða lánin sem viðskiptavinur hélt að hann/hún hefði samið sem öruggt og traust lán sem hefur endað upp sem svik og pretti sem leiðir til hærri vaxta af þeim lánaborgunum. Og síðan má ekki gleyma: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum“ sem og 75. gr. stjórnarskráarinnar segir: [Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess.Í lögum skal kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu.], enn útaf láglaunakjörum sem hver og einn lifir á, þá telst þetta vera ómannúðleg og vanvirðandi refsing til þess að hver og einn neyðist til að stunda nauðungarvinnu bak og fyrir, daga og nætur, bara til að geta lifað fyrir sig og sína hverju sinni. Þannig með þessum laga brotum eru allir láglaunakjörnir einstaklingar að þræla fyrir óréttlátum ójöfnunarlaunum sem og valdamenn hafa leift sér að vinna fyrir hálaunum sem og hinir jöfnu þjóðfélagsþegnar þeirra lifa ekki sjálfir á.

En hvað með aldraða, öryrkja og atvinnulausa, sumir af þeim eru nú ekki lengur að vinna og þar með ekki þrælvinnandi fyrir sínum tekjum, eiga þeir þá að eiga rétt til réttlátra launa? Samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar, segir: [Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. • Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. • Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.] og 78. gr., sem segir: [Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.
Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir.], sem skýrir fyrir sig sjálft, að margir af þeim öldruðum, öryrkjum og atvinnulausum voru vinnandi fólk, sem og sumir af þeim unnu þrælavinnu til þess eins að eiga fyrir réttlátum launum til að geta lifað sómasamlegu lífi eins og hver annar verkamaður hefur þurft að gera hverju sinni. En vegna örðugleika útaf atvinnuleysi eða sjúkleika þá geta þau ekki lengur unnið, sem gerir það kleift að kerfið tryggir þessu fólki úr lífeyrisbótum eða eftirlaunum sem hver og einn hefur safnað sér fyrir árum saman. Þannig útfrá þessu, þá eiga allir sem eru jafnir fyrir lögum að fá sambærilegar launatekjur til þess að geta lifið sómasömu lífi hverju sinni. Enn samkvæmt lögum sem Alþingið hefur búið til, þá mismuna þau alla sem stjórnarskráin talar um að séu jafnir fyrir lögum hvort þau séu vinnandi eða ekki, með því að upphefja valdstöðu sína og annarra valdmanna, svo sem forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara á þann hátt að ef þau sjálf verða eða lenda í sjúkleika eða gerast aldraðir, þá munu þau fá hærri tekjubætur en hver annar þjóðfélagsbúi á rétt á útfrá lífeyristekjum eða eftirlaunum með því að setja inn það lagarákvæði [Lög um eftirlaun alþingismanna - nr. 46, gert 14. maí 1965 og Lög um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara - nr. 141, gert 20. desember 2003] að þau eiga meiri rétt á því að fá ennþá meiri lífeyristekjur eða eftirlaun en hver og einn venjulegur jafn ríkisborgari hefur safnað sér fyrir, þar með hafa þau gert sig öruggari gegn skerðingu eftirlauna með lögum.

Þannig ef lagafrumvörp samræmast ekki stjórnarskránni eru þau þá virk? Í einföldu svari „Nei!!!“, þannig ef lög samræmast ekki stjórnarskrá þá eru þau talin ógild, og ef svo er, þá er hægt að leggja það til kæru hæstaréttar sem ákveður útfrá stjórnarskrá hvort þau lög eru gild eða ekki. Enn þarna liggur gallinn, því eins og laun hæstaréttardómara er, þá leggst upp sú spurning: „Hvað telst í augum hæstaréttardómarans vera brot á lögum gegn stjórnarskránni á þann hátt að þjóðin öll treysti því að hann/hún geti úrskurðað þau lög ógild?“, því þegar spilling er til staðar, þá getur allt gerst sem þjóðin veit ekkert um á meðan að fáir vita hvað stjórnarskráin segir hverju sinni og hvort lög sem búin til eru úr henni séu í raun og veru stjórnarskrábrot. Því eins og þjóðin hefur kynnst, bara útfrá þessum dæmum sem ég hef þegar skrifað um í þessari grein, að við erum ekki jöfn samkvæmt flestum lögum sem Alþingi hefur gert. Þannig eru lög landsins margbrotin gegn stjórnarskránni? Þetta er það sem lesandinn verður að skoða með opnum hug ef hann/hún vill lifa eins og stjórnarskráin segir: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, [...] þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.

Kær einlægis kveðja,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband