Hver er tilgangur 65. gr. stjórnarskrárinnar?

Í núverandi stjórnarskrá 65. gr. segir: [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.] Sem og maður spyr: „Hver er tilgangur þessara greina þegar lög landsins stangast á við þau?“.

Því einsog margir taka eftir, þá eru ekki ALLIR einsog greinin segir „jafnir fyrir lögum“. Því eins og lög landsins eru búin til úfrá þessari grein, þá brjóta flest öll þau lög sem stjórnar- og ráðamenn þjóðarinnar búa til, þetta ákvæði. Af hverju?

Því hvað þýða orðin „Allir skulu vera jafnir“ í augum þeirra laga sem stjórnar- og ráðamenn þjóðarinnar búa til. Þýða þau „sumir eru jafnir“ eða „þeir sem eru valdamenn eru meiri jafnari en þeir sem minnst eiga“? Því ef maður skilur orðið rétt, þá þýða þau það sem þau segja, sem er „Allir skulu vera“ enn ekki „Allir skulu kannski vera“, sem og lög landsins stangast á við, sem og túlkendur stjórnar- og ráðamenn þjóðarinnar túlka sem „Allir skulu kannski vera“.

Því einsog þjóð okkar hefur kynnst undanfarin ártímabil, alveg síðan að þetta ákvæði var sett inn árið 1995, þá hefur ekkert jafnræði verið til staðar. Því ef jafnræði er til staðar, þá spyr maður: „Hvernig stendur á því að laun margra í þjóðfélaginu eru brotinn gegn þessu ákvæði [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum … Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]?“

Því eins og landsmenn hafa kynnst og vita, þá eru margir sem hafa kallað eftir hærri launum, hvort það sé vinnufólk, atvinnuleysingjar, aldraðir, öryrkjar eða aðrir þeir sem fá einhverskonar bætur úr kerfinu, ekkert fengið nema skítkast frá þessum stjórnar- og ráðamönnum þjóðar okkar. Þannig er jafnræði til staðar?

Einfalt svar „Nei!!!“, sem því miður er mesta skömm sem við búum yfir í þessari þjóð. Þannig hvað getum við gert til þess að stjórnar- og ráðamenn þjóðarinnar fari eftir þessu ákvæði? Þarf þjóðin að kalla eftir kæru til þess að stjórnar- og ráðamenn þjóðarinnar fari eftir þessu ákvæði? Því maður getur endalaust spurt, enn mun eitthvað gerast? Því eins og þjóðin hefur kynnst, þá eru ekki ALLIR JAFNIR útfrá þeim lögum sem land okkar byggist uppá og það er þetta sem þarf að breytast ef þjóðin vill jafnræði.

Kær vonbrigðis kveðja,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband