Bloggfærslur mánaðarins, maí 2015
Þarf Ísland nýja stjórnarskrá?
22.5.2015 | 12:15
Eflaust hafa margir spurt: Af hverju þarf Ísland nýja stjórnarskrá, er sú gamla ekki nógu góð?, sem er nú frekar góð og flókin spurning: Hefur gamla stjórnarskráin ekki getað staðið sig nógu vel að halda Ísland uppi?, sem og svarið við þeim spurningum er bæði já og nei, að gamla stjórnarskráin hefur að vissu takmarki getað haldið Ísland uppi, en ekki alveg nógu vel einsog ástandið er nú á okkar dögum. Því einsog Ísland er búin að kynnast undanfarinn ár, frá hruni 2008 upp að okkar dögum, þá hafa stjórnvöld og aðrir valdhafar ekki verið nógu dugleg við að fara eftir okkar núverandi stjórnarskrá. Sem dæmi, þá er jafnræðisregla okkar núverandi stjórnarskráa margbrotinn, og nú nýlega þá vilja stjórnvöld og aðrir valdhafar skammta 10 vel auðugum einstaklingum auðlindir Íslands án þess að hugsa um hag og jafnræði allra þjóðarinnar, sem og laun allra Íslendinga er í rústandi ójöfnuð, sem og fleiri dæmi væri hægt að nefna, en látum þetta duga í bili. Sem og önnur spurning er: Ef ný stjórnarskrá yrði samþykkt af Íslendingum, myndu þá stjórnvöld og aðrir valdhafar ekki gera það sama og þeir gera nú á okkar dögum, að fara ekkert eftir þeirri stjórnarskrá?. Þannig hvað myndum við græða á nýrri stjórnarskrá ef stjórnvöld og aðrir valdhafar geta ekki farið eftir okkar núverandi stjórnarskrá?
Því þetta er stórvandi Íslands að þótt ný stjórnarskrá yrði samþykkt, þá má búast við að sú stjórnarskrá yrði jafnmikið margbrotin eins og er gert gagnfart okkar núverandi stjórnarskrá. Þannig ef ný stjórnarskrá yrði samþykkt af Íslendingum, þá þyrfti að vera ákvæði í þeirri stjórnarskrá að ef einhver af þeim stjórnvöldum og valdhöfum myndu brjóta gegn henni, þá yrðu þeir vel sektaðir fyrir þau brot og jafnvel þyrftu að sitja inni til margra ára fyrir þau brot. Því ef ekkert þannig ákvæði er í þeirri nýju stjórnarskrá, að þeir mættu ekki brjóta gegn henni, þá má búast við því að við myndum ekkert græða á nýrri stjórnarskrá. Því hvað myndi Ísland græða á nýrri stjórnarskrá, ef stjórnvöld og aðrir valdhafar gætu komist upp með það að geta brotið gegn henni? Því þetta er það sem við Ísland þyrftum að hugsa vel útí, að þótt ný stjórnarskrá yrði samþykkt af þjóðinni og hægt væri að brjóta gegn henni og ekkert ákvæði spornaði gegn því broti, þá myndum við ekkert græða á því að fá nýja stjórnarskrá. Þess vegna þarf ákvæði í okkar nýja stjórnarskrá, að það má ekki brjóta gegn henni, og ef svo myndi gerast, þá yrðu þau stjórnvöld og aðrir valdhafar að geta borið ábyrgð á þeim brotum.
Og síðan er ein flókin spurning: Er nýja stjórnarskráin eitthvað miklu betri en sú gamla?. Því þann 4. ágúst 2011 þá skrifaði ég bloggfærslu undir titlinum 7 Vonbrigði Nýju Stjórnarskrárinnar og aðra þann 18. september 2011 undir titlinum Vangaveltur um nýju stjórnarskrána. Í þeim bloggfærslum, að minnstakosti þeirri fyrstu, þá fer ég vel yfir nýju stjórnarskrána, að það hefði mátt vinna betur við að gera okkar nýja stjórnarskrá ennþá betur til að geta spornað gegn því að stjórnvöld og aðrir valdhafar geti ekki komist upp með það sem þau vonbrigði tala um í þeirri bloggfærslu um okkar nýju stjórnarskrá. Sem dæmi, tekið úr 7 Vonbrigði Nýju Stjórnarskrárinnar, sem segir:
113. gr. Stjórnarskrárbreytingar
<> Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytinga á stjórnarskrá skal það borið undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi.
<> Hafi fimm sjöttu [5/6] hlutar þingmanna samþykkt frumvarpið getur Alþingi þó ákveðið að fella þjóðaratkvæðagreiðsluna niður og öðlast þá frumvarpið gildi engu að síður.
Þá er komið að síðasta vonbrigðinu sem er: "Stjórnarskrárbreytingar". Í fyrstu lítur þessi grein ágætlega vel út. En þegar maður les síðustu málsgreinina þá hrekkur maður í kút. Því útfrá þessari grein, þá má Alþingið leggja fram frumvarpsbreytingu að stjórnarskránni og síðan leggja þá breytingu til þjóðarkosninga. Enn þá vandast málið, því útfrá síðustu málsgreininni, þá má 5/6 hver hluti þingmanna samþykkja breytingartillöguna að stjórnarskránni og með þeirri meirihluta samþykkt geta þau fellt niður þjóðaratkvæðagreiðsluna. Bíddu, hvað á þetta að þýða!? Útfrá hugmyndum stjórnlagaráðs að þessari grein, þá á að vera hægt að lagfæra, uppfæra, fjarlægja greinar eða ákvæði stjórnarskrárinnar útfrá breyttum ástæðum í framtíðinni. En af hverju að leifa 5/6 hvern þingmann að fella niður þjóðaratkvæðagreiðslu?! Það er það sem maður nær ekki alveg að skilja? Því með þessu, þá gætu þingmenn þess vegna breytt allri stjórnarskránni eftir geðþóttaákvörðun án þess að þjóðin hefði eitthvað við því að segja.
Og það sem Vangaveltur um nýju stjórnarskrána segir um þá grein sem ég vitnaði um hér fyrir ofan:
6. Stjórnarskrárbreytingar [fjallar um að Alþingið geti óskað eftir breytingum á stjórnarskránni og við þjóðin getum fengið að kjósa um það, en ef 5/6 hver þingmaður myndi samþykkja breytinguna þá getur Alþingið afturkallað þjóðaratkvæðisgreiðsluna og þar með samþykkt stjórnarskrárbreytinguna án samþykkis þjóðarinnar].
Sem og ég útskýri ýtarlega í 7 Vonbrigði Nýju Stjórnarskrárinnar hvaða skaða þessi 113. gr. Stjórnarskrárbreytingar gæti valdið ef þetta ákvæði fengi ekki þjóðarkosningu, sem og hljóðar svona:
Fjórða breyting: Alþingið útfrá geðþóttaákvörðun gæti breytt "Dómsvald" sjöunda kafla 100. gr. sem hljóðar svona:
100. gr. Lögsaga dómstóla
<> Dómstólar skera endanlega úr um réttindi og skyldur að einkarétti, svo og sök um refsiverða háttsemi og ákveða viðurlög við henni.
<> Dómstólar skera úr um hvort lög samrýmist stjórnarskrá.
<> Dómstólar skera úr um hvort stjórnvöld hafi farið að lögum. Hjá ákvörðun stjórnvalds verður ekki komist í bráð með því að bera lögmæti hennar undir dóm.
Og líka: Maður getur endalaust fundið ástæður sem Alþinginu gæti látið sér detta í hug útfrá stjórnarskrárbreytingum, því í gömlu stjórnarskránni þá átti Alþingið ekki svona mikið veldi. En með þessu valdi sem stjórnlagaráð hefur veitt Alþinginu, þá geta allir hlutir gerst, án þess að þjóðin gæti nokkuð við því sagt. Og þótt stjórnlagaráð hafi kannski haft þá trú og hugsað þannig, að Alþingið myndi nú aldrei gera svoleiðis, þá veit maður aldrei hvað spilltir menn sem sitja inn á Alþingi láta sér detta í hug. Sem dæmi, hvernig varð með Icesave deiluna miklu sem þjóðin varð að þvinga til kosninga með því að biðja forseta Íslands að synja þeim lögum, hunsaði ekki Alþingið þjóðinni með því að gefa henni skít og skömm með því að reyna að þvinga hana til að borga skuldir sem hún skuldaði ekki? [...].
Og líka: Hér útfrá 113. gr. og 2 mgr. þá er stjórnlagaráð búin að gefa Alþinginu sem meirihluti þjóðarinnar treystir ekki, mikið veldi sem Alþingið gæti misnotað. Þannig spurningin er, vill þjóðin hafa þessa grein eins og stjórnlagaráð setti hana upp? Með þessari grein, þá hefur stjórnlagaráð valdið þjóð sinni miklum vonbrigðum. Og þótt margt gott sé í nýju stjórnarskránni, þá mun maður ekki kjósa nýja stjórnarskrá, bara útaf því að hún hljómar vel í eyrum. Nei, maður verður að geta kosið stjórnarskrá sem maður treystir að hún verði ekki misnotuð af valdamönnum sem lofa þjóð sinni öllu, en eru fljótir að svíkja þeim loforðum.
Sem og ég gæti vitnað meira úr þessum bloggfærslum, en best væri ef þú lesandi gætir lesið þær bloggfærslur sem ég skrifaði, því ekki langar mig til að lengja þessa núverandi bloggfærslu sem hér er skrifuð. Þannig ef þú hefur áhuga, þá geturðu smelt á 7 Vonbrigði Nýju Stjórnarskrárinnar og líka á Vangaveltur um nýju stjórnarskrána, það er að segja, ef þig langar að vita um hvað nýja stjórnarskráin hefur að segja.
Og þótt 100. gr. Lögsaga dómstóla segir í 2 og 3 mgr., að: <> Dómstólar skera úr um hvort lög samrýmist stjórnarskrá.
<> Dómstólar skera úr um hvort stjórnvöld hafi farið að lögum. Hjá ákvörðun stjórnvalds verður ekki komist í bráð með því að bera lögmæti hennar undir dóm.
Þá treystir maður ekki nýju stjórnarskrána, aðallega útaf 113. gr. Stjórnarskrárbreytingar sem 2 mgr. hefur að segja, að: <> Hafi fimm sjöttu [5/6] hlutar þingmanna samþykkt frumvarpið getur Alþingi þó ákveðið að fella þjóðaratkvæðagreiðsluna niður og öðlast þá frumvarpið gildi engu að síður.
Því þótt nýja stjórnarskráin sé vel vönduð, þá veldur þetta ákvæði nýju stjórnarskrárinnar mjög miklum vonbrigðum, sem og þjóðin ætti útfrá þessu ákvæði, að geta fengið að kjósa um hvort þetta ákvæði ætti að tilheyrast nýju stjórnarskránni. Sem og þjóðin mætti líka fá að kjósa um þau 7 Vonbrigði Nýju Stjórnarskrárinnar, því fyrir hvern er nýja stjórnarskráin, er hún fyrir alla sem eiga að vera jafnir, eða er hún fyrir þá sem geta útfrá geðþóttaákvörðun breytt nýju stjórnaskránni, bara útaf 113. gr. Stjórnarskrárbreytingar og 2 mgr. sem gæti valdið þjóðinni vanda ef þessi grein verður ekki fjarlægð eða lagfærð eftir óskum þjóðarinnar? Því þetta er það sem þjóðin þarf að geta fengið að velja, með því að fá að kjósa um þessa vissu grein, og líka ef Alþingið gæti leift kosningar á öllum þeim 7 Vonbrigði Nýju Stjórnarskrárinnar og útfrá öðrum vandræðis ákvæðum ef það eru fleiri þannig greinar. Því ef nýja stjórnarskráin á að vera eign allra þjóðarinnar, þá þyrfti þjóðin að geta fengið að kjósa um þessi 7 Vonbrigði Nýju Stjórnarskrárinnar.
Og að lokum, þá langar mig til að spyrja: Tilhvers vill þjóðin kjósa um nýja stjórnarskrá, er það útaf því að stjórnvöld vilja skammta 10 vel auðugum einstaklingum auðlindir Íslands án þess að hugsa um hag og jafnræði allra þjóðarinnar, eða útfrá einhverju öðru?. Ég bara spyr, vegna þess að ef þetta sé bara eina ástæðan fyrir því að þjóðin vill kjósa um nýja stjórnarskrá útaf auðlindarákvæði nýju stjórnarskrárinnar, sem hljóðar svona:
34. grein. Náttúruauðlindir
Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.
Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita- og námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar.
Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi.
Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.
Þá tel ég að þetta sé röng hugsun, að þjóðin vilji bara geta fengið að kjósa um nýja stjórnarskrá, án þess að geta fengið að kjósa um þessi 7 Vonbrigði Nýju Stjórnarskrárinnar og öðrum greinum ef þannig fleiri greinar eru til staðar, bara útaf því að stjórnvöld vilja skammta 10 vel auðugum einstaklingum auðlindir Íslands án þess að hugsa um hag og jafnræði allra þjóðarinnar. Því ef þetta er eina ástæðan fyrir því að þjóðin vill nýja stjórnarskrá, þá mætti þjóðin hugsa sig aðeins betur um, áður en kosningar nýju stjórnarskrárinnar verður kannski á næstum forsetakosningum, eins og Bjarni Benediktsson leggur til um að svo verði, eins og stundin.is vitnar um það, að: Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vill að kosið verði um afmarkaðar breytingar á stjórnarskrá Íslands samhliða forsetakosningum á næsta ári, [...], það er að segja ef það verður staðið við þessi loforð. Þannig vonandi þjóðarinnar vegna, þá vonar maður að kosið verði um fleiri ákvæði nýju stjórnarskrárinnar, en ekki bara útaf auðlindarákvæði nýju stjórnarskrárinnar. Þannig ef það eru fleiri vonbrigði í nýju stjórnarskránni, þá mætti þjóðin líka fá að kjósa um þau vafasömu ákvæði, því ef stjórnarskráin á að tilheyrast allri þjóðinni einsog Aðfaraorð nýju stjórnarskrárinnar orðar það, sem hljóðar svona:
Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu.
Ísland er frjálst og fullvalda ríki með frelsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi að hornsteinum.
Stjórnvöld skulu vinna að velferð íbúa landsins, efla menningu þeirra og virða margbreytileika mannlífs, lands og lífríkis.
Við viljum efla friðsæld, öryggi, heill og hamingju á meðal okkar og komandi kynslóða. Við einsetjum okkur að vinna með öðrum þjóðum að friði og virðingu fyrir jörðinni og öllu mannkyni.
Í þessu ljósi setjum við okkur nýja stjórnarskrá, æðstu lög landsins, sem öllum ber að virða.
Þá þarf þjóðin að hugsa sig vel um eins og fyrstu aðfaraorðin segja: Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. [...]. Því til þess að þjóðin geti fengið að sitja við sama borð, þá þyrfti þjóðin helst að geta fengið að kjósa um fleiri ákvæði, en ekki bara um auðlindarákvæði nýju stjórnarskrárinnar.
Með mínu leifi megið þið deila þessari bloggfærslu, ef þið viljið.
Kær vonar kveðja til betri framtíða,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Uppskrift að réttlátu lífi!
20.5.2015 | 09:50
Hvað er réttlæti? Því einsog við núverandi Ísland lifum nú á dögum, þá er ekkert sem bendir til þess að við munum einhvern daginn eignast það réttlætislíf sem hver og einn óskar eftir. Sem er nú frekar grátlega sorglegt, að Ísland sem margmontar og stoltar sig yfir því að vera svokölluð vel auðug þjóð, fái ekki að lifa þannig lífi sem þjóðin nú á dögum reynir alltaf að óska eftir. Því hvað er það sem við flest öll viljum, en fáum ekki vegna þess að við lifum í óréttlæti?
Því þegar maður opnar netheima eða leifir sér af og til að horfa á sjónvarp eða lesa blöð og skoða það sem fréttaheimar hafa að segja hverju sinni. Þá er það nú á dögum, að maður kemst ekki fram hjá þeirri eymd og skömm sem við Íslendingar erum endalaust að lenda í. Því hvar er allt réttlætið sem okkur er sýnt þegar við fáum ekki að lifa þannig lífi?
Því þegar meirihluti Íslendinga óska eftir að geta fengið að lifa mannsæmandi líf, þá er alltaf einhver sem vill þagga það niður að við getum fengið að lifa þannig lífi, með því að bulla og hóta þess með hrakvallarspám, að ef við fáum þau sæmandi laun sem við flest óskum eftir, þá gæti það gerst að verðbólgubál gæti komið og kollvarpað hagkerfi Íslands í ruslaflokk sem gæti endað með því að það neyðist til að hækka allt verðlag, sem og við láglauna Íslendingar erum nú bara einfaldlaga að óska eftir því að geta fengið að lifa mannsæmandi lífi. Því þann 19. maí 2015 þá skrifaði Samtök Atvinnulífsins hrakvallaspákönnunarfréttatilkynningu undir titlinum Verðbólga á flug, sem og hljóðar svona:
Áhrif 50-70% launahækkana yrðu einnig mikil á verðlag sem myndi fara á fleygiferð. Alls segjast 86% stjórnenda þurfa að hækka verð á vörum og þjónustu sinna fyrirtækja ef samið verði um 50-70% launahækkanir næstu þrjú árin.
Að mati stjórnendanna myndi verðlag hækka mjög mikið. Flestir (39%) gera ráð fyrir því að verðlag hækki um 5-15%, tæpur þriðjungur (31%) telur verðlag hækka um 16-30%, tæpur fimmtungur (18%) gerir ráð fyrir því að verðlag hækki um 31-50% og 9% gera ráð fyrir að verðlag hækki um meira en 50%. Aðeins tæp 3% segja að verðlag muni hækka innan við 5%.
Í spurningunni felst að stjórnendurnir leggja eingöngu mat á fyrstu áhrif launahækkana, en ekki á þá víxlverkun sem fer af stað þegar birgjar hækka verð á aðföngum, og svo koll af kolli.
Um könnunina:
Um var að ræða netkönnun meðal aðildarfyrirtækja SA dagana 12.-15. maí 2015 og var fjöldi svarenda 395. Outcome-kannanir sáu um framkvæmd könnunarinnar. 60% svarenda voru með rekstur á höfuðborgarsvæðinu en 40% á landsbyggðinni.
Sem og fréttavefur vísir.is fjallar um þessa hrakvallaskrifkönnun Samtök Atvinnulífsins, sem og hljóðar svona:
Hjá þeim fyrirtækjum sem tóku þátt í könnuninni starfa 24 þúsund starfsmenn. Sé niðurstaða könnunarinnar yfirfærð á þau fyrirtæki gæti starfsmönnum fækkað um 14 prósent eða 3.400. SA segir að sé það fært yfir á almennan vinnumarkað fáist að starfsmönnum gæti fækkað um 16 þúsund.
Verðbólga hækki
Í tilkynningunni segir að áhrif 50 til 70 prósent launahækkana yrðu einnig mikil á verðlag. Alls 86 prósent stjórnenda segja að þeir myndu þurfa að hækka verða á vörum og þjónustu sinna fyrirtækja. Flestir eða 39 prósent þeirra, gera ráð fyrir að verðlag myndi hækka um fimm til fimmtán prósent. Tæpur þriðjungur gerir ráð fyrir 16 til 30 prósenta hækkun og 18 prósent þeirra gera ráð fyrir því að verðlag myndi hækka um 31 til 50 prósent. Í tilkynningunni segir að áhrif 50 til 70 prósent launahækkana yrðu einnig mikil á verðlag. Alls 86 prósent stjórnenda segja að þeir myndu þurfa að hækka verða á vörum og þjónustu sinna fyrirtækja. Flestir eða 39 prósent þeirra, gera ráð fyrir að verðlag myndi hækka um fimm til fimmtán prósent. Tæpur þriðjungur gerir ráð fyrir 16 til 30 prósenta hækkun og 18 prósent þeirra gera ráð fyrir því að verðlag myndi hækka um 31 til 50 prósent.
Þannig hvað þýðir þessi hrakvallanetkönnun sem Samtök Atvinnulífsins lét gera? Þýðir hún að ef laun munu hækka, þá verða þessir 395 svarendur að hóta þess að hækka allt verðlag, bara útaf því að meirihluti láglauna Íslendinga eru að biðja um mannsæmandi laun, eða, hvar er réttlætið í því að vera að ógnaláglaunaða með svona netkönnun? Því hvað annað er hægt að segja nema þetta séu hótanir, að ef laun hækka, þá verður allt verðlag að hækka líka. Sem og spurt er: Verður allt verðlag að hækka, bara útaf því að meirihluti láglauna Íslendinga eru að óska eftir mannsæmandi launum?. Svar: Nei það þarf ekki að hækka allt verðlag, bara ef allir þessir 395 svarendur gætu nú stefnt að því að vilja mæta sinni þjóð í réttlæti, án þess að ógna þjóðinni með svona hótunum. Þannig hver er töfrauppskriftin til þess að geta mætt láglauna Íslendingum í réttlæti? Sem og er frekar flókin spurning á meðan að valdhafar okkar þjóðar vilja ekki eða kunna ekki að mætaláglauna Íslendingum nema að ógna þess að hækka allt verðlag, bara útaf því að láglauna Íslendingar eru að óska eftir mannsæmandi launum.
Þannig hver er réttlætisuppskriftin sem getur lagað vanda láglauna Íslendinga án þess að hækka allt verðlag?
Því ekki er nóg með að fyrirtæki Íslands læri að mæta sinni þjóð í réttlæti, heldur verða launasáttasemjarar og stjórnvöld líka að gera hið sama, með því að ógna ekki sína þjóð með mengunaróréttlæti að allt verðlag verði að hækka bara útaf því að láglauna Íslendingar eru að óska eftir mannsæmandi launum. Þannig á meðan að maður býður eftir því að réttlæti komi fram, þá vonar maður að það gerist sem fljótast, því nóg er komið af þessari mengandi spillingu sem vill ekki mæta sinni þjóð nema að ógna henni þess að allt verðlag verði að hækkað ef við láglauna Íslendingar biðjum um réttlætislaun. Því hvað græðir Ísland á því að vilja ekki mæta láglauna Íslendingum með réttlætislaunum?
Þannig svona gæti uppskrift að réttlátu lífi virkað, sem og ég sem skrifa þessa bloggfærslu mun vitna í grein sem ég skrifaði 20. apríl 2015 undir titlinum Skaðvaldsmengun Íslandssögunar!, sem og orðast á þennan átt: Því einsog stjórnaskrá 65 gr. segir: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til - efnahags, - og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna., og 75. gr. sem segir: Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess. Í lögum skal kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu., og 76 gr. sem segir Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika., og 68. gr. sem segir: Engan má beita pyndingum né annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Nauðungarvinnu skal engum gert að leysa af hendi. Semsagt verður verðbólga ef laun hækka jafnt?.
Þannig til að geta mætt láglauna Íslendingum einhvern daginn, þá þurfa laun allra Íslendinga að hækka jafnt, sem og því miður er mjög flókið og frekar strembið fyrir þá sem vilja ekki læra að mæta sinni þjóð í jafnræði og réttlæti. Því hversvegna verður ekkert verðbólgubál þegar hátekjulaunaeinstaklingar leifa sér að hækka sín eigin laun, sem og sumir af þeim leifa sér líka að skammta sér aukahálaunabónusa, eða eru það bara hátekjulaunaeinstaklingar sem mega hækka sitt eigið, án þess að skapa verðbólgubál sem gæti kollvarpað okkar Íslenskt hagkerfi í kreppu? Því er gullfiskaminni Íslendinga búið að gleyma árið 2008, þegar hrun okkar þjóðar varð hér á landi, sem og örfáir vel auðugir völduðu þann skaða og kröfðust þess að við framtíðar Íslendingar ættum að borga þann skaða upp sem þessir örfáu auðmenn völdu sinni eigin þjóð, Íslandi til skammar? Því er þetta ekki að endurtaka sig aftur, að hátekjulaunaeinstaklingar eru að leifa sér að hækka allt sitt, án þess að vilja læra að lifa í jafnræði? Og síðan ef kreppa kæmi, yrðu þá ekki bara láglauna Íslendingar kenndir um það ástand, bara útaf því að vilja fá réttlátjafnræðislaun? Og mun sökin ekki yfirleitt lenda á láglauna Íslendinga, að þurfa að lenda í ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð og refsingaskerðingar, vegna þess að hátekjulaunaeinstaklingar vilja ekki eða kunna ekki að mæta sinni eigin þjóð nema kenna henni um allan þann skaða sem þeir sjálfir valda sinni þjóð með því að vilja ekki læra að lifa í jafnræði, heldur í ójöfnuð sem mun valda þá kreppu sem kæmi yfir Ísland ef ekkert er gert til að vilja læra að lifa jöfnuð? Því er þetta ekki það sem við erum að lenda í, sem þarf ekki að gerast, en því miður er að gerast?
Þannig lærum mín kæra þjóð, sem lýðræðis Ísland viljum kallast, að virða hvort annað, með því að vinna saman að því að sækjast eftir réttlæti, en ekki eftir óréttlæti, því nóg er komið að þeirri skaðvaldsmengun sem rústað hefur Ísland vegna nísku þeirra sem vilja ekki vinna með öllum sem eiga að vera jafnir fyrir lögum. Þannig megi Ísland einhvern daginn eignast það réttlæti, sem og við flest öll óskum eftir, því þannig er hægt að vinna saman með því að virða hvort annað sem jöfn fyrir lögum, einsog okkar núverandi stjórnarskrá lýðveldisins kveður á um að allir skulu vera jafnir fyrir lögum.
Þannig ef Ísland vill einhvern daginn eignast réttlæti, þá vinsamlega deilið, því nóg er komið af þessu óréttlæti.
Kær vonar kveðja til betri framtíða,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Af hverju að taka þátt í Eurovision?
18.5.2015 | 10:51
Eflaust hafa margir klórað hausinn við þeirri spurningu áður: Af hverju er Ísland að taka þátt í Eurovision söngvakeppni? eða: Hvað mun það kosta Ísland að taka þátt í söngvakeppni?.
Því samkvæmt fréttablaði Fréttatíminn sem skrifaði þann 6.-8. febrúar 2015 í blaðsíðugrein 14 undir titlinum 30 milljónir sem og sú grein vitnar: Kostnaður RÚV við Söngvakeppnina er áætlaður um 30 milljónir króna. Það er svipað og í síðasta ári. RÚV ver svo öðrum 30 milljónum króna í þátttöku Íslands í lokakeppni Eurovision sem að þessu sinni er haldin í Austurríki., semsagt það mun kosta tæp als 60.000.000 kr. að taka þátt í þessa söngvakeppni ef þetta sé rétt útreiknað hvað þátttaka Íslends er í Eurovision. Þannig mig langar að spyrja að annarri spurningu sem hljóðar svona: Í hvað væri hægt að nota þessar tæp 60.000.000 kr. ef við Íslendingar tækjum ekki þátt í Eurovision söngvakeppni?.
Því er RÚV ekki velskuldsett ríkisfyrirtæki sem við Íslendingar erum þvinguð með nefskatti til að borga í RÚV sem og þær tæp 60.000.000 kr. hefði getað verið notað til að dekka upp eitt af þeim margskuldum sem RÚV á við að stríða nú á dögum? Sem og kjarninn.is vitnaði þann 9. maí 2015 undir titli þess fréttavefs: Lagt til að ríkið taki yfir lífeyriskuldbindingar RÚV og að skuldir lækki um fjóra milljarða, sem og áfram vitnar í þeirri grein, þá munu langtímaskuldir RÚV lækka úr 4,4 milljörðum króna í 402 milljónir króna., semsagt það hefði verið alveg hægt að borga upp þann part sem RÚV skuldar nú á dögum, eða það hefði líka verið hægt að nota þá peninga til að láta lagfæra spítalavandamál Íslands, eða þá að borga upp part af skuldum heimilanna, eða útríma þá fátækt sem er að grassera hér á landi, eða í eitthvað allt annað hagstæðara sem hægt hefði verið að nota þessar tæp 60.000.000 kr. í staðin fyrir að sukk spreða þá í söngvarkeppni sem yfirleitt hefur endað í tapsæti undanfarin ár og aldir síðan að Ísland fyrst tók þátt í þessari Eurovision söngvarkeppni. Þannig hvað er Ísland í raun og veru að græða á því að taka þátt í þessari söngvarkeppni?
Sem og flest margir Íslendingar myndu eflaust svara þessari spurningu einhvernvegin svona: Það er svo svaka töff að taka þátt í Eurovision að við gætum kannski unnið þá söngvakeppni!, eða: Okkar dreymir svo heitt að komast í fyrsta sætið, þess vegna tökum við þátt í Eurovision!, eða: Hvað kemur þér það við að við tökum þátt í þessari söngvakeppni, að minnstakosti einhvern daginn gætum við lent í fyrsta sæti, þannig vertu ekkert að bögga þig á því sem gæti einhvern tíman gerst!, eða útfrá einhverju öðru svipuðu svari sem og maður veit ekki í raun hvað hver Íslendingur hugsar um hverju sinni.
Sem og þýðir í raun og veru, að meirihluti Íslendinga veit í raun og veru ekki af hverju hún er að taka þátt í Eurovision söngvakeppni. Því hvers vegna er verið að sukk spreða tæp 60.000.000 kr. sem hefði verið hægt að nota í eitthvað allt annað en í þessa söngvakeppni?
Þannig í raun þá erum við Íslendingar að margsukk spreða tugmilljóna króna í draumaveröld sem kannski gæti einhvern tíman ræst, það er að segja, ef við Íslendingar munum halda þessari Eurovision söngvakeppnisdýrkun áfram, sem og við höfum hingað til ekkert grætt á. Því er nú ekki tími til komið að við Íslendingar lærum einhvern tíman að fara betur með þann auð sem Ísland á?
Því ekki er ég á móti því að fólk noti sína hæfileika, heldur er ég á móti því hvernig þessir hæfileikar eru misnotaðir í þágu þess sem byggir ekki upp Ísland. Þannig ef við vinnum ekki þessa söngvakeppni nú í ár, hvað mun Ísland þá gera, mun hún halda áfram þessari Eurovision dýrkun, eða er nú ekki orðið nóg komið af þessu rugl sukki sem við Íslendingar höfum ekkert grætt hingað til á, nema jú að sjá Ísland alltaf í einhverju tapsæti, aftur og aftur og aftur, sem og maður gæti endalaust sagt þetta orð?
Þannig hvernig væri ef við töpum nú á þessu ári, að við myndum einhvern tíman læra að leifa okkur að hætta þessari sukk vitleysu, það er að segja ef við Ísland viljum einhvern tíman hætta þessu tugmilljóna króna margspreði sem við hingað til höfum ekkert grætt á?
Kær einlægs vinsáttar kveðja,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Að treysta á drottnunarvöld eða ekki?
15.5.2015 | 12:00
Til eru drottnunarvöld hér á Íslandi sem kalla sig stjórn-, ráðherra-, löggjafavald, og þesskonar ýmsum nöfnum, sem eru sett í það stórhlutverk að stjórna sínu eigin landi og vinna með sínum landsmönnum undir þeirri stjórn sem þeim er skammtað hverju sinni útfrá stjórnarskrá til að hafa yfiráð yfir. En einsog landsmenn hér á þessari blessaðri eyju sem Ísland kallast, þá hafa þessi drottnunarvöld ekkert verið að sinna sínu hlutverki sem þeim er skammtað til að vinna við hverju sinni. Því hvað er það sem við eigum, en drottnunarvöld telja að við eigum ekkert í?
Jú það er okkar eigið land sem við landsmenn eigum sjálf hlut í, sem kallast auðlindir Íslands, sem og drottnunarvöld hugsa þannig að við eigum ekkert í, heldur bara þau sem peningalega geta keypt drottnun yfir auðlindirnar. En er það þannig satt með farið að þau sem drottna yfir peningaauð okkar lands eiga sjálf í auðlindirnar, sem og við Íslendingar eigum líka í?
Því eins og Ísland hefur þurf að kljást við undanfarna daga, ár og aldir. Er að við Íslendingar eigum ekkert, nema þeir sem hafa geta keypt það, sem og okkur er sagt, að við eigum ekkert í því sem auðmenn hafa keypt sér til eignarráns án samþiggi okkar allra landsmanna sem bundin er því ákvæði stjórnarskrárinnar að við erum jöfn og við erum það lýðræði sem öll samþiggi eiga að eiga sér til staðar, sem og er ekki að gerast, að við jafningjar fáum að samþiggja það sem við eigum. Því hver á hvað, sem er ekki í samþykki allra jafnræðis Íslendinga?
Því þótt stjórn-, ráðherra- og löggjafarvald séu sett í það stórhlutverk að stjórna sínu landi, með því að búa til lög hverju sinni uppúr stjórnarskránni og samþykkja þau. Þá eru þau ekki sett í það starfshlutverk, að rústa sínu eigin landi með þeim ólögum sem byggir ekki upp Ísland. Því hvernig stendur á því, að lög eru meira hliðhollari græðgisauðmönnum en ekki öllum jafnræðis Íslendingum, eða eru græðgisauðmenn eitthvað meiri jafnari í en allir Íslendingar?
Nei, græðgisauðmenn eru ekkert meiri jafnari en aðrir, þótt stjórn-, ráðherra- og löggjafarvald búa til þannig lög að græðgisauðmenn séu eitthvað meiri jafnari en aðrir. Því ef lög eru eitthvað meiri hliðhollari einhverju öðru en jafnræði allra Íslendinga, þá því miður eru þau lög ekki talin gild, sem og stjórn-, ráðherra- og löggjafarvald vita alveg af, með því að halda áfram að búa til þannig ójöfnunarlög. Því er þetta ekki það sem blætt hefur Ísland, lög sem rústa jafnræðinu?
Sem og er frekar grátleg skömm að stjórn-, ráðherra- og löggjafarvald hugsi á þann hátt að græðgisauðmenn séu meiri jafnari en allir Íslendingar sem þrælvinna sig bak og svita til að upphalda því landi sem ólög eru byggð upp gegn því jafnræði sem Ísland á að kallast. Því er það ekki öll þjóðin í blóð og svita sem byggt hafa upp Ísland, eða eru það einhverjir örfáir græðgisauðmenn sem ólög segja til um að þeir séu eitthvað meira jafnari en aðrir?
Því einsog við jafnræðis Íslendingar höfum þurft að blæða margar aldir, vegna þeirra blóðgræðgi sem hefur leikið sér að geta keypt auðlindir okkar og síðan ekki vilja deila því til allra, með þeim ólögum sem er skömm að okkar stjórn-, ráðherra- og löggjafarvald hafi leift sér að búa til þannig ójöfnunarlög sem stenst gegn sínu eigin jafnræðisríki sem Ísland á að kallast. Því síðan hvenær hafa auðlindir Íslends verið fyrir alla sem búum því ákvæði stjórnarskrárinnar að við séum jöfn?
Því einsog við getum séð, að það er ekki hægt að segja að öll lög tilheyrist Íslandi, á meðan að stjórn-, ráðherra- og löggjafarvald hugsi á þann hátt, að við erum ekki jöfn fyrir þeim lögum sem byggja á upp okkar framtíðar Ísland. Þannig ef Ísland á einhvern tíman að byggjast upp sem jöfn í framtíðinni, þá þarf að læra að deila því jafnræði til allra, sem jafnt; það er að segja, ef við viljum einhvern tíman kallast jöfn. Því er það ekki græðgin sem vill bjarga auðlindir Íslendinga sem líka eru dugleg að rústa því landi með þeim ólögum sem stjórn-, ráðherra- og löggjafarvald hafa leift sér að menga jafnræði okkar Íslendinga sem æðstulög segja til um að allir skulu vera jafnir fyrir lögum?
Já það er hægt að hugsa um jafnræði og tala um það í daglegu bloggi, eða bara óskað eftir því að maður gæti fengið að lifa þannig lífi. Því einsog staðan er orðin hér á Íslandi, þá þurfum við því miður að ákveða, hver á hvað, eru það allir sem eru jafnir fyrir lögum, eða eru það þeir sem telja sig útfrá ólögum að þeir séu eitthvað jafnari en aðrir, þess vegna hafa þau leift sér það sem þeir gera öðrum, að geta fengið að traðka á eignir Íslands án þess að fá samþiggi lýðveldisins til að geta gert það.
Sem og er frekar grátleg sorg að börn okkar framtíðar skuli þurfa blæða þá skömm, að þau sjálf eru ekki jöfn vegna græðgi þeirra sem vildu eignast Ísland, án þess að vilja deila því sem allir Íslendingar eiga, með því að hugsa: Ég græðgisauðmaður á gullið, en þið þrælarnir eigið brauðsmolana, þannig malið meiri gull, því ég græðgisauðmaður á auðlindirnar sem mér tókst með lögum að rukka af ykkur til að borga þau auðlindagjöld sem ég græðgisauðmaður með ólög stjórn-, ráðherra- og löggjafarvalds hef fengið leifi til að traðka á ykkar jafnræði. Því er þetta ekki það sem við erum að díla við á okkar nútímaöld sem á að kallast framtíð okkar kynslóða?
Sem og er frekar flókin spurning: Viljum við jafnræði Íslendingar einhvern tímann fá það frelsi að geta kallast því nafni að vera jöfn?, sem er alltaf okkar val, á þjóðin öll að eiga þær eignir sem hún öll á, eða eru það einhverjir örfáir gráðugir sem eiga að eiga okkar þjóðeignir, því nú sitjum við í þeirri skömm, sem þarf ekki að vera, en því miður er að gerast, að þurfa að velja hvað við viljum fyrir okkar framtíðakynslóð undir þeim ákvæðum stjórnarskrárinnar sem segir til um að allir skulu vera jafnir fyrir lögum, fái með þá virðingu, að eiga sína eigin þjóðareign, sem eign allra.
Ef svo er, þá getið þið valið, og smellt á ÞJÓÐAREIGN.IS, sem er ykkar val, og allra þeirra sem vilja halda því heiðri og virðingu að vera kölluð jöfn.
Vinsamlega deilið, ef þið viljið, því þannig styðjum við jafnræði Íslands.
Kær vonar kveðja til betri framtíða,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til hvers er Ísland að kjósa?
12.5.2015 | 08:05
Hvert sinn sem Íslendingar kjósa, þá er alltaf spurning: Fyrir hvað eða hvern er öll þjóðin að kjósa, er hún að kjósa um þau loforð sem þessir flokkar eru mjög dugleg við að svíkja eða er þjóðin að kjósa þessa flokka til að standa við þau loforð sem þau gefa hverju sinni?. Því er þetta ekki það sem er búið að gerast hérna á Íslandi að þau vinsælustu pólitíkusaskurðgoð eru alltaf kosin þótt þjóðin viti fyrirfram að þau loforð verða svikin á einhvern átt?
Þannig til hvers eru kosningar? Því einsog við Íslendingar erum búin að læra undafarnar kosningar, þá fáum við alltaf yfir okkur þau stjórnvöld sem lofa öllu fögru, enda hafa þessir stórflokkar alltaf getað fjármagnað þær auglýsingaherferðir með þeim loforðaslagorðum sem þeir kunna ekki eða vilja ekki standa við, á meðan að hinir litluflokkar geta lítið auglýst sig einsog þeir stórflokkar sem kaupa sína kjósendur með blekkinga auglýsingaslagorðum sem margir af þeim kjósendum trúa á, sem og hefur gerst að við Íslendingar sitjum alltaf uppi með svikaflokka sem hugsa ekkert um Ísland nema að skaða það land sem þeir eru búnir að rústa með sínum lygaleik sem og örfáir kjósendur nú á dögum trúa enn á, enda þeirra pólitíkusaskurðgoð sem þessir hópar dýrka sem og þau vilja ekki missa frá sér í þeim kosningum sem kosið er alltaf yfir okkur hverju sinni.
Því þann 28. október 2013 skrifaði ég bloggfærslu um: Hvernig svíkja stjórnvöld loforð?, sem og ég fer yfir þau loforð sem þessir stórflokkar hafa sagst ætla að standa við, en hafa ekki getað sýnt uppá að þeir yfir höfuð geti staðið við þau loforð sem þeir eru búnir að leika sér við að svíkja með þeim lygablekkingarleik að segja að þeir séu að standa við þau loforð sem þeir lofuðu síðustu kosningar. Þess vegna er aftur spurt: Þannig til hvers eru kosningar?.
Því eru þessir fámennis Íslendingar sem dýrka og kjósa þessi vinsælu pólitíkusaskurðgoð aftur og aftur yfir okkur ekkert búin að læra af þeim mistökum sem þessir stórflokkar hafa gert Íslandi undanfarnar kosningar? Því ef næstu kosningar verða, munu þá ekki þessir stórlygaflokkar ekki bara komast aftur inná Alþingi okkar þjóðar til þess að geta haldið áfram þau skemmdarverk sem þeir nú þegar eru að gera þjóð sinni hverju sinni? Sem og maður vonar ekki, því einsog ástand Íslands er orðið nú á dögum, þá hafa þessir stórflokkar ekkert sýnt þjóð sinni þá virðingu að vilja lýta á alla þjóðina sem eitt jafnræðislýðræði, heldur verið dugleg við það að búa til ólög gegn sínu jafnræðislýðræði, með því að hugsa um sig, sína fjölskyldur, frændhygli, vini og þá auðmenn sem hafa getað keypt þau ólög sér til hags, þjóðinni til margskaða.
Þannig hver er þessi margskaði sem þjóðin kýs alltaf yfir okkur hverjar kosningar? Því ef næstar kosningar verða, þá er það eina sem þjóðin þarf að læra að gera, er að fræðast betur um hvað þessir stór- og litluflokkar hafa lofað. Sem og er mjög sorglegt, að margt af því sem þessir flokkar lofa stenst ekki alltaf þeim væntingum sem þjóðin upphaflega kusu þá flokka til að standa við. Því einsog stjórnarskrá 48. gr. segir, sem og ég mun vitna úr þeirri bloggfærslu sem ég skrifaði Hvernig svíkja stjórnvöld loforð?, segir: Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. Þannig um hvað fjallar greinin? Í raun segir hún allt sem segja þarf, því þegar alþingismenn sannfæra þjóð einhverju, eru þeir eingöngu bundnir við sannfæringu sína um það að þeir geti og ætli sér að standa við gefin loforð, enn samt ekki bundnir þeirri reglu og sannfæringu frá kjósendum til að standa sig við þau. Þannig þegar þeir lokka kjósendur, sannfæra þeir þeim með loforðum og svikum, því þeir vita að þeir geta það, bara útaf því að stjórnarskráin leifir það., sem og útfrá þessu, þá höfum við Íslendingar alltaf þurf að blæða þann margskaða sem stjórnvöld hafa valdið sinni eigin þjóð, vegna þess að stjórnarskráin leifir þeim stjórnvöldum að vera bara eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum., þess vegna hefur Ísland blætt þeim skaðvöldum sem hafa misnotið sér þessa stöðu, að lofa öllu fögru, enn svíkja um leið og þau eru kosin hverju sinni. Þannig hvernig er hægt að kjósa stjórnvöld ef þau geta svikið loforð útfrá 48. gr. stjórnarskrárinnar?
Sem og er hinn allra versti höfuðverkur okkar lýðveldisjafningakjósenda, að geta fundið út hverjir eru heiðarlegir og ekki heiðarlegir af þeim stjórnvöldum sem hvert sinn eru kosin af þjóðinni til að standa við þau gefin loforð, sem þjóðin býst alltaf við að þeir flokkar sem kosnir eru, ætli sér að standa við þau gefin loforð sem kosið er um hverjar kosningar. Sem þýðir, hverjir af þessum flokkum eru treystandi sem þjóðin kýs hverjar kosningar: Eru það þeir flokkar sem standa við sín gefin loforð? eða: Eru það þeir flokkar sem misbjóða vald sitt við að svíkja flest gefin loforð bara útaf því að 48. gr. stjórnarskrárinnar leifir það að vissu takmarki?, því þetta er ein af þeim ástæðum sem við jafningakjósendur höfum þurft að berjast við: Hverjir af þessum flokkum eru treystandi?. Því það sem lýðveldisjafningakjósendur munu þurfa að velja næstu kosningar, hvort þær kosningar verða í þessu ári eða eftir um það bil 2 ár, þá þarf að geta fundið út þá helstu flokka sem staðið hefur getað við þau flest loforð sem kosið var síðustu kosningar, sem og maður veit að það verður því miður mjög erfitt: Því hverjir af þessum flokkum sem nú er við störf hafa staðið sig við þau gefin loforð sem kosið var um á síðustu kosningum?.
Þannig hvernig á að kjósa ef það er ekki hægt lengur að treysta neinum af þessum flokkum? Því þetta er eitt af því sem ég eða einhver annar getur ekki kennt kjósendur að gera, að kjósa rétt. Því eina leiðin til að geta kosið rétt, er jú að geta skilgreint þá flokka sem bjóða sig fram, með því að lesa sig almennilega til um þá flokka og skoða vandlega þann sögubakgrun hverjir þessir flokkar eru, hvort þau séu nýir eða gamlir flokkar. Og ef meirihlutinn af þessum flokkum sem bjóða sig fram eru gamlir flokkar, þá á nú að vera mjög auðvelt með að geta fundið út hverjir af þessum flokkum stóðu sig við flest loforð. En ef það eru nýir flokkar, þá getur það orðið strembið erfitt að finna út hverjir af þeim er treystandi, nema maður geti lesið sig vel til um feril þeirra nýflokka, til að geta fundið út þann rétta flokk sem vilja vinna í heiðaleik fyrir sína þjóð, með því að læra að standa við þau gefin loforð sem þau munu gefa hverju sinni. Því er þetta ekki það sem Ísland vill, að geta fundið út hverjir af þessum flokkum geta staðið sig við þau flest loforð sem gefin eru hverjar kosningar?
Að minnstakosti þá er mitt svar við þessari spurningu: Jú, þetta er það sem maður vill geta kosið um, af þeim loforðum sem var staðið mest við, en ekki veit ég um þau sem lesa þennan pistil, hvern þau vilja kjósa næstu kosningar, hvort þær verða í þessu ári eða eftir um það bil 2 ár, sem því miður verður bara að koma í ljós. Þannig þeir sem kusu síðast í síðustu kosningum, gerið þjóðinni þann góðhjarta greiða að kjósa ekki þetta endalausa bull yfir okkur aftur, því nóg er komið af þessum hjartalausu stjórnvöldum sem skaðað hefur land okkar allt of lengi. Þannig vonandi Ísland vegna, verða einhvern tíma réttar kosningar, það er að segja ef það eru til þannig kosningar, því nóg er komið af þeirri mengandi spillingu sem hefur eyðilagt Ísland alltof lengi.
Þannig megi sá dagur verða, að Íslendingar geti fundið þann rétta flokk sem vill vinna heiðarlega fyrir sína þjóð, án þess að lenda endalaust í svik, sem er orðið frekar leiðinlegt að Ísland er alltaf að lenda í svikaflokka sem kunna ekki að iðrast þeim svikum. Þannig megi sá dagur rætast, að ef Ísland vill einhvern tíman kallast jafnræðisríki, þá er tækifæri nú komið til að geta valið rétt, það er að segja, ef við jafnræðiskjósendur finnum einhvern tíman þann rétta flokk, sem því miður verður bara að koma í ljós þegar þær kosningar verða. Þannig vonandi rætist það að Ísland verði það land sem við öll þjóðin sköpuðum sem ein heild, að allir séu jafnir, því nóg er komið af þessum mengunarójöfnunarlögum sem hefur eyðilagt Ísland, sem og hin núverandi spilltu stjórnvöld hafa skapað gegn þjóðinni. Þannig munum, veljum rétt, ef við getum einhvern tíman valið þann rétta flokk sem hugsar um alla jafnræðisíslendinga sem jafnt, en ekki um þá ofurspilltu sem vilja eyðileggja Ísland sér til skemmtunar án blygðunar þess skaða sem þeir valda hverju sinni.
Kær vonar kveðja til betri framtíða,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Bloggar | Breytt 23.5.2015 kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hið vantrausta Alþingi!
11.5.2015 | 11:37
Hægt er að tala um vanda annarra með því að horfa framhjá aðalvandamálin, sem þau inniá Alþingi eru mjög dugleg við að gera, með því að líta framhjá láglaunatekjueinstaklinga sem svelta undan þeirra kaldhæðnisskömm að vilja ekki láta laga kjör þeirra sem minnst eiga. Því þeir hópar sem þingmenn eiga mjög auðvelt með að hundsa við það að leggja í einelti, kallast ríkisláglaunaatvinnufólk, ríkisbótaþegar, ríkisöryrkjar og ríkisaldraðir, semsagt það fólk sem tilheyrist ríkisvaldinu sem er undir stjórn lýðveldis Alþinginu, sem og þau þarna inniá hinu skammar Alþingi hafa leikið sér að svelta sér til skemmtunar án þess að leita eftir því að laga kjör þessara hópa.
Þannig hvernig væri að þau inná Alþingi færu nú að opna þau blindu augu sín og hætti þessum kaldhæðniseineltisleik að svelta þá sem úti frjósa vegna þeirra aðgerðaleysi með því að sporna ekki gegn þeirri skerðingu sem kallast fátækt?
Því ef þingmenn vilja að Alþingið kallist lýðveldisþing, þá ættu þau þarna inniá Alþingi fara að sína lýðveldinu sem kaus þau þá virðingu með því að líta á allt lýðveldið sem jafningja, sem og þau inná Alþingi hafa ekki kunnað að gera vegna vantraust gegn þeirra vinnubragða sem þau eru búinn að skapa þjóðinni til háborinnar skammar. Því ef það á að vera einhverjar breytingar, þá er það inná þessu handónýta Alþingi sem er ekki að virða lýðveldið sem jafningja.
Því af hverju átta þingmenn sig ekki á aðalvandan, semsagt vantraustið sem þjóðin er að sýna Alþinginu núá dögum, því af hverju vantreystir þjóðin Alþingið og trúir ekki lengur á þann blekkingarleik sem þingmenn hafa verið dugleg við að skapa gegn þeirra jafningja kjósenda, með því að lofa öllu fögru og svíkja um leið og einhverjir örfáir 1% gráðugir hrægammar sem kaupa það lögleysi gegn jafningjaláglaunalýðveldinu sem kaus þá þingmenn í trú sem enginn trúir orðið lengur á vegna þess eineltisskítkasts sem Alþingið hefur verið að sýna þjóðinni undanfarinn ár og aldir án blygðunar þess skaða sem þjóðin hefur þurft að blæða þau ár og aldir?
Því stórt er spurt, sem fá svör munu vera hjá hinu blinda Alþingi að vilja ekki vinna með þeim öllum sem eiga að vera jafnir fyrir lögum, sem og Alþingið er búið að margbrjóta þá jafnræðisreglu með því að hundsa aðalvanda þjóðarinnar með því að vinna ekki í jafnræði. Þannig þangað til að þetta handónýta Alþingi lærir að virða alla þá sem eiga að vera jafnir fyrir lögum. Þá ekki fyrr, mun þjóðin aftur læra að virða Alþingið, það er að segja ef þingmenn inná Alþingi vilja sjá einhverjar breytingar gerast á okkar blessaða Íslandi sem blætt hefur skömm vegna kæruleysi þingmanna sem hafa látið kaupa sig til að geta búið til ólög gegn öllum þeim sem eiga að vera jafnir fyrir lögum.
Því þetta er aðal vandinn, sem okkar blessaða Alþingi á við að stríða, það er, að vilja ekki líta á allt lýðveldið sem jafnt, heldur sem ójöfnuð sem örfáir vel spilltir 1% auðmenn hafa getað keypt þau ólög sem okkar Alþingi hefur samið gegn þjóðinni til háborinnar skammar án þess að takast á við aðalvandan sem hefur skapast ár og aldir vegna þeirra spillingar sem hefur keypt þingmenn til að hundsa alla þá sem eiga að vera jafnir fyrir lögum. Semsagt, Alþingið er lögleysisþing á meðan að þau leifa örfáa 1% græðgihrægamma kaupa þau ólög sem hugsa ekki um alla, heldur til þeirra örfáu sem hafa getu til að kaupa þingmenn til að þagga niður jafnræðisláglaunalýðveldið.
Þannig vonandi fer Alþingi okkar þjóðar einhvern tíman að vakna og fari að virða sína láglaunakjósendur, því á meðan maður býður eftir þeirri virðingu, þá gangi þeim vel að sýna þeim jafnræðiskjósendum þá virðingu, því öll erum við jöfn, en ekki ójöfn.
Vinsamlega deilið, því við öll verskuldum jafnræði.
Kær vonar kveðja til betri framtíða,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er þetta það sem þjóðin vill?
7.5.2015 | 22:14
Hverjir eiga auðlindir Íslands, er það þjóðin öll eða einhverjir örfáir auðmannsaumingjar sem vilja sölsa öllu undir sig með því að kaupa þingmenn til að geta keypt auðlendir okkar með þeim mengandi lögum sem stangast gegn okkar stjórnarskrá?
Því hvað annað er hægt að segja, nema þetta sé föðurlandssvik á alla landsmenn að örfáir auðmannsaumingjar vilja eyðileggja Ísland sér til skemmtunar bara útaf því að þau geta keypt þingmenn til að búa til lög að það sé hægt að selja okkar auðlindir til þessara örfáu auðmannsaumingja. Nei þetta gengur ekki lengur upp mín kæra þjóð, að örfáir auðmannsaumingjar skuli geta kaffært okkar land með mengandi spillingu sem gerir það kleyft að það geti rústað land okkar til ævarandi framtíðar ef þjóðin gerir ekkert í því að stoppa þessa glæpi.
Þannig stöndum saman sem ein þjóð og segjum stopp við þessar glæpaklíkur sem vilja leika sér að rústa Íslandi sér til skemmtunar án þess að hafa snefil af tilfinningu til sinna landsmanna sem uppheldur Ísland. Og ef þú hefur ekki ennþá skrifað undir mótmæli þess að auðlindirnar tilheyrist okkur öllum landsmönnum, en ekki einhverjum örfáum auðmannsaumingjum, þá hefur þú tækifæri til að gera það hér á þessari síðu með því að smella á Þjóðareign. En ef þú hefur áður skrifað undir þessi mótmæli, þá vill ég undir hönd minna þjóða þakka þér fyrir að vilja stoppa þennan viðbjóð sem gæti eyðilagt Ísland til ævarandi framtíðar.
Því það gengur orðið ekki lengur upp að Ísland sem á margar auðlindir séu seldar spillingaröflum sem er hundsama um sína eigin þjóð og vill komast upp með það að vilja eyðileggja sit eigið land án þess að hafa einn snefil af tilfinningu til sinna landsmanna. Þannig segjum: Stopp hingað og ekki lengra, nú er nóg komið!. Því við öll sem ein þjóð verðskuldum þá virðingu að fá að halda í það sem við eigum sem kallast auðlindir okkar þjóðar. Og að leifa spillingu að kaupa þingmenn, er þjóð okkar til háborinnar skammar að það séu til svona tilfinningalausir þingmenn sem vilja selja okkar auðlindir til þeirra örfáu auðmannsaumingja sem vilja rústa Ísland.
Þannig deilið þessari síðu, því nóg er komið!
Kær vonar kveðja til betri framtíða,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Bloggar | Breytt 18.5.2015 kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)