Færsluflokkur: Bloggar
Hinn ófyrirgefanlegi glæpur Íslandsögunar!!!
26.3.2011 | 04:09
Að segja "já" við þeirra glæp og láta afkomendur okkar framtíðar kynslóða borga upp þeirra skaðræði án þess að sækja skaðamálið til dómstóla, yrði mesti glæpur veraldar sem þjóðin mun bera á herðar sér það sem eftir er af þeirra lífi. Og að skuldsetja börn framtíðarinnar, yrði mesti glæpur barnaþrælkunar sem framið yrði ef Icesave fer ekki til sinna föðurhúsa til dómstóla.
Betra er að láta dæma sig til þess að borga skuldir sem maður skuldar ekki, enn að semja um það að maður vilji borga upp glæpi sem maður framdi ekki. Þess vegna er "Nei!!!" besta lausnin, því þá getur maður sagt við sína afkomendur með hreina samvisku að: "Við sóttum fram réttar okkar, enn vorum neydd og dæmd í skuldaþrælkun af dómstólum til þess að borga upp þeirra glæpi." Enn síðan veit maður ekkert hvort við töpum eða vinnum, og "ef" við myndum tapa; þá myndum við hvort eð er vinna. Því við munum þó hafa þá hreina samvisku til afkomendur framtíðar okkar að við sóttum réttar okkar, enn vorum dæmd óréttlátan dóm af græðgivaldinu. Því miður þá er þetta ekki okkar byrgðar, en ef þessar byrgðar yrðu þvingaðar á okkur, þá er það glæpur þeirra sem þvinguðu þessar byrðar á okkur, enn ekki okkar glæpur. Við skuldum ekki Icesave, því það eru ekki til nein lög sem segja það; enn ef þjóðin samþiggir Icesave, þá verða þau lög til. Að sækja fram rétt sinn, er besta lausnin; kjósum rétt.
Kær kveðja frá ykkar einlæga vin,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Ný Icesave könnun. 56 prósent með en 44 prósent á móti (Titilhaus úr fréttavef eyjan.is)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er rétt og hvað er rangt???
21.3.2011 | 16:48
Erfið saga í hnotskurn
Ef maður skoðar söguna í þessu hundleiðinlega máli, mjög gaumgæfilega. Þá byrjar ferill málsins 10. Október 2006 sem netbanka vörumerki innlánsreikninga í eigu Landsbankans í útibúum London, og síðar meir í maí 2008 í Hollandi. Í fréttavef Markaðarins þann 11. október 2006 birtist eftirfarandi grein, sem hljóðar svo:
Sækja sér bresk innlán

Á árinu 2007 urðu Icesave-reikningar svo vel teknir, að pundin streyma inn og vinsældirnar svo miklar á meðal Breta að viðskiptavinirnir voru orðnir rúmlega 100.000 talsins, og tæp ári síðar urðu vinsældirnar fleiri en allir Íslendingar, eða um 350.000 talsins. Og á sama ári tók Íslenski hlutabréfmarkaðurinn að falla saman og hefðbundnar fjármögnunarlínur að bresta. Enn á meðan, þá voru Icesave-reikningarnir á þessum tíma helsti styrkur Landsbankans.
Enn í janúar 2008 var útlitið orðið svart hjá Íslensku bönkunum og eftirlitsaðilar í Bretlandi að verða áhyggjufullir. Ekki vegna þess að Icesave-reikningarnir voru í útibú Landsbankans í Bretlandi, heldur útaf því að bankinn var ekki dótturfyrirtæki. Og þótt áhyggjurnar voru, þá stofnsetu þeir í maí 2008, Icesave-innlánsreikninga í útibú Landsbankans í Hollandi. En í ágúst 2008 fara fjárhæðir að safnast inn á Icesave-reikningana í Hollandi og Bretlandi. Og forsvarsmenn Landsbankans funda með seðlabanka-stjóra Hollands sem voru farnir að hafa miklar áhyggjur af stærð reikninganna. Og í september 2008 fara miklar hamfarir að einkenna fjármálamarkaði, eða eins og Briet Konráðsdóttur frá Háskóla Íslands orðar það í BA-ritgerð sinni í júní 2009: "Mánudaginn 15. september 2008 varð bandaríski fjárfestingabankinn Lehman Brothers gjaldþrota. Lehman Brothers hafði verið stærsti fjárfestingabankinn í Bandaríkjunum og gjaldþrotið þar með það stærsta í sögunni. Féllu bankar í hrönnum eftir það um allan heim. (BA-ritgerð, síða 4)".


Og í desember 2008 ályktar Alþingi þess efnis að fela stjórnvöldum að gera samninga vegna innstæðureikninga á EES-svæðinu. Gert var samkomulag við Bresk og Hollensk yfirvöld um lántöku hjá ríkjunum til að Ísland gæti tryggt lágmarksinnstæðuvernd.
Og í júní 2009 var gengið frá samningum við Breta og Hollendinga vegna Icesave-málsins eftir rúmlega hálfs árs viðræður. En í Júlí 2009 varð ekki nægur meirihluti fyrir samningunum um ríkisábyrgð og þá hafði Alþingi haft málið til umfjöllunar allt það sumar. En fjárlaganefnd vann þá á þessum tíma í tíu vikur að því að ná sátt um frumvarpið. Sem endaði á þann hátt, að í ágúst 2009 samþykkti Alþingi frumvarp frá fjármálaráðherra um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldanna með þeim fyrirvara að ríkisábyrgðin myndi taki gildi ef Bretar og Hollendingar myndu sætta sig við þá fyrirvara sem settir voru. Og í september 2009 staðfesti Forseti Íslands lögin um ríkisábyrgð á lánum Tryggingarsjóðs innistæðueiganda og fjárfesta frá Breska og Hollenska ríkinu með áritaðri tilvísun til fyrirvara Alþingis. Og í október 2009 undirritar Fjármálaráðherra sérstakan samþykktar- og viðaukasamning Íslendinga, Breta og Hollendinga vegna Icesave-samkomulagsins. Icesaving, samtök Hollenskra innistæðueigenda Icesave-reikninga, kæra Fjármálaeftirlit (FME) til Eftirlits-stofnunar EFTA í Brussel vegna stofnunar Nýja Landsbankans á grundvelli neyðarlaganna. En í desember 2009 hafði Alþingi samþykkt Icesave-lagafrumvarpið með 33 atkvæðum gegn 30.
Enn í lok ársins 2009 og byrjun 2010 mótmælti meirihluti þjóðarinnar Icesave og þar með synjaði Forseti Íslands Icesave-lögunum staðfestingar eftir að hafa fengið í hendur áskorun InDefence-hópsins með um tæplega 60.000 undirskriftir [**].
Staðreyndir => Útfrá sögu þessa máls, þá byrjuðu Icesave atburðirnir í Bretlandi, London... Því næst fara þeir til Hollands, með þá viðvörun að netreikningarnir eru ekki í dótturfyrirtæki... Í Bandaríkjunum kemur upp heims gjaldþrot Lehman Brothers, enn á meðan segja Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson að Íslensk stjórnvöld myndu styðja fall Íslensku bankana... Þegar bankarnir féllu, fékk Ísland hryðjuverkalög frá Árna Mathiesen undir handleiðslu Gordon Browns útaf misskilningi Alistair Darlings... Og eftir þær hamfarir hafa Icesave I, II & III verið búnir til... Enn hvar var boðið uppá dómstólaleiðina í þessu kjaftæði???
Það er nefnilega spurningin; hvenær fær þjóðin réttlæti? Ef þjóðin segir "Já!" við þessar staðreyndir, hvað er þá rétt og hvað er þá rangt í þessu öllu saman. Því þá er maður orðinn hræddur um, að það er eitthvað stórlaga að. Því ef maður lendir í órétt, er þá ekki þannig með farið að maður sækir eftir rétt sínum, og ef "Jáið!" kemur upp, er maður þá ekki búinn að afsala þeim rétti, sem þýðir, þá verður aldrei dæmt í þessu máli???
Ef þjóðin vill réttlæti, sækjum rétt okkar og sendum málið til dómstóla, og segjum: "Nei!!!" þann => 9. apríl 2011.
Kær kveðja frá ykkar einlæga vin,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Bloggar | Breytt 26.3.2011 kl. 01:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Handrukkarar hræðsluáróðurs enn að störfum!!!
19.3.2011 | 07:00
Enn hvað er í samningunum sem Bretar og Hollendingar eiga að fá og um hvað fjalla þeir? Því það eina sem þjóðin er búin að heyra eða lesa, eru ógnir. Þannig það sem samningarnir segja, er stórt spurningarmerki sem þjóðin fær ekkert að vita um. Þjóðin verður bara að treysta samningsaðilum og þá 44 pólitíkusa sem samþiggðu samninganna og þá 33 pólitíkusa sem vildu ekki að þjóðin fengi að hafa síðasta orðið og þótt þjóðin fái ekkert að vita, þá á þjóðin bara að segja "Já!!!" þegjandi og hljóðalaust. Og er þetta það sem þjóðin vill, að samþiggja eitthvað sem enginn veit hvað er? Ég meina fjalla þessir samningar ekki um framtíð okkar kynslóð? Og er það ekki þjóðin sem á að borga upp skaðann sem þessir útrásarvíkingar gerðu sinni eigin þjóð og við búinn að þurfa að eigast við þann skaða sem þessir skaðvaldar gerðu?
Hvernig er saga þessara Icesave samninga? Fyrsti samningurinn sem samin var, var samþyggtur af Alþingi og Forseta án okkar samþykkta og feldur niður af Bretum og Hollendingum, og er ekki afturkallanlegur. Annar samningurinn var upphrópaður til synjunarvald Forsetans af meirihluta þjóðarinnar til kosninga og var feldur niður af þjóðinni. Þriðji samningurinn var aftur upphrópaður til synjunarvald Forsetans af meirihluta þjóðarinnar til kosninga, og er stórt spurningarmerki hvað mun gerast.
Nú er komið upp á þjóðina að velja og vona maður fyrir hönd þjóðarinnar að hún velji rétt og segi risastórt og feitt "Nei!!!" við Icesave III. Því þessir samningar snúast um okkur og okkar framtíða kynslóð, hvort við viljum skuldbinda okkur og okkar börn til að borga skuldir sem við og börnin skuldum ekki. Köllum eftir réttlæti og synjum þrældómssamninganna fyrir fullt og allt, fyrir framtíðar kynslóð og fyrir rétt okkar til réttlætis. Látum ekki valdspillinguna komast upp með þá blekkingu sem hún hefur stundað og er enn að stunda, til að hóta okkur til að borga það sem við berum enga laga skildu til að borga. Ef þjóðin samþiggir samninganna, þá má skattheimtan rukka okkur og framtíð okkar til þess að borga þær skuldir sem við skuldum ekki, ef þjóðin samþiggir. Enn ef við segjum stórt feitt "Nei!!!" við þessa blekkinga samninga, þá fer þetta óréttlæti rakleiðs til dómstóla og við fáum réttlætið framfilt og þeir sem gerðu þessa Icesave reikninga verða dæmdir. Og það er þess vegna sem þessir hræðsluáróður er búinn að hljóma á meðal okkar, því sökudólgar Icesaves eru dauð hræddir og vilja ekki láta dæma sig fyrir þann hræðilega verknað sem þeir gerðu sinni eigin þjóð og skammast sín ekkert fyrir. Tökum því réttar ákvarðanir og veljum rétt.
Okkar framtíð, okkar val!!!
Kær kveðja frá ykkar einlæga vin,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
* Það kemur í ljós ef maður kíkir á fréttavefmiðil Stöðvar 2 á vísir.is, að sú frétt sem fjallar um þennan lögfæðing er ekki lengur til staðar, sem þýðir, að fréttastöðin hefur fengið frekar neikvæð viðbrögð og hefur ekki þorað öðru enn að fjarlægja allar fréttir frá þessum degi [Vefslóð Stöðvar 2, til þess að athuga dagsetningu].
Bloggar | Breytt 20.3.2011 kl. 03:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að segja "Já" útaf því að maður er orðinn leiður á þessu???
16.3.2011 | 05:18
Auðvitað má hann eins og margir hafa skoðanir. Enn þar sem hann er borgarstjóri þá er það frekar skammarlegt útfrá hans ábyrgðarstöðu að dreifa þessari skoðun til fréttamiðla. Ég meina, ef hann væri ekki að vinna sem borgarstjóri, sem felst í sér ábyrgð, þá væri það skiljanlegt að hann hefði þessar skoðanir. Og þótt hann kynni kannski seinna meir að segja "Ég var nú bara að djóka" þá ætti hann að passa sig á því hvað hann er að "djóka um", því það er ekkert grín að standa í ábyrðarvinnu og segja síðan svona skaðlegan hlut. Og hvað gæti þetta svo sem skaðað við það að grínast með svona hluti? Jú, orðspor þess að vera borgarstjóri gæti skaðað hans stöðu. Því ef maður tekur það að sér að gerast borgarstjóri, þá ber maður að varast þess hvað maður segir eða gerir, því það er mikil ábyrgð í því að stjórna heila borg og að grínast með þá stöðu getur kallað fram skaða.
Enn að minnstakosti þá er hann ekki sá eini sem er orðinn hundleiður á Icesave. Því það eru margir sem eru orðnir gubbandi leiðir á þessu kjaftæði, og að segja "Já!!!" bara útaf því að maður er orðinn leiður á þessu öllu saman, er þó nokkuð mikil ábyrgðarstaða til þess að vilja taka inná sig skuldir sem maður skuldar ekki. Og ekki nóg með það, heldur skuldsetur maður börnin sín og framtíðarkynslóðina. Og að telja það að maður losnar undan Icesave eða eins og Jón Gnarr orðaði það: "Ég ætla að kjósa það í burt." Bíddu, er það hægt? Ef satt á segja, þá er það ekki hægt. Því eins og advice.is orðar Jáið, það er að segja ef meirihluti þjóðarinnar segir Já, að:
"Þá greiðum við strax 26 milljarða í áfallna vexti og göngumst í ábyrgð fyrir allt að 670 milljarða kröfu sem viðsemjendur áttu á einkabanka.
Til að greiða kröfuna tökum við myntkörfulán, án þess að vita hver höfuðstóllinn er. http://www.advice.is/?page_id=52". Og síðan er hægt að ná í ýtarlegri upplýsinga um 'Hvað kosta Icesave samningarnir íslenska ríkið?' og 'Hvað er í Icesave frumvarpinu?'.
Þannig þú sem ert að lesa þennan pistil. Gefðu þér góðan tíma til þess að kynna þér stöðu Icesaves, því þótt það sé hundleiðinlegt, þá snúast þessir samningar um þig og þína afkomendur. Og að vilja ekki kynna sér stöðu samninganna, er eins og að negla fyrir póstkassalúguna í þeirri von um að maður losni við að borga reikninga, eða, eins og að fara í banka og nenna ekki að kynna sér þá ábyrgð sem felst í því að taka sér lán og lenda síðan í skuldavanda útaf því að maður neitaði þess að kynna sér lánastöðu þess samnings sem maður samþykkti. Þannig gefðu þér góðan tíma áður enn þá tekur þessa erfiðu ákvörðun. Því það geta margir sagt við þig, segðu "Já!!!" eða segðu "Nei!!!", útaf því okkur finnst.
Að lokum. Að kjósa um þennan leiðinlega hlut snýst ekki um það hvað aðrir hafa að segja. Heldur snýst þetta um hvað þú telur vera rétt. Þannig spurningin er, hver er réttarstaða þín í þessu máli og er það ekki siðlaust af þér að borga upp skuldir sem þú skulda ekki, þannig hver er þinn réttur?
Ef þú vilt leita þér upplýsinga um samninganna, þá geturðu farið á eftirfarandi staði:
http://www.advice.is/ & http://www.kjosum.is/
- Tala um uppá hvað samningarnir snúast um...
http://www.forsaetisraduneyti.is/verkefni/verkefnum-lokid/adgerdir/icesave/
- Eru gögn frá forsætisráðuneytinu frá 2009 og 2010 varðandi Icesave samninganna...
Bloggar | Breytt 20.3.2011 kl. 04:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til framtíð kynslóða, sem segir: "Nei!!!"
14.3.2011 | 20:44
To future generations, that say's: "No!!!"
Söknuður - eftir Vilhjálm Vilhjálmsson söngskáld
Fyrir hvern er þjóð byggð?
For whom is a nation built?
Fyrir brot, sem brýttur gegn barnalögum, til fórna Icesave!!!
For offense, against children's law, for sacrifice's to Icesave!!!
Við krefjumst réttar...
We demand right's...
Látum ekki valdspillingu fórna börnum; fyrir Mammon, Icesave...
Let no power corruption sacrifice children; for Mammon, Icesave...
Látum heyrast raddir barna okkar...
Let's hear the voices of our childrens...
Já...
Yes...
Okkar framtíðar kynslóð!!!
Our future generations!!!
Fyrir framtíð;
To future;
að engum skuldum!!!
for no debt!!!
Burt með spillingu...
Away with corruption...
sem deyr...
who dies...
því Mammon Icesave, er dauður...
for Mammon Icesave, is dead...
ENN Ekki, okkar framtíðar kynslóð!!!
BUT Not, our future generations!!!
===============================================================
Þjóðlagasöngur Íslands Icelandig National Anthem
Ó, guð vors lands----------------------------------------------Oh, God of our land!
Ó, land vors guðs----------------------------------------------Oh, our land's God!
vér lofum þitt heilaga-------------------------------------------we worship thy holy
heilaga nafn-----------------------------------------------------holy name
úr sólkerfum----------------------------------------------------from the soler systems
himnanna--------------------------------------------------------of the heavens
hnýta þér krans-------------------------------------------------bind for you a wreath
þínir herskarar--------------------------------------------------your warriors
tímanna safn----------------------------------------------------the assembly of the ages
Fyrir þér er einn dagur-----------------------------------------for thee is one day
sem þúsund ár--------------------------------------------------as a thousand years
og þúsund ár dagur---------------------------------------------and a thousand years a day
ei meir------------------------------------------------------------and no more
eitt eilífðar smáblóm--------------------------------------------one small flower of eternity
með titrandi tár--------------------------------------------------with a quivering tear
sem tilbiður guð sinn--------------------------------------------that prays to its God
og deyr-----------------------------------------------------------and dies
Íslands þúsund ár-----------------------------------------------Iceland's thousand years
Íslands þúsund ár-----------------------------------------------Iceland's thousand years
eitt eilífðar smáblóm--------------------------------------------one small flower of eternity
með titrandi tár--------------------------------------------------with a quivering tear
sem tilbiður guð sinn--------------------------------------------that prays to its God
og deyr-----------------------------------------------------------and dies
Okkar kynslóð!!! Our generation!!!
==============================================================
http://blip.tv/file/4377903?utm_source=player_embedded
Kær kveðja frá ykkar einlæga vin,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Bloggar | Breytt 24.3.2011 kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tímarnir breytast...
13.3.2011 | 23:11
- Vöknum og skoðum í kringum okkur og lærum það sem við höfum ekki enn lært.
- Vöknum og virðum það sem við höfum ekki virt.
- Vöknum og verum vinir þeirra sem við höfum ekki verið vinir fyrr.
- Vöknum og gefum þeim sem við höfum ekki gefið.
- Vöknum og verum öðrum til staðar.
- Vöknum við erum til.
Því það er það sem lífið kallar... Vöknum!!!
Kær kveðja frá ykkar einlæga vin,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Skrifaði inn á Facebook síðuna mína Nóvember 17, 2009 - kl. 2:54 að morgni til.
http://www.facebook.com/note.php?note_id=183978282650
Bloggar | Breytt 28.11.2013 kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað gerist ef við borgum ekki það sem við skuldum ekki?
13.3.2011 | 19:34
Því nú stöndum við sem þjóð í þeim valkosti "aftur" að velja hvað við eigum að gera. Eigum við að borga eða berum við skildu til þess að borga upp þessar skuldir, sem við skuldum ekki? Svarið er einfalt: "Nei!!!". En hvað með allar þessar hrakfellisspár sem fjölmiðlar, pólitíkusar, svartsýniseinstaklingar, Englendingar og Hollendingar eru að segja: "Að ef við borgum ekki, þá mun?". Hingað til hafa þessir hrakfellisspádómar ekki ræst. Af hverju er fólk þá að hræðast þessum hrakfellisspádómum? Jú, þeir sem stunda þá iðju að hræða einstaklinga, eru sjálfir hræddir. Þess vegna er það mjög algegnt af þeim sem skulda og vilja að einhverjir saklausir einstaklingur taki það að sér að borga skuldina, að hann hræði þann einstakling til þess að borga, þótt að hann viti að því að þessi vissi einstaklingur sem hann er að rukka, skuldar ekki þessar skuldir. Þetta er nefnilega ekki ný aðferð sem rukkarar nota. Og þetta er nefnilega það sem þessi Icesave samningur snýst uppá. Því í lögum, þá ber okkur sem þjóð enginn skilda til að borga upp Icesave. Þess vegna vildu hinir 33 stjórnarmenn af 63 Alþingismönnum sem synjuðu kosningu Icesaves ekki sjá það að við þjóðin fengjum að hafa síðasta orðið. Er verið að fela eitthvað sem við megum ekki vita? Er það ástæðan fyrir því að þessir 33 stjórnarmenn Alþingis vildu ekki að við myndum hafa síðasta orðið? Í svipan.is veraldarvefnum er ein lagagrein sem Alþingið synjaði, sem segir svo hljóðandi:
"Við samþykkt Icesave þrjú á Alþingi voru fyrstu Icesave lögin felld úr gildi, þar með talin áttunda grein þeirra sem hljómaði svo:
8. gr. Endurheimtur á innstæðum.
Ríkisstjórnin skal þegar í stað grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana sem þarf til að endurheimta það fé sem safnaðist inn á Icesave-reikningana. Í þeim tilgangi skal ríkisstjórnin fyrir 15. október 2009 hafa frumkvæði að samstarfi við þar til bæra aðila, m.a. yfirvöld í Bretlandi, Hollandi og Evrópusambandinu, og óska aðstoðar þeirra við að rekja hvert innstæðurnar af Icesave-reikningunum voru fluttar. Ríkisstjórnin skal fyrir árslok 2009 semja áætlun um hvernig reynt verður að endurheimta það fé sem kann að finnast.
Í því skyni að lágmarka ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum skal ríkisstjórnin einnig gera ráðstafanir, í samráði við þar til bæra aðila, til þess að þeir sem kunna að bera fjárhagsábyrgð á þeim skuldbindingum sem stofnast hafa vegna Icesave-reikninganna verði látnir bera það tjón.
Hreyfingin lagði fram breytingartillögu um að setja þessa grein aftur inn en hún var felld af meiri hluta þings, þar með talið sjálfstæðismönnum. Með því að fella út þessa grein dregur verulega úr því að hinir seku verði dregnir til ábyrgðar." Hægt er að nálgast þessari vefsíðu á http://www.svipan.is/?p=21780.
Hvað er verið að fela og af hverju eigum við og börnin okkar að borga upp Icesave, þegar við fáum ekki réttlætið fram? Og hvað mun gerast ef við neitum nýu Icesave lögunum og þau fara til dómstóla? Ef satt á að segja, þá munu dómstólar út frá sínum lögum bera skildu til að sækja sökudólga Icesaves til saka. Þess vegna eru samningsaðilar Icesaves hræddir og reyna allt útfrá sínu valdi til þess að krefjast þess að við þjóðin borgum upp þær skuldir sem við skuldum ekki og berum enga lagaskildu til að borga. En hvað græðum við á því að senda Icesave til dómstóla? Réttlæti er það sem við græðum, og það er það réttlæti sem við eigum að sækjast eftir. En hvað viltu - viltu borga upp skuldir sem þú skuldar ekki? Það er nefnilega það sem þú sem ert að lesa þennan pistil þarft að spyrja sjálfan þig útí, því Icesave er ekki þér að kenna, heldur þeim sem upphaflega komu Icesave reikningunum af stað, og það eru þeir sem á að sækja til saka. Sem sagt, við öll þjóðin erum ekki afbrotamenn Icesaves, heldur þeir sem stjórnarkerfið vill ekki sækja til saka. Þess vegna verður Icesave að fara til dómstóla, til þess eins, að við sem erum saklaus gagnfart þessu óréttlæti, fáum réttlæti til baka.
Þess vegna segi ég: "Nei, Icesave!!!". Enn þú?
Kær kveðja frá ykkar einlæga vin,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Bloggar | Breytt 16.3.2011 kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)