Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2021

Skrítin byrjun á kosningarárum!

Jæja, hvað höfum við grætt á kosningum 2021, er hún ekki bara eins og spennandi bíómynd, Covid hitt og þetta, og aðrir furðulegir atburðir sem hingað til gerast á undanförnum kosningum. Að fínu klæðin sýna sig, og segja bara: „Þetta er í góðu lagi, taktu bara þriðju sprautuna, hún mun bjarga öllum málum.“, því miður hefur maður heyrt þetta of oft, eins og rispuð plata, að sprauta hitt og sprauta (eða einhver spennandi nammi pilla) mun hókus pókus bjarga því að nú verandi ráðherrar, eru því miður ekki að hugsa um: „Allir skulu“. Er jú stór spurning: „Skulu vera hvað?“.

Þannig hvað höfum við grætt. Ennþá spítala vandinn útaf faraldrinum, frá okkar svokallaðri ríkistjórna, sem leikur ennþá sömu bíómyndina, sem maður horfði á, áður en þetta Covid dæmi kom upp og þegar þetta hundleiðinlega dæmi byrjaði að koma sem faraldur, og aðallega spítala vandi þjóðarinnar sem er búinn að vera vandi í langan tíma í mörg herrans ár, og síðan má maður ekki steingleyma kosninga galla vandanum sem ennþá er verið að skoða. Er þetta bara ekki sama bíómyndin, enda er þetta voða lítið að breytast þegar þingheimur ræður orðið ekki við að höndla faraldur, ekki bara Covid, heldur þeirra eigin verk í að hafa ekki nóg stjórn á þessum dauðvalda faraldri, plús að ráða ekki almennilega við spítala vanda sinna eigin þjóðar. Þannig er þetta það sem maður kaus?

Nei, er auðvelda svarið. En fyrir þau sem kusu þetta aftur yfir okkur. Er risastórt spurningarmerki?

Þannig það verður bara að koma í ljós, hvort maður sé að horfa á sömu bíómyndina, eða hvort maður græddi eitthvað á því að kjósa, eða hvort þetta haldi bara ekki áfram eins og önnur þingár hafa sýnt sig, sem er: „Varla ekkert hefur breyst, takið upp grímuna, enda munu allar sprauturnar sem þau munu bjóða ykkur uppá, bjarga öllum málum, og líka innlögnum, og jafnvel dauðsföllum.“, er þetta ekki orðið eins og rispuð plata.

Því hvað höfum við grætt á þessum kosningum, er sú stjórn sem er til staðar núna að hugsa mjög vel um: „Allir skulu“. Vera hvað?

Veit ríkistjórnin það, alltaf spurning?

Þannig maður vonar að maður sé ekki að horfa á sömu bíómyndina, sem gerðist þegar þessi núverandi stjórn réði og ræður ríkjum, kom okkur í Covid 1, 2, 3, 4, takið upp grímuna, og líka þriðju sprautuna.

Vá hversu vel þessari drauma ríkistjórn margir dreymdu eftir, ef þetta er það sem kosið var, og að maður finnst eins og maður sé að horfa á sömu bíómyndina sem gerðist. Æi, maður nennir ekki að hugsa um það lengur, enda leiðinleg bíómynd. Enda er stjórnmál of flókin. Þannig njótið byrjunina á nýjum kosningum. Því svona er þetta bara: „Eða þarf þetta að vera svona?“, of flókin spurning.

Kær kveðja, Magnús Ragnar (Maggi Raggi), farið vel með ykkur.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband