Að segja "Já" útaf því að maður er orðinn leiður á þessu???

Í veraldarvefnum eyjan.is (15. mars 2011) segir: "Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, hyggst greiða atkvæði með Icesave í kosningunum sem framundan eru. Ekki þó vegna þess að hann telji það rétt heldur vegna þess að hann er kominn með leið á því. Telur Jón það hafa grafalvarlegar afleiðingar að hafna Icesave einn ganginn enn." og á vefslóð t24.is (15. mars 2011) segir: "Ég ætla að greiða atkvæði með því, ekki vegna þess að ég skilji það eða ég telji að það sé rétt, heldur er ég einfaldlega orðinn frekar leiður á málinu. Ég ætla að kjósa það í burt.".

Auðvitað má hann eins og margir hafa skoðanir. Enn þar sem hann er borgarstjóri þá er það frekar skammarlegt útfrá hans ábyrgðarstöðu að dreifa þessari skoðun til fréttamiðla. Ég meina, ef hann væri ekki að vinna sem borgarstjóri, sem felst í sér ábyrgð, þá væri það skiljanlegt að hann hefði þessar skoðanir. Og þótt hann kynni kannski seinna meir að segja "Ég var nú bara að djóka" þá ætti hann að passa sig á því hvað hann er að "djóka um", því það er ekkert grín að standa í ábyrðarvinnu og segja síðan svona skaðlegan hlut. Og hvað gæti þetta svo sem skaðað við það að grínast með svona hluti? Jú, orðspor þess að vera borgarstjóri gæti skaðað hans stöðu. Því ef maður tekur það að sér að gerast borgarstjóri, þá ber maður að varast þess hvað maður segir eða gerir, því það er mikil ábyrgð í því að stjórna heila borg og að grínast með þá stöðu getur kallað fram skaða.

Enn að minnstakosti þá er hann ekki sá eini sem er orðinn hundleiður á Icesave. Því það eru margir sem eru orðnir gubbandi leiðir á þessu kjaftæði, og að segja "Já!!!" bara útaf því að maður er orðinn leiður á þessu öllu saman, er þó nokkuð mikil ábyrgðarstaða til þess að vilja taka inná sig skuldir sem maður skuldar ekki. Og ekki nóg með það, heldur skuldsetur maður börnin sín og framtíðarkynslóðina. Og að telja það að maður losnar undan Icesave eða eins og Jón Gnarr orðaði það: "Ég ætla að kjósa það í burt." Bíddu, er það hægt? Ef satt á segja, þá er það ekki hægt. Því eins og advice.is orðar Jáið, það er að segja ef meirihluti þjóðarinnar segir Já, að:

"Þá greiðum við strax 26 milljarða í áfallna vexti og göngumst í ábyrgð fyrir allt að 670 milljarða kröfu sem viðsemjendur áttu á einkabanka.

Til að greiða kröfuna tökum við myntkörfulán, án þess að vita hver höfuðstóllinn er.
http://www.advice.is/?page_id=52". Og síðan er hægt að ná í ýtarlegri upplýsinga um 'Hvað kosta Icesave samningarnir íslenska ríkið?' og 'Hvað er í Icesave frumvarpinu?'.
 
Bíddu, er þetta ekki orðið hræðsluáróður? Nei, þetta eru staðreyndir sem erfitt er að kyngja, því þetta er það sem að samningarnir snúast uppá.

Þannig þú sem ert að lesa þennan pistil. Gefðu þér góðan tíma til þess að kynna þér stöðu Icesaves, því þótt það sé hundleiðinlegt, þá snúast þessir samningar um þig og þína afkomendur. Og að vilja ekki kynna sér stöðu samninganna, er eins og að negla fyrir póstkassalúguna í þeirri von um að maður losni við að borga reikninga, eða, eins og að fara í banka og nenna ekki að kynna sér þá ábyrgð sem felst í því að taka sér lán og lenda síðan í skuldavanda útaf því að maður neitaði þess að kynna sér lánastöðu þess samnings sem maður samþykkti. Þannig gefðu þér góðan tíma áður enn þá tekur þessa erfiðu ákvörðun. Því það geta margir sagt við þig, segðu "Já!!!" eða segðu "Nei!!!", útaf því okkur finnst.

Að lokum. Að kjósa um þennan leiðinlega hlut snýst ekki um það hvað aðrir hafa að segja. Heldur snýst þetta um hvað þú telur vera rétt. Þannig spurningin er, hver er réttarstaða þín í þessu máli og er það ekki siðlaust af þér að borga upp skuldir sem þú skulda ekki, þannig hver er þinn réttur?

Ef þú vilt leita þér upplýsinga um samninganna, þá geturðu farið á eftirfarandi staði:

http://www.advice.is/ & http://www.kjosum.is/
- Tala um uppá hvað samningarnir snúast um...

http://www.forsaetisraduneyti.is/verkefni/verkefnum-lokid/adgerdir/icesave/
- Eru gögn frá forsætisráðuneytinu frá 2009 og 2010 varðandi Icesave samninganna...

no-icesave.jpg
Kær kveðja frá ykkar einlæga vin,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband