Skömm stjórnvalda gegn stjórnarskrá Íslands!

_sk_eftir_rettlatri_stjornarskra.jpg

Hvað eru stjórnvöld? Í raun er þetta frekar flókin og mjög erfið spurning sem stjórnvöld nú til dags geta ekki svarað sjálf. Því eins og við sem þjóð höfum kynnst undanfarin ár og aldir, þá eru stjórnvöld ekki að vinna fyrir öllum sem skulu vera jafnir. Heldur eru þau að gera allt öfugt gagnfart því sem stjórnarskráin skipar fyrir. Því hvernig stendur á því að jafnræði Íslendinga er margnauðgað með öllum þeim ólögum sem Alþingið skapar gegn þjóð sinni daglega án þess að sjá sína skömm hvað þau eru að gera sínu eigin jafnræðisríki?

Og síðan finnst manni skrítið að stjórnarskrárfélagið skuli leifa þessi ólög að brjóta gegn stjórnarskránni. Því maður hélt að stjórnarskráfélagið væri þannig uppbyggt að þau myndu vernda lögbrot gegn stjórnarskránni, sem og hefur sýnt sig að það félag er ekkert að vernda stjórnaskrána gegn öllu þeim ójöfnunarlögum sem því miður okkar Alþingi gerir gegn sinni jafnræðisþjóð daglega.

Og ekki er nóg með að stjórnarskráfélagið er steinsofandi gagnfart öllum þeim lögbrotum sem brýtur gegn jafnræðinu, heldur er dómsvald okkar þjóðar líka steinsofandi gegn öllu þeim brotum sem okkar Alþingi býr til gegn sinni jafnræðisþjóð.

Því eins og þjóðin hefur kynnst ár og aldir, þá hafa svikahrappar sem kallast lygastjórnvöld, verið mjög dugleg við að margbrjóta gegn ákvæði 65. gr. stjórnarskrárinnar sem skipar að „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum […]“.  Með því að búa til þannig lög, að hinir gráðugu sem hafa leift sér hækkanir launa án blygðunar þess að vilja líta á sína þjóð sem jafna, hafa getað komist upp með að leifa sér meiri launahækkanir með öllum þeim ólögum sem Alþingi okkar þjóðar hefur samþykkt gegn öllum sem skulu vera jafnir.

Því eins og staða margra Íslendinga sem skulu vera jafnir fyrir lögum er nú á okkar dögum, þá eru stjórnvöld mjög dugleg við að líta framhjá öllum sem skulu vera jafnir. Eins og með það dæmi þegar svikahrappar og lygarar Alþingis syngja til sinna kjósenda, að laun skulu vera jöfn, sem í raun þau eiga við að laun þeirra efnameyru skulu hækka meira, á meðan að allir hinir sem skulu vera jafnir verða bara sætta sig við þær sáraprósentubætur á meðan að hálaunamanneskjan leifir sér meiri kauphækkanir en allir þeir sem skulu vera jafnir fyrir lögum. Þannig því miður er jafnræði allra misboðið af þeim svikahröppum sem syngja og margljúga að þjóðinni að laun allra skuli vera jöfn.

Því einsog við sem þjóð höfum séð hvernig stjórnvöld okkar þjóða hugsa og tala til okkar nú á dögum, þá líta þessir valdamenn á sína þjóð sem ójafna, enn ekki sem jafna. Því ef stjórnvöld hefðu nú eitthvað vit í sínum kolli, þá myndu þau gera eitthvað í því að koma í veg fyrir því að öll þessi ólög sem þau skapa gegn jafnræðinu, séu ekki gerð, gegn öllu jafnræðinu.

Enn þar sem stjórnvöld eru orðin svo dugleg við að láta græðgina kaupa sig, þá því miður búum við í þjóðfélagi sem ekkert jafnræði er til staðar, vegna þeirra hjartalausra stjórnvalda sem hundsa jafnræðið, bara útaf dýrkun þeirra við að líta á hálaunamanneskjur meiri jafnari en allir þeir sem skulu vera jafnir fyrir lögum.

Því einsog staða margra láglaunaðra er nú á dögum, þá eru margir sveltandi vegna hjartaleysi þeirra svika stjórnvalda sem lugu sig inná þing okkar Alþingis sem leikur sér að hundsa stöðu þeirra sem svelta vegna kæruleysi þeirra sem dýrka auðmenn og skapa þannig lögin að hinir hálaunuðustu geti leift sér meira en þeir sem skulu vera jafnir fyrir lögum.

Þannig ef þingmenn vilja ekki láta kalla sig lygara og svikara, þá því miður verður Alþingið að vakna upp og hætta þessari kvikindisáróttur að líta á sína þjóðfélagsþegna sem ójafna, tildæmis með því að hlúa að öllum, en ekki einhverjum sérhagsmunahálaunastétt sem er skít sama um sína þjóð.

Þannig á meðan stjórnvöld læra þá erfiðu kúnst að virða það stjórnarskráákvæði sem skipar að „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum […]“, þá ekki fyrr mun þjóðin læra að sætta sig við stjórnvöld sem gefa sig í það að vilja læra að virða sína kjósendur án þess að svíkja þau með marglygum. Því þetta er það sem veldur því að þjóðin treystir ekki stjórnvöld, því ekki hafa þau ennþá lært að sýna þjóð sinni virðingu, heldur vanvirðingu sem á ekki að eiga að heima í okkar lýðræðisríki sem stoltar sér yfir því að vera kölluð jöfn.

Þannig megi sá dagur einhvern tíman verða, að við sem þjóð getum kosið flokka sem ljúga ekki að sinni þjóð, því nóg er komið af þessu ójafnræði sem er að rústa okkar þjóð, vegna hjartalausi þeirra stjórnvalda sem hundsa alla þá sem skulu vera jafnir fyrir lögum. Því eina leiðin til að hagnaður okkar þjóðar sé virtur í jöfnuð, þá þurfa stjórnvöld að læra að virða sína kjósendur sem jafna.

Kær vonar kveðja til betri framtíða,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki hægt að orða þetta betur.

M.b.kv.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 29.8.2015 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband