Bloggfærslur mánaðarins, desember 2017

Er biskup Íslands fégjarn?

Ekki er mikið vitnað um biskupstarf í ritningunni, en þeir þrír staðir sem okkar Íslenska biblíuþýðing vitnar um þeirra starfsemi, segir: „ÞAÐ ORÐ ER SATT, AÐ SÆKIST EINHVER EFTIR BISKUPSSTARFI, ÞÁ GIRNIST HANN FAGURT HLUTVERK. • BISKUP Á AÐ VERA ÓAÐFINNANLEGUR, einkvæntur, bindindissamur, hóglátur, háttprúður, gestrisinn, góður fræðari. • Ekki drykkfelldur, ekki ofsafenginn, heldur gæfur, ekki deilugjarn, EKKI FÉGJARN. [1 Tímóteusarbréf 3:1-3]“, og aftur þar sem vitnar: „ÞVÍ AÐ BISKUP Á AÐ VERA ÓAÐFINNANLEGUR, ÞAR SEM HANN ER RÁÐSMAÐUR GUÐS. Hann á ekki að vera sjálfbirgingur, ekki bráður, ekki drykkfelldur, ekki ofsafenginn, EKKI SÓLGINN Í LJÓTAN GRÓÐA. [Títusarbréf 1:7]“, þannig útfrá þessu eins og ritningin vitnar um biskupstarf, þá virðist vera að biskup Íslands nær víst ekki almennilega að skilja útfrá sínu starfi þegar ritningin vitnar um að biskup á að vera óaðfinnanlegur í öllu sínu starfi og ekki fégjarn með því að gerast sólgin í ljótan fégróða.

Því eins og staða Íslands í launamálum er, þá virðist vera að biskup Íslands sé ekki að fara eftir boðskap Krists sem sá biskup prédikar um í sínu starfi, því ef biskup Íslands er Kristinna trúa og segist boða sannleikann sem ritningin talar um, þá á sá biskup sem góður fræðari að vita hvað boðskapur Krists hefur að segja um þann sannleik sem Kristur vitnaði til þeirra Gyðinga sem tóku trú á hann, þar sem vitnar: „Þá sagði Jesús við Gyðingana, sem tekið höfðu trú á hann: "EF ÞÉR ERUÐ STÖÐUGIR Í ORÐI MÍNU, ERUÐ ÞÉR SANNIR LÆRISVEINAR MÍNIR • OG MUNUÐ ÞEKKJA SANNLEIKANN, OG SANNLEIKURINN MUN GJÖRA YÐUR FRJÁLSA." [Jóhannesarguðspjall 8:31-32]“, sem einfaldlega þýðir að sá sannleikur sem Kristur talar hér um, er sá sannleikur sem biskup Íslands þekkir orðið ekki lengur með því að taka á móti þeim fégræðgilaunum sem þeim biskupi er boðið af skattgreiðendum sinna eigin þjóðar, því eins og staða biskup Íslands er nú á dögum, þá er orðið grátlegt að sjá hvernig þjóðkirkjur hafa komist upp með að misnota sína stöðu útfrá fégræðgi.

Því þegar Kristur fyrst sendi sína lærisveina sem seinna meir urðu postular, þá sagði Kristur við þá þegar hann sendi þá til að prédika fagnaðarerindið: „Farið og prédikið: ,Himnaríki er í nánd.` • Læknið sjúka, vekið upp dauða, hreinsið líkþráa, rekið út illa anda. GEFINS HAFIÐ ÞÉR FENGIÐ, GEFINS SKULUÐ ÞÉR LÁTA Í TÉ. • TAKIÐ EKKI GULL, SILFUR NÉ EIR Í BELTI, • EIGI MAL TIL FERÐAR EÐA TVO KYRTLA OG HVORKI SKÓ NÉ STAF. VERÐUR ER VERKAMAÐURINN FÆÐIS SÍNS. [Matteusarguðspjall 10:7-10]“, og síðan þegar lærissveinarnir urðu að postulum og þegar heilagur andi kom fyrst á hvítasunnudegi og þegar margir fóru að taka trú á Krist á þeim tíma, er um þá trúaða safnaðarmeðlimi vitnað: „ALLIR ÞEIR SEM TRÚÐU HÉLDU HÓPINN OG HÖFÐU ALLT SAMEIGINLEGT. • ÞEIR SELDU EIGNIR SÍNAR OG FJÁRMUNI OG SKIPTU MEÐAL ALLRA EFTIR ÞVÍ SEM HVER HAFÐI ÞÖRF Á. [Postulasagan 2:44-45]“, sem sínir að þegar postularnir komu fyrst saman og allir þeir sem tóku trú á Krist, þá höfðu þau öll það sameinilegt að selja allar eignir sínar og deila þeim jafnt á milli sín, sem því miður maður sér ekki að gerast á meðal trúaðra sem segjast trúa á Krist nú á dögum, eins og ritningin segir um þá sem vilja gerast fégjarnir eins og biskup Íslands vill gerast og aðrir svokallaðir Kristnir prédikarar og prestar sem segjast boða fagnaðarboðskap Krists sem um þá er vitnað: „EF EINHVER FER MEÐ ANNARLEGAR KENNINGAR OG FYLGIR EKKI HINUM HEILNÆMU ORÐUM DROTTINS VORS JESÚ KRISTS OG ÞVÍ, SEM GUÐRÆKNI VOR KENNIR, ÞÁ HEFUR HANN OFMETNAST OG VEIT EKKI NEITT. • Hann er sótttekinn af þrætum og orðastælum. Af þessu fæðist öfund, deilur, lastmæli, vondar hugsanir, • þjark og þras hugspilltra manna, SEM ERU SNEYDDIR SANNLEIKANUM, EN SKOÐA GUÐHRÆÐSLUNA SEM GRÓÐAVEG. • JÁ, GUÐHRÆÐSLAN SAMFARA NÆGJUSEMI ER MIKILL GRÓÐAVEGUR. • ÞVÍ AÐ EKKERT HÖFUM VÉR INN Í HEIMINN FLUTT OG EKKI GETUM VÉR HELDUR FLUTT NEITT ÚT ÞAÐAN. • EF VÉR HÖFUM FÆÐI OG KLÆÐI, ÞÁ LÁTUM OSS ÞAÐ NÆGJA. • EN ÞEIR, SEM RÍKIR VILJA VERÐA, FALLA Í FREISTNI OG SNÖRU OG ALLS KYNS ÓVITURLEGAR OG SKAÐLEGAR FÝSNIR, ER SÖKKVA MÖNNUNUM NIÐUR Í TORTÍMINGU OG GLÖTUN. • FÉGIRNDIN ER RÓT ALLS ÞESS, SEM ILLT ER. VIÐ ÞÁ FÍKN HAFA NOKKRIR VILLST FRÁ TRÚNNI OG VALDIÐ SJÁLFUM SÉR MÖRGUM HARMKVÆLUM. [1 Tímóteusarbréf 6:3-10]“, þá sínir þetta vers að margir á tímum postulanna voru farnir að gerast fégjarnir og farin að skoða veg sannleikans sem þau höfðu kynnst í sínu lífi sem gróðaveg, sem því miður er líka að gerast á okkar dögum að svokallaðir Kristnir prédikarar, prestar og biskupar eru farin að lastmæla sannleikanum með vondum hugsunum með því að vilja skoða guðshræðsluna sem gróðaveg, mörgum því miður til sorglegra harmkvæla sem gerir það kleift að margir safnaðarmeðlimir hafa misst trúna vegna græðgi þeirra kirkjuhúsa og safnaða sem hefur sökkt marga niður í tortímingu og glötun vegna þeirra skaðsemi sem fylgir þegar þó nokkuð margir Kristnir prédikarar, prestar og biskupar hafa villst frá trúnni og valdið sálfum sér og mörgum skaðlegra harmkvæla útaf þeirra græðgi sem skaðað hefur starfsemi kristnitrúarinnar.

Sem og er engin furða að biskup Íslands sé á villigötum þegar sá biskup þiggur laun af skattgreiðendum sínum, hátt uppí milljón á mánuði, að margir séu hættir að trúa, vegna fégræðgi biskupsins sem forðast að vilja tala um þá viðkvæmu stöðu sem veldur því að margir safnaðarmeðlimir hafa tekið þá ákvörðun að skrá sig úr þjóðkirkjunni sem er ekki lengur að þjóna þeim sannleik sem gefur frelsi, á meðan að biskup þjóðkirkjunnar finnst það sjálfsagður hlutur að skoða guðshræðsluna sem gróðaveg, sem því miður hefur valdið skaðleg harmkvæli útaf þeirra græðgistarfsemi í að vilja ekki fara eftir þeim boðskapi sem þau prédika til sinna safnaðarmeðlima.

Því af hverju þarf biskup Íslands á milljónakrónalaunum að halda þegar Kristur vitnaði: „Jesús sagði við hann: "EF ÞÚ VILT VERA FULLKOMINN, SKALTU FARA, SELJA EIGUR ÞÍNAR OG GEFA FÁTÆKUM, OG MUNT ÞÚ FJÁRSJÓÐ EIGA Á HIMNUM. KOM SÍÐAN, OG FYLG MÉR." [Matteusarguðspjall 19:21]“, og þegar postularnir og fyrstu safnaðarmeðlimirnir á tímum postulanna seldu allar eigur sínar og deildi þeim á milli sín, af hverju getur biskup Íslands ekki gert hið sama, því er það ekki Kristur sjálfur sem er biskup sálna þeirra sem trúa, eins og ritningin vitnar: „Þér voruð sem villuráfandi sauðir, en nú hafið þér snúið yður til hans, sem er hirðir og BISKUP SÁLNA YÐAR. [Péturs 2:25]“, eða heldur virkilega biskup Íslands með sínum milljónakrónalaunum að sá biskup sé æðri en Kristur sjálfur og geti þar með bara litið fram hjá því sem Kristur kenndi og farið sínar eigin leiðir með því að skoða guðshræðsluna sem gróðaveg?

Nei því miður ef sá biskup telur að það sé eðlilegt að græða á skattgreiðendum með því að fá milljónakrónalaun á mánuði, þá því miður er sá biskup ekki lengur að þjóna þeim sannleik sem Kristur kenndi, að sannleikurinn gerir mann frjálsan ef við fylgjum boðum hans í einu og öllu. Því ef einhver segist vera Kristinna trúa og fylgir ekki hans boðum, þá því miður er sú manneskja ekki Kristinna trúa, alveg sama hversu mikið sú manneskja segist tilheyrast Kristi, þegar sú manneskja er í raun og veru ekki að gera það eins og Kristur kennir hvernig á að þjóna honum. Þannig ef biskup Íslands segist vera Kristinna trúa, þá ber þeim biskupi að fara eftir boðum Krists, en ekki að vera sækjast eftir guðshræðsluna sem gróðaveg sem því miður hefur verið að gerast í þó nokkuð mörg grátleg ár, sem endað hefur með því að safnaðarmeðlimir hafa refsað trúna á Krist Jesú vegna þeirra skaðsemi sem kirkjur eða söfnuðir hafa valdið útaf þeirri fíkn að sækjast eftir fégróða sem Kristur sjálfur biskup okkar sálna fordæmir eins og ritningin skýrlega kennir. Þannig ef biskup Íslands vill öðlast frið frá sinni þjóð, þá ætti sá biskup að sína fordæmi með því að fara eftir því sem þeirra æðsti biskup sálna þeirra kennir hverju sinni, sem er Kristur Jesús, og gera iðrun ef þau hafa villst frá trúnni vegna fégræðgi, og læra að virða náungan með því að vera honum til staðar í kærleik, án græðgi, eins og ritningin kennir hverju sinni.

Og að lokum: Þá langar mér sem skrifar þessa grein að bjóða ykkur á Facebook grúppusíðu, sem heitir: „Hvað er að vera Kristinn í trú? > What is to be a Christian in faith?“, sem og er hægt að nálgast hér => https://www.facebook.com/groups/346828048726239/. Sjálf er þessi síða aðallega gerð til að vitna um þann sannleik sem gefur frelsi, og er ekki einhver trúarsöfnuður sem krefst þess að meðlimir þeirra síðu borgi einhver gjöld fyrir að tilheyrast þeirri síðu, sem þýðir að þau sem tilheyrast þeirri síðu, eru sem bræður og systkini í Kristi Jesú. Og á þessari síðu er mikið varað við falskenningar margra safnaðra og kirkjuhúsa sem leitt hefur marga í villu um sannkristna trúna, þannig búast má við því að ekki séu margir sammála öllu því sem er á þeirri síðu, en ef sannleikurinn á að koma fram eins og hann er klæddur, þá er þessi síða aðallega gerð til að vitna um þann sannleik sem er ekki alltaf hreinskilin, en nógu hreinskilin til að vara við því sem er að gerast í þeim kirkjum og söfnuðum sem þora nú til dags ekki að tala um þann sannleik, sem gefur frelsi. Þannig verið velkomin á þessa Facebook grúppusíðu, því ekki þarf að borga neitt fyrir að tilheyrast þessari síðu, enda á boðskapur Krists að vera frí gjöf, en ekki sem gróðavegur.

Kær kveðja frá sannleikanum sem gefur frelsi,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband