Hvernig svíkja stjórnvöld loforð?

Loforð stjórnvalda 
Tilhvers eru stjórnvöld fræg fyrir stórum loforðum og kemur upp að þeir geta ekki eða hreinlega standa ekki við þau? Í fyrstu er þetta ekkert nýtt hjá stjórnvöldum að stunda þessa iðju. Því í raun er einn galli sem okkar núverandi stjórnarskrá hefur, sem er 48. gr., sem segir: „Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.“ Þannig um hvað fjallar greinin? Í raun segir hún allt sem segja þarf, því þegar alþingismenn sannfæra þjóð einhverju, eru þeir „eingöngu bundnir við sannfæringu sína“ um það að þeir geti og ætli sér að standa við gefin loforð, enn samt ekki bundnir þeirri reglu og sannfæringu „frá kjósendum“ til að standa sig við þau. Þannig þegar þeir lokka kjósendur, sannfæra þeir þeim með loforðum og svikum, því þeir vita að þeir geta það, bara útaf því að stjórnarskráin leifir það.
 
Þannig hvernig fara flokkarnir að þessu? Áður en kosningar byrja, leita þeir upplýsinga um vandamál þjóðarinnar með því að fylgjast vel með hvað þjóðin kallar eftir hverju sinni. Síðan skipuleggja þeir sín frægu slagorð, sem kitlar eyru kjósenda best til þess að grípa þeirra athygli. Síðan þegar kosningar eru, byrja auglýsingaherferðir, með þeim slagorðum sem þeir smíðuðu til að lokka kjósendur að sér. Í raun er þetta ekkert nýtt sem stórir flokkar beita. En gallinn er bara, hvernig kjósendur eru svo trúverðugir gagnfart þessum stórum loforða flokkum með því að taka við þeirra gilli beitu. Og hvaða slagorð eru það sem þessir stóru flokkar notuðu á kosningum 2013? Tildæmis slagorð Framsóknarflokks (B), Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, núverandi Forsætisráðherra „Afskriftir af húsnæðislánum“ og „Afnám verðtryggingar“, og Sjálfstæðisflokks (D), sem Bjarni Benediktsson núverandi Fjármálaráðherra lofaði „Afnám auðlegðarskatts“ og „Hækkun persónuafsláttar“, og það sem báðir flokkar lofuðu „Viðræður við ESB slitið eða spurning sett í þjóðaratkvæði“ og „Lyklalög“ og „Stjórnarskráin í salt“ og „Fleiri virkjanir“ og fleiri loforð sem DV.is vitnar í og útskýrir um hvað þau fjalla, sem hægt er að skoða hér => [http://www.dv.is/frettir/2013/5/4/thessu-lofudu-their/].
 
En munu þeir ekki standa við stóru loforðin? Yfirleitt eru það sum loforð sem þeir munu standa við, enn restina útskýra í burt með afsökunum einsog vanalega. Þannig það eina sem hægt er að gera, er jú að sjá hvaða loforð þeir munu standa við, því það er erfitt að vita hvaða loforð munu standast. Þannig maður verður bara að bíða hversu mikið af þessum loforðum munu standast eða svíkjast. Þannig við verðum bara að bíða, það er að segja ef við verðum ekki búinn að gefast uppá þessum loforða kór og kalla eftir nýjum kosningum, kemur bara í ljós?
 
Kær einlægis kveðja,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband