Þegar stjórnvöld leika sér að svelta fátæka

Berjumst gegn fátægt 
Af hverju er aldraðir og öryrkjar til í þessari þjóð? Kann kannski að vera fáránlega spurt, enn samt ekki. Því þann 1 júlí 2009 ákváðu stjórnvöld, hvort það hafi verið útfrá kvikindaskap og tilfinningarleysi, að skerða bætur aldraðra og öryrkja á þann hátt að bætur hafa ekkert hækkað ár hvert eins og Lög um almannatryggingar 69. gr. nr. 100/2007 segir til um: „BÆTUR ALMANNATRYGGINGA, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., SKULU BREYTAST ÁRLEGA í samræmi við FJÁRLÖG HVERJU SINNI. Ákvörðun þeirra skal taka mið af LAUNAÞRÓUN, þó þannig að þær hækki aldrei minna en VERÐLAG SAMKVÆMT VÍSITÖLU NEYSLUVERÐS.“

Og eins og „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að það sé ekki nýtt að menn tali um að forgangsraða þurfi í þágu velferðar, en stundum vanti upp á efndirnar. Hann segir að gengið verði strax í að leiðrétta kjör öryrkja og aldraðra. Þessir hópar hafi þurft að þola meiri kjaraskerðingar en flestir aðrir.“ – [http://www.ruv.is/frett/leidretta-kjor-oryrkja-og-aldradra-strax] vitnað úr RÚV fréttavefnum, 25 maí 2013. Enn mánuði seinna, þann 25 júní 2013, samþykkti Alþingið „Skerðingar afnumdar og frítekjumark hækkað“ sem og Eygló Harðardóttir í Framsóknarflokk (xB), í sama flokki og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er í, skrifaði á fésbók síðunni sinni: „Þetta er það sem við lofuðum!“ – [https://www.facebook.com/framsokn/posts/10151658756444351] og þá átti hún við eins og vefsíða velferðarráðuneytisins orðar það: „Greiðslur um 7.000 lífeyrisþega munu hækka, frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega hækkar verulega og lífeyristekjur munu ekki lengur skerða grunnlífeyri, [...]“ – [http://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/33954].

Og hvað þýðir þetta? Því  eins og Lilja Þorgeirsdóttir framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands vitnar á vefsíðu ÖBÍ.is, þann 2 júlí 2013, segir: „Gagnast fámennum hópi öryrkja – Staðreyndin er sú að ef frumvarpið fer óbreytt í gegnum þingið mun einungis mjög fámennur hópur örorkulífeyrisþega njóta þess. Því ekki er um að ræða hækkun á fjárhæðum einstakra bótaflokka heldur minni tekjutengingar hjá þeim sem hafa einhverjar aðrar tekjur en bætur almannatrygginga. Hækkun á frítekjumarki á launatekjum varðar eingöngu ellilífeyrisþega og afnám skerðinga á grunnlífeyri vegna lífeyrissjóðstekna nær einungis til fámenns hóps öryrkja. Sú forgangsröðun vekur furðu að leiðréttingar á kjörum sem byrjað er á ná ekki til þeirra sem þurfa að framfleyta sér á lágum bótum og hafa litlar eða engar aðrar tekjur. Þessi hópur á erfiðast með að ná endum saman en mun ekki fá leiðréttingar á sínum kjörum strax að loknu sumarþingi og mikil óvissa ríkir hvenær þeir megi vænta þess.“ – [http://www.obi.is/utgafa/frettir/nr/1409].

Enn var þetta það sem aldraðir og öryrkjar óskuðu eftir á síðustu kosningum? Einfalt svar: „NEI“. Þannig í raun voru aldraðir og öryrkjar stór blekkt af þessum flokkum sem lofuðu með plástrum sem duga ekki öllum nema þeim sem efnameiri eru, enn á meðan eru þeir sem eru á  fátæktarmörkum sveltandi útaf kæruleysi stjórnvalda sem leika sér að því að svíkja þá sem minnst eiga. Þannig ef stjórnvöld vilja kalla sig heiðarleg, það er að segja, ef stjórnvöld eru ekki svona tilfinningarlaus og hafa ekki gaman af því að svelta fátækt fólk gagnfart láglaunuðum kjósendum, þá ættu þau að leiðrétta laun þeirra sem kerfið er búið að stela frá og það strax!

Því nóg er komið af þessu kæruleysi og tilfinningarleysi stjórnvalda sem fátækir eru búin að biðja mörgum sinnum að láta leiðrétta þann skaða sem stjórnvöld gerðu þann 1 júlí 2009, því nú er árið 2013 að líða undir lok og 2014 að ganga í garð. Þannig að stærsta von láglaunaðra aldraðra og öryrkja er að stjórnvöld standi sig við gefin loforð. Því ekki gengur það upp að svelta sína þjóð og segja síðan að Ísland sé besta land í heimi þegar margir fátækir eru til staðar og stjórnvöld gera ekkert nema lofa öllu fögru, enn skilja síðan hina fátækustu eftir með svikum. Þannig stjórnvöld, gerið eitthvað og ekki hangsa með það, því það er nóg komið af þessum blekkingum og svikum, því það gengur ekki upp að þjóð sem vill hjálpa öðrum þjóðum í fátækt, getur ekki einu sinni hjálpað sinni eigin þjóð úr fátækt. Þannig stjórnvöld hjálpið þjóð ykkar og ekki bíða með það, því fátækt er ekki lausnin.

Kær vonbrigðis kveðja,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband