Hver veit hvað er einelti?

einelti_1269794.jpg

Sjálfur á ungum aldri lenti ég mjög illa á því sem skrifa þessa bloggfærslu í það sem fólk nú á dögum kalla sem einelti eins og DV.is orðar það: „Einelti í borgarráði? Fékk ekki köku eins og aðrir á afmælisdaginn“, og líka eins og pressan.is orðar það: „Sveinbjörg Birna skilin útundan og fékk ekki köku á afmælisdaginn“.  Á vissan hátt að vera skilin útundan, er eitt af því fordómafulla einelti. Enn er það aðal eineltið sem felst í því að vera skilin útundan. Því hvað er einelti yfir höfuð?

Einelti er þegar fordómakvikyndiseinstaklingar sem eiga við eitthvað mjög alvarlegt vandamál að stríða og líða eitthvað mjög illa í sínu eigin lífi og leita þar með huggun sína við að leggja aðra í einelti sér til skemmtunar til að sýna að þeir séu eitthvað betri, meiri töff og gáfaðri en aðrir.

Einelti er þegar fordómakvikindiseinstaklingar hundsa daglega einhvern sem þeim finnst vera eitthvað skrítin, furðulegur eða gaggaheimskur, eins og þeir líta á ástæðuna og afsökunina til að hafa ástæðu til að hundsa þá manneskju sem þeim finnst mjög gaman að níðast og riðlast á daglega, enn ekki bara stundum.

Einelti er þegar maður getur ekki gengið heim nema vera af og til barin eða uppnefndur daglega af fordómafullumkvikindiseinstaklingum sem vita ekki útaf hverju þeir hata þig, en þeim finnst það bara töff og gaman að níðast á þér bara útaf því að þú átt eitthvað við að stríða, svo sem að vera of gáfaður eða greindarskertur, að vera lítill eða of stór, að vera of mjór eða feitur, að vera of sætur eða ljótur, að vera freknóttur, að vera eitthvað skrítinn útfrá trú, útliti eða talshætti, að vera fatlaður á einhvern hátt, og að vera útlendingur eða eitthvað annað líkt sem eineltisgerendur finna alltaf afsökun til að leggja þá persónu í einelti sér til skemmtunar, enn fórnarlambinu til háborinnar og eyðileggjandi skammar sem erfitt er að gleyma útaf ævarandi skömm sem ekki er auðvelt að stroka út úr sínu eigin lífi, nema læra þá erfiðu kúnst að sætta sig við það í ævarandi særindum sem erfitt verður að gleyma.

Og að lokum, þeir sem eru láglaunaðir hvort það séu aldraðir, öryrkjar, eða aðrir láglaunaðir, þá eru þau því miður af kerfinu og stjórnvöldum mjög mikið lögð í einelti þegar þau geta ekki einu sinni gefið sínum eigin börnum og barnabörnum afmæliskökur og gjafir eða eitthvað annað útaf láglaunum sem og aðrir hálaunaðir geta leift sér sem og láglaunaðir geta ekki leift sér vegna fátæktar, sem og stjórnvöld og kerfið nú á dögum eru mjög dugleg við að hundsa og svelta daglega við að þrjóskast upp með allskonar afsökunum við að vilja ekki mæta þeim sem minnst eiga með því að vilja ekki líta á þau sem jöfn eins og stjórnarskráin hefur margskipað og -hrópað eftir í 65. gr. „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum“ sem og skiptir engu hvort maður er ríkur eða fátækur! Þannig er Sveinbjörg Birna lögð í einelti bara útaf því að hún fékk ekki afmælistertu?

Ekki mitt að dæma, heldur ykkar sem eruð að lesa þessa bloggfærslu. Því einelti er bara aumingjaskapur og á ekki að líðast mitt á meðal neins, hvort maður sé svört, dökkbrún, gul eða hvít mannvera, trúuð eða trúlaus skiptir engu, einelti er og verður alltaf aumingjaskapur sem á ekki að líðast mitt á meðal neins, því öll erum við persónur sem kallast mannverur, skiptir engu hvaðan maður er frá, þá erum við öll persónur sem ber að virða hvort annað. Því til að geta fengið virðingu til baka, þá þarf maður því miður að læra þá erfiðu kúnst að virða hvort annað sem persónur, því öll erum við manneskjur sem verðskuldum virðingu.

Kær einlægs virðingar kveðja,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég segi magnús að þetta er plága í okkar annars góða samfélagi og ótrúlega víða í samfélaginu, skólum, vinnustöðum og íþróttastöðum. Ekki nóg með það, níðingarnir komast upp með mjög mikið miðað við t.d. Bandaríkin. Þetta er skemmtileg grein hjá þér Magnús en ég tel að þetta verði enn plága í okkar samfélagi um langa hríð því það er aldrei tekið neitt á þessu af festu. Ég man sjálfur eftir sögu að norðaustan, þar sem stelpa var nauðguð en enginn trúði henni því strákurinn var svo vel ættaður í bæjarfélaginu, ótrúlegt að hún var lögð í einelti í ofanálag! Ætli það sé ekki mýgrútur af svona dæmum og er það auðvitað okkur til skammar að þetta sé svo útbreitt. Ég hef mikla samúð með því góða og saklausa fólki sem þarf að þola óréttlætið og vona að þau upplifi réttlætið að lokum

gunnar (IP-tala skráð) 16.9.2015 kl. 23:20

2 identicon

Hef oft lent í einelti og núna bara undanfarna 2 mánuði, er fólk að rústa mínu mannorði.NB á netinu.

En þetta sama fólk er að lýsa sjálfu sér, ekki mér.

En einelti er viðbjóður og engum bjóðandi.

Börn og unglingar geta ekki borið hönd fyri höfuðsér.

Þetta er þjóðar-skömm, og ólíðandi, þarf að uppræta strax.

Rut Pétursdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2015 kl. 00:09

3 identicon

Veit ekki hvort þetta á heima hér, en kemur í ljós, hendi því út ef það á ekki heima hér.

En Guðbjartur Hannesson fyrrverandi Heilbrigðisráðherra, var í kastljósi í kvöld og greindi frá sínum veikindum,og hann á samúð mína í því öllu.

En hann var spurður út í Tryggingakerfið og ég gat ekki skilið öðruvísi en hann ætti við Tryggingastofnun ríkisins og hældi þar öllum fyri ótrúlega gott starf og góða þjónustu.

'E bara spyr, er ekki sama hver er veikur? öryrkjar eldri-borgarar og almenningur í landinu.?

Eitt veit ég af eigin reynslu til 20 ára baráttu við kerfið að ég hef ekki notið svona góðrar þjónustu hjá þessari stofnun, Tryggingastofnunar, lífeyrissjóðanna né Reykjavíkurborgar.

Hef þurft að sækja mín mál með Lögfræðingi, félagsfræðingi, 'Urskurðarnefnd almennatrygginga og Umboðsmanns Alþingis.

Er rasandi yfir þessari yfirlýsingu, fyrrum ráðherra, svo vægt sé til orða tekið

Rut Pétursdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2015 kl. 00:23

4 identicon

Er lagđur ì grìđarlegt einelti. Mà bùa viđ ògnanir og niđurlægjandi framkomu nær daglega. Margoft hefur mèr veriđ hòtađ lìflàti. En mèr er samt talin trù um ađ þetta sèu ýmindanir. Eineltingar, þegar þiđ leggiđ höfuđiđ à koddann þà vitiđ þiđ hver þiđ eruđ og hverju þèr gangist upp ì. Eins þegar þèr vakniđ ađ morgni. Èg vona þèr sèuđ sàtt međ hlutskipti yđar.

Faliđ einelti RVK 101 (IP-tala skráð) 17.9.2015 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband