Hvað er rétt og hvað er rangt???

Það er orðið mjög algengt þegar talað er um Icesave, að sagt er, að við þjóðin (þar með talið börnin) séum skuldendur þessara reikninga sem útrásarvíkingarnir sköpuðu í útibúi Bretlands og Hollands. Enn er það rétt, eða hvað er rétt og hvað er rangt???

Erfið saga í hnotskurn
Ef maður skoðar söguna í þessu hundleiðinlega máli, mjög gaumgæfilega. Þá byrjar ferill málsins 10. Október 2006 sem netbanka vörumerki innlánsreikninga í eigu Landsbankans í útibúum London, og síðar meir í maí 2008 í Hollandi. Í fréttavef Markaðarins þann 11. október 2006 birtist eftirfarandi grein, sem hljóðar svo:

Sækja sér bresk innlán
sigurjon_rnason_bankastjori_1071409.jpgLandsbankinn kynnti í gær nýja innlánsvöru í Bretlandi undir nafninu Icesave. Um er að ræða sérsniðna sparnaðarleið ætlaða breskum almenningi sem eingöngu er aðgengileg á netinu. Lágmarksinnistæða á Icesavereikningi verður 250 pund og hámarksinnistæða ein milljón punda. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir þetta lið í því markmiði bankans að breyta samsetningu heildarfjármögnunar bankans og auka vægi innlána þar. „Það sem er sérstakt við Icesave er að við lofum föstum lágmarksviðmiðunum allt til ársins 2009 miðað við ákveðna grunnvexti sem breski seðlabankinn ákvarðar og verðum þar að auki í hærri enda þeirra vaxta sem er verið að bjóða hér.“ Landsbankinn hefur verið á breska innlánamarkaðnum í þrjú ár og heildarinnlán þar nema nú rúmum 200 milljörðum króna, bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum.

Á árinu 2007 urðu Icesave-reikningar svo vel teknir, að pundin streyma inn og vinsældirnar svo miklar á meðal Breta að viðskiptavinirnir voru orðnir rúmlega 100.000 talsins, og tæp ári síðar urðu vinsældirnar fleiri en allir Íslendingar, eða um 350.000 talsins. Og á sama ári tók Íslenski hlutabréfmarkaðurinn að falla saman og hefðbundnar fjármögnunarlínur að bresta. Enn á meðan, þá voru Icesave-reikningarnir á þessum tíma helsti styrkur Landsbankans.

Enn í janúar 2008 var útlitið orðið svart hjá Íslensku bönkunum og eftirlitsaðilar í Bretlandi að verða áhyggjufullir. Ekki vegna þess að Icesave-reikningarnir voru í útibú Landsbankans í Bretlandi, heldur útaf því að bankinn var ekki dótturfyrirtæki. Og þótt áhyggjurnar voru, þá stofnsetu þeir í maí 2008, Icesave-innlánsreikninga í útibú Landsbankans í Hollandi. En í ágúst 2008 fara fjárhæðir að safnast inn á Icesave-reikningana í Hollandi og Bretlandi. Og forsvarsmenn Landsbankans funda með seðlabanka-stjóra Hollands sem voru farnir að hafa miklar áhyggjur af stærð reikninganna. Og í september 2008 fara miklar hamfarir að einkenna fjármálamarkaði, eða eins og Briet Konráðsdóttur frá Háskóla Íslands orðar það í BA-ritgerð sinni í júní 2009: "Mánudaginn 15. september 2008 varð bandaríski fjárfestingabankinn Lehman Brothers gjaldþrota. Lehman Brothers hafði verið stærsti fjárfestingabankinn í Bandaríkjunum og gjaldþrotið þar með það stærsta í sögunni. Féllu bankar í hrönnum eftir það um allan heim. (BA-ritgerð, síða 4)".

502164_1071413.jpgOg á þessu tímabili fara forsvarsmenn Landsbankans að segja að innistæðurnar á Icesave-reikningum væru öruggir og íslensk stjórnvöld myndu styðja íslenska tryggingasjóðinn reynist þess þörf. Og í fréttavef Morgunblaðsins, þann 27. október 2008, segir: "Sögðust myndu styðja Tryggingasjóð innlána - Íslensk stjórnvöld lýstu því yfir við bresk stjórnvöld í byrjun mánaðarins að þau myndu styðja við Tryggingasjóð innlána þannig að hann gæti greitt breskum sparifjáreigendum lágmarksbætur ef Landsbankinn færi í þrot. [...]" og á sama fréttavef, þann 23. júní 2009, segir: "Sögðu ríkið ábyrgjast Icesave - Þáverandi bankastjórar Landsbankans, Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, sendu bréf til hollenska seðlabankans (DNB) og Fjármálaeftirlitsins (FME) þann 23. september síðastliðinn þar sem þeir sögðust hafa vissu fyrir því að íslenska ríkið myndi ábyrgjast lágmarksinnstæður í íslenskum bönkum. [...]".

2011_1071414.jpgOg 7. október 2008 tekur Íslenska Fjármálaeftirlitið (FME) yfir Landsbankann á grundvelli neyðarlaga sem Alþingi  hafði samþykkt þann 6. október 2008 og þar með varð Icesave-reikningum í Bretlandi og Hollandi lokið. Heildarinnstæðurnar á þessum tíma námu þá um 1.544 milljörðum Ísl. kr. Seina meir þrýsta Hollensk og Bresk stjórnvöld að lágmarksinnstæðuvernd reikninganna yrðu tryggðar. Og daginn eftir, þann 8. Október beita Bresk stjórnvöld undir handleiðslu Gordon Browns hryðjuverkalög á Ísland til þess að frysta eignir Landsbankans, eða eins og fréttavefur Morgunblaðsins orðar það, þann 8. október 2008, að: "Hryðjuverkalögum beitt gegn Landsbanka - Bresk stjórnvöld beittu lögum um varnir gegn hryðjuverkumlög um varnir gegn hryðjuverkum, glæpum og um öryggismál, sem sett voru eftir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. [...] FT segir að eftir að Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hótaði  Íslendingum lögsókn í morgun ef þeir stæðu ekki við skuldbindingar sínar þegar þau ákváðu að frysta eignir Landsbankans á Bretlandseyjum vegna greiðsluþrots netbankans Icesave. [...] Um er að ræða um tryggingar á innlánum Icesave, virtist ástandið í samskiptum þjóðanna vera komið á svipað stig og í þorskastríðunum á síðustu öld.". Og vikuna eftir kemur eftirfarandi grein úr fréttavef DV, þann 20. nóvember 2008, að: "Hryðjuverkalög út af óeðlilegu fjárstreymi frá Bretlandi - Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að hann teldi að Bretar hafi beitt hryðjuverkalögum á Íslendinga vegna gruns um að íslensku bankarnir hefðu flutt fjármagn milli landa með óeðlilegum hætti skömmu fyrir hrun þeirra. [...]". Og ári síðar í fréttavef Morgunblaðsins, þann 27. febrúar 2009, segir: "Hryðjuverkalög vegna samtals Árna við Darling - Hryðjuverkalögum var beitt gegn Íslendingum vegna samtals Árna Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, við fjármálaráðherra Breta, Alistair Darling, hinn 7. október síðastliðinn. Þetta staðfesti breski fjármálaráðherrann á fundi fastanefndar breska þingsins um fjármál hinn 3. nóvember síðastliðinn. [...] Michael Fallon, þingmaður breska Íhaldsflokksins, spurði Darling á fundinum hvað hefði valdið því að hann hefði sagt við BBC Radio hinn 8. október: „Íslensk stjórnvöld, hvort sem þið trúið því eða ekki, sögðu mér í gær að þau ætluðu sér ekki að virða skuldbindingar sínar hér.“ Í svari Darling vísar hann í samtal sitt við Árna í kjölfar setningar neyðarlaganna á Íslandi þar sem hann hafi spurt Árna hvort lögin fælu í sér að sparifjáreigendum yrði mismunað á grundvelli þjóðernis. Árni hefði sagt svo vera og að hann teldi það ekki brjóta í bága við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES). [...]".

Og í desember 2008 ályktar Alþingi þess efnis að fela stjórnvöldum að gera samninga vegna innstæðureikninga á EES-svæðinu. Gert var samkomulag við Bresk og Hollensk yfirvöld um lántöku hjá ríkjunum til að Ísland gæti tryggt lágmarksinnstæðuvernd.

Og í júní 2009 var gengið frá samningum við Breta og Hollendinga vegna Icesave-málsins eftir rúmlega hálfs árs viðræður. En í Júlí 2009 varð ekki nægur meirihluti fyrir samningunum um ríkisábyrgð og þá hafði Alþingi haft málið til umfjöllunar allt það sumar. En fjárlaganefnd vann þá á þessum tíma í tíu vikur að því að ná sátt um frumvarpið. Sem endaði á þann hátt, að í ágúst 2009 samþykkti Alþingi frumvarp frá fjármálaráðherra um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldanna með þeim fyrirvara að ríkisábyrgðin myndi taki gildi ef Bretar og Hollendingar myndu sætta sig við þá fyrirvara sem settir voru. Og í september 2009 staðfesti Forseti Íslands lögin um ríkisábyrgð á lánum Tryggingarsjóðs innistæðueiganda og fjárfesta frá Breska og Hollenska ríkinu með áritaðri tilvísun til fyrirvara Alþingis. Og í október 2009 undirritar Fjármálaráðherra sérstakan samþykktar- og viðaukasamning Íslendinga, Breta og Hollendinga vegna Icesave-samkomulagsins. Icesaving, samtök Hollenskra innistæðueigenda Icesave-reikninga, kæra Fjármálaeftirlit (FME) til Eftirlits-stofnunar EFTA í Brussel vegna stofnunar Nýja Landsbankans á grundvelli neyðarlaganna. En í desember 2009 hafði Alþingi samþykkt Icesave-lagafrumvarpið með 33 atkvæðum gegn 30.

Enn í lok ársins 2009 og byrjun 2010 mótmælti meirihluti þjóðarinnar Icesave og þar með synjaði Forseti Íslands Icesave-lögunum staðfestingar eftir að hafa fengið í hendur áskorun InDefence-hópsins með um tæplega 60.000 undirskriftir [**].

Staðreyndir => Útfrá sögu þessa máls, þá byrjuðu Icesave atburðirnir í Bretlandi, London... Því næst fara þeir til Hollands, með þá viðvörun að netreikningarnir eru ekki í dótturfyrirtæki... Í Bandaríkjunum kemur upp heims gjaldþrot Lehman Brothers, enn á meðan segja Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson að Íslensk stjórnvöld myndu styðja fall Íslensku bankana... Þegar bankarnir féllu, fékk Ísland hryðjuverkalög frá Árna Mathiesen undir handleiðslu Gordon Browns útaf misskilningi Alistair Darlings...  Og eftir þær hamfarir hafa Icesave I, II & III verið búnir til... Enn hvar var boðið uppá dómstólaleiðina í þessu kjaftæði???

Það er nefnilega spurningin; hvenær fær þjóðin réttlæti? Ef þjóðin segir "Já!" við þessar staðreyndir, hvað er þá rétt og hvað er þá rangt í þessu öllu saman. Því þá er maður orðinn hræddur um, að það er eitthvað stórlaga að. Því ef maður lendir í órétt, er þá ekki þannig með farið að maður sækir eftir rétt sínum, og ef "Jáið!" kemur upp, er maður þá ekki búinn að afsala þeim rétti, sem þýðir, þá verður aldrei dæmt í þessu máli???

Ef þjóðin vill réttlæti, sækjum rétt okkar og sendum málið til dómstóla, og segjum: "Nei!!!" þann => 9. apríl 2011.

Kær kveðja frá ykkar einlæga vin,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband