Góð útskýring yfir því hvað kom fyrir Ísland

Eina leiðin til að geta útskýrt hvernig hlutirnir gerðust í raun og veru, þá stalst ég til þess að fá þetta að láni frá höfundi og þakka höfundi fyrir þessar mjög góðu útskýringar yfir því hvernig hlutirnir gerðust. Og svona eru útskýringarnar upplagðar frá höfundi:

"Eins og við flest vitum hafa (fyrrverandi) auðmenn eða svokallaðir "Útrásarvíkingar" tröllriðið öllu hér á okkar fagra Íslandi. Þeir hafa sogið upp nánast hvern einasta eyri úr bönkum og fyrirtækjum. Mörg stór og sterk fyrirtæki eru komin í þrot og mörg önnur á nippinu.

Stór hluti lífeyris var étinn upp. Gjaldeyrissjóður okkar lamaður og lítill og innistæður fólks i mörgum sjóðum gufaðar upp.

Hvernig getur þetta viðgengist að tiltölulega lítill hópur manna hefur stundað fjárhættuspil með Ísland að veði. Þeir ætluðu sér of stóra hluti og héldu að þessi "leikur" mundi ganga endalaust. En þeir töpuðu og voru niðurlægðir á heimsvísu.

Þess ber að geta að erlend lán íslensku bankana eru uþb. 14 sinnum íslensk ársframleiðsla. Eða uþb. 14 Billjónir. Þó ætla ég ekki að alhæfa þessar tölur þar sem að erfitt er að fá nákvæma útreikninga.

Og til að fá smá sens hversu miklir peningar þetta virkilega eru, kem ég með smá dæmi.

Við vitum að 1.000 kr. seðill hefur ákveðna þýðingu og ákveðna þykkt. Segjum sem svo að þú farir út í banka og takir út eina milljón í 1.000 kr. seðlum þá ertu með þúsund þúsundkalla í hendi. Þú ferð heim og pressar Þúsundkallana í búnka, þá ertu með 10 cm. stafla af 1.000 kr. seðlum. Því einn seðill er uþb. 0.1 mm.

Þetta gerir að verkum að einn milljarður í 1.000 kr. seðlum raðaðir upp gera 100 metra. En þetta er bara einn milljarður. Iss það er nú ekki neitt. Lán bankana eru uþb. 14 þúsund milljarðar.

Þannig að eitt þúsund milljarðar í 1.000 kr. seðlum er seðlabúnki sem trónir 100 km. Sinnum 14 = 1400 km. af 1.000 kr. seðlum. Já sæll. Þess má geta að hringvegurinn í kringum Ísland er uþb. 1339 km. Og ef þú keyrir á 100 km/h. linnulaust þá ertu uþb. 13 og hálfa klukkustund að keyra út skuldir bankanna. Magnað ekki satt?

Menn keyptu og seldu fyrirtæki fram og til baka innan lítins vinahóps. Menn hreinsuðu út sparifé stórfyrirtækja og bruðluðu með það. Landsbankinn var stofnaður árið 1885. Bankinn var einkavæddur árið 2003. Árið 2006 var Landsbankinn kominn í gríðarlegar skuldir, ólíkt nokkru sinni fyrr. Bankinn fékk ekki gjaldeyrislán frá seðlabanka Íslands. Þannig að stjórn bankans tók upp á því að stofna fyrirtækið Icesave sem opnaði brátt í Bretlandi. Með því að bjóða góða vexti safnaðist fljótt stór kúnnahópur og gjaldeyrir streymdi í hendur bankastjórnar. Þessi gjaldeyrir var að hluta notað til að borga upp einhvern hluta af skuldum bankans en alls ekki allar. Að taka lán til að greiða niður annað lán er ekkert annað en hringekja sem er dæmd til að mislukkast með ævintýralegum skaða.

En þessi gjaldeyrir var ekki eign bankans. Þetta voru eignir fólks og fyrirtækja víða i Bretlandi. Vorið 2008 var svo komið að Landsbankinn og Icesave voru komnir í enn meiri vanda en áður. Skuldirnar virtust flæða inn um alla glugga.

Icesave stjórn, meðal annars Björgólfsfeðgar taka nú upp á því að opna Icesave í Hollandi til að geta reddað sér meiri gjaldeyri. Örfáum mánuðum síðar blasir skilti við fólki þegar það leggur sér leið að skrifstofum Icesave. "Lokað verður hjá okkur í óákveðinn tíma".

Einnig tilkynnti heimasíðan icesave.co.uk að lokað væri fyrir allar greiðslu framkvæmdir. Allar innistæður fólks voru horfnar.

Góði lesandi, hvað er þetta annað en glæpastarfssemi?

Peningum og trausti hefur verið kastað á glæ líkt og teningur í spilavíti. Útrásarvíkingar hafa skuldsett þjóðina. Ég vill meina að hryðjuverkaárás hafi hent þjóðina af litlum hópi Íslendinga. Ég er ekki að taka neina skuld af ríkisstjórninni. Þar á fólk líka að axla ábyrgð og vera vakandi. Glæpamenn eiga heima í fangaklefum.

Ég spyr þig kæri lesandi, hvar dregur þú línuna í sandinn?

Höfundur:  Jóhann Eggertsson. http://www.facebook.com/group.php?gid=46093951562".

Hérna eru stærstu ástæðurnar fyrir hinu stærsta "Neii!!!" yfir stærsta glæp Íslandsögunar.

nei_icesave_1074411.jpg

 
Kær kveðja frá ykkar einlæga vin,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband