Icesave á Imbamáli

Þann 27. mars 2011 skrifaði ég grein undir fyrirheitinu 'Sendur tölvupóstur út frá spurningum "Áfram" já hópsins og svar' og sagði að "Samstaða Þjóðar gegn Icesave" hefðu svarað mér þeim tölvupósti. Enn í gær (þann 30. mars 2011), sendi ég annan tölvupóst til "Samstöðu Þjóðar gegn Icesave" útaf nýa vefsíðu "Áfram" hópsins, sem og ég er ekki enn búinn að fá svar við, um "Icesave á mannamáli". Enn þar sem ég leitaði upplýsinga í netheimum um staðreyndir mála um þær spurningar sem brann í hjarta mér til þess að fá að vita um hvað "Icesave á mannamáli" væri í raun og veru að tala um. Þá eru þetta niðurstöðurnar sem ég fékk uppúr leitinni og svörin við þeim helstu byrjanna spurningum og svara frá "Icesave á mannamáli".

Allt í allt eru þetta 31 spurningar og svör sem hópurinn gefur til kjósenda sinna. Enn þar sem sá list er þó nokkuð langur, þá svara ég fjórum spurningum af 31, sem í raun og veru eru byrjunar spurningarnar úr listanum.

Sem og flokkast á þennan hátt:
  1.  Um hvað snýst þessi Icesavedeila?
  2.  Af hverju bera Bretar og Hollendingar ekki ábyrgðina fyrst Icesave var rekið þar?
  3.  Er verið að láta okkur borga skuldir óreiðumanna og einkabanka?
  4.  Eru ábyrgðarmenn Icesave lausir allra mála ef samið er?

Og restin af 27 spurningunum geymdi ég til lesanda til skoðunar, og ef þið viljið þá getið þið skoðað restina á vefsíðu "Áfram" hópsins hér: http://www2.afram.is/is/moya/page/icesave-a-mannamali

Enn hér eru mín svör við spurningum og svör "Áfram" hópsins.

Um hvað snýst þessi Icesavedeila?
Hvort einhver, og þá hver, beri að endingu ábyrgð á því að standa að baki þeirri lögbundnu lágmarkstryggingu sem aðildarríkjum EES bar að tryggja sparifjáreigendum í öllum útibúum sinna banka, óháð landamærum.
     Staðreyndir: Í fyrstu eru það ekki allir skattgreiðendur Íslands sem bera ábyrgð á þessum lágmarkstryggingum sem aðildarríkin EES, bar og bar ekki, að tryggja sparifjáreigendum sínum í öllum útibúum sinna eigin banka. Heldur þeir sem áttu hlut í því að bankahrunið varð og sem áttu þar með að bera ábyrgð á því að borga upp þann skaða sem þeir gerðu sínum eigin bönkunum.

Íslenskur banki safnaði sparifé í Bretlandi og Hollandi og kaus að gera það í útibúi en ekki dótturfélagi. Þannig gat íslenski bankinn fært peningana að vild, t.d. til höfuðstöðvanna á Íslandi, og lánað þá svo þaðan til ýmissa verkefna. En sá ókostur fylgdi að þar með var ábyrgðin á lágmarkstryggingu allra erlendu sparifjáreigendanna hjá íslenska Tryggingasjóðnum.
     Staðreyndir: Í júní 2006 hafði AGS sent viðvörun til Seðlabankans um vaxandi ójafnvægi í hagkerfum bankanna og beðið bankanna um að vara sig á þeim vaxandi hættum, enn 3 vikum síðar eftir þessa viðvörun, þann 10. október 2006, kynnir Sigurjón Þ. Árnason fyrirverandi bankastóri Landsbankans nýja innlánsvöru-netreikninga í Bretlandi undir nafninu Icesave. Sem þýðir, það voru ekki allir Íslendingar sem stofnsettu þessa reikninga. Og árið 2008 undir viðvörun þess að þessi nýja innlánsvara var ekki í dótturfélagi, kynntu þeir og stofnsettu undir handleiðslu Breta, Icesave-netreikninga í Hollandi. Í fyrstu var innlánsvaran eingöngu ætluð Bretum, enn síðar meir fengu Hollendingar að taka þátt í áhættunni með Bretum að fjárfesta inná þessa reikninga. Með þessu stofnuðu Sigurjón Þ. Árnason og hans kollegar Íslenska Tryggingasjóðnum tekjur og án okkar vitunda þá áhættu sem fylgdu þessum reikningum gjaldþrot Íslensku bankanna.*

Þegar bankinn stefndi í þrot voru sett neyðarlög sem fluttu allar innstæður í íslensku útibúunum yfir í nýjan banka ásamt eignum sem dugðu fyrir þeim. Innstæður í bresku og hollensku útibúunum voru áfram í gamla bankanum sem varð gjaldþrota svo sparifjáreigendur fengu ekki peningana sína.
     Staðreyndir: Þann 15. september 2008 varð bandaríski fjárfestingabankinn Lehman Brothers gjaldþrota. Og á meðan sá atburður gerðist sendu þeir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson bréf til Hollenska seðlabankans (DNB) og Fjármálaeftirlitsins (FME), þann 23. september 2008, þær yfirlýsingar að íslenska ríkið myndi ábyrgjast lágmarksinnstæðurnar í Íslenskum bönkunum. Og þann 7. október 2008 tekur Íslenska Fjármálaeftirlitið (FME) yfir Landsbankann á grundvelli neyðarlaga sem Alþingi  samþykkti þann 6. október 2008, vegna þess að Fjármálaeftirlitið sá þá á þessum tíma að þeir áttu ekki fyrir þeim innistæðunum sem voru komnar uppí um 1.544 milljarða Ísl.kr.

Íslenski tryggingasjóðurinn lýsti eftir kröfum en átti því miður ekki peninga nema fyrir brotabroti af þeim. Bresk og Hollensk stjórnvöld köfuðu þá í sína ríkissjóði og borguðu bæði lágmarkstrygginguna og þá umframtryggingu sem þeirra kerfi höfðu lofað að ábyrgjast. Icesavemálið hefur allar götur síðan snúist um það hvernig Tryggingasjóðurinn íslenski og íslensk stjórnvöld sem bjuggu hann til, gera upp þessa útborgun á lágmarkstryggingunni fyrir hönd sjóðsins.
     Staðreyndir: Þegar þessir atburðir gerðust, þá höfðu Hollensk og Bresk stjórnvöld þrýst á þáverandi fjármálaráðherra Árna Mathiesen með símtali við þáverandi fjármálaráðherra Alistair Darling, þann 7. október 2008, að lágmarksinnstæðuvernd reikninganna yrðu tryggðir, sem í ljós kom að það voru ekki til  nægar innstæður til að tryggja þær til borgunar. Þannig daginn eftir, 8. Október 2008, beita Bresk stjórnvöld undir handleiðslu Gordon Browns útfrá símaviðtali Alistair Darlings við Árna Mathiesen hryðjuverkalög á Ísland til þess að frysta eignir Landsbankans. Sem og Geir H. Haarde þáverandi forsætisráðherra sagði á þessum tíma, þann 20. nóvember 2008, inná Alþingi að ástæða hryðjuverkalaganna á Íslendinga hefðu verið settar vegna gruns um að Íslensku bankarnir hefðu flutt fjármagn milli landa með óeðlilegum hætti skömmu fyrir hrun.**

Eftir rúmlega tvö ár er komin samningur sem almennt er talinn bæði sá hagstæðasti og jafnframt sá síðasti sem í boði er enda samþykktur af stórauknum meirihluta á Alþingi. Verði honum hafnað blasir við að Icesavedeilan fer úr samningsferli í átakaferil, líklegast fyrir dómstólum.
     Staðreyndir: Vegna þrístings og hótanna Breta og Hollendinga byrjaði fyrsti svokallaði "Svavarssamningur" eða Icesave I að koma upp á yfirborðið og var byrjað að vinna í endalok ársins 2008 og varð fullgerður í júní 2009, sem og Bretar og Hollendingar höfnuðu og kröfðust þess að Alþingið myndi semja betri samninga sem og Icesave II varð til í enda árs 2009, enn varð hafnað af meirihluta þjóðarinnar í byrjunar árs 2010, sem og  Icesave III samningur 2010 var endurgerður og er nú til kosninga þann 9. apríl 2011 núkomandi. Frá Icesave II sem þjóðin hafnaði, þá höfðu Íslensk stjórnvöld alveg geta lagt fram kærur til Breta og Hollendinga, enn í staðin vildu stjórnvöld reina að semja uppá nýtt til þess að friðþægja þær hótanir sem Bretar og Hollendingar lögðu á okkar þjóð, sem og þegar Icesave II samningarnir var í gangi, þá fengu Íslendingar ógnir og spádóma frá fjölmiðlum, stjórnvöldum og annarra einstaklinga að ef við myndum ekki taka við þeim samningi þá myndi heimsendir koma og fjármálinn og atvinna myndi versna og þjóðin fengi engin lán og svo framvegis. Enn síðan að þjóðin feldi Icesave II samninginn þá hefur ekkert af þessum spádómum ræst, nema það sem stjórnvöld hafa sjálf framkvæmt, sem er skattahækkanir, slæmt atvinnuleysi og tillitsleysi til þjóðarinnar við það að vilja ekki bjarga þjóðinni frá heimilisvanda og peningaskorts sem hafa verið notaðar til framkvæmda annarra verkefna enn að bjarga þjóðinni frá efnahagsvanda.

Á þessum vef er loksins samantekið á mannamáli allt sem þú hefur alltaf viljað vitað um Icesave en aldrei þorað að spyrja. Rektu þig bara áfram eftir spurningunum og kíktu endilega á þær heimildir sem vísað er til. Það er nefnilega farsælla og líklegra til skynsamlegrar niðurstöðu að lesa sjálf(ur) frumheimildir í stað þess að trúa fullyrðingum og frösum.

Af hverju bera Bretar og Hollendingar ekki ábyrgðina fyrst Icesave var rekið þar?
Af því íslenski bankinn kaus að safna spariféinu inn í útibú sín í Bretlandi og Hollandi. Kannski var það gert af því þar með hafði bankinn frelsi til að flytja fjármunina milli landa, t.d. til höfuðstöðvanna á Íslandi og notað þá í verkefni og útlán bankans. Gallinn við þetta er að samkvæmt tilskipun ESB um innstæðutryggingar falla öll útibú undir tryggingakerfi þess lands sem veitir viðkomandi banka starfsleyfi og ber ábyrgð á eftirliti með honum. Aðrir íslenskir bankar söfnuðu innlánum í erlend dótturfélög enda greiddu þarlend tryggingakerfi og stjórnvöld þann reikning.
     Staðreyndir: Í raun áttu stjórnvöld og þar með taldir bankar í þeim ríkjum að fylgjast með hvort öðrum, enn vegna græðgi og tillitsleysi gagnfart viðvörunum um efnahagsvanda þjóðanna, þá hunsuðu stjórnvöldin og þar með töldu bankarnir í þeim ríkjum öllum þeim viðvörum og leifðu sér að safna upp skuldir, sem í endanum þeir sáu að þeir reikningar sem sköpuðust af græðgivaldinu voru orðnir of stórir. Og þar sem ESB bar líka þá skildu að stöðva þennan vanda, enn brást, þá urðu Bretar og Hollendingar að greiða þeim skjólstæðingum sem áttu inni í þeim reikningum sem voru í netreikningum Landsbankans og sem okkar stjórnvöld gátu ekki greitt vegna hryðjuverkalaga Breta og vegna þrotabúsfjárhagsskorts við það að geta borgað innistæðurnar.

Reglurnar eru reyndar þannig að ef tryggingakerfi í heimalandi banka ábyrgist bara lágmarkið og hann rekur útibú í ríki sem er með betri tryggingu fyrir sparifjáreigendur þá mega útibúin sækja um að borga fyrir þessa umframtryggingu. Þetta gerðu útibú Landsbankans og þess vegna bera Bretar og Hollendingar sjálfir ábyrgðina á öllum tryggingum umfram hið lögbundna lágmark og upp að þeirri tryggingu sem þeirra eigin kerfi lofuðu. Þetta er ástæðan fyrir því að þeir taka samanlagt ca. helminginn af heildarreikningnum.
     Staðreyndir: Í tilskipunar ákvæðunum 94/19/EB á 4. mgr. blaðsíðu 3 segir: "Tilskipun þessi GETUR EKKI GERT AÐILDARRÍKIN eða LÖGBÆR YFIRVÖLD þeirra ÁBYRG GAGNVART innstæðueigendum ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun." Sem í manna máli þýðir, að þegar hinum óháðu tryggingakerfum hefur verið komið á fót, bera þau ein ábyrgð á tryggingunum. Tryggingakerfin eru fjármögnuð af þeim innlánastofnunum, sem veita viðskiptavinum sínum tryggingaverndina. Þetta er fullkomlega eðlilegt fyrirkomulag og í raun venjulegt fyrirkomulag ábyrgðatrygginga. Með öðru móti hafa tryggingakerfin ekki það sjálfstæði, sem þeim er ætlað að hafa.
     Sem þýðir, að tilskipun 94/19/EB snýst því um að koma á fót tryggingakerfum, sem njóta viðurkenningar vegna þess að þau starfa í samræmi við Tilskipun ESB. Þessi tryggingakerfi bera ábyrgð á einstökum innlánum í bankana, eða á bönkunum í heild sinni. Að þessu uppfylltu eru ríkissjóðir landanna lausir undan allri ábyrgð. Sem þýðir í raun, að við öll þjóðin berum ekki ábyrgð á hruni bankanna heldur þeir sem stjórnuðu bönkunum bera ábyrgð á því að vernda sitt og sína á því að borga upp skaðann ef einhver skaði verður.
     Og í Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands okkar æðstu lög sem eru yfirhafin öllum öðrum lögum og ber að stemmast við þau lög sem löggjafarvald Alþingis býr til, nr. 33/1944, segir:

     II. Kafla - 21. gr. Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til.

     IV. Kafla - 40. gr. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.

     VII. Kafla - 77. gr. Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann.

Sem þýðir, enginn skattur verður lagður á nema heimildir séu fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.
***


Heimildir: Kíkið sjálf á tilskipunina á íslensku. Þarna segir m.a. í aðfararorðum: „Útibú þarf ekki lengur að fá leyfi í gistiríki, því allsherjarleyfið gildir alls staðar í bandalaginu, og lögbær yfirvöld í heimaríkinu fylgjast með gjaldhæfi þess. Þetta skipulag leyfir að eitt tryggingakerfi nái yfir öll útibú lánastofnunar innan bandalagsins.“ Og í 4. grein er þetta alveg skýrt: „Innlánatryggingakerfi sem eru stofnsett og viðurkennd af stjórnvöldum í aðildarríki samkvæmt 1. mgr. 3. gr. skulu ná til innstæðueigenda í útibúum er lánastofnanir hafa komið sér upp í öðrum aðildarríkjum. http://brunnur.stjr.is/ees.nsf/pages/2E9317F82E04988100256700004E1234/$file/394l0019.pdf
     Staðreyndir: Í tilvitnuninni hér fyrir ofan þá getur ekki þessi tilskipun GERT AÐILDARRÍKIN eða LÖGBÆR YFIRVÖLD þeirra ÁBYRG GAGNVART innstæðueigendum, sem þýðir, við þjóðin erum ekki ábyrg þeim skaða sem bankarnir gerðu.

Er verið að láta okkur borga skuldir óreiðumanna og einkabanka?
Alls ekki enda er enginn að hvetja til þess. Samningurinn sem kosið er um 9. apríl snýst um að eignir þrotabús gamla Landsbankans gangi upp í skuldbindingar Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta vegna lögbundinna lágmarkstrygginga á sparifé fólks í öllum útibúum bankans. Bresk og hollensk stjórnvöld greiddu þarlendum sparifjáreigendum út þar sem eignir TIF dugðu ekki. Sem stofnandi og bakhjarl TIF ábyrgist ríkissjóður aðeins vaxtagreiðslur og uppgjör ef eitthvað verður enn ógreitt af skuldbindingum sjóðsins þegar búið er að borga út úr búinu 2016.
     Staðreyndir: Ef satt á að segja, já þá erum við að borga skuldir óreiðumanna. Því það voru þeir sem stofnsettu þessa reikninga og það voru þeir sem báru ábyrgð á þessum reikningum og bera þar með skildu til þess að borga upp skaðann sjálfir. Enn þar sem tryggingasjóður átti ekki fyrir inneignum, þá voru þessir Icesave samningar þvingaðir til sköpunar, til þess eins, að láta saklaust fólk þjóðarinnar bera ábyrgð á þeim skuldum sem það ber enga lagaskildu til að borga. Sem þýðir, það eru ekki til nein lög, sem segir til að við eigum að borga. Enn ef Icesave yrði kosinn undir meirihluta þjóðarinnar sem "já", þá fyrst verða löginn til, sem mun leyfa fjármálaráðherra að skattgreiða þjóðina til þess að borga skuldir sem hún skuldar ekki.

Sjá samantekt samninganefndar þegar hún kynnti samninginn 9. desember 2010: http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/utgafa/Samantekt_samninganefndar_vegna_Icesave.pdf

Eru ábyrgðarmenn Icesave lausir allra mála ef samið er?
Nei. Leiði rannsóknir íslenskra eða erlendra aðila í ljós að tjón ríkisins eða íslenska tryggingakerfisins megi rekja til þess að lög hafi verið brotin eða stjórnendur bankanna sýnt af sér stórkostlegt gáleysi hlýtur slíkt að leiða til undirbúnings skaðabótakröfu. Slík krafa um ábyrgð eigenda eða stjórnenda er alveg óháð því hvort uppgjör á skuldbindingum Tryggingasjóðs innstæðueigenda fer fram með samningum eða fyrir dómi.
     Staðreyndir: Ef satt á að segja, þá er það já og nei. Því eins og svipan.is orðar það, þá segir: "Við samþykkt Icesave þrjú á Alþingi voru fyrstu Icesave lögin felld úr gildi, þar með talin áttunda grein þeirra sem hljómaði svo:

     8. gr. Endurheimtur á innstæðum.
     Ríkisstjórnin skal þegar í stað grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana sem þarf til að endurheimta það fé sem safnaðist inn á Icesave-reikningana. Í þeim tilgangi skal ríkisstjórnin fyrir 15. október 2009 hafa frumkvæði að samstarfi við þar til bæra aðila, m.a. yfirvöld í Bretlandi, Hollandi og Evrópusambandinu, og óska aðstoðar þeirra við að rekja hvert innstæðurnar af Icesave-reikningunum voru fluttar. Ríkisstjórnin skal fyrir árslok 2009 semja áætlun um hvernig reynt verður að endurheimta það fé sem kann að finnast.
     Í því skyni að lágmarka ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum skal ríkisstjórnin einnig gera ráðstafanir, í samráði við þar til bæra aðila, til þess að þeir sem kunna að bera fjárhagsábyrgð á þeim skuldbindingum sem stofnast hafa vegna Icesave-reikninganna verði látnir bera það tjón.

     Hreyfingin lagði fram breytingartillögu um að setja þessa grein aftur inn en hún var felld af meiri hluta þings, þar með talið sjálfstæðismönnum. Með því að fella út þessa grein dregur verulega úr því að hinir seku verði dregnir til ábyrgðar."
****


     Og ef þjóðin neitar samningunum í þjóðaratkvæða greiðslunni, þá verður þar til talinn dómstóll sem dæmir útfrá lögum, að sækja ábyrgðarmennina til saka og kæra þá fyrir þau brott sem þeir gerðu sinni eigin þjóð. Enn ef "já" kemur upp úr kössunum, þá verður erfiðara að dæma þá seku.

     Að lokum: Eins og ég sagði í upphafi, þá eru þetta 31 spurningar og svör sem "Áfram" já hópurinn hefur skrifað til kjósenda sinna, til þess að kjósendur geta fengið það sem þau myndu kalla 'þá réttu innsýn???' útaf ástæðum hrunsins og af hverju þau telja það best fyrir þjóðinni að segja "já" á kosningardeginum. Enn þegar maður skoðar vel þessar 4 spurningar og svör, þá kemur í ljós að "Áfram" hópurinn er að villa fyrir kjósendum sínum með því að sleppa mikilvægum upplýsingum og staðreyndum til kjósenda sinna. Þannig nú er komið að ykkur mín kæra þjóð, að velja rétt á kosningardeginum. Og þá, ekki útaf því sem ég skrifa eða segi, heldur útfrá því hvað hjarta ykkar segir og staðreyndirnar segja.

En að minnstakosti þá ætla ég að segja: "Nei!!!"; enn þú???

Kær kveðja frá ykkar einlæga vin,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).


*        http://ludvikjuliusson.blog.is/blog/ludvikjuliusson/entry/1152131/
          http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3918398

**      http://www.dv.is/frettir/2008/11/20/hrydjuverkalog-ut-af-oedlilegu-fjarstreymi-fra-bretlandi/
          http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/02/27/hrydjuverkalog_vegna_samtals_arna_vid_darling/

***    http://altice.blogcentral.is/blog/2011/1/14/evropusambandid-sjalft-bannar-icesave-samninginn/
          http://duddi9.blog.is/blog/duddi/entry/903077/

****  http://www.svipan.is/?p=21780


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband