Hinn ófyrirgefanlegi glæpur Íslandsögunar!!!

Þeir sem vilja borga; borgið þá. Enn látið þá sem segja "Nei!!!", í friði, því við skuldum ekki þessar glæpaskuldir og þar með neitum að borga upp þeirra glæpaverk sem hinir spilltu græðgimenn gerðu þjóð sinni sér til skemmtunar og okkur til skammar og sem skammast sín ekkert fyrir þau afbrot sem þeir gerðu sinni eigin þjóð.

Að segja "já" við þeirra glæp og láta afkomendur okkar framtíðar kynslóða borga upp þeirra skaðræði án þess að sækja skaðamálið til dómstóla, yrði mesti glæpur veraldar sem þjóðin mun bera á herðar sér það sem eftir er af þeirra lífi. Og að skuldsetja börn framtíðarinnar, yrði mesti glæpur barnaþrælkunar sem framið yrði ef Icesave fer ekki til sinna föðurhúsa — til dómstóla.

Betra er að láta dæma sig til þess að borga skuldir sem maður skuldar ekki, enn að semja um það að maður vilji borga upp glæpi sem maður framdi ekki. Þess vegna er "Nei!!!" besta lausnin, því þá getur maður sagt við sína afkomendur með hreina samvisku að: "Við sóttum fram réttar okkar, enn vorum neydd og dæmd í skuldaþrælkun af dómstólum til þess að borga upp þeirra glæpi." Enn síðan veit maður ekkert hvort við töpum eða vinnum, og "ef" við myndum tapa; þá myndum við hvort eð er vinna. Því við munum þó hafa þá hreina samvisku til afkomendur framtíðar okkar að við sóttum réttar okkar, enn vorum dæmd óréttlátan dóm af græðgivaldinu. Því miður þá er þetta ekki okkar byrgðar, en ef þessar byrgðar yrðu þvingaðar á okkur, þá er það glæpur þeirra sem þvinguðu þessar byrðar á okkur, enn ekki okkar glæpur. Við skuldum ekki Icesave, því það eru ekki til nein lög sem segja það; enn ef þjóðin samþiggir Icesave, þá verða þau lög til. Að sækja fram rétt sinn, er besta lausnin; kjósum rétt.

Kær kveðja frá ykkar einlæga vin,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).

Ný Icesave könnun. 56 prósent með en 44 prósent á móti  (Titilhaus úr fréttavef eyjan.is)
 
falid_vald.jpg
http://www.vald.org/ — Vefslóðsíðan að "Falið Vald".

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband