Sjö rökstuddar ástæður fyrir uppsögn hinna 44 Alþingismanna!!!

Hér á þessum lista eru allir þeir 44 Alþingismenn sem sögðu "Já" við Icesave þann 16. febrúar 2011: Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Steingrímur J. Sigfússon, Ólína Þorvarðardóttir, Helgi Hjörvar, Magnús Orri Schram, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ögmundur Jónasson, Mörður Árnason, Árni Páll Árnason, Árni Þór Sigurðsson, Björn Valur Gíslason, Björgvin G. Sigurðsson, Jón Bjarnason, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Oddný G. Harðardóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þuríður Backman, Þráinn Bertelsson, Valgerður Bjarnadóttir, Skúli Helgason, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Bjarni Benediktsson, Ólöf Nordal, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Jón Bjarnason, Tryggvi Þór Herbertsson, Þráinn Bertelsson, Atli Gíslason, Álfheiður Ingadóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Jón Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir, Kristján Þór Júlíusson, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Róbert Marshall, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Einar K. Guðfinnsson, Ólafur Þ. Gunnarsson, Guðbjartur Hannesson.

Ef meirihluti kjósenda þjóðarinnar synja Icesave lagasamningunum, þann 9. apríl 2011, þá er þess krafist að allir þeir 44 alþingismenn segi tafarlaust upp störfum, eftir kosningu Icesaves. Og ef þess er þörf að nýjar kosningar verði, þá er þess krafist að svo verði.

Sjö rökstuddar ástæður:
1.-
Vegna kæruleysis og eirðarleysis við þjóðina að vilja leggja blessun á að þrælskuldbinda hana til þess að borga skuldir sem meirihluti þjóðarinnar skuldar ekki.

2.-
Vegna kæruleysi við að vilja ekki láta hina seku bera ábyrgð gjörða sinna og ásaka þjóðina fyrir afbrot einstakra græðgimanna og ljúga því að Icesave séu skuldir þjóðarinnar og þar með synja þess að skaðamál Icesaves fari til dómstóla.

3.-
Vegna leyndra upplýsinga og staðreynda um skuldir þjóðarinnar og um Icesave sjálft.

4.-
Vegna vanræslu við þjóðina við að vilja ekki hlusta á ákall þjóðarinnar.

5.-
Vegna vanræslu og kæruleysi við það að vilja ekki bjarga þjóðinni frá skuldavanda heimila og annarra skulda og annarra ástæðna í lífi þjóðarinnar og endurreisn þess.

6.-
Vegna stjórnarskrá brota, hinna æðstu laga þjóðarinnar, sem segir:

     II. Kafla - 21. gr.
Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til.
     IV. Kafla - 40. gr. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.
     VII. Kafla - 77. gr. Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann.

     Sem þýðir: Ekki má búa til lög sem eykur á skuld þjóðarinnar með því að taka  lán sem skuldbindur þjóðarbú þjóðarinnar umfram heimilda og sem gæti skuldbundið ríkið ofurháum skuldum og sem gæti skaðað auðlindir landsins með afsali og kvaðir þess sem fylgja Icesave skuldum bankanna á skatt þjóðarinnar og landhelgi þess.

7.-
Vegna hræðsluáróðurs og hótanna við kjósendur, að ef hún segir ekki "Já" við Icesave, þá mun hitt og þetta skaðlegt gerast ef þjóðin hlýðir ekki þeim ógnunum.
 
Maður getur endalaust talið upp ástæður, enn þetta eru þær helstu ástæður fyrir því að hinir 44 alþingismenn segi tafarlaust upp, svo endurreisn Íslands geti hafist upp að nýu.

Kær kveðja frá ykkar einlæga vin,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband