Þarf Ísland nýja stjórnarskrá?
22.5.2015 | 12:15
Eflaust hafa margir spurt: Af hverju þarf Ísland nýja stjórnarskrá, er sú gamla ekki nógu góð?, sem er nú frekar góð og flókin spurning: Hefur gamla stjórnarskráin ekki getað staðið sig nógu vel að halda Ísland uppi?, sem og svarið við þeim spurningum er bæði já og nei, að gamla stjórnarskráin hefur að vissu takmarki getað haldið Ísland uppi, en ekki alveg nógu vel einsog ástandið er nú á okkar dögum. Því einsog Ísland er búin að kynnast undanfarinn ár, frá hruni 2008 upp að okkar dögum, þá hafa stjórnvöld og aðrir valdhafar ekki verið nógu dugleg við að fara eftir okkar núverandi stjórnarskrá. Sem dæmi, þá er jafnræðisregla okkar núverandi stjórnarskráa margbrotinn, og nú nýlega þá vilja stjórnvöld og aðrir valdhafar skammta 10 vel auðugum einstaklingum auðlindir Íslands án þess að hugsa um hag og jafnræði allra þjóðarinnar, sem og laun allra Íslendinga er í rústandi ójöfnuð, sem og fleiri dæmi væri hægt að nefna, en látum þetta duga í bili. Sem og önnur spurning er: Ef ný stjórnarskrá yrði samþykkt af Íslendingum, myndu þá stjórnvöld og aðrir valdhafar ekki gera það sama og þeir gera nú á okkar dögum, að fara ekkert eftir þeirri stjórnarskrá?. Þannig hvað myndum við græða á nýrri stjórnarskrá ef stjórnvöld og aðrir valdhafar geta ekki farið eftir okkar núverandi stjórnarskrá?
Því þetta er stórvandi Íslands að þótt ný stjórnarskrá yrði samþykkt, þá má búast við að sú stjórnarskrá yrði jafnmikið margbrotin eins og er gert gagnfart okkar núverandi stjórnarskrá. Þannig ef ný stjórnarskrá yrði samþykkt af Íslendingum, þá þyrfti að vera ákvæði í þeirri stjórnarskrá að ef einhver af þeim stjórnvöldum og valdhöfum myndu brjóta gegn henni, þá yrðu þeir vel sektaðir fyrir þau brot og jafnvel þyrftu að sitja inni til margra ára fyrir þau brot. Því ef ekkert þannig ákvæði er í þeirri nýju stjórnarskrá, að þeir mættu ekki brjóta gegn henni, þá má búast við því að við myndum ekkert græða á nýrri stjórnarskrá. Því hvað myndi Ísland græða á nýrri stjórnarskrá, ef stjórnvöld og aðrir valdhafar gætu komist upp með það að geta brotið gegn henni? Því þetta er það sem við Ísland þyrftum að hugsa vel útí, að þótt ný stjórnarskrá yrði samþykkt af þjóðinni og hægt væri að brjóta gegn henni og ekkert ákvæði spornaði gegn því broti, þá myndum við ekkert græða á því að fá nýja stjórnarskrá. Þess vegna þarf ákvæði í okkar nýja stjórnarskrá, að það má ekki brjóta gegn henni, og ef svo myndi gerast, þá yrðu þau stjórnvöld og aðrir valdhafar að geta borið ábyrgð á þeim brotum.
Og síðan er ein flókin spurning: Er nýja stjórnarskráin eitthvað miklu betri en sú gamla?. Því þann 4. ágúst 2011 þá skrifaði ég bloggfærslu undir titlinum 7 Vonbrigði Nýju Stjórnarskrárinnar og aðra þann 18. september 2011 undir titlinum Vangaveltur um nýju stjórnarskrána. Í þeim bloggfærslum, að minnstakosti þeirri fyrstu, þá fer ég vel yfir nýju stjórnarskrána, að það hefði mátt vinna betur við að gera okkar nýja stjórnarskrá ennþá betur til að geta spornað gegn því að stjórnvöld og aðrir valdhafar geti ekki komist upp með það sem þau vonbrigði tala um í þeirri bloggfærslu um okkar nýju stjórnarskrá. Sem dæmi, tekið úr 7 Vonbrigði Nýju Stjórnarskrárinnar, sem segir:
113. gr. Stjórnarskrárbreytingar
<> Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytinga á stjórnarskrá skal það borið undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi.
<> Hafi fimm sjöttu [5/6] hlutar þingmanna samþykkt frumvarpið getur Alþingi þó ákveðið að fella þjóðaratkvæðagreiðsluna niður og öðlast þá frumvarpið gildi engu að síður.
Þá er komið að síðasta vonbrigðinu sem er: "Stjórnarskrárbreytingar". Í fyrstu lítur þessi grein ágætlega vel út. En þegar maður les síðustu málsgreinina þá hrekkur maður í kút. Því útfrá þessari grein, þá má Alþingið leggja fram frumvarpsbreytingu að stjórnarskránni og síðan leggja þá breytingu til þjóðarkosninga. Enn þá vandast málið, því útfrá síðustu málsgreininni, þá má 5/6 hver hluti þingmanna samþykkja breytingartillöguna að stjórnarskránni og með þeirri meirihluta samþykkt geta þau fellt niður þjóðaratkvæðagreiðsluna. Bíddu, hvað á þetta að þýða!? Útfrá hugmyndum stjórnlagaráðs að þessari grein, þá á að vera hægt að lagfæra, uppfæra, fjarlægja greinar eða ákvæði stjórnarskrárinnar útfrá breyttum ástæðum í framtíðinni. En af hverju að leifa 5/6 hvern þingmann að fella niður þjóðaratkvæðagreiðslu?! Það er það sem maður nær ekki alveg að skilja? Því með þessu, þá gætu þingmenn þess vegna breytt allri stjórnarskránni eftir geðþóttaákvörðun án þess að þjóðin hefði eitthvað við því að segja.
Og það sem Vangaveltur um nýju stjórnarskrána segir um þá grein sem ég vitnaði um hér fyrir ofan:
6. Stjórnarskrárbreytingar [fjallar um að Alþingið geti óskað eftir breytingum á stjórnarskránni og við þjóðin getum fengið að kjósa um það, en ef 5/6 hver þingmaður myndi samþykkja breytinguna þá getur Alþingið afturkallað þjóðaratkvæðisgreiðsluna og þar með samþykkt stjórnarskrárbreytinguna án samþykkis þjóðarinnar].
Sem og ég útskýri ýtarlega í 7 Vonbrigði Nýju Stjórnarskrárinnar hvaða skaða þessi 113. gr. Stjórnarskrárbreytingar gæti valdið ef þetta ákvæði fengi ekki þjóðarkosningu, sem og hljóðar svona:
Fjórða breyting: Alþingið útfrá geðþóttaákvörðun gæti breytt "Dómsvald" sjöunda kafla 100. gr. sem hljóðar svona:
100. gr. Lögsaga dómstóla
<> Dómstólar skera endanlega úr um réttindi og skyldur að einkarétti, svo og sök um refsiverða háttsemi og ákveða viðurlög við henni.
<> Dómstólar skera úr um hvort lög samrýmist stjórnarskrá.
<> Dómstólar skera úr um hvort stjórnvöld hafi farið að lögum. Hjá ákvörðun stjórnvalds verður ekki komist í bráð með því að bera lögmæti hennar undir dóm.
Og líka: Maður getur endalaust fundið ástæður sem Alþinginu gæti látið sér detta í hug útfrá stjórnarskrárbreytingum, því í gömlu stjórnarskránni þá átti Alþingið ekki svona mikið veldi. En með þessu valdi sem stjórnlagaráð hefur veitt Alþinginu, þá geta allir hlutir gerst, án þess að þjóðin gæti nokkuð við því sagt. Og þótt stjórnlagaráð hafi kannski haft þá trú og hugsað þannig, að Alþingið myndi nú aldrei gera svoleiðis, þá veit maður aldrei hvað spilltir menn sem sitja inn á Alþingi láta sér detta í hug. Sem dæmi, hvernig varð með Icesave deiluna miklu sem þjóðin varð að þvinga til kosninga með því að biðja forseta Íslands að synja þeim lögum, hunsaði ekki Alþingið þjóðinni með því að gefa henni skít og skömm með því að reyna að þvinga hana til að borga skuldir sem hún skuldaði ekki? [...].
Og líka: Hér útfrá 113. gr. og 2 mgr. þá er stjórnlagaráð búin að gefa Alþinginu sem meirihluti þjóðarinnar treystir ekki, mikið veldi sem Alþingið gæti misnotað. Þannig spurningin er, vill þjóðin hafa þessa grein eins og stjórnlagaráð setti hana upp? Með þessari grein, þá hefur stjórnlagaráð valdið þjóð sinni miklum vonbrigðum. Og þótt margt gott sé í nýju stjórnarskránni, þá mun maður ekki kjósa nýja stjórnarskrá, bara útaf því að hún hljómar vel í eyrum. Nei, maður verður að geta kosið stjórnarskrá sem maður treystir að hún verði ekki misnotuð af valdamönnum sem lofa þjóð sinni öllu, en eru fljótir að svíkja þeim loforðum.
Sem og ég gæti vitnað meira úr þessum bloggfærslum, en best væri ef þú lesandi gætir lesið þær bloggfærslur sem ég skrifaði, því ekki langar mig til að lengja þessa núverandi bloggfærslu sem hér er skrifuð. Þannig ef þú hefur áhuga, þá geturðu smelt á 7 Vonbrigði Nýju Stjórnarskrárinnar og líka á Vangaveltur um nýju stjórnarskrána, það er að segja, ef þig langar að vita um hvað nýja stjórnarskráin hefur að segja.
Og þótt 100. gr. Lögsaga dómstóla segir í 2 og 3 mgr., að: <> Dómstólar skera úr um hvort lög samrýmist stjórnarskrá.
<> Dómstólar skera úr um hvort stjórnvöld hafi farið að lögum. Hjá ákvörðun stjórnvalds verður ekki komist í bráð með því að bera lögmæti hennar undir dóm.
Þá treystir maður ekki nýju stjórnarskrána, aðallega útaf 113. gr. Stjórnarskrárbreytingar sem 2 mgr. hefur að segja, að: <> Hafi fimm sjöttu [5/6] hlutar þingmanna samþykkt frumvarpið getur Alþingi þó ákveðið að fella þjóðaratkvæðagreiðsluna niður og öðlast þá frumvarpið gildi engu að síður.
Því þótt nýja stjórnarskráin sé vel vönduð, þá veldur þetta ákvæði nýju stjórnarskrárinnar mjög miklum vonbrigðum, sem og þjóðin ætti útfrá þessu ákvæði, að geta fengið að kjósa um hvort þetta ákvæði ætti að tilheyrast nýju stjórnarskránni. Sem og þjóðin mætti líka fá að kjósa um þau 7 Vonbrigði Nýju Stjórnarskrárinnar, því fyrir hvern er nýja stjórnarskráin, er hún fyrir alla sem eiga að vera jafnir, eða er hún fyrir þá sem geta útfrá geðþóttaákvörðun breytt nýju stjórnaskránni, bara útaf 113. gr. Stjórnarskrárbreytingar og 2 mgr. sem gæti valdið þjóðinni vanda ef þessi grein verður ekki fjarlægð eða lagfærð eftir óskum þjóðarinnar? Því þetta er það sem þjóðin þarf að geta fengið að velja, með því að fá að kjósa um þessa vissu grein, og líka ef Alþingið gæti leift kosningar á öllum þeim 7 Vonbrigði Nýju Stjórnarskrárinnar og útfrá öðrum vandræðis ákvæðum ef það eru fleiri þannig greinar. Því ef nýja stjórnarskráin á að vera eign allra þjóðarinnar, þá þyrfti þjóðin að geta fengið að kjósa um þessi 7 Vonbrigði Nýju Stjórnarskrárinnar.
Og að lokum, þá langar mig til að spyrja: Tilhvers vill þjóðin kjósa um nýja stjórnarskrá, er það útaf því að stjórnvöld vilja skammta 10 vel auðugum einstaklingum auðlindir Íslands án þess að hugsa um hag og jafnræði allra þjóðarinnar, eða útfrá einhverju öðru?. Ég bara spyr, vegna þess að ef þetta sé bara eina ástæðan fyrir því að þjóðin vill kjósa um nýja stjórnarskrá útaf auðlindarákvæði nýju stjórnarskrárinnar, sem hljóðar svona:
34. grein. Náttúruauðlindir
Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.
Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita- og námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar.
Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi.
Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.
Þá tel ég að þetta sé röng hugsun, að þjóðin vilji bara geta fengið að kjósa um nýja stjórnarskrá, án þess að geta fengið að kjósa um þessi 7 Vonbrigði Nýju Stjórnarskrárinnar og öðrum greinum ef þannig fleiri greinar eru til staðar, bara útaf því að stjórnvöld vilja skammta 10 vel auðugum einstaklingum auðlindir Íslands án þess að hugsa um hag og jafnræði allra þjóðarinnar. Því ef þetta er eina ástæðan fyrir því að þjóðin vill nýja stjórnarskrá, þá mætti þjóðin hugsa sig aðeins betur um, áður en kosningar nýju stjórnarskrárinnar verður kannski á næstum forsetakosningum, eins og Bjarni Benediktsson leggur til um að svo verði, eins og stundin.is vitnar um það, að: Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vill að kosið verði um afmarkaðar breytingar á stjórnarskrá Íslands samhliða forsetakosningum á næsta ári, [...], það er að segja ef það verður staðið við þessi loforð. Þannig vonandi þjóðarinnar vegna, þá vonar maður að kosið verði um fleiri ákvæði nýju stjórnarskrárinnar, en ekki bara útaf auðlindarákvæði nýju stjórnarskrárinnar. Þannig ef það eru fleiri vonbrigði í nýju stjórnarskránni, þá mætti þjóðin líka fá að kjósa um þau vafasömu ákvæði, því ef stjórnarskráin á að tilheyrast allri þjóðinni einsog Aðfaraorð nýju stjórnarskrárinnar orðar það, sem hljóðar svona:
Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu.
Ísland er frjálst og fullvalda ríki með frelsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi að hornsteinum.
Stjórnvöld skulu vinna að velferð íbúa landsins, efla menningu þeirra og virða margbreytileika mannlífs, lands og lífríkis.
Við viljum efla friðsæld, öryggi, heill og hamingju á meðal okkar og komandi kynslóða. Við einsetjum okkur að vinna með öðrum þjóðum að friði og virðingu fyrir jörðinni og öllu mannkyni.
Í þessu ljósi setjum við okkur nýja stjórnarskrá, æðstu lög landsins, sem öllum ber að virða.
Þá þarf þjóðin að hugsa sig vel um eins og fyrstu aðfaraorðin segja: Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. [...]. Því til þess að þjóðin geti fengið að sitja við sama borð, þá þyrfti þjóðin helst að geta fengið að kjósa um fleiri ákvæði, en ekki bara um auðlindarákvæði nýju stjórnarskrárinnar.
Með mínu leifi megið þið deila þessari bloggfærslu, ef þið viljið.
Kær vonar kveðja til betri framtíða,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Athugasemdir
Falskur er á stundum langorður, en slíktkemur líka fyrir heimsa.
Hrólfur Þ Hraundal, 22.5.2015 kl. 21:50
Nei en það þarf endurskoða eftir þörfum
Snorri Hansson, 23.5.2015 kl. 01:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.