Munurinn á Milli Góðu og Illu!

Til er ritverkasafn sem kölluð er: „Biblía“, sem  kemur frá Gríska orðinu: „Biblios“ í fleirtölu, sem einfaldlega þýðir: „Bækur“, sem innhalda (66) bundinn saman fróðleg ritverk, sem skrifað kom í þremur þjóðartungumálum, í tæp (99%) Hebresku og (1%) Arameísku, sem kom kölluð Gamla Testamentið, og sem kom þýdd á Gríska tungumálinu um það bil árið 250, áður en Kristur Jesús fæddist, þar sem uppruna ritverk Nýja Testamentisins kemur frá, alfarið skrifað á Grísku, sem vitnar mikið um hvað Gamla Testamentið, hið aldar gamla ritverkasafn, sem nú á dögum er kölluð: „Biblía“, getur frætt hvern og einn til þess að læra lifa eðlilegu góðu líferni.

Sem núna á okkar dögum er ekki eðlilegt líferni að geta lifað eftir, enda eiga mjög margir erfitt með að átta sig á því hvað það góða er og hvað illa er, einsog kom ritað niður í gegnum spámann Gamla Testamentisins, sem á þeim tíma í mikilli sorg og niðurlægjandi skömm vitnaði: „Vei þeim, sem kalla HIÐ ILLA GOTT OG HIÐ GÓÐA ILLT, sem GJÖRA MYRKUR AÐ LJÓSI OG LJÓS AÐ MYRKRI, sem GJÖRA BEISKT AÐ SÆTU OG SÆTT AÐ BEISKU. (Jesaja 5:20)“. Enda alltaf spurning: „Veit einhver réttu uppskriftina á því hvað hið góða þýðir eða hið illa, því hvað er rétt og rangt, veit einhver nú á okkar dögum muninn þar á milli; ef svo, hver er þá með rétta svarið við þessari flóknu spurningu, veit einhver það?“. Því ef maður skoðar vel og vandlega hvað sú fróðlega ritbók hefur í rauninni að kenna um hvað er gott og illt, skoðum þá hvað sú fræðibók hefur að vitna um þessa tvo hluti.

Einsog kom vitnað: „Komið, börn, hlýðið á mig, ég vil kenna yður ótta Drottins. • Ef einhver óskar lífs, þráir lífdaga til þess að njóta hamingjunnar, • þá varðveit tungu þína frá illu og varir þínar frá svikatali, • forðast illt og gjörðu gott, leita friðar og legg stund á hann. (Sálmar 34:12-15); og þar sem að aftur kemur vitnað: „Ungur var ég og gamall er ég orðinn, en aldrei sá ég réttlátan mann yfirgefinn né niðja hans biðja sér matar. • Ætíð er hann mildur og lánar, og niðjar hans verða öðrum til blessunar. • Forðastu illt og gjörðu gott, þá munt þú búa kyrr um aldur, • því að Drottinn hefir mætur á réttlæti og yfirgefur ekki sína trúuðu. Þeir verða eilíflega varðveittir, en niðjar óguðlegra upprætast. • Hinir réttlátu fá landið til eignar og búa í því um aldur. • Munnur réttláts manns mælir speki og tunga hans talar það sem rétt er. (Sálmar 37:25-30); sem og annarstaðar vitnar: „Vissulega villast þeir, er ástunda illt, en ást og trúfesti ávinna þeir sér, er gott stunda. (Orðskviðir 14:22)“; sem er jú bara partur af því hvað Gamla Testamentið hefur að segja um muninn á milli góðu og illu.

Þar sem að Nýja Testamentið kemur til með að vitna: „Gjaldið ekki illt fyrir illt eða illmæli fyrir illmæli, heldur þvert á móti blessið, því að þér eruð til þess kallaðir að erfa blessunina. • Sá sem vill elska lífið og sjá góða daga, haldi tungu sinni frá vondu og vörum sínum frá að mæla svik. • Hann sneiði hjá illu og gjöri gott, ástundi frið og keppi eftir honum. • Því að augu Drottins eru yfir hinum réttlátu og eyru hans hneigjast að bænum þeirra. En auglit Drottins er gegn þeim, sem illt gjöra. • Hver er sá, er mun gjöra yður illt, ef þér kappkostið það sem gott er? (Fyrsta Pétursbréf 3:9-13)“, þar sem svarið er að lokum: „Breyttu ekki eftir því, sem illt er, minn elskaði, heldur eftir því, sem gott er. Sá sem gott gjörir heyrir Guði til, en sá sem illt gjörir hefur ekki séð Guð. (Þriðja Jóhannesarbréf 11)“, enda mörg rit að ganga í gegnum, til að læra vita muninn á milli góðu og illu, sem auðvitað er fróðleikur einn að geta lært að ganga eftir, þegar maður lærir að skilgreina muninn þar á milli, hvað er rétt og rangt, enda alltaf val allra að læra skilgreina muninn þar á milli.

Svona vitnar jú partur af báðum bókum Gamla Testamentisins og Nýja Testamentisins um það hver munurinn er á milli góðu og illu, sem hver og einn getur lært af. Nema einhver annar spaklegur sé með miklu betri uppskrift á því hvað gott og illt í rauninni þýðir. Þá er alltaf fróðlegt að vita hvað sú speki kann að vera, sem getur frætt hvern og einn hvernig á að lifa réttlátu og eðlilegu líferni, ef einhver hefur betri svar en það sem biblían sjálf kennir um þessa tvo hluti. Það er að segja ef einhver núna á dögum, þekkir orðið muninn á milli réttu og röngu, sannleikanum og lyginni, kærleikanum og vanvirðingunni, öllu því sem biblían kennir hver munnurinn er á milli þessa allra hluta. Enda alltaf fróðleg bók til að læra að skilja, ef maður gefur sig góðan tíma í að skilja hvað það bókasafn hefur að vitna, einsog kom vitnað úr þeim báðum ritum hver munurinn er á milli góðu og illu. Þannig á meðan, njótið lífsins, berið virðingu fyrir hvort öðru í kærleik, með því að kunna að virða hvort annað, og læra þá erfiðu kúnst að gera öðrum gott, enda kostar ekkert, nema að fá virðingu aftur til baka.

Og ef einhver vill kynnast trúnni, þá eru allir velkomnir til að skoða þá Facebook síðu, sem heitir bæði á Íslensku og Ensku, sem: „Hvað er að vera Kristinn í trú? > What is to be a Christian in faith?“, sem hægt er að skoða hér => https://www.facebook.com/groups/346828048726239, ef einhver vill kynnast betur trúnni.

Kær virðing kveðja frá ykkar bróðir í trúnni,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi), í Kristi Jesú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HÉR ER SANNARLEGA MUNUR Á:

Guð er góður. Djöfullinn er vondur.

Heilagur andi er góður. Tíðarandi þessa heims er vondur.

Himnaríki er gott. Helvíti er vont.

Sannleikurinn er góður. Lygin er vond.

Kærleikurinn er góður. Hatrið er vont.

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 16.12.2022 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband