Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2024
Þegar Hið Góða Er Litið Á Sem Illt!
30.11.2024 | 01:46
Þegar maður gengur þessu lífi. Þá er aldrei, sem mennskur, eins og aðrir, auðvelt að upplifa það sem gerist, hvort það sé af hinu góða eða af hinu illa. Enda höfum við öll val á milli þessa beggja hluta. Þannig hver er munurinn á milli þessa tveggja hluta, veit það einhver, ef svo, hver er munurinn á milli, er gott illt eða er illt gott, hvað er hvað?
Því eins og kom einu sinni vitnað: Vei þeim, SEM KALLA HIÐ ILLA GOTT OG HIÐ GÓÐA ILLT, sem gjöra myrkur að ljósi og ljós að myrkri, sem gjöra beiskt að sætu og sætt að beisku. (Jesaja 5:20), á meðan annarstaðar vitnar: Breyttu ekki eftir því, SEM ILLT ER, minn elskaði, heldur eftir því, SEM GOTT ER. Sá SEM GOTT GJÖRIR heyrir Guði til, en sá SEM ILLT GJÖRIR hefur ekki séð Guð. (Þriðja Jóhannesarbréf 1:11).
Nei, af því sem maður hefur heiðarlega lært: Þá er hið góða aldrei illt, né hið illa gott., enda veit maður á milli þessa beggja hluta, en maður veit ekki um aðra, hvort þau vita í raun muninn þar á milli. Á meðan maður sér ekki aðra kunna að vilja gera gott, þegar hið illa stjórnar öllu, þar sem gott er illt og illt er gott, í augum margra, því miður. Enda lifir hver og einn því sem gerist, að velja: Á að stunda góðmennsku eða illmennsku?. Bara spurning, ef einhver hefur svar. Þannig veit einhver svarið. Ef svo, af hverju er erfitt að gera hið góða, ekki hið illa, hver er munurinn þar á milli, veit það einhver?
Þannig njótið lífsins, kær kveðja,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)