Svikin loforð stjórnvalda til skamma

Það er mjög algengt á hverjum kosningum að stjórnvöld lofa fögru til allra sinna kjósenda, til þess eins að fá fólk til að kjósa þau; enn um leið og stjórnvöld koma til valda, þá byrja svikin að koma í ljós. Og síðan þegar næstu kosningar verða, þá endurtekur sagan sig aftur; loforð eru gefin, enn strax svikin.

Hvaða loforð hafa stjórnvöld gefið? Því eins og Lilja Þorgeirsdóttir hjá Öryrkjabandalag Íslands segir í sinni yfirlýsingu um Kosningaloforðin, segir: „Í aðdraganda kosninga lofuðu bæði Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn að ef þeir kæmust til valda væri það forgangsmál að leiðrétta kjör lífeyrisþega vegna kjaraskerðinga sem þeir hafa orðið fyrir á undanförnum árum. Skerðingarnar voru margvíslegar en þær fyrstu komu til framkvæmda 1. janúar 2009. [http://www.obi.is/vefrit/greinar/nr/1441]“.

Enn hvað hafa stjórnvöld gert? Því eins og Lilja Þorgeirsdóttir lýsir í annarri yfirlýsingu um Aðeins hluti af skerðingum leiðréttar, segir: „Loks barst tilkynning frá félags- og húsnæðismálaráðherra um frumvarp, lagt fram á Alþingi þann 25. júní sl., sem fæli í sér afturköllun tveggja skerðinga af sex sem lífeyrisþegar urðu fyrir 1. júlí 2009. Um er að ræða verulega hækkun á frítekjumarki vegna atvinnutekna fyrir ellilífeyrisþega og að lífeyristekjur munu ekki lengur skerða grunnlífeyri almannatrygginga, sem er mikil réttarbót. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi 1. júlí nk. og koma til framkvæmda 1. ágúst nk. Því megi lífeyrisþegar eiga von á breytingum á sínum kjörum til batnaðar strax í sumar.“ og áfram segir Gagnast fámennum hópi öryrkja í sömu grein „Staðreyndin er sú að ef frumvarpið fer óbreytt í gegnum þingið mun einungis mjög fámennur hópur örorkulífeyrisþega njóta þess. Því ekki er um að ræða hækkun á fjárhæðum einstakra bótaflokka heldur minni tekjutengingar hjá þeim sem hafa einhverjar aðrar tekjur en bætur almannatrygginga. Hækkun á frítekjumarki á launatekjum varðar eingöngu ellilífeyrisþega og afnám skerðinga á grunnlífeyri vegna lífeyrissjóðstekna nær einungis til fámenns hóps öryrkja. Sú forgangsröðun vekur furðu að leiðréttingar á kjörum sem byrjað er á ná ekki til þeirra sem þurfa að framfleyta sér á lágum bótum og hafa litlar eða engar aðrar tekjur. Þessi hópur á erfiðast með að ná endum saman en mun ekki fá leiðréttingar á sínum kjörum strax að loknu sumarþingi og mikil óvissa ríkir hvenær þeir megi vænta þess. [http://www.obi.is/utgafa/frettir/nr/1409]“.

Þannig hvað segja lögin sem Alþingið, löggjafi okkar þjóðar, hefur búið til? Í Lög um almannatryggingar í 69. gr. segir: „Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. [http://www.althingi.is/lagas/141b/2007100.html]“ En hafa launabætur útfrá þessu ákvæði breyst síðan efnahagshrunið 2008 hjá ÖLLUM láglaunahópum? Því miður „NEI“. Þannig eru stjórnvöld þá ekki að brjóta lögin sem þau sjálf búa til? Því miður „“, þá eru stjórnvöld að brjóta lögin sem þau sjálf gera og ekki nóg með það, þá eru þau líka að brjóta stjórnarskráákvæði 65. gr. sem segir: [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.] og 76. gr. og  1 mgr. sem segir: [Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. • Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. • Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.], sem segir okkur að útfrá þessu er Alþingi okkar þjóðar að margbrjóta lög og stjórnarskránna með því að hækka ekki tekjur þeirra sem minnst eiga.

Þannig hvað ætlar Alþingi okkar þjóðar að gera, ætla þau að standa við gefin loforð og gera það sem þeim ber að fylgja eftir útfrá stjórnarskrá og eftir þeim lögum sem þau búa til útfrá stjórnarskránni? Því ekki er nóg að lofa einhverju og síðan bíða þar til að næstu kosningar verða og þegar þær verða, að byrja aftur að lofa launa hækkanir, enn síðan endurtaka sama leikin aftur með því að svíkja þau loforð.

Þannig ef þið stjórnarmenn okkar þjóðar viljið gera eitthvað rótækilegt fyrir ykkar þjóð, þá skulu þið byrja á því að leiðrétta laun ALLRA láglaunahópa samkvæmt stjórnarskránni, sem og þeim lögum sem þið búið til útfrá stjórnarskránni. Því ekki stenst það að ykkar þjóð skuli svelta útaf ykkar kæruleysi sem þið hafið sýnt ykkar þjóð alveg frá efnahagshruni haustið 2008. Því ekki er nóg að hækka tekjur einstakra einstaklinga og síðan brjóta stjórnarskrárákvæði 65. gr. sem segir: „[Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, ... efnahags, ... og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.], því þetta er það sem Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra hefur gert, eins og vitnað er: „Skerðingar afnumdar og frítekjumark hækkað [https://www.facebook.com/framsokn/posts/10151658756444351]“ sem og hún montar sig á sinni eigin síðu um að þetta voru loforðin sem þau hefðu gefið á síðustu kosningum til sinna kjósenda og að þau hafi staðið við þau. Enn í raun þá hefur hún ekkert staðið við neitt af þeim loforðum með því að leiðrétta ekki laun ALLRA sem og stjórnarskráin talar um. Því ef hún hefur gert það, hvernig stendur þá á því að ALLIR láglauna hópar hafa ekki ennþá fengið leiðréttingu launa sinna?

Þannig stjórnarmenn okkar þjóðar, standið við ykkar gefin loforð og hættið að ljúga uppí opið geð ykkar kjósenda, því nóg er komið af ykkar svikum, því margir láglauna hópar hafa ekki ennþá fengið það sem 69. gr. Lög um almannatryggingar segir: „Bætur almannatrygginga, ..., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“, þannig bætið upp þennan skaða og það strax!!!

Kær vonbrigðis kveðja,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband