Vita Trúarsöfnuðir Hver Guð Er?

Til eru allskonar kenningar mitt á meðal trúarsafnaða undir ýmsum nöfnum sem segjast vita hver Guð er. Og þegar maður skoðar vandlega hvað ritningin kennir, þá lærir maður að vita hvað ritningin hefur að vitna um þann sem er kallaður í uppruna tungumálinu: „Elohim“ á Hebresku, og: „Theos“ á Grísku, sem einfaldlega þýðir: „Almáttugur“, á meðan að biblíuþýðingar hafa titilnafngreint þann karakter sem: „Guð“. Þar sem að samkvæmt biblíuþýðendum, þá er uppruna orðið skilið vera fleirtöluorð, í eintöluorði, þegar vitnað er um þann eina sannan Guð sem kemur fram í allri ritningunni sem einn Guð, en aldrei sem margir guðir, einsog  ritningin sjálf vitnar: „Heyr Ísrael! (Yahweh) Drottinn er vor (Elohim) Guð; hann einn er (Yahweh) Drottinn! (Fimmta Mósebók 6:4)“, og: „Já, svo segir (Yahweh) Drottinn, sá er himininn hefir skapað _ hann einn er (Elohim) Guð, sá er jörðina hefir myndað og hana til búið, hann, sem hefir grundvallað hana og hefir eigi skapað hana til þess, að hún væri auðn, heldur myndað hana svo, að hún væri byggileg: Ég er (Yahweh) Drottinn, og enginn annar. (Jesaja 45:18)“, þar sem að nafnið: „Yahweh“, er sá sem er titilnefndur: „Drottinn“ samkvæmt biblíuþýðendum, er sá sem yfirleitt kemur fram sem einn Guð, en aldrei sem aðrir guðir.

Sem og mitt á meðal margra trúarsafnaða er til sú kenning, að Guð sé þrír, ekki þrír, heldur einn, kallaður sem: „Þrenning“, sem og lesendur ritningarinnar munu aldrei finna, enda er þetta orðatiltæki ekki til, nema í trúarjátningu Kaþólskunnar sem bjó til þetta hugtak, sem margir trúarsöfnuðir nú á dögum hafa tekið að sér sem sönnun að Guð sé þrenning, þótt að lesendur ritningarinnar munu aldrei finna þetta orðatiltæki í biblíunni, né hugtak þess, sem einfaldlega þýðir, að öll biblían sjálf kennir ekki þessa kenningu.

Og þótt að öll ritningin kennir ekki þessa kenningu. Þá vilja flest margir trúarsöfnuðir trúa því að þessi kenning sé til staðar í biblíunni, þótt þau hafa enga sönnun fyrir því að Guð hafi einhvern tíman vitnað um sig sjálfan sem þríguð kallaður: „Þrenning“, þá vilja þessir vissir villu trúarsöfnuðir telja það að Guð hafi í rauninni logið um sig sjálfan, þegar Hann vitnaði allan tíman að Hann væri bara einn Guð, og enginn annar nema Hann einn. Og af hverju er þá þrenningin kennd, ef hún er ekki upphaflega kennd í biblíunni?

Er sú spurning sem trúarsöfnuður eiga erfitt með að geta svarað, enda kennir biblían ekki þessa kenningu. Og þótt að ritningin kennir ekki þrenninguna, þá hafa margir trúarsöfnuðir bölvað þeim sem neita þessari kenningu, þótt að hún sé hvergi að finna í biblíunni, þá hafa margar manneskjur verið bölvaðar í að trúa ekki á þessa lyga þrenningu sem Kaþólska skurðgoðadýrkandakirkjan byrjaði að setja í sína trúarjátningu um það bil árið 381 á okkar ártímatali, enda voru mjög margir drepnir af Kaþólsku skurðgoðadýrkendakirkjunni á sínu tímabili, í það eitt, að trúa ekki á þessa þrenningu sem er ekki kennt í biblíunni. Þannig ef biblían kennir ekki um þrenninguna sjálfa, hvaðan kemur þá sú kenning ef biblían kennir hana ekki?

Samkvæmt þeim sem trúa á þessa kenningu, þá munu þau vitna úr Matteusarguðspjalli 28:19-20, þar sem Jesús vitnaði: „Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, • og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.“, þar sem að orðin: „skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda,“ er talið vera að vitna um þríguðinn kallaður sem: „Þrenning“, útfrá því að versið vitnar bara um eitt nafn, sem: „skírið þá í nafni“ einhvers sem er kallaður faðir, sonur og heilagur andi, með því að vitna að Jesús Kristur hafi kennt lærisveinum sínum að skíra í þríguða nafni. En er ritningaversið að kenna þann trúaða, að skíra í einhverju þríguða nafni?

Nei ef einhver mun skoða hvernig biblían vitnar um skírnina sjálfa, þá skírðu lærisveinarnir sem seinna meir urðu kallaðir postular, alltaf í Jesú nafni, en aldrei:  „í nafni föður, sonar og heilags anda,“ einsog vitnar: „Pétur sagði við þá: "Gjörið iðrun og látið skírast hver og einn í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar; þá munuð þér öðlast að gjöf heilagan anda. (Postulasaga 2:38)“, og aftur þar sem vitnar: „Og hann bauð, að þeir skyldu skírðir verða í nafni Jesú Krists. Síðan báðu þeir hann að standa við í nokkra daga. (Postulasaga 10:48)“, og að lokum: „Þá mælti Páll: "Jóhannes skírði iðrunarskírn og sagði lýðnum að trúa á þann, sem eftir sig kæmi, það er á Jesú." • Þegar þeir heyrðu þetta, létu þeir skírast til nafns Drottins Jesú. (Postulasaga 19:4-5)“; sem sýnir í þessum versum, þá notuðu postularnir alltaf Jesú nafn, til  að skíra þann trúaða, en ekki í einhverju þríguða nafni, einsog margir trúarsöfnuðir gera þegar þau skíra þann trúaða yfirleitt í þríguða nafni, sem og postularnir gerðu aldrei, einsog versin vitna hvernig postularnir á þeim tíma skírðu þann trúaða alltaf í Jesú nafni.

Enda vitnar biblían um skírnina, um dauða og upprisu Jesú Krists, einsog vitnar: „Vér erum því dánir og greftraðir með honum í skírninni, til þess að lifa nýju lífi, eins og Kristur var upp vakinn frá dauðum fyrir dýrð föðurins. (Rómverjabréf 6:4), og: „Með því var skírnin fyrirmynduð, sem nú einnig frelsar yður, hún sem ekki er hreinsun óhreininda á líkamanum, heldur bæn til Guðs um góða samvisku fyrir upprisu Jesú Krists, • sem uppstiginn til himna, situr Guði á hægri hönd, en englar, völd og kraftar eru undir hann lagðir. (Fyrsta Pétursbréf 3:21-22)“. Sem sýnir að skírnin sjálf er fyrirmynd um dauða og upprisu Jesú Krists, sem hver og einn tekur að sér þegar þau  skírast, eftir að þau læra um það hver Jesús er, og taka þá valda ákvörðun að vilja ganga í fótspor Krists, sem trúarjátning um það að þau trúa á dauða og upprisu Jesú Krists, og þau séu tilbúinn til þess að líkjast Honum, með því að skírast í Jesú nafni, til minningar um upprisu Hans sem uppstiginn til himna, þar sem Kristur situr Guði á hægri hönd, sem sonur Guðs okkar himna Föður sem býr á himnum, en ekki hér á jörðu.

Og síðan þegar trúarsöfnuðir vitna um Jesú Krist, þá vilja þau yfirleitt vitna að Jesús sé sjálfur Guð, sem skapaði himin og jörð. Með því að afneita þess, að Jesús eigi sér himna Föður, þar sem að ritningin sjálf vitnar: „þá höfum vér ekki nema einn Guð, föðurinn, sem allir hlutir eru frá og líf vort stefnir til, og einn Drottin, Jesú Krist, sem allir hlutir eru til orðnir fyrir og vér fyrir hann. (Fyrsta Korintubréf 8:6)“, þá vilja margir vitna um það, að sá eini Guð, okkar himna Faðir, sé ekki skaparinn sem skapaði allt í gegnum Son sinn, enda í þeirra augum þá er Jesús Guð, sem skapaði allt sem til er, en ekki okkar himna Faðir, sem er Guð sjálfur.

Enda þegar trúarsöfnuðir reyna að sanna að Jesús sé Guð, þá vitna þau yfirleitt þau vers, sem vitna: „Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. • Hann var í upphafi hjá Guði. • Allt varð til fyrir hann, án hans varð ekki neitt sem til er. (Jóhannesarguðspjall 1:1-3), þar sem orðin: „og Orðið var Guð“, er ekki rétt þýtt, enda vitnar Guðbrandsbiblían sjálf enda orðin sem: „og Guð var það Orð“, einsog Gríska uppruna ritningin vitnar um síðustu orðin, sem biblíuþýðendur hafa breitt útfrá þeirra eigin kenningu að Jesús sé Guð. Sem og þau líka vitna um, þegar þau vitna þetta vers hér, sem vitnar: „Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn eini, Guð, sem er í faðmi föðurins, hann hefur birt hann. (Jóhannesarguðspjall 1:18)“; enda er setningin: „Sonurinn eini, Guð,“ ekki í uppruna Gríska textanum sem vitnar bara um: „Sonurinn eini,“ með því að vitna ekki um: „Guð“, í versinu sjálfu, einsog [KJV] Enska þýðingin vitnar um, sem: „No man hath seen God at any time, the only begotten Son, which is in the bosom of the Father, he hath declared him.“, sem þýðir á Íslensku: „Enginn hefur nokkurn tíman séð Guð, hinn eingetni Sonur, sem er í faðmi Föðurins, hann hefur kunngjört hann.“; sem sýnir, að biblíuþýðendur bættu við: „Guð“ í versið sjálft, til þess að geta sagt að Jesús sé Guð sjálfur, en ekki að Hann sé fæddur sem Sonur Guðs, heldur að Hann sé Guð sem allt skapaði. En eru versin að vitna um það að Jesús sé Guð, einsog margir trúarsöfnuðir vilja vitna um þessi vers?

Einfalda svarið við þessari spurningu er: „Nei“. En þar sem að margir trúarsöfnuðir hafa búið til sínar eigin kenningar um það hvað biblían kennir, þá er þeim alveg nákvæmlega sama um það, þótt þau kenna þá villikenningu að Jesús sé Guð sjálfur, enda trúa trúarsöfnuðirnir meira á trúarjátningu Kaþólsku skurðgoðadýrkendakirkjunnar, meira en það sem biblían kennir. Þess vegna hafa margir lent í því, að vera bölvaðir ef þau neita því að Jesús sé ekki Guð, og að þrenningin sé ekki kennt í biblíunni, einsog maður hefur lent í, þegar maður hefur vitnað um þessa villukenningu sem er ekki til í biblíunni. Þannig ef biblían vitnar aldrei að Jesús sé Guð, og að þrenningin sé ekki kennt í biblíunni, hvernig vitnar þá biblían sjálf um Guð, ef Hann er ekki Jesús Kristur sjálfur, og ekki þríguðinn sjálfur sem kallast þrenning, hver er þá Guð?

Því samkvæmt trú Gyðinga sem trúa á Gamla Testamentið, þá vitna þeir að það er bara til einn Guð, og það er enginn annar Guð til, nema Hann einn. Enda var Kristur Jesús sonur Guðs sjálfur spurður um æðstu boðorð ritningarinnar, einsog vitnar: „Þá kom til hans fræðimaður einn. Hann hafði hlýtt á orðaskipti þeirra og fann, að Jesús hafði svarað þeim vel. Hann spurði: "Hvert er æðst allra boðorða?" • Jesús svaraði: "Æðst er þetta: ,Heyr, Ísrael! Drottinn, Guð vor, hann einn er Drottinn. • Og þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum.` • Annað er þetta: ,Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.` Ekkert boðorð annað er þessum meira." • Fræðimaðurinn sagði þá við hann: "Rétt er það, meistari, satt sagðir þú, að einn er hann og enginn er annar en hann. • Og að elska hann af öllu hjarta, öllum skilningi og öllum mætti og elska náungann eins og sjálfan sig, það er öllum brennifórnum og sláturfórnum meira." • Jesús sá, að hann svaraði viturlega, og sagði við hann: "Þú ert ekki fjarri Guðs ríki." Og enginn þorði framar að spyrja hann. (Markúsarguðspjall 12:28-34)“; sem hér með sýnir, að Jesús sem fæddist sem Gyðingur, trúði sjálfur á það að Guð sé einn, að minnstakosti þegar: „Fræðimaðurinn sagði þá við hann: "Rétt er það, meistari, satt sagðir þú, að einn er hann og enginn er annar en hann.“, og Kristur „sagði við hann: "Þú ert ekki fjarri Guðs ríki." Og enginn þorði framar að spyrja hann.“, vitnandi um það að fræðimaðurinn sjálfur hafði rétt fyrir sér, þegar Jesús Kristur sonur Guðs játaði að það sé bara til einn Guð, og enginn annar nema Hann einn er Guð. Þannig af hverju vitna margir trúarsöfnuðir að Jesús sé Guð sjálfur, þótt Hann vitnaði að það sé bara til einn Guð, var Jesús að ljúga að fræðimanninum þegar Kristur vitnaði að það sé bara til einn Guð?

Nei Kristur Jesús sem var fæddur af anda Guðs, vitnaði aldrei um sig sjálfan sem Guð, þótt að sumir Gyðingar á Hans tíma töldu að Jesús hafði verið að vitna um sig sjálfan sem Guð, einsog vitnar: „Ég og faðirinn erum eitt." • Gyðingar tóku aftur upp steina til að grýta hann. • Jesús mælti við þá: "Ég hef sýnt yður mörg góð verk frá föður mínum. Fyrir hvert þeirra verka viljið þér grýta mig?" • Gyðingar svöruðu honum: "Vér grýtum þig ekki fyrir góð verk, heldur fyrir guðlast, að þú, sem ert maður, gjörir sjálfan þig að Guði." • Jesús svaraði þeim: "Er ekki skrifað í lögmáli yðar: ,Ég hef sagt: Þér eruð guðir`? • Ef það nefnir þá guði, sem Guðs orð kom til, _ og ritningin verður ekki felld úr gildi, _ • segið þér þá við mig, sem faðirinn helgaði og sendi í heiminn, að ég guðlasti, af því ég sagði: ,Ég er sonur Guðs`? (Jóhannesarguðspjall 10:30-36)“; sem sýnir hvernig Gyðingarnir sjálfir náðu ekki að skilja þegar Jesús vitnaði: „Ég og faðirinn erum eitt.", einsog versið sjálft vitnar um þann atburð, þar sem að Kristur Jesús svaraði þeim með spurningu: „af því ég sagði: ,Ég er sonur Guðs`?“, enda fæddist Kristur ekki sem Guð sjálfur, heldur sem Sonur Guðs, einsog Kristur Jesús sjálfur vitnaði um það sem Gyðingarnir skildu ekki, einsog mjög margir trúarsöfnuðir gera núna á okkar dögum, þegar þau vitna að Jesús sé Guð. Þannig hvað átti Jesús við þegar Hann svaraði Gyðingunum: "Er ekki skrifað í lögmáli yðar: ,Ég hef sagt: Þér eruð guðir`?“, var Jesús Kristur ekki að játa að Hann sé Guð með þessa spurningu, einsog biblían vitnar um þá spurningu?

Svarið er: „Nei“, enda vitnar ritningin sjálf um það sem Kristur vitnaði: „Þeir hafa eigi skyn né skilning, þeir ráfa í myrkri, allar undirstöður jarðarinnar riða. • Ég hefi sagt: "Þér eruð guðir og allir saman synir Hins hæsta, • en sannlega skuluð þér deyja sem menn, falla sem einn af höfðingjunum." (Sálmar 82:5-7)“, og: „Látum þá koma með málefni sín og kunngjöra oss, hvað verða muni. Gjörið kunnugt það sem áður var, svo að vér getum hugleitt það! Látið oss heyra, hvað koma á, svo að vér vitum, hvað í vændum er! • Gjörið kunnugt, hvað hér eftir muni fram koma, svo að vér megum sjá, að þér eruð guðir! Gjörið annaðhvort af yður gott eða illt, svo að við fáum reynt með okkur og sjón verði sögu ríkari. • Sjá, þér eruð ekkert og verk yðar ekki neitt! Andstyggilegur er sá, sem yður kýs! (Jesaja 41:22-24)“; sem sýnir, að Jesús var ekki að Guðlasta þegar hann vitnaði: „Ég og faðirinn erum eitt.", sem og Gyðingarnir skildu ekki, einsog margir trúarsöfnuðir gera núna á okkar dögum, þegar margir söfnuðir vitna að Kristur sé Guð, einsog Gyðingarnir gerðu þegar þeir misskildu Jesú, Son Guðs. Því eina leiðin til þess að skilja betur hvað Jesús átti við, þegar Hann vitnaði: „Ég og faðirinn erum eitt.", einsog ritningin sjálf gefur vitni um þann vitnisburð frá Syni Guðs, þá er jú best að leifa bæn Jesú Krists að útskýra hvað Hann átti í rauninni við, einsog vitnar: „Ég bið fyrir þeim. Ég bið ekki fyrir heiminum, heldur fyrir þeim sem þú hefur gefið mér, því að þeir eru þínir, • og allt mitt er þitt og þitt er mitt. Í þeim er ég dýrlegur orðinn. • Ég er ekki lengur í heiminum. Þeir eru í heiminum, en ég kem til þín. Heilagi faðir, varðveit þá í þínu nafni, því nafni, sem þú hefur gefið mér, svo að þeir verði eitt eins og við. (Jóhannesarguðspjall 18:9-11), og: „Ég bið ekki einungis fyrir þessum, heldur og fyrir þeim, sem á mig trúa fyrir orð þeirra, • að allir séu þeir eitt, eins og þú, faðir, ert í mér og ég í þér, svo séu þeir einnig í okkur, til þess að heimurinn trúi, að þú hefur sent mig. • Og ég hef gefið þeim þá dýrð, sem þú gafst mér, svo að þeir séu eitt, eins og við erum eitt, • ég í þeim og þú í mér, svo að þeir verði fullkomlega eitt, til þess að heimurinn viti, að þú hefur sent mig og að þú hefur elskað þá, eins og þú hefur elskað mig. (Jóhannesarguðspjall 18:20-23)“; sem hér með sýnir, að hver sem tilheyrist Kristi Jesú, er í Guði himna Föður, sem eitt, einsog Jesús sjálfur er í Föðurnum, og Faðirinn er í Syninum, þannig eru allir trúaðir einsog Kristur Jesús Sonur Guðs er í sínum heilaga himna Föður, sem eitt.

Enda kemur annarstaðar vitnað: „En þér hafið smurning frá hinum heilaga og vitið þetta allir. • Ég hef ekki skrifað yður vegna þess, að þér þekkið ekki sannleikann, heldur af því að þér þekkið hann og af því að engin lygi getur komið frá sannleikanum. • Hver er lygari, ef ekki sá sem neitar, að Jesús sé Kristur? Sá er andkristurinn, sem afneitar föðurnum og syninum. • Hver sem afneitar syninum hefur ekki heldur fundið föðurinn. Sá sem játar soninn hefur og fundið föðurinn. • En þér, látið það vera stöðugt í yður, sem þér hafið heyrt frá upphafi. Ef það er stöðugt í yður, sem þér frá upphafi hafið heyrt, þá munuð þér einnig vera stöðugir í syninum og í föðurnum. (Fyrsta Jóhannesarbréf 2:20-24)“; sem hér sýnir, að þrenningin sjálf: „afneitar föðurnum og syninum“, einsog ritningin orðar það, hvernig: „andkristurinn“ neitar að Faðirinn og Sonurinn eru sameinaðir sem eitt. Og ef einhver mun lesa ritningaversin hér: „Hver er sá, sem sigrar heiminn, nema sá sem trúir, að Jesús sé sonur Guðs? • Hann er sá sem kom með vatni og blóði, Jesús Kristur. Ekki með vatninu einungis, heldur með vatninu og með blóðinu. Og andinn er sá sem vitnar, því að andinn er sannleikurinn. • Því að þrír eru þeir sem vitna [í himninum: Faðirinn, orðið og heilagur andi, og þessir þrír eru eitt. Og þeir eru þrír sem vitna á jörðunni:] • Andinn og vatnið og blóðið, og þeim þremur ber saman. • Vér tökum manna vitnisburð gildan, en vitnisburður Guðs er meiri. Þetta er vitnisburður Guðs, hann hefur vitnað um son sinn. • Sá sem trúir á Guðs son hefur vitnisburðinn í sjálfum sér. Sá sem ekki trúir Guði hefur gjört hann að lygara, af því að hann hefur ekki trúað á þann vitnisburð, sem Guð hefur vitnað um son sinn. • Og þetta er vitnisburðurinn, að Guð hefur gefið oss eilíft líf og þetta líf er í syni hans. • Sá sem hefur soninn á lífið, sá sem ekki hefur Guðs son á ekki lífið. (Fyrsta Jóhannesarbréf 5:5-12); þá mun sá trúaði taka eftir því, hvernig vers 7 í hornklofa, mun vitna: „Því að þrír eru þeir sem vitna [í himninum: Faðirinn, orðið og heilagur andi, og þessir þrír eru eitt. Og þeir eru þrír sem vitna á jörðunni:]“, þar sem að biblían mun vitna með litlum bókstafi fyrir ofan enda versins, að: „Orðin innan hornklofans vantar í sum handrit.“, sem þýðir, að: „Faðirinn, orðið og heilagur andi, og þessir þrír eru eitt.“; er ekki að finna í eldri handritum ritningarinnar, sem hefði geta verið sönnun þess að biblían sjálf vitnar um þrenninguna, sem og ritningin gerir ekki, enda vita flest allir sem hafa kynnt sér uppruna ritin, að þetta vers, er ekki til í eldri ritum ritningarinnar, þótt margir reyna að nota þetta vers til að sanna þrenninguna, sem biblían sjálf aldrei kennir.

Enda þegar einhverjir munu lesa aðrar biblíur, þá munu þau taka eftir því að partur af versi 7 vantar í þeim öðrum biblíum, með þær upplýsingar, að partur af versinu vantar í sum handrit, einsog Íslenska biblían sjálf vitnar um það, sem þýðir, að jafnvel þrenningarkenningar trúar einstaklingar, munu viðurkenna að þetta vers er ekki að finna í eldri ritum biblíunnar, þótt þeir trúa á þrenninguna, sem biblían sjálf vitnar ekkert um. Enda munu flest aðrar biblíur vitna: „Því að þrír eru þeir sem vitna • Andinn og vatnið og blóðið, og þeim þremur ber saman.“, með því að sleppa orðunum: „[í himninum: Faðirinn, orðið og heilagur andi, og þessir þrír eru eitt. Og þeir eru þrír sem vitna á jörðunni:]“, með þær upplýsingar hvernig þessi orð eru ekki til í eldri ritum, einsog kom vitnað af hverju partur af versinu vantar í flest allar aðrar biblíur, sem hefði geta verið sönnun þess, að biblían vitnar um þrenninguna, sem sú ritbók gerir ekki, enda er bara til einn Guð, en ekki margir guðir.

Og einsog titill greinarinnar spyr: „Vita Trúarsöfnuðir Hver Guð Er?“, þá sést að margir af þeim trúarsöfnuðum sem vitna úr biblíunni, vita í rauninni ekki hver Guð er, þótt þau segjast vita  það. Enda tók það mjög langan tíma hjá Kaþólsku skurðgoðadýrkendakirkjunni að rífast um þrenninguna, sem endaði í að vera sem trúarjátning margra trúarsafnaða, sem aðallega fara eftir hefðum Kaþólskunnar, sem afneitar bæði himna Föðurinn Guð og Son Guðs sem fæddist af anda síns himna Föður, einsog vitnar: „Fæðing Jesú Krists varð með þessum atburðum: María, móðir hans, var föstnuð Jósef. En áður en þau komu saman, reyndist hún þunguð af heilögum anda. • Jósef, festarmaður hennar, sem var grandvar, vildi ekki gjöra henni opinbera minnkun og hugðist skilja við hana í kyrrþey. • Hann hafði ráðið þetta með sér, en þá vitraðist honum engill Drottins í draumi og sagði: "Jósef, sonur Davíðs, óttastu ekki að taka til þín Maríu, heitkonu þína. Barnið, sem hún gengur með, er af heilögum anda. (Matteusarguðspjall 1:18-20)“, og síðan: „Og engillinn sagði við hana: "Óttast þú eigi, María, því að þú hefur fundið náð hjá Guði. • Þú munt þunguð verða og son ala, og þú skalt láta hann heita JESÚ. • Hann mun verða mikill og kallaður sonur hins hæsta. Drottinn Guð mun gefa honum hásæti Davíðs föður hans, • og hann mun ríkja yfir ætt Jakobs að eilífu, og á ríki hans mun enginn endir verða." • Þá sagði María við engilinn: "Hvernig má þetta verða, þar eð ég hef ekki karlmanns kennt?" • Og engillinn sagði við hana: "Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur hins hæsta mun yfirskyggja þig. Fyrir því mun og barnið verða kallað heilagt, sonur Guðs. (Lúkasarguðspjall 1:30-35)“; sem einfaldlega sýnir hvernig Jesús fæddist, kallaður: „heilagt, sonur Guðs“, sem er sá eini sem er fæddur af anda Guðs, einsog kom vitnað í þessum versum. Sem og er líka sá eini sem er fæddur að ofan, einsog vitnar: „Sannlega, sannlega segi ég þér: Vér tölum um það, sem vér þekkjum, og vitnum um það, sem vér höfum séð, en þér takið ekki á móti vitnisburði vorum. • Ef þér trúið eigi, þegar ég ræði við yður jarðnesk efni, hvernig skylduð þér þá trúa, er ég ræði við yður um hin himnesku? • Enginn hefur stigið upp til himins, nema sá er steig niður frá himni, Mannssonurinn. (Jóhannesarguðspjall 3:11-13)“, og þar sem vitnar: „Sá sem kemur að ofan, er yfir öllum. Sá sem er af jörðu, hann er af jörðu og talar af jörðu. Sá sem kemur af himni, er yfir öllum • og vitnar um það, sem hann hefur séð og heyrt, og enginn tekur á móti vitnisburði hans. (Jóhannesarguðspjall 3:31-32), þar sem að lokum vitnar: „Jesús sagði við þá: "Sannlega, sannlega segi ég yður: Móse gaf yður ekki brauðið af himni, heldur gefur faðir minn yður hið sanna brauð af himni. • Brauð Guðs er sá, sem stígur niður af himni og gefur heiminum líf." (Jóhannesarguðspjall 6:32-33)“, sem einfaldlega sýnir hvernig Jesús er sá eini sem kom að ofan, fæddur af anda  Guðs, kallaður sem Sonur Guðs.

Og þar sem þetta er frekar löng grein, þá mun maður stoppa hér, og leifa þeim sem lesa þessa grein, segja sínar skoðanir hvað biblían hefur að vitna um það sem þessi grein vitnar um. Þannig megi sá Almáttugi skapari himins og jarðar, okkar himna Faðir, opinbera þeim sem trúa, hvað ritningin hefur að vitna um bæði Föðurinn og Soninn, sem fæddist af himnum ofan, kallaður: „heilagt, sonur Guðs“.

Og ef einhver vill kynnast trúnni, þá eru allir velkomnir til að skoða þá Facebook síðu, sem heitir bæði á Íslensku og Ensku, sem: „Hvað er að vera Kristinn í trú? > What is to be a Christian in faith?“, sem hægt er að skoða hér => https://www.facebook.com/groups/346828048726239, ef einhver vill kynnast betur trúnni.

Kær virðing kveðja frá ykkar bróðir í trúnni,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi), í Kristi Jesú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kærar þakkir fyrir yfirgripsmikinn og vísan pistil.

Bænir bið ég til Almættisins, í Jesú blessaða nafni.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.12.2022 kl. 14:07

2 identicon

Enginn veit hvað í Guði býr nema andi Guðs. (1. Kór. 2:11)

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 14.12.2022 kl. 16:15

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Byrjunin á Jóhannesarguðspjalli er nokkuð skýr, hvað varðar þetta: Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð.

Jesús sjálfur sagði í lok Matteusarguðspjalls: Allt vald er mér gefið á himni og jörðu.

Mér finnst síðan Opinberunarbókin taka af allan vafa í 22. kafla, 13. versi: Ég er Alfa og Ómega, hinn fyrsti og hinn síðasti, upphafið og endirinn.

Það er augljóst af 16. versinu að þarna er Jesús að tala, en þar segir: Ég, Jesús, hef sent engil minn til að votta fyrir yður þessa hluti í söfnuðunum. Ég er rótarkvistur af kyni Davíðs, stjarnan skínandi, morgunstjarnan.

Opinberunarbókin 22:13 er endurtekning á Jesaja 44:6 og 48:12

Svo segir Drottinn, konungur Ísraels og frelsari, Drottinn allsherjar: Ég er hinn fyrsti og ég er hinn síðasti, og enginn Guð er til nema ég.(44:6)

Heyr mig, Jakob, og þú Ísrael, sem ég hefi kallað:Ég er hann, ég er hinn fyrsti, ég er einnig hinn síðasti.(48:12)

Ljóst er að Jesús og Guð (hvernig sem við skilgreinum hann) geta ekki báðir verið hinn fyrsti og hinn síðasti. Nema þeir séu eitt, en það er leyndardómur þrenningarinnar að mínu mati.

Held samt að við getum aldrei skilið þetta til fulls. Aðalatriðið er að án Jesú Krists er engin aðgangur fyrir okkur að Guði og frelsun.

Theódór Norðkvist, 14.12.2022 kl. 16:31

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir góða grein, nafni, -og þessa áminningu: "Æðst er þetta: ,Heyr, Ísrael! Drottinn, Guð vor, hann einn er Drottinn. - Og þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum.` - Annað er þetta: ,Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.` Ekkert boðorð annað er þessum meira."

Magnús Sigurðsson, 14.12.2022 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband