Versta einelti sem til er

Hvað er það allra versta einelti sem margir nú á dögum lenda í, er ein af þeim flóknum spurningum sem erfitt er að spyrja? Því útfrá okkar núverandi stjórnarskrá í 65. gr. segir: [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.], sem þýðir í einföldu máli, það eru láglaunafólk þjóðarinnar sem lent hafa mest í þessu einelti, sem og ríkisvaldið og stjórnvöld eru því miður sökudólgar yfir, því ef, sem sárlegt er að segja, ríkisvaldið og stjórnvöld myndu nú skilja stjórnarskrána útfrá þessari grein, þá segir „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis“ sem stjórnarskráin talar um að sé „efnahags“ fólk þjóðarinnar sem eru í hvaða „stöðu að öðru leyti.“ í og „Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“ og þá er ekki bara verið að tala um þá ríku og millistétt þeirra sem lifa á meðal launum, heldur líka öllu láglaunafólki þjóðarinnar.

Því eins og 76. gr. og  1 mgr. stjórnarskrárinnar segir: [Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. • Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. • Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.] sem beinlínis þýðir að allir eiga að vera jafnir og eiga rétt á launaleiðréttingu, hvort þeir séu ríkir, eða í millistétt þeirra sem lifa á meðal launum, eða þeir sem minnst eiga, þá eiga allir sem „njóta mannréttinda án tillits til kynferðis“ að vera jafnir fyrir lögum.

En hvernig hefur ríkisvaldið og stjórnvöld brugðist við gegn öllum þessum láglaunalitlu hópum? Því miður sem er leiðinlegt og sorglegt að segja, þá hafa þeir sem minnst eiga verið lagðir í það allra versta einelti sem þjóðinni er til skammar útfrá þeim valdamönnum sem lítið sem ekkert gera nema svelta láglaunafólk og sjá til þess að engar launabreytingar séu fyrir þann hóp.

Þannig eru allir í þjóðinni jafnir fyrir lögum? Flókin spurning sem ríkisvaldið og stjórnvöld verða nú til dags að spyrja sjálfa sig útí, því nóg er komið af þessu einelti sem við láglaunafólk lifum dag eftir dag. Þannig ég sem skrifa þessa grein, legg fyrir hönd þjóðar minnar fyrirspurn til ríkisvalda og stjórnvalda: „Leiðréttið laun ykkar láglauna kjósendur og það strax, því nóg er komið af ykkar kæruleysi sem þið hafið sýnt ykkar láglaunahópi alveg frá hruni þjóðarinnar 2008, með því að skerða tekjur láglaunaðra sem gerir það kleift að margir af ykkar þjóðfélagsþegnum eiga hvorki ofan í sig né á, þannig gerið ykkar skildu og látið ykkar láglauna kjósendur ekki þurfa að bíða lengur, því nóg er komið af þessu einelti sem þið leggið á ykkar láglaunafólk sem ekkert hefur gert að sér nema kalla eftir ykkar hjálp!!!“.

Kær vonbrigðis kveðja,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband