Af hverju eru skoðunarkannanir í gangi?

Hvert sinn þegar kosningar eru í gangi, hvort þær heita Alþingiskosningar, Sveitastjórnarkosningar, Forsetakosningar eða bara kosningar um hitt og þetta. Þá er það mjög frægt hjá fréttamiðlum, hvort það sé sjónvarpsfréttamiðlar eða fréttablaðamiðlar eða tölvufréttamiðlar, þá birtast jú af og til frá þeim tísku skoðunarkannanir sem stundum segja ekki alveg til um hversu margir tóku þátt í þeirri könnun. Bara eitt dæmi, um umdeilda grein hjá Stundin.is sem heitir: „Guðni tókst á við Guðmund Franklín: „Ertu stoltur af framgöngu þinni í kvöld?“, þar sem skoðunarkönnun er í gangi á þeirri síðu, þar sem maður getur bara 1 sinni tekið þátt í þeirri könnun.

Þannig ef einhver á uppí 17465 tölvur til þess að dunda sig við að greiða atkvæði inná Stundin.is fréttamiðlinum, þá gangi þeirri persónu bara vel við það að greiða svona mörgum sinnum atkvæði, annaðhvort til Guðna Th. okkar sitjandi forseta eða til Guðmund Franklín sem er jú kallaður skrítnum nöfnum af aðdáendum hans Guðna Th. Þannig ef við erum um það bil 250.000 kjósendur, af hverju geta ekki sumir fjölmiðlar vitnað um fjöldann sem tók þátt í þeirri könnun, því hvað voru það margir sem tóku þátt í þeirri könnun?


Skýring 2020-06-16 122823

Skjáskotmynd könnun tekinn af skrifanda þessara greinar, úr Stundin.is
sem sýna í fjöldatölu 17465 hversu margir greiddu atkvæði í þessari könnun.

 

Því ekki kjósum við eftir prósentu könnun, heldur eftir því hvað það voru margir sem tóku þátt í þeirri könnun, í mannfjöldatölu, en ekki í prósentu dæmi sem segir ekkert til um hvað það voru margir sem tóku þátt í þeirri könnun. Nei þegar þáttarstjórnendurnir Heimir Már Pétursson og Elín Margrét Böðvarsdóttir fóru að tilkynna Stöð 2 niðurstöðu skoðunarkönnunina (sem er hægt að skoða undur þessari frétt sem heitir „Baráttan um Bessastaði: Guðni Th. og Guðmundur Franklín mætast í beinni útsendingu í kvöld“), þá gleymdist að segja hvað það voru margir sem tóku þátt í þeirri Stöð 2 skrípó könnun, og þá er maður aðallega að tala um mannfjölda töluna, en ekki bara um prósentu töluna. Því hvað voru margir inní þessari prósentutölu könnun sem greiddu atkvæði, voru það kannski 700 eða 1000 manns, miðað við um það bil 250.000 kjósenda, hvað voru það margir núna í prósentu tölu, kannski um það bil 0.1% þjóðarinnar sem tók þátt í þessari könnun?


Skýring 2020-06-16 154417

Skjáskot myndband spilara könnun tekin úr þættinum í Stöð 2, úr vísir.is
sem sýnir bara í prósentu tölum hverjir ætla sér að kjósa hitt og þetta.

 
Já hann Heimir Már var mjög málglaður maður, þegar hann endalaust söng „Meirihlutinn“ hinn og þessi ætlar sér að kjósa Guðna Th. eða Guðmund Franklín. Enda stendur maður núna á haus, og spyr hvern á maður að kjósa?

Og að lokum, þá kýs maður ekki eftir skoðunarkönnun, heldur eftir sinni eigin sannfæringu. En þar sem margir vilja vitna um skoðunarkannanir hitt og þetta, og jú sumir kjósa eftir þeirri könnun, þótt sú könnun segir í raun og veru ekkert til um það hvern maður á að kjósa, á meðan að sú könnun er alltaf töluð um í prósentu tölum, en ekki útfrá mannfjölda tölu. Þannig af hverju kjósa sumir eftir kannanir þegar þau vita ekkert hvað það tóku margir þátt í þeirri könnun, er þetta ekki svolítið flókinn spurning, nei bara spyr?

Kveðja frá kjósanda sem er ennþá að velja hvað maður á að gera, hvort maður kýs, eða bara sleppir því, kær virðing, Magnús Ragnar (Maggi Raggi) kjósandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Banna ætti allar skoðanakannanir minnst tveimur mánuðum fyrir allar kosningar. 

 Almenningur á rétt á því að fá frið fyrir fáráðlingunum á fréttastofunum  minnst einum til tveimur  mánuðum fyrir allar kosningar. “Fréttamenn” eru að verða ein versta meinsemd samfélagsins, því þeir eru ekki lengur fréttamenn. Þeir vaða fram með sínar skoðanir og geta því trauðla talist annað en vesælir pistlahöfundar og í besta falli lélegt sjónvarpsfólk.

 Til fjandans með skoðanakannanir, rétt fyrir kosningar.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 17.6.2020 kl. 02:56

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Engar skoðanakannanir þarf til að gera sér grein fyrir hver vinnur þessar kosningar. cool

Franklín fær atkvæði aftaníossa Trumps, Lyga-Sögu og Miðflokksins.

Hvort þau eru 5% eða 10% atkvæða í kosningunum breytir engu og ekki heldur í alþingiskosningum, því enginn vill mynda ríkisstjórn með Miðflokknum.

Og fyrirfram var vitað að Hádegismóri ynni ekki síðustu forsetakosningar, enda þótt
veruleikafirrtur sauðurinn hafi að sjálfsögðu verið viss um að hann fengi langflest atkvæðanna.

Og Andri Snær Magnason fékk fleiri atkvæði en karlinn. cool

Þorsteinn Briem, 17.6.2020 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband