Einelti og fátækt!
12.9.2015 | 23:28
Nú á dögum er sorg gagnfart öllu því flóttafólki sem óska eftir að geta búið einhverstaðar þar sem stríð, ofbeldi og ofsóknir eru ekki til staðar. Sem og því miður hver og einn óska líka eftir, en því miður fá ekki að upplifa, nema betla fyrir því að geta fengið að lifa sómasamlegu lífi undir einelti stjórnvalda sem vilja ekki viðurkenna alla sem jafna fyrir lögum.
Því eins og ástand aldraðra og öryrkja og annarra láglaunaðra er á Íslandi, þá óska margir af þeim eftir því að vilja gerast flóttafólk, vegna þess slæms ástands sem þau eineltislega hafa þurft að upplifa gagnfart stjórnvöldum okkar þjóðar sem finna vorkunn við að vilja hjálpa flóttafólki, en vilja líta samt framhjá fátæktarstöðu sinna eigin þjóða. Já það er ekki gaman að vera fátækur hér á Íslandi, eiga ekkert til að geta fætt sig og aðra sem kallast BÖRN.
Því hversu margir af þeim sem lifa í fátækt hér á Íslandi eiga BÖRN?
Því þetta er það sem því miður gleymist, að hér á Íslandi eru foreldrar sem svelta sjálfa sig til að geta fætt sín eigin börn. Og er þetta það sem við Ísland viljum bjóða flóttamönnum, slæmt húsnæði, endandi í betlbiðraðir eftir fæði til að geta fætt sig og sína, eða vinna fyrir þrælláglúsalaunum, eða á öðrum bótum, bara til þess eins að geta lifað hér á þessari eyju sem leggur sína fátæka Íslendinga í einelti bara útaf því að launin duga ekki til að borga húsaskjól, reikninga, og aðra nauðsynlega hluti, vegna skorts á því að geta ekki átt ofan í sig og á?
Ef ekki, þá þarf Ísland að geta líka bjargað sínu eigin landi, en ekki bara flóttamönnum. Því ef Ísland á sér samvisku gagnfart öllu þessu flóttafólki, þá vonar maður að sú samviska sé líka til staðar til þeirra sem svelta hér á landi vegna kæruleysi stjórnvalda sem leggja aldraða, öryrkja og aðra láglaunaða í einelti með því að svelta þau með láglaunum sem engin getur lifað á.
Kær vonar kveðja til betri framtíða,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Athugasemdir
Hvað heldur þú Magnús að maður hafi oft misst matarlist,þegar fréttamyndir birtust frá Afríku.Lítil börn að totta uppþornuð brjóst mæðra sinna,sem sjálfar líða skort.Varð svo oft á að hugsa,af hverju ekki að leigja flugvél og færa þessu blessaða fólki vatn og næringu,því vitað er að það er ótryggt að fela það öðrum til úthlutunar.-
Varla hefur maður orðið kaldlyndari með árunum,en það sem er öðruvísi,er afskiptaleysi nágrannalanda og trúbræðra þessa hrjáða fólks,(sem ef ég man rétt eru Sunnitar)sama trúarstefna og Saudar játa.-Það er svo tortryggilegt að sömu stjórnmálaöflin (sm vilja okkur í ESB),fyllast af óvenju miklum móðursýkis aumkunarbríma,að það leiðir sjónvarpsfréttamenn inn í hýbýli sín til að berja sér á brjóst og lýsa fórnfýsi sinni.Stórþjóðirnar verða sjálfar að taka allan þungan af þessu og leysa hann.
Helga Kristjánsdóttir, 13.9.2015 kl. 00:51
Ég er akveg 100% sammála greinar höfundi Magga, ríkisstjórnin á að hjálpa sínu fólki fyrst og femst. Það er skynsemi og réttlæti.
En sýndarmennska hinna riku virðust ekki hugsa af skynsemi, grátlegt en satt.
Anita H (IP-tala skráð) 13.9.2015 kl. 02:47
hræsnin uppmálu- ættu ekki fátækir Íslendingar að stofna felag og sækja um aðstoð erlendis frá ? kv.
Erla Magna Alexandersdóttir, 13.9.2015 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.