Eru aldraðir og öryrkjar ósýnileg?

Árið 2009 eftir hrunið lentu aldraði og öryrkja í alvarlegar refsiskerðingar í boði Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi forsætisráðherra úr flokki Samfylkingarinnar (xS) og í boði Steingrím J. Sigfússonar sem á þeim tíma var þá fjármálaráðherra úr flokki Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs (xV). Og þær skerðingar sem aldraðir og öryrkjar fengu yfir sig á þeim tíma, voru það sem kallast „króna á móti krónu skerðing“, sem aldraðir eru frekar nýlega búinn að fá strokað út, á meðan að öryrkjar lifa ennþá á okkar dögum með þessa skerðingu, sem virkar þannig að ef öryrki fer að vinna, þá mega þau ekki afla sér meiri tekjur nema það sem tryggingarstofnun skammtar þeim sem nú á dögum eru tæp 209.000 kr., og ef öryrkin fer langt yfir þær tekjur, þá byrjar tryggingarstofnun með lögum að skerða þær aukatekjur sem öryrkin fær í sinn vasa, með þá afsökun að öryrkin sé með of háar tekjur, þess vegna verði að beita þessu óréttlætisaðferðum til að skerða þeirra tekjur.

Og þótt það sé búið að afnema „krónu á móti krónu skerðinguna“ hjá öldruðum, þá samt er tryggingarstofnun með leifi útfrá stjórnarskrábrot ólögum ennþá að refsa öldruðum sem hafa safnað lífeyri með öðrum aukatekjum sem sá aldraði hefur eignað sér án neinna útskýringa, nema með þá lélegu afsökun að sá aldraði hafi fengið of mikið í launatekjur, þess vegna verður að skerða þeirra tekjur útaf því að þau unnu sig inn aðrar aukatekjur. Sem hefur jú endað með því að bæði aldraðir og öryrkjar hafa ekki mátt eignast aukatekjur nema að tryggingarstofnun fari í þær refsiaðgerðir að skerða alvarlega þær litlar tekjur sem aldraðir og öryrkjar fá í sinn vasa. Og ef aldraðir eða öryrkjar leigja herbergi með aðgang að baðherbergi, eldhúsi og þvottaaðstöðu, þá fá þau engar aðrar auka tekjur í sinn vasa því þau eru ekki að leigja á almennum markaði.

Og síðan þegar aldraðir og öryrkjar spyrjast fyrir um af hverju þessar skerðingar eru í gangi, þá er eina svarið sem þau fá, er að tryggingarstofnun viti það ekki, nema að þau verði bara að fylgja þeim ólögum sem margbrýtur gegn stjórnarskránni um jafnræði og friðhelgi einkalífsins, sem þýðir að þau lög sem Alþingið hefur gert segja til um það að svona eigi bara hlutirnir að vera, því svona hafa þingmennirnir komist upp með að skapa ástandið, því aldraðir og öryrkjar mega bara ekki eiga nóg til handanna til þess að geta lifað mannsæmandi lífi hér á Íslandi, enda er sá hópur byrðar Íslands sem helst verði að útríma með refsiskerðingum því þau í augum þessara vissa þingmanna eru jú víst afætur og eru þar með helst baggi þjóðarinnar sem verði að margrefsa fyrir að vera það sem þau eru.

Því núna á dögum er verkafólk bráðlega að fara í skæruverkfall útaf óréttlátum launum, sem aldraðir og öryrkjar geta víst ekki gert, sem er að fara í verkfall og krafist eftir að þeirra skerðingalaun verði réttlátlega leiðréttar, nema að vera margrefsuð fyrir að tjá sínar skoðanir yfir því óréttlæti sem þau daglega þurfa að lifa á. En samt reyna jú aldraðir og öryrkjar að krefjast með kjafti og klóm eftir réttlæti, þótt þau viti af því að Alþingið hefur engan áhuga á því að vilja hlusta á þau, né aðrar stofnanir, því í raun þá eru aldraðir og öryrkjar bara aumingjar í þeirra augum, þess vegna verður að refsa þeim að segja sínar skoðanir yfir þessu óréttlæti sem er búið að standa í tæpt 10 ár, án árangurs. Því á hverju ári sem Alþingið talar um launhækkun, þá hafa aldraðir og öryrkjar aðallega þurft að sætta sig við tæp 2% til 5% hækkun, því ef þau fá meira, þá kemur verðbólga eða eitthvað allt annað sem notað er til að afsaka það óréttlæti að það sé ekki hægt að leiðrétta betur þeirra smálúsatekjur.

Þannig hver getur leift sér að lifa hérna á Íslandi með tæp 209.000 kr. án annarra aukatekna og jafnvel minna á mánuði vegna skerðinga, á meðan að leigumarkaðir eru á okurverði og flest allar nauðsynjar eru á rándýru verði?

Ekki myndu þingmenn vilja lifa á þessum launum, enda hafa þau verið spurð að því, sem þeirra svar var: „Nei takk!“, enda lifa núna á dögum þessir þingmenn lúxuslífi eftir að þau fengu á silfurfati í Október árið 2016 tæp 46% launhækkun sem gerir núna á dögum tæp 1.500.000 til 3.000.000 milljónir sem fer eftir því í hvaða stöðu þau eru í, þannig í raun þá þurfa þau varla að kvarta yfir skorti, enda fá þau líka fríðindi með þeim launum sem þau fá útborgað frá skattgreiðendum, þannig brosandi geta þau leift sér hvað sem er með þessar milljónir í sínum vasa án þess að þurfa að borga varla neitt á meðan að þau fá sín hlunnindi.

Þannig kæra verkafólk og aðrir landsmenn sem eru að fara að berjast fyrir réttlætislaunum, eru þið tilbúinn til að hafa aldraða og öryrkja í ykkar huga þegar þið berjist fyrir réttlátum launum. Því nóg er komið að aldraðir og öryrkjar séu ósýnileg hérna á Íslandi, enda eru margir af þessum hópi líka búinn að vinna fyrir sínum launum hér á Íslandi, og geta ekki að því gert að þau verða gömul eða gerast öryrkjar útaf ýmsum ástæðum, þar sem sumir fæðast fatlaðir án þess að hafa óskað eftir því, og aðrir hafa bara hreinlega brunnið yfir sig, eða þá slasast og lent á örorku, sem nú á dögum lifa á skammartekjur sem enginn myndi dreyma sig í að vilja lifa á, enda óskar enginn eftir því að vilja gerast fatlaður eða gamall, því svona hlutir geta alveg gerst hjá öllum sem lesa þennan pistill, þótt sumir segja: „Nei svona lagað kemur aldrei fyrir mig“, þá veit bara engin hvað getur gerst, enda er enginn spámaður á sínu eigin lífi. Og ef við verðum svo heppin að slasast ekki og lenda ekki á örorku, þá má ekki gleyma því að við öll eldumst og endum einhvern tíman á ellilaun, sem núna á dögum eru vel skertar eins og með örorkulaunin.

Þannig þakklátir yrðu aldraðir og öryrkjar ef þið kæra verkafólk gætið líka haft þennan veika hóp með í ykkar baráttu, þótt aldraðir eða öryrkjar eru ekki skráð í einhverju verkafélagi, þá má ekki gleyma því að margir af þessum öldruðum og öryrkjum voru sjálf einu sinni að vinna sem verkamenn, sem núna á dögum lifa því lífi sem þau óskuðu ekki eftir. Þess vegna væri mjög gott ef þið kæru landsmenn gætuð stutt á bakið á þessum veika hópi sem krefst mannsæmandi launa til að geta fengið að lifa á þessu rándýra landi sem auðmenn eru að rústa með sínum ofurlaunahækkunum sem þeim finnst eðlilegt að þau fái, á meðan að aðrir láglaunaðir verða bara sætta sig við lúsalaun í sinn vasa á hverjum mánuði þegjandi og hljóðalaust, sem gengur ekki orðið lengur upp, enda erum við sem skulum vera jöfn fyrir lögum ekki þrælar þessa auðmanna sem finnst eðlilegt að traðka á okkur öll með ofurlaunum, því ekki eru þessi ofurlaun sem þessir auðmenn fá í sinn vasa að virða jafnræðið, þegar þau leifa sér að hækka þau laun þegar þeim dettur það í hug, með þá lélegu afsökun að þeirra tekjur hafa skerst, á meðan að tekjur láglaunaðra hefur verið í ára raðir láglaun. Þess vegna væri það þakklætisvert að tekjulægstu Íslendingarnir sem aldraðir og öryrkjar kallast fái líka sínar tekjur lagfærðar, og ekki bara sá hópur, heldur líka allir sem skulu vera jafnir fyrir lögum.

Og á morgun þann 23. Nóvember. 2019. þá munu öryrkjar fara í það sem kallast „Hungurganga“ á Austurvelli kl. 14:00, og gott væri ef þið kæra þjóð gætuð sameinast saman og barist með þessum hópi sem er að berjast fyrir mannsæmandi launum eins og þið, enda er þetta það eina sem allir aldraðir og öryrkjar óska eftir að geta lifað á þessu rándýra Íslandi á sínum tekjum eins og þið kæru landsmenn.

Kær virðingakveðja eftir réttlæti,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góður ertu og prúður pistla höfundur Magnús Ragnar,vona að allt gangi okkur í haginn.

Helga Kristjánsdóttir, 23.2.2019 kl. 01:43

2 Smámynd: Magnús Ragnar (Maggi Raggi).

Takk kærlega Helga Kristjánsdóttir, og maður vonar það líka að allt gangi upp okkur allra til góðs og réttlætis.

Magnús Ragnar (Maggi Raggi)., 23.2.2019 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband