Bloggfærslur mánaðarins, september 2015

Er virkilega til sannur kærleikur?

Þegar kærleikur er skoðað í Íslensku orðabókinni sem orðast á þennan hátt: „kærleikur, kærleiki KK • ást • heit vinátta > vera í kærleikum við e-n / miklir kærleikar voru með þeim“, sem sést að orðið þýðir „ástheit vinátta“, semsagt að vera ástfanginn í væntumþykju, í heitu vináttusambandi, eða bara einfaldlega kunna að virða og elska.

Sem og spurt er: „Þýðir kærleikur bara ‚ástheit vinátta‘?“, því eina leiðin til að finna það út, þá langar mig til að útskýra í þessari langbloggfærslu: „Hvað er virkilega sannur kærleikur í raun og veru?“.

Því samkvæmt því aldafórnriti sem biblía er kölluð – sem er margvirt og elskuð af mörgum eða vanvirt og marghötuð af mörgum sem skilja ekki nógu vel hvað kærleikur er – þá lýsir sú aldarbók kærleikanum dýpra en bara ‚ástheit vinátta‘ eins og dæmi um það sem einu sinni var ritað: „Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. • Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. • Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. • Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. • Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. […]“ sem og meira segir: „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. (Fyrsta Korintubréf 13:4-8a og 13:11)“. Sem og þýðir í breiðu samhengi, þá er kærleikur ekki bara einhver ‚ástheit vinátta‘ heldur allt það sem hver og einn þarfnast í sínu eigin lífi einsog Fyrsta Jóhannesarbréf 4:7-8 segir: „Þér elskaðir, elskum hver annan, því að kærleikurinn er frá Guði kominn, og hver sem elskar er af Guði fæddur og þekkir Guð. • Sá sem ekki elskar þekkir ekki Guð, því að Guð er kærleikur.“, sem beinlínis þýðir, kærleikurinn er Guð sjálfur sem elskar okkur þótt okkur líkar það eður ei.

Og þar sem Guð sjálfur er kærleikur og elskar okkur einsog Jóhannesarguðspjall 3:16-21 vitnar: „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. • Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann. • Sá sem trúir á hann, dæmist ekki. Sá sem trúir ekki, er þegar dæmdur, því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs sonarins eina. • En þessi er dómurinn: Ljósið er komið í heiminn, en menn elskuðu myrkrið fremur en ljósið, því að verk þeirra voru vond. • Hver sem illt gjörir hatar ljósið og kemur ekki til ljóssins, svo að verk hans verði ekki uppvís. • En sá sem iðkar sannleikann kemur til ljóssins, svo að augljóst verði, að verk hans eru í Guði gjörð.“, þá ber okkur að læra lifa kærleik, að ganga þann þrönga flókna veg að elska náungan eins og sjálf okkur, því þetta er hin eilífa fría gjöf frá Guði komið, að elska eins og Guð hefur eilíflega alltaf elskað okkur og vill ekki að neinn glatist heldur hafi eilíft líf í þeim kærleik sem gefur líf. Því eins og ritningarnar lýsa Guði himna Föður skapara himins og jarðar sem sendi sinn eingetinn Drottin vorn Jesú Krist inní þennan hrörna heim til að deyja og rísa upp frá dauðum svo við getum fengið að lifa í að glatast ekki heldur eignast eilíft líf, því þetta er það sem Guð skapari í upphafi ætlaði okkar fyrsta mankyni, að allir skyldu elska hvort annað nákvæmlega einsog Guð elskar sína eigin sköpun, sem og mankyn nú á dögum vilja helst rústa og eyða. Því þar sem okkar fyrsti forfaðir ákvað að vilja sækjast eftir skilningsvit á milli góðs og ills, þá því miður sitjum við mankynið í því vali, að velja á milli hvað er gott og hvað er illt.

Því eins og Guð sagði um fyrsta manninn einsog Fyrsta Mósebók 1:26-27 vitnar: „Guð sagði: Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd, líkan oss, og hann skal drottna yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir fénaðinum og yfir villidýrunum og yfir öllum skriðkvikindum, sem skríða á jörðinni. • Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu.“, og sem Fyrsta Mósebók 2:7 segir: „Þá myndaði Drottinn Guð manninn af leiri jarðar og blés lífsanda í nasir hans, og þannig varð maðurinn lifandi sál.“, og það sem Fyrsta Mósebók 2:22-24 segir: „Og Drottinn Guð myndaði konu af rifinu, er hann hafði tekið úr manninum, og leiddi hana til mannsins. • Þá sagði maðurinn: Þetta er loks bein af mínum beinum og hold af mínu holdi. Hún skal karlynja kallast, af því að hún er af karlmanni tekin. • Þess vegna yfirgefur maður föður sinn og móður sína og býr við eiginkonu sína, svo að þau verði eitt hold.“, og að lokum það sem Fyrsta Mósebók 2:16-17 segir: „Og Drottinn Guð bauð manninum og sagði: „Af öllum trjám í aldingarðinum máttu eta eftir vild, • en af skilningstrénu góðs og ills mátt þú ekki eta, því að jafnskjótt og þú etur af því, skalt þú vissulega deyja.“, sem og var vitnisburður á þeim tíma, að ef okkar fyrsti jarðforfaðir sem var skapaður eftir Guðs mynd hefði hlítt hinu eina boði sem honum var boðið, þá hefði mankynjarðar lifað eilíflega án skilning á milli góðs og ills, því alveg síðan að fyrstu jarðforeldrar okkar ákváðu að taka á móti skilningsvit góðs og ills.

Þá sorglega er heimurinn orðin einsog Jesaja 5:20 vitnar: „Vei þeim, sem kalla hið illa gott og hið góða illt, sem gjöra myrkur að ljósi og ljós að myrkri, sem gjöra beiskt að sætu og sætt að beisku.“, semsagt fáir nú á dögum kunna ekki orðið að greina á milli hvað er gott og hvað er illt. Sem og þýðir að kærleikur margra hefur hríðkólnað og mankynjarðar er farið að hata hvort annað útaf engu, bara útaf því að þau kunna orðið ekki lengur að elska aðra nema sitt eigið sjálfsegó, sem og Síðara Tímóteusarbréf 3:1-4 vitnaði á sínum tíma að myndi gerast: „Vita skalt þú þetta, að á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir. • Mennirnir verða sérgóðir, fégjarnir, raupsamir, hrokafullir, lastmælendur, foreldrum óhlýðnir, vanþakklátir, vanheilagir, • kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberandi, taumlausir, grimmir, ekki elskandi það sem gott er, • sviksamir, framhleypnir, ofmetnaðarfullir, elskandi munaðarlífið meira en Guð.“, og sem Rómverjabréf 1:21-24 segir: „Þeir þekktu Guð, en hafa samt ekki vegsamað hann eins og Guð né þakkað honum, heldur hafa þeir gjörst hégómlegir í hugsunum sínum, og hið skynlausa hjarta þeirra hefur hjúpast myrkri. • Þeir þóttust vera vitrir, en urðu heimskingjar. • Þeir skiptu á vegsemd hins ódauðlega Guðs og myndum, sem líktust dauðlegum manni, fuglum, ferfætlingum og skriðkvikindum. • Þess vegna hefur Guð ofurselt þá fýsnum hjartna þeirra til saurlifnaðar, til þess að þeir svívirtu líkami sína hver með öðrum. • Þeir hafa skipt á sannleika Guðs og lyginni og göfgað og dýrkað hið skapaða í stað skaparans, hans sem er blessaður að eilífu. Amen.“, og sem Rómverjabréf 1:26-35 segir: „Þar eð þeir hirtu ekki um að varðveita þekkinguna á Guði, ofurseldi Guð þá ósæmilegu hugarfari, svo að þeir gjörðu það sem ekki er tilhlýðilegt, • fylltir alls konar rangsleitni, vonsku, ágirnd, illsku, fullir öfundar, manndrápa, deilu, sviksemi, illmennsku. Þeir eru rógberar,• bakmálugir, guðshatarar, smánarar, hrokafullir, gortarar, hrekkvísir, foreldrum óhlýðnir, • óskynsamir, óáreiðanlegir, kærleikslausir, miskunnarlausir, • þeir eru menn, sem þekkja réttdæmi Guðs og vita að þeir er slíkt fremja eru dauðasekir. Samt fremja þeir þetta og gjöra að auki góðan róm að slíkri breytni hjá öðrum.“, semsagt mankynjarðar er farið að dýrka meira hið illa, en að leita eftir hinu góða.

Því einsog Orðskviðir 6:16-19 vitnar: “Sex hluti hatar Drottinn og sjö eru sálu hans andstyggð: • drembileg augu, lygin tunga og hendur sem úthella saklausu blóði, • hjarta sem bruggar glæpsamleg ráð, fætur sem fráir eru til illverka, • ljúgvottur sem lygar mælir, og sá er kveikir illdeilur meðal bræðra.“, því ef einhverjum langar einhvern tíman að elska eins og Guð sjálfur elskar sitt eigið sköpunarverk, með því að hafa andstyggð af öllu því sem illt er, þá er það eina sem þarf að læra er að elska náungan nákvæmlega eins og við elskum okkur sjálf. Því til að geta gefið kærleik, þá þarf maður að læra að geta sýnt hvort öðru þann heiður að geta gefið öðrum kærleik aftur til baka.

Því þetta er það sem orð Guðs talar um í Fyrsta Jóhannesarbréf 3:17-21 sem vitnar: „Ef sá, sem hefur heimsins gæði, horfir á bróður sinn vera þurfandi og lýkur aftur hjarta sínu fyrir honum, hvernig getur kærleikur til Guðs verið stöðugur í honum? • Börnin mín, elskum ekki með tómum orðum, heldur í verki og sannleika. • Af þessu munum vér þekkja, að vér erum sannleikans megin og munum geta friðað hjörtu vor frammi fyrir honum, • hvað sem hjarta vort kann að dæma oss fyrir. Því að Guð er meiri en hjarta vort og þekkir alla hluti. • Þér elskaðir, ef hjartað dæmir oss ekki, þá höfum vér djörfung til Guðs.“, og það sem Fyrsta Jóhannesarbréf 4:7-13 segir: „Þér elskaðir, elskum hver annan, því að kærleikurinn er frá Guði kominn, og hver sem elskar er af Guði fæddur og þekkir Guð. • Sá sem ekki elskar þekkir ekki Guð, því að Guð er kærleikur. • Í því birtist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð hefur sent einkason sinn í heiminn til þess að vér skyldum lifa fyrir hann. • Þetta er kærleikurinn: Ekki að vér elskuðum Guð, heldur að hann elskaði oss og sendi son sinn til að vera friðþæging fyrir syndir vorar. • Þér elskaðir, fyrst Guð hefur svo elskað oss, þá ber einnig oss að elska hver annan. • Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Ef vér elskum hver annan, þá er Guð stöðugur í oss og kærleikur hans er fullkomnaður í oss. • Vér þekkjum, að vér erum stöðugir í honum og hann í oss, af því að hann hefur gefið oss af sínum anda.“, og það sem Galatabréf 5:22-23 segir: „En ávöxtur andans er: Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, • hógværð og bindindi. Gegn slíku er lögmálið ekki.“, því þar sem Guð er andi eins og Jóhannesarguðspjall 4:24 orðar það: „Guð er andi, og þeir, sem tilbiðja hann, eiga að tilbiðja í anda og sannleika.“, þá ber okkur að læra að elska hvort annað í anda og sannleik.

Því eins og Síðara Korintubréf 4:18 vitnar: „Vér horfum ekki á hið sýnilega, heldur hið ósýnilega. Hið sýnilega er stundlegt, en hið ósýnilega eilíft.“, og líka: „Því að hið ósýnilega eðli hans, bæði hans eilífi kraftur og guðdómleiki, er sýnilegt frá sköpun heimsins, með því að það verður skilið af verkum hans. Mennirnir eru því án afsökunar. (Rómverjabréf 1:20)“. Þannig lærum að virða, því á meðan við sjáum náungan okkar í þörfum, þá ber okkur að læra að virða hann, frekar en að hundsa honum sem gæti orðið þú sjálfur, því sjálf vitum við ekki hvernig framtíð okkar ber í skauti sér, því ef við sjálf viljum virðingu, þá lærum að virða náungan eins og við sjálf myndum óska eftir því að vilja fá virðingu til baka. Því til að geta sagt að maður elski Guð, þá þarf maður að læra að elska náungan eins og sjálfan sig.

Því þetta er sú fría gjöf sem Guð Faðir skapari himins og jarðar gaf okkur eins og Fyrsta Jóhannesarbréf 4:14-21 vitnaði á sínum tíma: „Vér höfum séð og vitnum, að faðirinn hefur sent soninn til að vera frelsari heimsins. • Hver sem játar, að Jesús sé Guðs sonur, í honum er Guð stöðugur og hann í Guði. • Vér þekkjum kærleikann, sem Guð hefur á oss, og trúum á hann. Guð er kærleikur, og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum. • Með því er kærleikurinn orðinn fullkominn hjá oss, að vér höfum djörfung á degi dómsins, því að vér erum í þessum heimi eins og hann er. • Ótti er ekki í elskunni. Fullkomin elska rekur út óttann. Því að óttinn felur í sér hegningu, en sá sem óttast er ekki fullkominn í elskunni. • Vér elskum, því að hann elskaði oss að fyrra bragði. • Ef einhver segir: Ég elska Guð, og hatar bróður sinn, sá er lygari. Því að sá sem elskar ekki bróður sinn, sem hann hefur séð, getur ekki elskað Guð, sem hann hefur ekki séð. • Og þetta boðorð höfum vér frá honum, að sá sem elskar Guð á einnig að elska bróður sinn.“

Allt þetta getur verið þröngur og erfiður vegur að vilja læra ganga eftir, en er þess virði að vilja læra, á meðan maður lifir þessum hrörna hatursheimi sem kann orðið ekki lengur að elska náungan eins og sjálfa sig, vegna hatur við þann Guð sem elskaði okkur að fyrra bragði. Þannig lærum ef við viljum fá virðingu til baka, því án kærleiks, er ekkert til sem líf getur kallast, nema að læra að elska náungan eins og við elskum okkur sjálf.

Þannig lærum, því kærleikurinn er sú eina fría gjöf sem gefur eilíft líf, allt það sem hver og einn hefur margsinnis óskað eftir, en þar sem hatur og illska þolir ekki kærleik, þá því miður hafa margir lent í þeim hörmungum sem enginn vill upplifa, en því miður hafa þurft að upplifa. Því á meðan illska, hatur og fyrirlitning stjórnar heiminum, þá þarf sá heimur sem Guð svo mikið elskar að hann gaf son sinn eingetinn Drottin vorn Jesú Krist til að deyja fyrir syndir okkar til að við gætum lært að elska eins og Guð elskar okkur að fyrra bragði. Þannig megi sá náðar kærleikur vera mitt á meðal okkar að við mættum læra að elska náungan eins og sjálf okkur, því þannig lærum við að eignast einhvern tíman hinn sannann frið sem margsinnis er leitað, stritað og hrópað eftir. Því án kærleiks, verður engin friður, því illska, hatur og vanvirðing kann ekki að gefa frið, alveg sama hversu margir reyna að skapa þann frið með þeirri illsku sem þeir gera öðrum, bara útaf hatri, græðgi og í stríð við náungan. Því þegar skilningur mankyns mun einhvern tíman læra að elska náungan eins og við elskum okkur sjálf, þá loksins mun sá sanni friður koma, því hann kostar ekkert, nema að læra kærleik.

Því þegar sá dagur mun koma að við munum öll læra þann eina kærleiksveg sem sannann frið gefur. Þá megi það sem Títusarbréf 2:11 segir: „Því að náð Guðs hefur opinberast til sáluhjálpar öllum mönnum.“, og það sem Síðara Þessaloníkubréf 2:16-17 segir: „En sjálfur Drottinn vor Jesús Kristur og Guð, faðir vor, sem elskaði oss og gaf oss í náð eilífa huggun og góða von, • huggi hjörtu yðar og styrki í sérhverju góðu verki og orði.“, og að það sem segir: „Sá sem þetta vottar segir: „Já, ég kem skjótt.“ Amen. Kom þú, Drottinn Jesús! • Náðin Drottins Jesú sé með öllum. (Opinberunarbók 22:20-21)“, og ef þið viljið deila þetta skrif til ykkar vina, þá eru þið velkomin til að gera það.

Og að lokum, ef ykkur langar að vita „Hvað er að vera Kristinn í trú?“, þá getið þið smelt á þessa facebook síðu hér og lært að vita hvað er að vera kristinn í trú, og allar feitskáletursbiblíutilvitnanir eru teknar úr Biblíuþýðingu 1981.

Kær kærleiks von til betri framtíða: „Amen. Kom þú, Drottinn Jesús!“,
kær náðarkveðja frá ykkar einlæga vin, Magnús Ragnar (Maggi Raggi).


Einsog líf margsinnis spyr?

Hvað er líf? Er aldarraða spurning sem allir hafa spurt. Og að reyna að finna lífið hér á jörðu, er höfuðverkur sem endalaust spyr: „Hvað er líf í raun og veru?“.

Og að reyna að raða saman þessa flóknu aldaraðapúsluspilaspurningu, ber upp þá erfiðu og flóknu spurningu: „Hvernig viljum við láta virða okkur sem sækjumst eftir virðingu?“. Sem og því miður margir sækjast eftir virðingu, en spyrja samt að þeirri aldaraðar spurningu: „Hvað er líf?“.

 • Líf er virðing til náungans eins og við sjálf sækjumst eftir.
 • Líf er frí gjöf að geta fengið að vera til og læra að virða hvort annað.
 • Líf er frí gjöf, þannig njótum þeirra gjafa í kærleik.
 • Og að lokum, aðal lífið er að læra: „Elska skaltu náungan eins og sjálfan þig!“.

Allt þetta er líf og frí gjöf, sem og margir sækjast eftir: „Hvenær viljum við láta aðra virða okkur eins og við erum sjálf?“. Alltaf flókin spurning?

Kær einlægs kærleiks kveðja,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).


Þegar tímarnir en breytast?

Árið 2011, 13 mars, skrifaði ég „Tímarnir breytast…“. Því síðan hvenær höfum við ekki upplifað tímana breytast?

Öll sækjum við eftir breytingum, þannig fyrst þurfum við að læra að virða, til að sú breyting gerist einhvern tíman. Enn á meðan að tímarnir breytast ekki, þá sorglega sér maður þær hörmungar sem maður vill ekki sjá, en því miður þarf að upplifa, í kærleik.

Virðing kostar ekkert nema læra elska náungan eins og sjálfan sig.

Þannig getur maður látið það gerast að „Tímarnir breytast…“ til hins góða.

Það er að segja ef eitthver fattar hvað gott er?

Kærleikur er eilíflega frí gjöf, þannig njótum á meðan við erum til. Því engin veit hvenær morguninn hverfur, og við lendum í mold.

Þannig lærum að virða, því við vitum aldrei hvenær „Tímarnir breytast…“.

Kær einlægs kærleiks kveðja,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).


Hér á tíð!

Ísland var einu sinni var, fagurt land sem margir nú á dögum kunna ekki orðið að virða, og því miður ekki lengur að stjórna sínu eigin landi að minnstakosti ekki útfrá stjórnarskráákvæði 65. gr. okkar lýðveldisþjóða sem margskipar: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum!“.

Því hvaða lögum er okkar óheilaga alþingi nú á dögum að fylgja eftir? - sem á að kallast löggjafi sinna þjóða sem býr til lagaákvæði uppúr stjórnarskrá okkar lýðveldisþjóða, sem nú á dögum virðir ekki það ákvæði: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum!“, með risa stóru spurningarmerki „Hverjir eru jafnir?“. Því miður eru það fáir undir því ákvæði.

Því hverjir eru jafnir?

Alla tíð er þetta búið að vera risastórhausverkur, sem stjórnvöld nú á nútíma öld kunna ekki orðið að leysa.

Endalaust er spurt: „Af hverju?“.

Því stórt er spurt: „Hvenær ætlum við að læra að virða?“.

Kær virðing kærleiks kveðja til betri framtíða,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).


Þegar kærleikur syrgir mannslíf jarðar!

Kærleikur er frjáls frí gjöf sem meirihluti mannkyn nú á öld kunna varla að gefa sem fáir vilja lítið læra að skilja til að ganga eftir sem því miður margir afneita hinum eina sannann frið sem líf gefur til allra sem læra elska virða náungan eins og sjálfan sig sem alltaf gott gefur. Því til að læra gera gott þá þarf lærdómur kærleikans til alsmannlífs til að skilja hvað er gott.

En á meðan bálshatur illskurótar er mitt á meðal jarðar sem aldamannkynssagan er endalaust að endurtaka sig aftur og aftur við að finna allskonar kúnstaleiðir til að gera öðrum illt en ekki gott. Þá því miður syrgir hin eina sanna fría gjöf sem hinn sanni friður kemur frá, sem illskuhatur, viðbjóðsofbeldi, blóðgræðgi og allskonar hefndar stríðsdrápa sem aldrei læra að skilja hvað er gott, nema allt mannslíf nú til alda læri að virða hvort annað einsog margir marghrópa eftir.

Því þar sem mannkynjarðar er orðið meirihluti grimmdarhefndar hatursillska. Þá er engin furða að við eigum mjög erfitt með að lifa þann sannann frið sem margir gráta eftir. Þannig lærum þá einu allra erfiðustu dýrmætustu fríu gjöf að virða til að fá hina einu sönnu réttláta virðingu til baka, án illsku haturs, viðbjóðsofbeldi, blóðgræðgi og allskonar hefndarstríðsógeð. Því þannig fæðist hinn eini sanni friður sem við öll höfum endalaust óska eftir.

Því þar sem heimurinn er því miður í því slæmu ástandi að vilja helst ekki læra að gera öðrum gott. Þá því miður grætur hinn fríi kærleikur sem gefur hinn sannann frið sem lifir ekki í hatri, ofbeldi, græðgi og stríð, heldur virðir alla þá sem leita sér þá þekkingu að vilja læra að gera öðrum gott.

Því eins og illskuhatur hefur endalaust dráplega rústað margar blóðkynslóðir. Þá grætur sú eina hryggðasorg sem endalaust marghrópar meðal manna: „Kæra mannkyn, elskið hvort annað sem eitt sem alltaf kallar eftir virðingu sem því miður hatur, ofbeldi, græðgi og stríð hefur aldrei lært að vilja að gera og gefa, nema læra að virða í kærleik sem illar hatursfullar manneskjur kunna enga virðingu að gefa nema stela, slátra og eyða til tortímingar sem kærleikur margsinnis syrgir!“.

Þannig mætti sá dagur einhvern tíman verða, að hinn eini sanni fríi friðar kærleikur kenni okkur þann eina sannan veg að elska náungan eins og kærleikurinn hefur endalaust elskað okkur, því þannig fæðist sannur friður sem gefur frelsi sem illska því miður hefur endalaust hatað, sem og kærleikur einn vill gefa þeim sem vilja læra að ganga eftir því sem kallast að virða hvort annað eins og við öll sækjumst eftir, því þannig er hinn eini sanni fríi friður að elska náungan eins og sjálfan sig.

Allt kann þetta að vera mjög þröngur og erfiður kúnstavegur að vilja læra að ganga eftir, sem og er þess virði að vilja læra að ganga, því þannig fær maður hinn eina sannann frið, að elska eins og kærleikurinn hefur eilíflega elskað okkur. Því þetta er hið sanna réttlæti sem elskar í sönnum faðmkærleik, sem alltaf gefur virðingu til baka.

Þannig lærum að virða hvort annað, því það kallast sannur kærleikur, sem gefur líf öllum þeim sem vilja læra að gera gott. Því þess virði er sú gjöf, að læra að elska einsog kærleikurinn hefur ætíð gert án fordóms og haturs, því þetta er hin eina fullkomna gjöf sem gefur sannan frið.

Kær kærleiks kveðja til betri framtíða,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).


Hver veit hvað er einelti?

einelti_1269794.jpg

Sjálfur á ungum aldri lenti ég mjög illa á því sem skrifa þessa bloggfærslu í það sem fólk nú á dögum kalla sem einelti eins og DV.is orðar það: „Einelti í borgarráði? Fékk ekki köku eins og aðrir á afmælisdaginn“, og líka eins og pressan.is orðar það: „Sveinbjörg Birna skilin útundan og fékk ekki köku á afmælisdaginn“.  Á vissan hátt að vera skilin útundan, er eitt af því fordómafulla einelti. Enn er það aðal eineltið sem felst í því að vera skilin útundan. Því hvað er einelti yfir höfuð?

Einelti er þegar fordómakvikyndiseinstaklingar sem eiga við eitthvað mjög alvarlegt vandamál að stríða og líða eitthvað mjög illa í sínu eigin lífi og leita þar með huggun sína við að leggja aðra í einelti sér til skemmtunar til að sýna að þeir séu eitthvað betri, meiri töff og gáfaðri en aðrir.

Einelti er þegar fordómakvikindiseinstaklingar hundsa daglega einhvern sem þeim finnst vera eitthvað skrítin, furðulegur eða gaggaheimskur, eins og þeir líta á ástæðuna og afsökunina til að hafa ástæðu til að hundsa þá manneskju sem þeim finnst mjög gaman að níðast og riðlast á daglega, enn ekki bara stundum.

Einelti er þegar maður getur ekki gengið heim nema vera af og til barin eða uppnefndur daglega af fordómafullumkvikindiseinstaklingum sem vita ekki útaf hverju þeir hata þig, en þeim finnst það bara töff og gaman að níðast á þér bara útaf því að þú átt eitthvað við að stríða, svo sem að vera of gáfaður eða greindarskertur, að vera lítill eða of stór, að vera of mjór eða feitur, að vera of sætur eða ljótur, að vera freknóttur, að vera eitthvað skrítinn útfrá trú, útliti eða talshætti, að vera fatlaður á einhvern hátt, og að vera útlendingur eða eitthvað annað líkt sem eineltisgerendur finna alltaf afsökun til að leggja þá persónu í einelti sér til skemmtunar, enn fórnarlambinu til háborinnar og eyðileggjandi skammar sem erfitt er að gleyma útaf ævarandi skömm sem ekki er auðvelt að stroka út úr sínu eigin lífi, nema læra þá erfiðu kúnst að sætta sig við það í ævarandi særindum sem erfitt verður að gleyma.

Og að lokum, þeir sem eru láglaunaðir hvort það séu aldraðir, öryrkjar, eða aðrir láglaunaðir, þá eru þau því miður af kerfinu og stjórnvöldum mjög mikið lögð í einelti þegar þau geta ekki einu sinni gefið sínum eigin börnum og barnabörnum afmæliskökur og gjafir eða eitthvað annað útaf láglaunum sem og aðrir hálaunaðir geta leift sér sem og láglaunaðir geta ekki leift sér vegna fátæktar, sem og stjórnvöld og kerfið nú á dögum eru mjög dugleg við að hundsa og svelta daglega við að þrjóskast upp með allskonar afsökunum við að vilja ekki mæta þeim sem minnst eiga með því að vilja ekki líta á þau sem jöfn eins og stjórnarskráin hefur margskipað og -hrópað eftir í 65. gr. „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum“ sem og skiptir engu hvort maður er ríkur eða fátækur! Þannig er Sveinbjörg Birna lögð í einelti bara útaf því að hún fékk ekki afmælistertu?

Ekki mitt að dæma, heldur ykkar sem eruð að lesa þessa bloggfærslu. Því einelti er bara aumingjaskapur og á ekki að líðast mitt á meðal neins, hvort maður sé svört, dökkbrún, gul eða hvít mannvera, trúuð eða trúlaus skiptir engu, einelti er og verður alltaf aumingjaskapur sem á ekki að líðast mitt á meðal neins, því öll erum við persónur sem kallast mannverur, skiptir engu hvaðan maður er frá, þá erum við öll persónur sem ber að virða hvort annað. Því til að geta fengið virðingu til baka, þá þarf maður því miður að læra þá erfiðu kúnst að virða hvort annað sem persónur, því öll erum við manneskjur sem verðskuldum virðingu.

Kær einlægs virðingar kveðja,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).


Er nú ekki orðið nóg komið?

bjarni_ben_konungur_spillingarinnar.jpg

Nú þegar maður les fréttafjölmiðla, aðallega vef Kvennablaðið, þá hugsar maður: „Er nú ekki orðið nóg komið?“. Því nú á dögum er það að gerast að „Fjölskylda fjármálaráðherra fær forgang að kaupum á ríkiseignum“, semsagt, Bjarni Ben konungur spillingarinnar er að selja ríkiseigur þjóðarinnar til sinna eigin fjölskildu og klíkuvina án þess að sjá iðrun þess hvað hann er að gera sinni eigin þjóð. Og síðan þegar það gerist, þá er það eina sem þjóðin gerir, er jú að væla um þetta og lýsa sinni óánægju yfir því hversu vel spilltur hann Bjarni Ben er orðin gegn sinni eigin þjóð, en síðan gerist ekkert, nema bara kvörtunarvæl yfir því að nú er orðið nóg komið.

Því hvert sinn sem að vel spilltir glæpaþingmenn gera eitthvað af sér, eins og með Hönnu Birnu málið og nú Bjarna Ben fjölskylduforgangröðunarmálið, þá gerir þjóðin því miður ekkert nema láta margnauðga sig dag eftir dag án þess að krefjast þess að þessir vel spilltu glæpaþingmenn fái ekki að komast upp með þá valdníðslu sem er að rústa Íslandi. Því hvenær vill þjóðin kjósa?

Eða er þetta bara orðið normið nú á dögum, að þjóðin láti margnauðga sig án þess að krefjast afsakna þeirra vel spilltu græðgiþingmanna sem því miður eru ekkert að gera það sem þjóðin óskaði eftir þegar þau kusu þau til að lagfæra vanda þjóðarinnar. Því hversu mikið höfum við sem þjóð þurft að blæða þann margskaða sem þessir vel spilltu græðgiþingmenn hafa gert sinni eigin þjóð, eða er okkur kannski orðið alveg nákvæmlega sama hvað er að gerast?

Því einsog staða Íslands er orðin, þá er heilbrigðiskerfið enn í rústum, aldraðir og öryrkjar og aðrir láglaunaðir eru eineltislega hýst útí horni án þess að fá mannsæmandi laun, lögreglan er farin að kvarta yfir illa launaðri vinnu, bankamafíumenn hækka sín eigin laun þegar þeim sýnist og fá að komast upp með það, aðrir vel efnaðir 1% klíkumafíuauðmenn fá himinháar kauphækkanir þegar þeir þurfa ekki á því að halda sem mörg ólög gegn jafnræðinu leifir það, og hvert sinn sem þjóðin kvartar yfir óréttlæti græðgistjórnvalda þá fokka stjórnvöld þjóðina með sínu kæruleysi við að vilja ekki mæta sinni eigin þjóð, og lengi gæti maður talið upp hversu mikið því miður þjóðin hefur þurft að blæða vegna þess að við leifum það.

Því finnst okkar þetta bara orðið eðlilegt að glæpagengi vel spilltra græðgiþingmanna fái að komast upp með að rústa Íslandi? Maður bara spyr!

Því hvenær er ekki orðið nóg komið?

Kær vandræðis kveðja yfir því hvað Ísland vill,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).


Einelti og fátækt!

mynd.jpg

Nú á dögum er sorg gagnfart öllu því flóttafólki sem óska eftir að geta búið einhverstaðar þar sem stríð, ofbeldi og ofsóknir eru ekki til staðar. Sem og því miður hver og einn óska líka eftir, en því miður fá ekki að upplifa, nema betla fyrir því að geta fengið að lifa sómasamlegu lífi undir einelti stjórnvalda sem vilja ekki viðurkenna alla sem jafna fyrir lögum.

Því eins og ástand aldraðra og öryrkja og annarra láglaunaðra er á Íslandi, þá óska margir af þeim eftir því að vilja gerast flóttafólk, vegna þess slæms ástands sem þau eineltislega hafa þurft að upplifa gagnfart stjórnvöldum okkar þjóðar sem finna vorkunn við að vilja hjálpa flóttafólki, en vilja líta samt framhjá fátæktarstöðu sinna eigin þjóða. Já það er ekki gaman að vera fátækur hér á Íslandi, eiga ekkert til að geta fætt sig og aðra sem kallast „BÖRN“.

Því hversu margir af þeim sem lifa í fátækt hér á Íslandi eiga „BÖRN“?

Því þetta er það sem því miður gleymist, að hér á Íslandi eru foreldrar sem svelta sjálfa sig til að geta fætt sín eigin börn. Og er þetta það sem við Ísland viljum bjóða flóttamönnum, slæmt húsnæði, endandi í betlbiðraðir eftir fæði til að geta fætt sig og sína, eða vinna fyrir þrælláglúsalaunum, eða á öðrum bótum, bara til þess eins að geta lifað hér á þessari eyju sem leggur sína fátæka Íslendinga í einelti bara útaf því að launin duga ekki til að borga húsaskjól, reikninga, og aðra nauðsynlega hluti, vegna skorts á því að geta ekki átt ofan í sig og á?

Ef ekki, þá þarf Ísland að geta líka bjargað sínu eigin landi, en ekki bara flóttamönnum. Því ef Ísland á sér samvisku gagnfart öllu þessu flóttafólki, þá vonar maður að sú samviska sé líka til staðar til þeirra sem svelta hér á landi vegna kæruleysi stjórnvalda sem leggja aldraða, öryrkja og aðra láglaunaða í einelti með því að svelta þau með láglaunum sem engin getur lifað á.

Kær vonar kveðja til betri framtíða,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).


Hugmyndir um Landsbankann?

Nú á dögum er verið að skapa hugmyndir hvernig hægt er að redda klúður Landsbankans, sem útfrá hruni 2008 upp að okkar dögum, hefur átt mjög erfitt með að fatta hvernig á að leysa sín eigin ráðgátuvandamál, nema jú hækka laun þeirra sem stjórna bankanum í miklu blekkjandi gleðipartíi án þess þó nokkuð að sjá skömm sína yfir öllu því klúðri sem sá banki hefur gert áður og nú, gegn sínu eigin landi og öllum sem skulu vera jafnir fyrir lögum Íslandi til framtíðarskammar.

Og á meðan að Alþingi okkar þjóðar er enn í bullandi afneitun gegn öllum sem skulu vera jafnir fyrir lögum, þá því miður treystir maður ekki því þingi að þau kunni nokkuð að laga peninga vanda sinna eigin þjóða, nema jú endalaust klúðra öllu í ójöfnuð, enn meira framtíð okkar til háborinnar skammar. Því eins og þjóðin hefur því miður lært að kynnast, þá er ekki endalaust hægt að plástra vanda þjóðarinnar, nema að læra að virða jafnræðið og búa til nýjan banka sem gæti kallast „Þjóðbanki“, sem og lærir að virða þjóð í jöfnuð og virðingu.

Því einsog bankarnir eru nú á dögum, Landsbanki í bullandi vandræðaskuldum, Íslandsbanki (áður undir undratöfranafni "Glitnir", síðan aftur töfrandi sama nafn og það hét fyrst) í bullandi sukk ójöfnuð einsog aðrir hrunbankar undir ýmsum undrandi höfuðverkja kennitalanöfnum.

Langar klúðursögur gæti maður endalaust frætt börn okkar framtíða, er þau læra að lifa í bullandi ójöfnuð, útaf þeim hrun bönkum, sem og Alþingi okkar þjóðar hefur hingað til ekki lært að lagfæra vanda sinna eigin þjóða, nema jú í sjóðbullandi plástrandi ójöfnuð.

Þannig á meðan að Alþingið vanvirðir enn sína þjóð í ójöfnuð. Þá því miður treystir maður ekki Alþingið til að lagfæra vanda sinna þjóða lengur. Því hvenær ætla þau að læra að vinna með allri þjóðinni, enn ekki í gegn henni?

Vonandi þurfa ekki barnabörn framtíðarbarna okkar ekki að spyrja að þessari leiðinlegri spurningu, því nóg er komið af þessu ójafnræði áróttur gegn allri þjóðinni sem Ísland á að kallast. Því eina leiðin til að læra að laga vanda sinna þjóða, þá þarf að læra að virða sína þjóð.

Kær vonar kveðja til betri framtíða,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).


Ræður Ísland við að taka á móti flóttafólki?

flottafolk_1268544.jpg

Grátlegt er að stjórnvöld læra ekkert að viti, nema finna leiðir til að koma illa fram við sína eigin þjóð, sem margsungið er að hún sé vel auðug og jöfn, því bara ef það væri nú til snefill af tilfinningu í þessu hjartalausa veldi sem er að stjórna okkar landi nú til dags, þá myndi ástand þjóðarinnar sem stjórnarskráin margskipar og syngur að „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum“ ekki vera svona einsog líf margra er að upplifa nú á dögum.

Já það er skömm að stjórnvöld séu til yfir höfuð: „Því hvaða vit hafa þessi stjórnvöld verið að gera fyrir sína þjóð?“. Jú það sem fréttir daglega benda á, sem og margir vel spilltir og vinsælir fréttafjölmiðlar vilja sem helst ekki fjalla um nema fegra þá slæmu stöðu sem stjórnvöld eru að gera, á meðan aðrir hreinskilnir netmiðlar hjálpa okkur að skilja hvernig hlutirnir eru, sem aðrir fjölmiðlar vilja helst ekki fjalla um, þá halda stjórnvöld öldruðum, öryrkjum og öðrum láglaunuðum sér til skemmtunar í fjötragíslingu fátæktargildru, og slef dýrka eftir hjartalausum græðgisauðmönnum sem leifa sér hærri kauphækkanir með öllum þeim ójöfnunarlögum gegn öllum sem skulu vera jafnir fyrir lögum, og síðan dreyma eftir því að geta frelsað um tæp 50 eða 500 eða 5000 flóttafólk á meðan það eru um þúsundir aldraðir, öryrkjar og aðrir láglaunaðir sem svelta útfrá kæruleysi stjórnvalda sem geta varla einu sinni sinnt því hlutverki að lagfæra vanda sinna eigin þjóðar í jöfnuð.

Því hvernig er heilbrigðisvandi þjóðarinnar, og fátækt láglúsalaun láglaunastéttarinnar, og hinn okurrándýri húsaleigumarkaður, og hinn handónýti vinnumarkaður sem þrælslýtvinna fólk með láglaunum, og að lokum, af hverju eru háar nauðsynjar með of flóknum sköttunarnöfnum og vöxtum á öllum þeim vörum sem telst vera nauðsynjar til lifnaðar svo rándýrt?

Og síðan dreyma stjórnvöld undir öllu þessu ástandi: „Hvernig væri nú að frelsa flóttafólk?“. Og geta varla bjargað sinni eigin þjóð? Furðulegt hvernig stjórnvöld snúa öllu á hvolf, án þess að fatta hvað þau eru í raun að gera sinni eigin þjóð. Ekki er ég á móti því að við sem þjóð opnum armir okkar til að frelsa þetta fólk úr þeirri ánauð sem þau standa í nú á dögum, sem og maður skilur mætavel þeirra ástand því ekki er skemmtilegt að lifa þeirri stöðu sem Ísland stendur í á okkar dögum. Heldur er ég hræddur um að meirihluti flóttafólksins endi í biðraðir Mæðrastyrksnefndar og Fjölskilduhjálpar vegna þeirra ástands sem stjórnvöld eru því miður ekkert að lagfæra, nema gera illt verra með því að plástra vanda þjóðarinnar án þess að hugsa um þær afleiðingar sem þau eru að gera sinni þjóð.

Því eins og ástandið er nú á dögum, lýsist best í þessari grein hér: „Flúinn úr fjötrum fjandskapar“, sem skrifað var 1. september 2015 á vefsíðu skorrdal.net, sem og skýrist af hverju ég skrifa þessa færslu um það af hverju maður hefur áhyggjur af þeim flóttamönnum sem munu leita hælis hér á okkar handónýta heilbrigðisvandamáli og fátæktargíslingastöðu aldraðra, öryrkja og annarra láglaunaðra og vegna of hárra húsaleigumarkaðra og þrælvinnuláglauna vinnumarkaðra og endalausar áróttu hækkanir nauðsynja útaf of flóknum skattanöfnum og vöxtum sem Seðlabankinn hækkar þegar þeim dettur það í hug útaf græðgi þeirra sem er hundsama um alla þá sem skulu vera jafnir fyrir lögum. Og síðan er spurning: „Myndi allt þetta flóttafólk upplifa jöfnuð þegar þau kæmu hingað til Íslands, eða munu þau lenda í fjötrunargildru ójöfnunarinnar sem Ísland martraðalega býr yfir og sjá síðan eftir því að hafa komið hingað til Íslands?“.

Kannski of flókin spurning fyrir okkar stjórnvöld, en samt eitthvað umhugsunarvert til að hugsa um.

Kær vonar kveðja til betri framtíða,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband