Kæru Alþingisþingmenn!!!

Ef þið Alþingisþingmenn viljið forðast risastórt skæruverkfall, þá þurfið þið að fara búa til lög sem getur stórlækkað öll þessi óréttlátu ofurhækkanir okurmanna eins og DV.is vitnar um, enda er Alþingið löggjafi okkar þjóðar og getur þar með stöðvað þetta óréttlæti með einu pennastriki ef þið virkilega viljið.

Og síðan þarf Alþingið líka að mæta þjóð sinni með stórlækkun sinna eigin launa, ekki bara græðgilaun okurmanna, heldur líka ykkar eigin laun í mannsæmandi réttlát laun, þannig getið þið allir þingmenn búið til sátt við þjóðina, og svo mætti samt lagfæra laun allra verkamanna, aldraðra og öryrkja og líka annarra lágtekjuhópa með réttlátum mannsæmandi kjörum til þess að hægt sé að lifa hér á okkar rándýra Íslandi eða þá finna leiðir til þess að stórlækka nauðsynjar og húsaleigubraskið sem étur upp laun almennings.

Því eitt verðið þið þingmenn að átta ykkur á, er að þið eruð kosinn af þjóðinni til þess að standa við ykkar loforð sem þið gáfuð ykkar kjósendum, enda skipar okkar æðstu lög landsins sem stjórnarskrá heitir að ‚Allir skulu vera jafnir fyrir lögum‘ en ekki ‚Sumir skulu vera jafnir‘ eða ‚Þeir allra auðugustu skulu vera jafnari en allir‘, heldur er skipunnin að ‚Allir skulu vera jafnir‘, þannig ef allir þingmenn hætta að margbrjóta gegn þessari skipun og fara síðan að mæta öllum sem skulu vera jafnir fyrir lögum með mannsæmandi launum, þá mun sátt koma, sem má líka búast við því að verkafólk muni hætta við að fara í skæruverkfall.

Nema að þið Alþingisþingmenn séu svo forhert að þið nennið ekkert að hlusta á ykkar kjósendur með því að endalaust að gefa ykkar þjóð vonbrigði með því að vilja ekki mæta ykkar þjóð með réttlátum mannsæmandi launum, þá er það ekki þjóðinni að kenna ef hún fer í skæruverkfall, heldur er það ykkur þingmenn að kenna sem gefið þjóð ykkar þá vanvirðingu má orðið segja á hverjum degi með ykkar lélega afsökunar verðbólgu kjaftæðishótunum sem þið þingmenn og auðmannastéttin eruð endalaust að hóta til allra sem skulu vera jafnir fyrir lögum, því svona hótanir er algjör aumingjaskapur sem dugar ekki orðið lengur, því verkamenn eru ekki þrælar auðmannanna sem lifa á græðgimilljónum á mánuði, enda erum við öll sem skulum vera jöfn þau einu sem höldum alla þessa gráðugu auðmenn uppi með því að þræla fyrir þá á skammarlúsarlaunum sem er illgjörn blóðskömm auðmanna að þau skuli fara svona virkilega illa með sitt eigið starfsfólk sem heldur uppi öll ykkar fyrirtæki á meðan að þið auðmenn rænið af þeim launum sem telst ekki mannsæmandi til að lifa á, sem er ykkar skömm, en ekki þeirra þræla sem heldur ykkur uppi á þessum óréttlátum stjórnarskrábrot vanvirðandi smálúsarlaunum.

Og síðan mættu nú Alþingisþingmenn líka fara að hætta að leggja aldraða og öryrkja og aðra láglaunahópa í þetta endalausa ógeðslega eineltisníð með því að vilja ekki mæta þeim hungurhópi með mannsæmandi laun til að sá hópur geti lifað út mánuðinn á þeim smánarlaunum sem því miður þið eineltisníðþingmenn hafið skammarlega skammtað þeim, því aldraðir og öryrkjar og aðrir láglaunahópar eru líka undir þeirri skipun stjórnarskrárinnar að þau öll eru jöfn fyrir lögum, þannig getið þið þingmenn fengið aftur traust til baka ef þið mætið líka þessum fátækasta hópi Íslands í jöfnuð, en ekki í ójöfnuð, enda er það allra versti aumingjaskapur að leggja varnarlausa í einelti.

Þannig ef þið kæru þingmenn viljið virkilega forðast skæruverkfall, lærið þá að mæta ykkar þjóð í jöfnuð, en ekki endalaust í ójöfnuð, enda erum það við kjósendur sem kjósum ykkur inná þing, og getum líka kosið ykkur útúr þing með því að hætta kjósa ykkur aftur inná þing.

Og ef ykkur er alveg nákvæmlega sama um alla þessa hluti sem maður er búinn að telja upp, þá er það ykkur að kenna að þjóðin fer í skæruverkfall ef þið nennið ekkert að gera það sem þjóðin óskar eftir, sem er jú einföld ósk eftir mannsæmandi launum, en ekki græðgimilljónir á mánuði eins og þið þingmenn og aðrir auðmenn eruð núna á dögum að lifa á, án þess að vilja mæta þjóðinni í réttlæti eins og hún hefur endalaust óskað eftir.

Og PS: Ef þið lesendur viljið dreifa þessum pistli, þá verið velkominn til að gera það.

Kær virðing eftir skárri framtíð fyrir jöfnuð allra,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Snýst kjarabarátta í alvöru um að rýra kjör annars fólks?

Þorsteinn Siglaugsson, 24.2.2019 kl. 23:19

2 Smámynd: Magnús Ragnar (Maggi Raggi).

Kæri Þorsteinn Sigurlaugsson aðal baráttan snýst uppá að allir séu jafnir fyrir lögum og fái mannsæmandi laun til að lifa á. Sem því miður vel auðugir einstaklingar ná ekki alveg að fatta á meðan að þau sjálf lifa á himinháum launum sem vanvirðir allt jafnræðið. Þannig ef þau allra ríkustu vilja nú einhvern tíman í alvörinni fá sanna virðingu aftur til baka frá sínu verkafólki, þá mættu þau nú fara að læra þá erfiðustu kúnst að lifa á mannsæmandi launum eins og sitt verkafólk, þannig fá þau jú sanna virðingu aftur til baka ef þeirra laun eru jöfn.

Og ef það þarf að rýra kjör græðgiauðmanna til þess að mæta jöfnuð, þá já gæti maður sagt að kjarabaráttan mætti snúast uppá það, þá aðallega til þess að geta mætt jöfnuð, en aðal baráttan auðvitað snýst um það að allir sem skulu vera jafnir fyrir lögum geti jú fengið að lifa á sínum tekjum.

Því hvernig myndir þú sjálfur vilja hafa þetta, myndir þú vilja endalaust lifa í ójöfnuð og vanvirðingu bara útaf því að þau allra ofurríkustu kunna ekki að virða þig í jöfnuð, eða er þér kannski alveg nákvæmlega sama um það að þú sért ekki virtur bara útaf því að hinn ofurríki vill misnota þig til að sá einstaklingur geti verið ennþá meiri ríkari á þínum kostnaði, eða myndir þú ekki frekar vilja sjá það að sá ofurríki virði þig í jöfnuð, og er þá ekki allra best fyrir þann ofurríka að fara nú læra að lifa með mannsæmandi laun til að mæta þig í jöfnuð?

Enda er þetta aðal ástæðan fyrir kjarabaráttunni, að allir séu jafnir útfrá efnahag til þess að geta lifað hérna á Íslandi þar sem allar nauðsynjar eru á rándýru verði þar sem efnahagur þeirra verkamanna, aldraðra og öryrkja og annarra láglaunaðra nær ekki að ráða við þetta okur sem er að rústa Ísland í ójöfnuð. Þess vegna er verið að óska eftir mannsæmandi laun til að geta fengið að lifa hérna á Íslandi út mánuðinn, þess vegna mættu nú þau ofurríku fara nú líka læra að lifa á sömu launum og allir aðrir þurfa að gera, enda kallast það jafnræði sem okkar núverandi stjórnarskrá hefur nú margskipað að ‚Allir skulu vera jafnir fyrir lögum‘ þar með talið útfrá launum.

Magnús Ragnar (Maggi Raggi)., 25.2.2019 kl. 02:05

3 identicon

Íslenskt verkafólk býr við ein hæstu laun og bestu kjör í heimi. Jöfnuður er hvergi meiri og allt tal um að lægstu laun séu ekki mannsæmandi er bara tal. Innantómt bull lýðskrumara sem vinna markvisst að niðurrifi þjóðfélagsins með því að kynda undir öfund og ósætti. Þvæla fólks sem ólst upp í aðdáun á Stalín og sjá Chaves og Maduro sem hetjur sínar. Og "ofurlaunin" eru ekki hærri en laun sjómanna á frystitogara, engin alvöru ofurlaun og ekkert sem máli skiptir í samhengi hlutanna.

Í dag hefur undanlátssemi við kröfu þeirra sem nenntu ekki að mennta sig og nenna ekki að vinna skapað ójöfnuð sem vinda þarf ofan af. Ævitekjur, lífeyrir og skuldastaða þeirra sem mennta sig er orðin þannig við starfslok að ekki er hægt að ráðleggja ungmennum að mennta sig ætli þau að búa á Íslandi. Og það er ekki hvetjandi til stofnunar fyrirtækja að það sé litið á það sem þjófnað og óréttlæti að þeir sem áhættuna taka skuli á einhvern hátt njóta þess ef vel gengur. Á íslandi er metnaðarleysi og aumingjaskap hampað og dugnaði refsað.

Vagn (IP-tala skráð) 25.2.2019 kl. 20:36

4 Smámynd: Magnús Ragnar (Maggi Raggi).

Samkvæmt orðum þínum hver sem þú ert sem ert á bakvið "Vagn (IP tölu)", þá vitnar þú: "Íslenskt verkafólk býr við ein hæstu laun og bestu kjör í heimi.", því miður þá eru ekki allir sem skulu vera jafnir fyrir lögum á hæstum launum eins og þú blindandi villt halda.

Og síðan þegar þú heldur áfram: "Jöfnuður er hvergi meiri og allt tal um að lægstu laun séu ekki mannsæmandi er bara tal. Innantómt bull lýðskrumara sem vinna markvisst að niðurrifi þjóðfélagsins með því að kynda undir öfund og ósætti.", því ekki veit maður í hvað fílabeinsturni þú lifir í, eða hvað flokk þú styður og dýrkar, en þetta með að jöfnuður sé hérna á Íslandi, eru mestu blekkingar sem staurblindir einstaklingar loka augum sínum fyrir þann alvarleika málsins á meðan að þeir sjálfir lifa á vel borguðum launum og gleypa síðan svona rugl að lægstu laun séu ekki mannsæmandi er bara tal, sem er ekki bara tal, heldur er þetta alvarleiki sem þarf að lagfæra, enda er þetta ekkert bull, heldur staðreynda veruleiki sem þú blindandi harðlega neitar að vilja taka eftir og sjá.

Og síðan þegar þú heldur áfram að vitna: "Og "ofurlaunin" eru ekki hærri en laun sjómanna á frystitogara, engin alvöru ofurlaun og ekkert sem máli skiptir í samhengi hlutanna.", þá eru sjómenn að vinna má segja allan sólahringinn í áhættu vinnu og eru þar með ekki á ofurlaunum, heldur eru þeir á mannsæmandi launum, vegna þeirra áhættuvinnu sem þeir gera í sínu daglega lífi, þannig þú getur ekki notað sjómenn til þess að afsaka láglaunin sem verkaþrælarnir eru skammtaðir núna á okkar dögum.

Og að lokum þegar þú vitnar: "Í dag hefur undanlátssemi við kröfu þeirra sem nenntu ekki að mennta sig og nenna ekki að vinna skapað ójöfnuð sem vinda þarf ofan af. Ævitekjur, lífeyrir og skuldastaða þeirra sem mennta sig er orðin þannig við starfslok að ekki er hægt að ráðleggja ungmennum að mennta sig ætli þau að búa á Íslandi. Og það er ekki hvetjandi til stofnunar fyrirtækja að það sé litið á það sem þjófnað og óréttlæti að þeir sem áhættuna taka skuli á einhvern hátt njóta þess ef vel gengur. Á íslandi er metnaðarleysi og aumingjaskap hampað og dugnaði refsað.", þá er mjög alvarleg slæm staða hjá mörgu menntafólki útaf því hversu menntaskólarnir eru mjög dýrir, sem endar með því að margir nemar fara á vinnumarkaðinn þar sem mjög léleg laun eru borguð sem endar með því að sumir nemar eru að vinna margfaldar vaktir bara til að geta ráðið við að mennta sig, og svo er það ekki í boði fyrir alla að geta menntað sig þótt þau innilega óska eftir því vegna slæmra tekjuleysis þótt þau reyni allt sem þau geta gert til þess að vinna sig inn fyrir að vilja komast í rándýrann menntaskóla, og síðan á ekki bara menntun að skipta höfuð máli því að ómenntaðir verkamenn geta lært eins mikið og menntanemar, enda hefur það sýnt sig að margir menntanemar eru frekar klaufaleg (þótt maður sé ekki að reyna að dæma neinn, heldur eru þetta bara hlutur sem maður veit um) á meðan að hinn ómenntaði stendur sig miklu betur en sá sem hefur menntað sig, sem mætti alveg lagfæra, því það eru mjög margir ómenntaðir sem hafa miklu meiri kunnáttu og þekkingu í sínu starfi með mjög léleg laun útborgað á meðan að sá lærði menntaneminn fær yfirleitt hærri laun útaf menntun, sem er ósanngjarnt fyrir þann ómenntaða að þurfa að vera refsað fyrir að kunna sitt fag, sem hinn menntaði kann varla þótt sá menntaði hafi menntað sig, þannig það er ekki alltaf metnaðarleysi og aumingjaskap hampað og dugnaði refsað, heldur er ósanngirni í boði sem gerir það kleift að hinn ómentaði er mergrefsað fyrir sína kunnáttu á sínu fagi með óréttlátum lúsalaunum.

Þannig ef þú sem ert á bakvið "Vagn (IP tölu)", telur að allt þetta sem maður er að tala um sé rugl, þá vertu hjartanlega velkominn til þess að leiðrétta skrift mína, en gerðu það þá með mjög góðum rökum, en ekki með svona bullrugli.

Magnús Ragnar (Maggi Raggi)., 25.2.2019 kl. 23:02

5 identicon

Alþjóðlegur samanburður lífskjara, launa og kaupmáttar teljast bara vera blekkingar hjá hinum veruleikafirrtu og heilaþvegnu. Þeir þekkja mann sem á erfitt með að djamma og láta enda ná saman á lágmarkslaunum, þeir þekkja konu sem þarf að vinna nærri því fulla vinnu til að framfleyta sér og börnunum og þeir hafa ekki séð neitt sem bendir til þess að þeir séu hafðir að fíflum. Það blekkir enginn hina veruleikafirrtu og heilaþvegnu. Þeir hafa verið sannfærðir um að það sem þeim finnst hafi meira gildi og sé sannara en áþreifanlegar staðreyndir annarra.

Þú segir sjálfur að "þá eru sjómenn að vinna má segja allan sólahringinn í áhættu vinnu og eru þar með ekki á ofurlaunum,..". Ofurlaun hljóta eðli málsins samkvæmt að miðast við einhverja fjárhæð en ekki hvaða mat þú leggur á starfið. Þú getur ekki sagt einn á ofurlaunum og annan sem er á sömu launum ekki á ofurlaunum. Sem bendir til þess að þú sért sammála því að ekki sé um nein ofurlaun eða óréttlæti að ræða og að öfundin ein ráði skrifum þínum.

Menntaskólanám er ókeypis og háskólanám með því ódýrasta á vesturlöndum. Það er því ekki ástæða þess að ungt fólk á Íslandi kýs að sleppa námi og fara frekar að vinna þegar sóst er í menntun í löndum þar sem menntun virkilega kostar. Skoðum þín á menntamönnum rennir svo enn frekari stoðum undir það að fordómar ráði meiru en rök og skynsemi hjá þér.

Vagn (IP-tala skráð) 26.2.2019 kl. 00:38

6 Smámynd: Magnús Ragnar (Maggi Raggi).

Kæri sá sem er á bakvið "Vagn (IP töluna)", ekki nennir maður að dálka niður öllum þínum orðum eins og maður gerði í fyrstu skriftinni, en samt langar manni aðeins að dálka niður upphaf skrift þína, sem hljóðar svona: "Alþjóðlegur samanburður lífskjara, launa og kaupmáttar teljast bara vera blekkingar hjá hinum veruleikafirrtu og heilaþvegnu.", fyrst langar manni að vita: "Hvað þekkir þú marga veruleikafirrta og heilaþvegna, ert þú einn af þeim?", og síðan þegar þú vitnar: "Þeir þekkja mann sem á erfitt með að djamma og láta enda ná saman á lágmarkslaunum, þeir þekkja konu sem þarf að vinna nærri því fulla vinnu til að framfleyta sér og börnunum og þeir hafa ekki séð neitt sem bendir til þess að þeir séu hafðir að fíflum.", ok: "Þannig allir eru svona eins og þú ert að lýsa þessu fólki sem þú þekkir ekki, þannig ertu að hafa þig að fífli með því að dæma alla?", og síðan þegar þú bætir við: "Það blekkir enginn hina veruleikafirrtu og heilaþvegnu.", satt er það að enginn þekkir þig, mig eða alla þá sem þú kallar veruleikafirrta og heilaþvegna því svo virðist vera að þú ert einn af þeim, eins og maður sjálfur gæti þess vegna verið líka einn af þeim, því eins og þú orðar þetta þegar þú vitnar: "Þeir hafa verið sannfærðir um að það sem þeim finnst hafi meira gildi og sé sannara en áþreifanlegar staðreyndir annarra.", nú þú segir nokkuð, þannig allir þessu veruleikafirrtu og heilaþvegnu sem lifa sjálfir við þessar aðstæður í sínu daglega lífi finnst þau hafa meira gildi og eru þar með að lifa áþreifanlegar staðreyndir annarra, enn skrítið að þú þekkir alla og getir sagt svona um þau sem eru að lifa í alvarlegri fátækt, enda þekkir maður það líf sjálfur að að lifa í fátækt þótt maður sé nú ekki að leitast eftir vorkunn fyrir því sem maður er að lífa í, enda hefur maður sjálfur sem öryrkjaaumingi, sem maður býst við að þú myndir líta þannig á mig, hefur nú sjálfur þurft að standa í matarbiðraðir í hvaða veðri sem er til að geta fætt mín eigin börn á meðan að tekjur mínar hafa ekki endað út mánuðinn, og síðan hefur maður séð marga í sömu stöðu að bíða í matarbiðraðir, bæði aldraða, verkafólk og skólanema standa í sömu röð og maður sjálfur stóð í, þannig sjálfur þekkir maður fátækt margra sem hafa ekki ráðið við að eiga peninga út mánuðinn til að fóðra sig og sín eigin börn, og sem hafa margóskað eftir að þau þyrftu ekki að standa í hvaða veðri sem er bara til að sníkja mat fyrir sig og sína fjölskildu, og ekki voru allir þessir hópar djammandi einstaklingar og veruleikafirrt og heilaþveginn af sínu ástandi að fara eftir einhverjar áþreifanlegar staðreyndir annarra, heldur var meirihluti þessa fólks auðvitað veikt eins og margir lenda í að veikjast í sínu lífi og því miður að enda á örorku sem er ekki hrópandi húrra tekjur til að lifa á, né skemmtilegt líf að þurfa að burðast með veikindi og enda á aumingjabætir, en síðan eru nú ekki bara veikir öryrkjar og aldraðir sem voru í þessum löngum biðröðum, heldur vinandi launafólk sem réðu ekki við að eiga tekjur út mánuðinn, því þau fyrirtæki sem þau voru að vinna í voru nú ekki alveg að borga þeim mannsæmandi laun sem dugðu út mánuðinn, enda voru líka margir af þessu vinnandi fólki fjölskildu einstaklingar sem þurftu nú að standa í sömu röð og maður stóð sjálfur í, og ekki bara vinnandi einstaklingar heldur líka skólanemar sem áttu ekkert til handanna útaf þeirra tekjuleysi vegna þeirra smápeninga sem þau fengu borgað frá kerfinu og ekki bara kerfinu heldur líka úr þeirri þrælavinnu sem það var í, til þess eins að geta borgað fyrir skólagjöld og rándýra leigu sem átt strax upp þann smápening sem þau fengu í sinn vasa.

Þannig vonandi lendir þú ekki bakvið "Vagn (IP töluna)" í öllu þessu sem maður hreinskilnislega var að vitna um hvernig hið raunverulega ástand er í kringum okkur, því svona lagað getur líka gerst hjá þér, án þess að þú vitir um það, enda er enginn spámaður í sínu eigin lífi. Þannig farðu nú vel með þig, hver sem þú ert, og reyndu nú að opna augun fyrir staðreyndir málsins og skoða aðeins betur hvort þetta ástand sé svona í raun og veru, sem er, ef maður lýtur betur í kringum sig, án fordóma og fyrirlitninga eins og þú orðar það: "sem bendir til þess að þeir séu hafðir að fíflum.", því ekki vera einn af þeim sem þú varst að dæma með þínum eigin orðum.

Magnús Ragnar (Maggi Raggi)., 26.2.2019 kl. 03:41

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þú kemur ekki vitinu fyrir Vagn nafni, hann er alveg bein í gegn, og ekkert pláss eftir á harða diskinum.

Það hvarflar ekki einu sinn að honum að fáviskufabrikkur ríkisins geti verið val.

Svo þylur hann endalaum fordómum upp úr visku brunni þeirra sem halda að þjóðfélag gangi á exelskýrslum.

Magnús Sigurðsson, 26.2.2019 kl. 06:53

8 Smámynd: Magnús Ragnar (Maggi Raggi).

Takk Magnús Sigurðsson nafni fyrir þín orð. Enda ekkert nýtt að sumir telja sig vita hlutina, án þess að líta ekki vel í kringum sig og sjá hvort að ástandið sé svona í raun og veru, og telja þar með í sínu bókanámi að þeir hafi endalaust svarið, sem er ekki. En svona er lífið, sem er ekki alltaf spennandi, en samt lætur maður sig hafa það og reynir bara að lifa einn dag í einu í því ástandi sem maður lifir í, sem er nú ekki alltaf dans á rósum, en maður gerir sitt besta á því sem maður á og hefur í sínu lífi.

Magnús Ragnar (Maggi Raggi)., 26.2.2019 kl. 10:52

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ekkert að þakka nafni.

Þessi ip-tala hefur gengið ljósum logum á blogginu oftar en einu sinni undir mismunandi nöfnum.

Hún er ágæt inn við beinið greyið. Því rausið í henni hjálpar við að átta sig á hvað skiptir máli.

Magnús Sigurðsson, 26.2.2019 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband