Af hverju "Já" eða "Nei"???

Fyrir mörgum er þetta mjög flókinn og erfið spurning sem kjósandinn er ekki enn búinn að fá almennilegt svar við. Af hverju? Jú þegar kjósandinn leitar svara hjá "Já" eða "Nei" hópnum eða les blöðin eða horfir á sjónvarpið eða leitar upplýsinga gegnum netheima til þess að fá almennilegar upplýsingar og svör við þeim mikilvægum spurningum sem brennur í hjarta manns hvað maður á að gera, þann 9. apríl núkomandi, þá fær maður lítið sem ekkert svar, nema hausverk og rugling. Enn af hverju, á þjóðin ekki að vita staðreyndir málsins til þess að geta tekið réttar ákvarðanir? Jú í raun og veru þá hélt maður það, að það ætti að vera þannig.

Enn síðan er þannig með farið, að alveg síðan að þetta hundleiðinlega mál "Icesave" byrjaði, þá hafa stjórnvöld, fréttamiðlar og "Áfram" hópurinn ekki komið upp með réttar upplýsingar um staðreyndir málsins. Og þeir einu sem hafa reynt að koma fram með réttar upplýsingar, eru þeir sem mest hafa verið þaggaðir niður, sem er "Nei" hópurinn, sem er yfirleitt alltaf þannig. Og þeir sem mest hafa getað komið uppá sviðsljósið með einhverjar upplýsingar, eru þeir sem eru mest stjórnaðir af valdhöfum hrunsins og vilja að þjóðin segi "Já" og fá borgað fyrir það að villa til um upplýsinga.

Enn hvað er að því að segja "Já" eða "Nei", er það ekki val hvers og eins hvað hann/hún gerir? Jú svo sannarlega er það okkar val. En eitt verður maður að hugsa útí þegar maður fer inn á kosningarstaðinn til þess að kjósa um þetta Icesave, er: "Um hvað er maður að kjósa?". Því alveg síðan að þetta hundleiðinlega mál byrjaði, þá hefur það aðallega snúist um, fyrir hvern maður er að kjósa, enn ekki um hvað maður er að kjósa. Af hverju segirðu þetta? Eina leiðin til að svara þessari spurningu, er að skoða báðar hliðar, "Já" og "Nei" hópsins.

Hverjir er þessir hópar? Já hópurinn er sá hópur sem kallar sig "Áfram" og sem hvetur kjósendur sína til þess eins að halda bara "Áfram" án þess að fá almennilegar upplýsingar af hverju maður á að borga upp skuldir sem maður skuldar ekki. Enn Nei hópurinn er sá hópur sem er frjáls hópur og sem leitar upp staðreyndir af hverju maður á ekki að borga það sem maður skuldar ekki og hvað græðir maður á því að borga upp skuldir sem eru ekki okkar eigin. Hér eru svör og staðreyndir frá "Áfram" já hópnum og "Nei" hópnum.

Áfram hópurinn vill að við segjum "Já" útaf slagorðum þekktra einstaklinga, því þann 3. apríl kl. 09:06 setti hópurinn upp fyrirspurn á Facabook^ síðunni sinni: "Sendið okkur sniðug slagorð sem tengjast nafninu á hreyfingunni "Áfram". T.d. "Ekki til hægri, ekki til vinstri heldur áfram" eða "Vertu áfram jákvæð/jákvæður". Enn til að vitna í tvö slagorð, eitt frá Bjarna Ben sem var bendlaður um fjölskildu brask þann 9. desember 2009 í DV, segir "Það er ekki þannig að við stöndum frammi fyrir valkosti annars vegar að fallast á þessum niðurstöðum... Ég segi já." Og hið síðara er frá Siv Friðleifsdóttur Alþingiskonu sem sat hjá um samþykkt Icesaves, sem segir: "Ég tel... ólíklegt að við mundum vinna dómsmál vegna Icesave... Það er því heildar mat mitt að ekki sé rétt að hafna og segja nei við þessum samningi." Og síðan á heimasíðu "Áfram" hópsins sem er fjármagnað af rekstrar aðilum stór hrun bönkunum, segir út frá Icesave á mannamáli: "Er verið að láta okkur borga skuldir óreiðumanna og einkabanka? Alls ekki enda er enginn að hvetja til þess. Samningurinn sem kosið er um 9. apríl snýst um að eignir þrotabús gamla Landsbankans gangi upp í skuldbindingar Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta vegna lögbundinna lágmarkstrygginga á sparifé fólks í öllum útibúum bankans. [...].", og "Ræður Ísland við að borga samninginn? Já. Allar fullyrðingar um yfirvofandi gjaldþrot vegna þessa samnings eru hræðsluáróður og þarf ekki annað en bera stærðirnar í honum saman við annan kostnað vegna hruns bankakerfisins til að átta sig á því. Fari allt á versta veg inniheldur samningur fyrirvara til að varnar. [...].", og að lokum "Af hverju eiga börnin mín og barnabörnin að borga? Ef þú segir JÁ í kosningunum 9. apríl, þá kemur þú í veg fyrir að komandi kynslóðir þurfi að greiða svo mikið sem eina krónu vegna Icesave. [...] Ef við segjum hins vegar nei við samningnum, þá erum við að vísa málinu frá okkur og taka stórkostlega áhættu fyrir hönd barnanna okkar og jaws_will_eat_iceslanders.jpgbarnabarna." Og síðan segir í AMX fréttavefnum, að: "[...] Þeir sem fyrir auglýsingunni standa hafa í raun opinberað, að þeir bera ekki traust til þjóðar sinnar; [...]", og þá er verið að vitna í hákarlsókindinni ógurlegu sem "Áfram" hópurinn lét birta í forsíðu blaðanna þann 1. apríl síðastliðið sem og þau höfðu inná Facebook síðunni sinni sem og margir spjallvinir hópsins sögðu að nú hefði hópurinn gengið of langt, út frá hræðsluáróðri, sem og endaði með því að hópurinn fjarlægði myndina. Enn inná heimasíðu "Áfram" hópsins þá er hægt að finna myndina þar, með útskýringum um ástæðu myndarinnar, sem segir:  "Myndin sem við birtum í blöðum í dag og heitir: “Ísland árið 2017 ef við töpum dómsmálum um Icesave” hefur vakið mikla athygli og umtal. Myndin sýnir á þá ljótu stöðu sem við verðum komin í ef við förum dómstólaleiðina og töpum málunum. Myndin bendir á að þessi áhætta er raunveruleg – það verður ekki undan því komist. Það er ekki til neitt sem heitir fyrirfram unnið dómsmál. [...]", sem skýrir ástæðuna fyrir því að AMX túlkar þessa mynd sem ótraust til þjóðarinnar.

Enn hvað með "Nei" hópinn, hvað segir sá hópur um Icesave? Helstu rök "Nei" hópsins er að Icesave fari til sinna föðurhúsa – sem er dómstólaleiðinn, sem og stjórnmálamenn "já" hliðarinnar og "Áfram" hópurinn vill ekki sjá, útaf hræðslu þess að við þjóðin myndum tapa því máli og við séum að taka of miklar áhættu. Enn af hverju eru allir svo dauðhræddir við að standa á rétti sínum, því eins og Sigmundur Davíð Alþingismaður segir: "[...] En eitt er víst: Bretum og Hollendingum hentar hvorki að vinna né tapa slíku máli. Hvers vegna? Jú, Það hentar þeim augljóslega ekki að tapa dómsmáli, en ástæðan fyrir því að þeim hentar ekki að vinna það heldur er að þá hefur Evrópudómstóll komist að þeirri niðurstöðu að allar innistæður í öllum bönkum í Evrópu séu á ábyrgð viðkomandi ríkja. [...]" Og síðan er talið að Icesave samningarnir séu stjórnarskrábrot, sem vitnað er í, að: "[...] Í 40. gr. stjórnarskrárinnar er m.a. svo mælt að ekki megi taka lán er skuldbindi ríkið nema með lagaheimild. Enginn vafi er á því að ákvæðið nær til ríkisábyrgðar slíkrar sem hér um ræðir. Með þessu er verið að tryggja forræði Alþingis og þá óbeint þjóðarinnar á því hverjar kvaðir íslenska ríkið megi gangast undir. [...]". Og síðan er sagt í tilskipunar ákvæðunum 94/19/EB á 4. mgr. blaðsíðu 3 að: "Tilskipun þessi GETUR EKKI GERT AÐILDARRÍKIN eða LÖGBÆR YFIRVÖLD þeirra ÁBYRG GAGNVART innstæðueigendum ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun.", sem þýðir, að ESB má ekki þvinga aðildarríkin eða hin lögbæru yfirvöld til þess að bera ábyrgð á innstæðueigendum bankanna, því þeir bera sjálfir ábyrgðina til þess að vernda sitt og sína með því að borga upp skaðann ef einhver skaði verður. Og síðan brást eftirlitstofnunin AGS og stjórnvöld við því að stöðva hrun bankanna þegar tilkynningar þess bárust á borð að bankarnir væru í hættu, sem þýðir, þau sváfu á verðinum og gerðu ekkert, ekki fyrr enn ástandið varð að stór hruni. Þess vegna eru bankarnir, stjórnvöld og þeirra peð, dauðhrædd við dómstólaleiðina. Sem hefur gert það kleift, að við þjóðin erum búinn að lenda í hryðjuverkarlaga árásir Breta, hótana stjórnmálamanna og blekkingarleik "Áfram" hópsins að best sé að forðast dómstólaleiðina enn að sækja réttar síns.

Er dómstólaleiðinn mjög hættuleg? Svar: "Nei!!!". Enn munum við ekki tapa? Svar: "Það veit enginn, ekki fyrr enn reynt er á það". Enn mun ekki heimsendir koma, ef við förum dómstólaleiðina? Svar: "Nei heimurinn mun ekki hrynja, skuldvandi heimsins munu ekkert skána þótt við segðum "já" eða "nei", atvinnuleysi mun ekkert batna þótt við segðum "já" eða "nei", hinir spilltu stjórnmálamenn munu ekki hætta græðginni þótt við segðum "já" eða "nei", bankamennirnir munu ekki hætta að fá hærri laun og lifa í lúxus þótt við segðum "já" eða "nei", þannig heimsendir mun ekki koma þótt við segðum "já" eða "nei".

Þannig hvað eigum við að gera? Þetta er það sem kjósandinn þarf að ákveða á kosningardeginum. Enn aðal svar "Nei!!!" hópsins eru þessi, hræðumst ekki dómstólaleiðina og sækjum réttar okkar því nú er nóg komið. Eru stjórnvöld í aldanna raðir ekki búnir að hræða okkur of lengi? Er þeirra tími ekki kominn til þess að víkja af störfum og fara að bera ábyrgð á gjörðum sínum? Eða er okkur bara nákvæmlega sama þótt við borgum upp skuldir sem við skuldum ekki? Því þetta er það sem við þurfum að hugsa útí og ákveða þegar við kjósum.

Gangi ykkur vel á kosningardeginum og kjósið rétt.

Kær kveðja frá ykkar einlæga vin,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband