Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015
Rangtúlkanir og misskilningur!
31.3.2015 | 14:45
Rosalega eru margir duglegir við að rangtúlka rit biblíunnar, eins og hann Jón Trausti Reynisson á veftímariti stundin.is sem skrifaði þann, 29. mars 2015, undir titlinum: Þegar það þurfti að drepa öll þessi börn, sem er engin furða, því biblían hefur verið í aldar raðir hulin ráðgáta þeim sem teljast vera vitir, sem útfrá misskilningi leika sér að rangtúlka boð hennar sér og öðrum til háborinnar skammar.
Því ef menn hefðu réttan skilning á því hvað hvert orð ritningarinnar hefur að segja, þá væru menn ekki nú til dags að deila um hvað hún segir hverju sinni, heldur myndu þeir ná að skilja tilgang þess af hverju Guð leifir vissa hluti sem mönnum finnst vera skrítið að Hann skuli leifa. Því eitt verðum við að átta okkur á, að við mannkynið erum fædd undir því lögmáli að skilgreina hvað er gott og hvað er illt, sem og okkar heimur er orðinn meiri hliðhollari við að gangast eftir hinu illa heldur en hinu góða. Því hvað er gott og hvað er illt, veit mannkyn það nú á dögum?
Stórt er spurt, sem eflaust eru lítil svör við. Því ef menn myndu skilgreina rétt hver munurinn er á milli góðs og ills, þá væri ekki ágreiningur þar á milli. Þýðir þetta þá að barnamorð sé í góðu lagi? Nei og aftur nei, en útfrá því sem margir halda, þá túlka þeir biblíuna þannig að Guð ritningarinnar er að leifa barnadráp. Enn er það svo með farið að Guð ritningarinnar er að leifa barnadráp? Já er svarið hjá þeim sem vilja skilja það þannig, en nei hjá þeim sem læra að skilja rétt tilgang þess af hverju Guð ritningarinnar leifir vissa hluti að gerast. Þannig hver er tilgangur Guðs að leifa það að börn hafa dáið undir Hans refsihendi?
Og til þess að reyna að svara þessari spurningu rétt, þá þarf maður að spyrja aðra spurningu: Af hverju eru illgjarnir valdmenn og valdfíklar að drepa sér til skemmtunar margar þjóðir með þrældómi, hungri og fátækt?, því fyrir mörgum þá finnst þeim þessar aðferðir sem valdmenn og valdfíklar gera, vera töff og eðlilegur hlutur, semsagt það er allt í lagi að illska fái að ráða ríkjum, því illska í augum margra er sama sem og að gera gott.
Sem dæmi, ef maður vitnar um það sem biblían hefur að segja, þá segir hún: Vei þeim, sem kalla hið illa gott og hið góða illt, sem gjöra myrkur að ljósi og ljós að myrkri, sem gjöra beiskt að sætu og sætt að beisku. (Jesaja 5:20). Þannig af hverju hefur Guð ritningarinnar leift það sem menn vilja kalla að Hann sé barnamorðingi?
Og til að geta lýst þessari spurningu, þá þarf því miður að vitna í þá bók sem margsinnis hefur verið misskilin, sem dæmi, eins og Sálmabókin orðar það: Drottinn, Guð hefndarinnar, Guð hefndarinnar, birst þú í geisladýrð! Rís þú upp, dómari jarðar, endurgjald ofstopamönnunum það er þeir hafa aðhafst! Hversu lengi, Drottinn, eiga illir menn, hversu lengi, Drottinn, eiga illir menn að fagna? Þeir ausa úr sér drambyrðum, allir illvirkjarnir rembast. Þeir kremja lýð þinn, Drottinn, þjá arfleifð þína, drepa ekkjur og aðkomandi og myrða föðurlausa og segja: Drottinn sér það ekki, Jakobs Guð tekur eigi eftir því. Takið eftir, þér hinir fíflsku meðal lýðsins, og þér fáráðlingar, hvenær ætlið þér að verða hyggnir? Mun sá eigi heyra, sem eyrað hefir plantað, mun sá eigi sjá, sem augað hefir til búið? Skyldi sá er agar þjóðirnar eigi hegna, hann sem kennir mönnunum þekkingu? Drottinn þekkir hugsanir mannsins, að þær eru einber hégómi. Sæll er sá maður, er þú agar, Drottinn, og fræðir í lögmáli þínu, til þess að hlífa honum við mótlætisdögunum, uns gröf er grafin fyrir óguðlega. Því að Drottinn hrindir eigi burt lýð sínum og yfirgefur eigi arfleifð sína, heldur mun rétturinn hverfa aftur til hins réttláta, og honum munu allir hjartahreinir fylgja. Hver rís upp mér til hjálpar gegn illvirkjunum, hver gengur fram fyrir mig gegn illgjörðamönnunum? (Sálmar 94:116).
Sem og margir myndu vera mjög duglegir við að rangtúlka þessi vers sér til skemmtunar. Enn eins og þessi Sálmur orðar þetta, þá verðum við að skilja það að þetta er bæn að Guð endurgjaldi þeim sem illt fremja í Hans návist, semsagt Guð er lýstur sem dómari og útfrá Hans lögmáli (semsagt boðorðunum 10 sem lög gamla testamentisins eru túlkuð og byggð eftir, einsog þegar stjórnvöld túlka stjórnarskránna og búa til lög eftir henni), þá er Guði lýst sem dómara sem dæmir réttlátlega. Enn því miður þegar dómur Guðs lendir á mennina, þá því miður lenda margir sem verðskulda ekki þann dóm undir þann dóm sem Guð dæmir, einsog þegar konungar, ríkistjórnir eða forsetar dæma þjóðir með stríði, þá því miður lenda margir undir þeim dómi sem þessir valdhafar hafa dæmt.
Þannig er Guð biblíunnar ranglátur dómari, einsog Sálmarnir orða það: Guð er réttlátur dómari, hann reiðist illskunni dag hvern. (Sálmar 7:12)? Því einsog það sem Jón Trausti Reynisson túlkar með því að vitna í Annarri Mósebók 11:46 sem orðast á þennan hátt: Þá sagði Móse: "Svo segir Drottinn: ,Um miðnætti vil ég ganga mitt í gegnum Egyptaland, og þá skulu allir frumburðir í Egyptalandi deyja, frá frumgetnum syni Faraós, sem situr í hásæti sínu, til frumgetnings ambáttarinnar, sem stendur við kvörnina, og allir frumburðir fénaðarins. Þá skal verða svo mikið harmakvein um allt Egyptaland, að jafnmikið hefir ekki verið og mun aldrei verða.
Því eins og ég fyrst skrifaði hér fyrir ofan: Já er svarið hjá þeim sem vilja skilja það þannig, en nei hjá þeim sem læra að skilja rétt tilgang þess af hverju Guð ritningarinnar leifir vissa hluti að gerast., þá er Guð biblíunnar ekki ranglátur dómari einsog margir halda fram. Því til að skilja rétt hvað þetta ritningarvers er að segja, þá var Guð að nota Móse til að frelsa Ísraelsmenn undan valdkúgun Farós sem misbeitti vald sitt með því að þræla Ísraelsmenn óréttlátum þrældómi, sem nú á dögum margir myndu sjálfir hrópa eftir að valdmenn margra þjóða ættu að dæma, enn gera ekki því mörgum finnst það réttlátt að misþyrmingar á þrælum sé réttlátt á þá sem verðskulda ekki þann harðdóm. Enn þá kann einhver að segja: Enn er Guð ekki að leifa barnadráp útfrá þessum boðskapi?.
Því einsog Jón Trausti Reynisson heldur áfram að segja í hans skrifum, segir: Guð var reyndar ennþá hneigðari til að hvetja okkur til barnadrápa en kemur fram í Páskaævintýri hans í Egyptalandi. Honum var afar mikilvægt að við værum til í að drepa börn. Eitt skiptið fann hann hjá sér þörf til að sannfæra mann nokkurn, Abraham, um að fara með son sinn upp á fjall og slátra barnungum drengnum sínum þar eins og dýri. Það var ekki fyrr en Guð hafði brotið niður siðferði og vilja Abrahams þannig að hann var raunverulega kominn með hnífinn á loft til að drepa son sinn fyrir hann að hann gaf honum séns á að sleppa því. Þannig útfrá túlkun Jóns Trausta Reynissonar, þá er Guð biblíunnar að réttláta barnamorð, þegar Guð sjálfur í boðorðunum 10 segir: Guð talaði öll þessi orð og sagði: Ég er Drottinn Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig. Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnunum undir jörðinni. Þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær, því að ég, Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja misgjörða feðranna á börnunum, já í þriðja og fjórða lið, þeirra sem mig hata, en auðsýni miskunn þúsundum, þeirra sem elska mig og varðveita boðorð mín. og líka það sem áframhaldandi segir: Þú skalt ekki morð fremja. (Önnur Mósebók 20:16 og vers 13). Þannig er Guð biblíunnar að fremja morð með því að leifa það að börn deyja undir Hans dómi?
Fyrir mörgum myndu þeir segja, eins og hvernig Jón Trausti Reynisson orðar það: Guð var reyndar ennþá hneigðari til að hvetja okkur til barnadrápa, semsagt í augum Jón Trausta Reynissonar, þá er Guð biblíunnar barnamorðingi, tildæmis með því að segja: Eitt skiptið fann hann hjá sér þörf til að sannfæra mann nokkurn, Abraham, um að fara með son sinn upp á fjall og slátra barnungum drengnum sínum þar eins og dýri. Þannig hver var tilgangur Guðs þegar hann bað Abraham að fórna sýnum eingetna syni?
Fyrir þá sem skilja rétt þessa hegðun Guðs til Abrahams sem er kallaður ættfaðir Ísraelsmanna, sem og margir Ísraelsmenn kalla Guð sem Guð Abrahams. Þá var þetta táknmynd yfir því sem Guð í framtíðinni myndi einn daginn gera og gerði, var að Guð myndi einn daginn fórna sínum eingetnum syni, eins og þegar hann bað Abraham að gera það, nema undir þessum kringumstæðum þá stoppaði Guð Abraham með því að redda honum þá fórn sem Abraham átti í upphafi að nota sem fórn. Því einsog ritningin orðar þennan atburð þegar Abraham var beðin um að fórna sínum eingetnum syni, segir: Eftir þessa atburði freistaði Guð Abrahams og mælti til hans: Abraham! Hann svaraði: Hér er ég. Hann sagði: Tak þú einkason þinn, sem þú elskar, hann Ísak, og far þú til Móríalands og fórna honum þar að brennifórn á einu af fjöllunum, sem ég mun segja þér til. og líka: Og Abraham sagði: Guð mun sjá sér fyrir sauð til brennifórnarinnar, sonur minn. Og svo gengu þeir báðir saman. En er þeir komu þangað, er Guð hafði sagt honum, reisti Abraham þar altari og lagði viðinn á, og batt son sinn Ísak og lagði hann upp á altarið, ofan á viðinn. Og Abraham rétti út hönd sína og tók hnífinn til að slátra syni sínum. Þá kallaði engill Drottins til hans af himni og mælti: Abraham! Abraham! Hann svaraði: Hér er ég. Hann sagði: Legg þú ekki hönd á sveininn og gjör þú honum ekkert, því að nú veit ég, að þú óttast Guð, þar sem þú synjaðir mér ekki um einkason þinn. Þá varð Abraham litið upp, og hann sá hrút bak við sig, sem var fastur á hornunum í hrísrunni. Og Abraham fór og tók hrútinn og bar hann fram að brennifórn í stað sonar síns. Og Abraham kallaði þennan stað Drottinn sér, svo að það er máltæki allt til þessa dags: Á fjallinu, þar sem Drottinn birtist. Engill Drottins kallaði annað sinn af himni til Abrahams og mælti: Ég sver við sjálfan mig, segir Drottinn, að fyrst þú gjörðir þetta og synjaðir mér eigi um einkason þinn, þá skal ég ríkulega blessa þig og stórum margfalda kyn þitt, sem stjörnur á himni, sem sand á sjávarströnd. Og niðjar þínir skulu eignast borgarhlið óvina sinna. Og af þínu afkvæmi skulu allar þjóðir á jörðinni blessun hljóta, vegna þess að þú hlýddir minni röddu. (Fyrsta Mósebók 22:12 og vers 818)".
Sem og nýja testamentið vitnar um það sem Abraham gerði, sem segir: Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá. Fyrir hana fengu mennirnir fyrr á tíðum góðan vitnisburð. Fyrir trú skiljum vér, að heimarnir eru gjörðir með orði Guðs og að hið sýnilega hefur ekki orðið til af því, er séð varð. og líka: Fyrir trú hlýddi Abraham, er hann var kallaður, og fór burt til staðar, sem hann átti að fá til eignar. Hann fór burt og vissi ekki hvert leiðin lá. Fyrir trú settist hann að í hinu fyrirheitna landi eins og útlendingur og hafðist við í tjöldum, ásamt Ísak og Jakob, er voru samerfingjar með honum að hinu sama fyrirheiti. Því að hann vænti þeirrar borgar, sem hefur traustan grunn, þeirrar, sem Guð er smiður að og byggingarmeistari. Fyrir trú öðlaðist Abraham kraft til að eignast son, og þó var Sara óbyrja og hann kominn yfir aldur. Hann treysti þeim, sem fyrirheitið hafði gefið. Þess vegna kom út af honum, einum manni, og það mjög ellihrumum, slík niðja mergð sem stjörnur eru á himni og sandkorn á sjávarströnd, er ekki verður tölu á komið. Allir þessir menn dóu í trú, án þess að hafa öðlast fyrirheitin. Þeir sáu þau álengdar og fögnuðu þeim og játuðu, að þeir væru gestir og útlendingar á jörðinni. Þeir, sem slíkt mæla, sýna með því, að þeir eru að leita eigin ættjarðar. Hefðu þeir nú átt við ættjörðina, sem þeir fóru frá, þá hefðu þeir haft tíma til að snúa þangað aftur. En nú þráðu þeir betri ættjörð, það er að segja himneska. Þess vegna blygðast Guð sín ekki fyrir þá, að kallast Guð þeirra, því að borg bjó hann þeim. Fyrir trú fórnfærði Abraham Ísak, er hann var reyndur. Og Abraham, sem fengið hafði fyrirheitin, var reiðubúinn að fórnfæra einkasyni sínum. Við hann hafði Guð mælt: Afkomendur Ísaks munu taldir verða niðjar þínir. Hann hugði, að Guð væri þess jafnvel megnugur að vekja upp frá dauðum. Þess vegna má svo að orði kveða, að hann heimti hann aftur úr helju. (Hebreabréf 11:13 og vers 819).
Sem þýðir, að Guð var að sjá hversu mikið Abraham ættfaðir margra kynslóða myndi gera einsog ritningin orðar það því að nú veit ég, að þú óttast Guð, semsagt Guð vildi reyna á trú Abrahams með því að biðja Abraham að fórna sínum eingetna syni, sem og annarstaðar í ritningunni segir: Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann. Sá sem trúir á hann, dæmist ekki. Sá sem trúir ekki, er þegar dæmdur, því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs sonarins eina. En þessi er dómurinn: Ljósið er komið í heiminn, en menn elskuðu myrkrið fremur en ljósið, því að verk þeirra voru vond. Hver sem illt gjörir hatar ljósið og kemur ekki til ljóssins, svo að verk hans verði ekki uppvís. En sá sem iðkar sannleikann kemur til ljóssins, svo að augljóst verði, að verk hans eru í Guði gjörð. (Jóhannesarguðspjall 3:1621). Þannig er Guð að hvetja fólk til þess að drepa börn einsog margir vilja túlka orð ritningarinnar hverju sinni?
Því ef rit biblíunnar er rétt túlkað hverju sinni, þá er Guð ekki að hvetja til barnadráps. Heldur að kenna okkur að treysta Honum og trúa, því með trú þá er ekkert ómögulegt fyrir Guði, því þegar Guð sér okkar rétta trú, þá er Hann okkur alltaf til staðar þegar á reynir, einsog þegar Guð var Abraham til staðar með því að redda honum rétta fórn til þess að fórna.
Þannig hver var tilgangur Jón Trausta Reynissonar að skrifa þessa grein, sem og hann kallar Þegar það þurfti að drepa öll þessi börn? Jú, nú bráðlega munu páskar byrja sem minning þess að Jesús, kallaður Kristur, dó og reis upp frá dauðum. Sem útfrá biblíunni þýðir, að páskalambið var fórnað fyrir mannkyninu til þess, eins og ritningin orðar það, að: Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann. (Jóhannesarguðspjall 3:17), eða eins og annarstaðar segir: Drottinn talaði við Móse í Sínaí-eyðimörk á öðru ári eftir brottför þeirra af Egyptalandi, í fyrsta mánuðinum, og sagði: Ísraelsmenn skulu halda páska á tilteknum tíma. Á fjórtánda degi þessa mánaðar um sólsetur skuluð þér halda þá á hinum tiltekna tíma. Eftir öllum skipunum og öllum ákvæðum um þá skuluð þér halda þá. Móse bauð Ísraelsmönnum að halda páskana. Og þeir héldu páska í fyrsta mánuðinum, hinn fjórtánda dag mánaðarins, um sólsetur, í Sínaí-eyðimörk. Ísraelsmenn gjörðu að öllu leyti svo sem Drottinn hafði boðið Móse. og líka: "Á fjórtánda degi hins annars mánaðar, um sólsetur, skulu þeir halda þá; með ósýrðu brauði og beiskum jurtum skulu þeir eta páskalambið." "Engu skulu þeir leifa af því til morguns, og ekkert bein í því skulu þeir brjóta; skulu þeir halda páska eftir öllum páskalögunum." (Fjórða Mósebók 9:15 og vers 1112), semsagt páskarnir á tímum Móse var táknmynd uppá dauða og upprisu Krists, lamb Guðs sem engin bein mátti brota, því þegar Kristur hékk á krossinum sem og ritningin segir: Kristur keypti okkur undan bölvun lögmálsins með því að taka á sig bölvun þess fyrir okkur því að ritað er: "Bölvaður er hver sá sem á tré hangir." (Galatabréf 3:13) og Drottinn er nálægur þeim er hafa sundurmarið hjarta, þeim er hafa sundurkraminn anda, hjálpar hann. Margar eru raunir réttláts manns, en Drottinn frelsar hann úr þeim öllum. Hann gætir allra beina hans, ekki eitt af þeim skal brotið. (Sálmar 34:1921), sem er spádómur þess sem rættist sem og Jóhannesarguðspjall vitnar um, sem segir: Nú var aðfangadagur, og til þess að líkin væru ekki á krossunum hvíldardaginn, báðu Gyðingar Pílatus að láta brjóta fótleggi þeirra og taka líkin ofan, enda var mikil helgi þess hvíldardags. Hermenn komu því og brutu fótleggi þeirra, sem með honum voru krossfestir, fyrst annars, svo hins. Þegar þeir komu að Jesú og sáu, að hann var þegar dáinn, brutu þeir ekki fótleggi hans. En einn af hermönnunum stakk spjóti sínu í síðu hans, og rann jafnskjótt út blóð og vatn. Sá er séð hefur, vitnar þetta, svo að þér trúið líka og vitnisburður hans er sannur. Og hann veit, að hann segir satt. Þetta varð til þess, að ritningin rættist: Ekkert bein hans skal brotið. Og enn segir önnur ritning: Þeir munu horfa til hans, sem þeir stungu. (Jóhannesarguðspjall 19:3137).
Þannig þegar Móses var hvatur til þess að halda páska, þá voru páskarnir gerðir til þess að mynnast þess að það er bara einn frelsari sem frelsaði Ísrael frá ánauðum Farós, og það var Drottinn Guð skapari himins og jarðar, með þau fyrirheiti að einn dag þá myndi Guð senda sinn eingetin son til þess að frelsa lýð sinn frá syndum sínum eða einsog ritningin orða það orðrétt: Hún mun son ala, og hann skaltu láta heita Jesú, því að hann mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra. (Matteusarguðspjall 1:21). Enn hvernig eru páskar nú á okkar öld haldið og eru þeir páskar samkvæmt kenningum biblíunnar haldnar á þann hátt sem hún kennir okkur að halda páska?
Ef satt á að segja, þá eru páskar á okkar nútíma öld ekki haldnir samkvæmt ritum biblíunnar. Því hver var það sem dó og uppreis frá dauðum, var það Kristur eða einhver páskaungi eða páskakanína sem fæddi egg og var krossfestur til þess að frelsa lýðinn frá syndum sínum? Því einsog ritningarnar hafa margsinnis varað við, þá ber okkur að varast villukenningar, einsog ritningin orðar það: Látið ekki afvegaleiða yður af ýmislegum framandi kenningum. Það er gott að hjartað styrkist við náð, ekki mataræði. Þeir, sem sinntu slíku, höfðu eigi happ af því. (Hebreabréfið 13:9), og líka: En falsspámenn komu einnig upp meðal lýðsins. Eins munu falskennendur líka verða á meðal yðar, er smeygja munu inn háskalegum villukenningum og jafnvel afneita herra sínum, sem keypti þá, og leiða yfir sig sjálfa bráða glötun. Margir munu fylgja ólifnaði þeirra, og sakir þeirra mun vegi sannleikans verða hallmælt. Af ágirnd munu þeir með uppspunnum orðum hafa yður að féþúfu. En dómurinn yfir þeim er löngu felldur og fyrnist ekki og glötun þeirra blundar ekki. (Síðara Pétursbréf 2:1-3).
Þannig útfrá þessu, þá því miður er boðskapur páskanna rangtúlkaður og ekki haldin samkvæmt kenningum biblíunnar, sem því miður hefur meira snúist um páskaegg eða páskakanínu en um sannleiksgildi þess að Guð elskar okkur og vill ekki að neinn glatist, eins og Jóhannesarguðspjall orðar það: Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann. (Jóhannesarguðspjall 3:1617).
Að lokum, þá langar mig sem er svo forvitinn að fá að vita: Hverjir eru kristnir? eða eins og Jón Trausti Reynisson orðar þessa spurningu mína, segir: Um 75% Íslendinga eru meðlimir í Þjóðkirkjunni og að meðtöldum öðrum kristnum trúfélögum eru hátt í níu af hverjum tíu Íslendingum skilgreindir sem kristnir. Því samkvæmt ritum biblíunnar eru til tvennskonar kristnar persónur, sannkristnir sem fara eftir boðum kærleikans og falskristnir sem afvegaleiða marga í villukenningum sér til skemmtunar. Þannig þegar fólk almennt kalla einhverja persónu að hún sé kristinn, er þá fólk almennt að tala um þá sannkristnu eða þá falskristnu?
Því einsog ritningarnar segja: En ef hann líður sem kristinn maður, þá fyrirverði hann sig ekki, heldur gjöri Guð vegsamlegan með þessu nafni. (Fyrra Pétursbréf 4:16) og Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn, og þeir munu gjöra stór tákn og undur til að leiða afvega jafnvel hina útvöldu, ef orðið gæti. (Matteusarguðspjall 24:24). Þannig þegar Jón Trausti Reynisson er að tala um kristna menn, hvorn af þeim er hann að tala um, þá sannkristnu eða þá falskristnu?
Með þessum orðum vill ég ljúka mína löngu grein, með því að vitna um það sem: Jesús svaraði þeim: Varist að láta nokkurn leiða yður í villu. (Matteusarguðspjall 24:4) og Hann svaraði: Varist að láta leiða yður í villu. Margir munu koma í mínu nafni og segja: Það er ég! og Tíminn er í nánd! Fylgið þeim ekki. (Lúkasarguðspjall 21:8) og Með því að þér vitið þetta fyrirfram, þér elskaðir, þá hafið gát á yður, að þér látið eigi dragast með af villu þverbrotinna manna og fallið frá staðfestu yðar. (Síðara Pétursbréf 3:17) og Ef einhver fer með annarlegar kenningar og fylgir ekki hinum heilnæmu orðum Drottins vors Jesú Krists og því, sem guðrækni vor kennir, þá hefur hann ofmetnast og veit ekki neitt. Hann er sótttekinn af þrætum og orðastælum. Af þessu fæðist öfund, deilur, lastmæli, vondar hugsanir, þjark og þras hugspilltra manna, sem eru sneyddir sannleikanum, en skoða guðhræðsluna sem gróðaveg. Já, guðhræðslan samfara nægjusemi er mikill gróðavegur. Því að ekkert höfum vér inn í heiminn flutt og ekki getum vér heldur flutt neitt út þaðan. Ef vér höfum fæði og klæði, þá látum oss það nægja. (Fyrra Tímóteusarbréf 6:38) og Þér elskaðir, trúið ekki sérhverjum anda, heldur reynið andana, hvort þeir séu frá Guði. Því margir falsspámenn eru farnir út í heiminn. (Fyrsta Jóhannesarbréf 4:1) og Þá sagði Jesús við Gyðingana, sem tekið höfðu trú á hann: "Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa." (Jóhannesarguðspjall 8:3132).
Þannig megi Sá sem þetta vottar segir: Já, ég kem skjótt. Amen. Kom þú, Drottinn Jesús! Náðin Drottins Jesú sé með öllum. (Opinberunarbók 22:2021).
Kær einlægs kærleiks og náðar kveðja,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Allar tilvitnanir sem eru í skáletri eru teknar úr biblíuþýðingu 1981.
Bloggar | Breytt 2.4.2015 kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af hverju að kjósa um ESB?
29.3.2015 | 07:13
Eru Íslendingar virkilega búnir að gleyma hvernig England með hryðjuverkalögum og Holland gáfu skít í okkur þegar við lentum í Icesave hrunið 2008?
Því ekki voru þeir mjög hjálpsamir þegar okkar þjóð lenti í þetta hundleiðinlega hrun. Því ekki var það allri þjóðinni að kenna að Icasave hrunið skall á þjóðina, enn samt vildi þingheimur kenna okkur og okkar framtíðar börn um Icesave og þvinga okkur til að borga skaðann sem örfáir gjörspilltir gráðugir einstaklingar frömdu gegn þjóðinni. Og nú vilja margir hugsa um að fá að kjósa um hvort Ísland vilji halda áfram að vera í ESB.
Ég spyr: Af hverju?. Heldur þjóðin virkilega að ESB geti bjargað okkur, þegar þau geta ekki bjargað aðrar þjóðir úr þeim vanda sem margar þjóðir eru komnar í?
Mitt svar við ESB er: NEI TAKK!.
En samt vill þjóðin eyða auð okkar til að hugsa um að kjósa um hvort við viljum halda áfram að vera í ESB. Frekar skrítið hvernig okkar þjóð hugsar og er fljót að gleyma því hvernig farið var illa með okkur þegar þetta Icesave rugl var í gangi, þegar Alþingi okkar þjóðar gerði þrjá samninga, einn mjög gallaðan samning sem var samþykktur af stjórnvöldum enn hafnaður af Englendingum og Hollendingum, en hinir tveir samningarnir þvingaðir til kosninga af þjóðinni og voru synjaðir af þjóðinni. En samt vilja Íslendingar hugsa um að vilja kannski ganga Í ESB.
Sorglegt hversu gullfiskaminni þjóðarinnar er fljótt að gleyma því sem gerðist 2008. Því ekki er ESB töfralausn þjóðar okkar þegar hún getur ekki hjálpað öðrum þjóðum sem lenda í vanda. Þannig frá mínu sjónarhorni, er betra fyrir okkur að forða okkur frá ESB, heldur en að lenda síðan meir í vanda einhvern tíman seinna.
Og ef gjaldmiðillin er höfuðverkur þjóðarinnar, þá þurfum við fyrst að eyða upp spillinguna sem er að grassera hér á landi. Því ef jafnræði okkar núverandi stjórnarskrá segir til að við séum jöfn, þá ber að hagræða laun okkar þjóðar útfrá því jafnræði. En á meðan gjörspilling okkar þjóðar er til staðar, þá er engin furða að auður okkar lands sé í vanda. Þannig mín skoðun er sú, ef stjórnvöld vilja bjarga þeim auð sem við eigum, þá þarf að uppræta þá spillingu sem er að eyða okkar landi.
Enn á meðan við erum undir þrældóm græðgiveldisins, þá því miður mun ekkert breytast á meðan valdmenn leika sér á því að traðka á okkar réttindi fyrir réttlátum launum. Þannig það sem þjóðin þarf að gera, er að sópa burt þessa vanheilögu valdmenn sem eru að skemma okkar þjóð.
Kær vonar kveðja til betri framtíða,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skömm okkar nútíma Ísland!
26.3.2015 | 18:19
Þegar maður var ungur og hraustur, gat maður gert margt og lifði sæmandi lífi, en nú á dögum lifir maður á þeim tekjum sem maður finnst hundleiðinlegt að kalla sem aumingjabætur sem því miður í skömm kallast örorkubætur. Var það ósk mín eða annarra sem lifa á þessum bótum að vilja lifa á þessum tekjum sem maður lifir nú á dögum?
Hreint og beint NEI!.
Enn svona gerist lífið, maður lendir í þeirri stöðu að gerast það sem margir nú á okkar dögum óska ekki eftir að þurfa að lifa við, að gerast öryrki. Af hverju er það skömm að lifa sem öryrki á þessu blessaða Íslandi?
Ef eitt töfra orð væri til, til að svara þessari erfiðri flóknu spurningu sem margir af þeim stjórnvöldum og aðrir valdhafar nútildags vilja ekki eftir forhertri þrjósku skilja og sem aðrar eineltisfordómafullar persónur sem hafa ekki lent í þeirri stöðu að lifa á örorkubótum og sem ekkert vita yfir höfuð hvað er að lifa þesskonar lífi. Þá þyrfti maður að skrifa heila bók um þá slæmu stöðu sem hver og einn öryrki lifir nú á okkar öld, sem og maður býst við að margir myndu ekki hafa áhuga á að lesa, nema þeir sem lifa á þessum bótum.
Enn með tilraun þessara bloggfærslu langar mig í hreinskilnu mannamáli að lýsa ástandinu af hverju öryrkjar lifa nú á okkar nútíma öld á þeim bótum sem margir kalla sem aumingjabætur og finnst það mikil skömm að lifa á.
Áður fyrr (tæp tvítugur, nú á fertugasta og öðru ári) gat maður lifað það sem kallast eðlilegt líf þegar maður byrjaði á örorkubótum, enn síðan (tæp þrettán árum frá þeim tíma er maður byrjaði fyrst á bótum) skall þessi hundleiðinlega kreppa árið 2008, og það fyrsta sem Steingrímur og Jóhanna gerðu þann 1. júlí 2009 var að láta skerða bætur bæði aldraðra og öryrkja, með það spurningamerki af hverju fóru þau inni á Alþingi að skerða bætur þessa tveggja láglaunahópa, sem engin skír svör eru til yfir, nema það að þetta hafi verið kvikindisskapur þeirra að gera það að skerða tekjur láglaunaðra einsog þau væru að refsa þeim fyrir eitthvað sem aldraðir og öryrkjar eiga engan rétt á að lifa eftir. Enn síðan að þetta gerðist, þá hafa aldraðir og öryrkjar gert margar tilraunir til að fá almennar leiðréttingar á þeim tekjulaunum sem stolið var af þeim á þeim tíma er Steingrímur og Jóhanna og þau inni á Alþingi gerðu þann kaldhæðnishlut að skerða bætur þeirra sem minnst áttu og eiga.
Og þegar stjórnvöld loksins þann 25. júní 2013 eftir loforðum byrjuðu að leiðrétta tekju laun öryrkja og aldraðra eftir þær kvikindisskerðingar sem Alþingi okkar þjóðar gerði á þessum lágtekjuhópum þann 1. júlí 2009 sem þá á þeim tíma voru örorkubætur tæp 165.500 kr. eftir skatta án húsaleigubóta og annarra auka bóta, sem og eftir hækkanir 2013 hækkuðu bæturnar tæp 168.500 kr. En nú á þessu árstímabili 2015 (tæp tuttugu og tveim árum er maður byrjaði á bótum) hækkuðu bæturnar tæp 172.500 kr. sem öryrkjar fá eftir skatta án húsaleigubóta og annarra auka bóta sem maður veit að enginn nú á okkar dögum getur lifað á. Þess vegna standa margir í fátæktargildru núverandi stjórnvalda sem leika sér að því að hundsa láglaunahópa dags daglega án þess að bæta almennilega þeirra kjör til að geta lifað mannsæmandi lífi.
Þannig maður spyr, er þetta það sem Ísland er orðið og á að vera? Að stjórnvöld og valdhafar okkar nútíma aldar leika sér í forhertri kaldhæðnisþrjósku á því að brjóta bæði stjórnarskrá og önnur landslög sem segja til að allir séu jafnir fyrir lögum og að allir eiga réttindi á því að geta lifað á mannsæmandi launum, sem og margir nú á okkar dögum gera ekki.
Þannig hver er töfra lausnin á þessum vanda sem stjórnvöld hafa skapað frá hruni 2008, að vilja ekki legfæra betur kjör okkar allra Íslendinga sem lifum á lágtekjulaunum?
Jú það fyrsta sem þarfnast breytinga í þessu handónýta stjórnarkerfi sem virkar orðið ekkert lengur, er að stjórnvöld læri að lifa á þessum tekjum sem allir lágtekjuhópar lifa dags daglega. Og síðan þarf að skerpa betur lögin um það að allir þeir sem fá laun frá ríkinu, sem og allir skattgreiðendur borga í, fái sömu laun og allir þeir sem lifa á þeim launum sem hver og einn þarf að lifa hverju sinni, semsagt að hætta öllu þessu einelti sem lagt er á herðar allra sem teljast jafnir fyrir okkar æðstu lögum sem kallast stjórnarskrá okkar æðstu laga.
Og þar til að stjórnvöld læra þá flóknu og mjög erfiða kúnst að fara eftir okkar æðstu lög sem kallast stjórnarskrá sem segir Allir eru jafnir fyrir lögum, þá fyrst munu landsmenn okkar þjóðar sem eru orðin gubbandi þreytt á þeirra gjör eyðileggjandi spillingu sem skapast hefur upp á þessu blessaða landi læra að heiðra þau.
Þannig þangað til að stjórnvöld og aðrir valdahafar læra þá flóknu og mjög erfiða kúnst að fara eftir þá stjórnarskrá sem talar um jafnrétti allra. Þá fyrst munu landsmenn læra að virða stjórnvöld og valdhöfum, sem því miður nú á dögum þjóðin treystir engan veginn. Þannig ef stjórnvöld og valdhafar sem eru að semja við landsmenn um launakjör vilja fá sátt frá öllum landsmönnum, byrjið þá núna að læra þá kúnst að vera heiðarleg við ykkar þjóðfélagsþegna sem borgar ykkur þau laun sem þið leifið ykkur að lifa á, sem því miður eru misjöfnunarlaun sem eiga ekki að eiga sér til staðar í okkar þjóðfélagi, enn vegna græðgi og spillingu er því miður að skemma okkar blessaða land vegna eineltissiðblindu þeirra sem lifa á of háum launum sem er ekki mannsæmandi okkar landi sem hreykir sig á því að lifa jöfnunarríki, sem því miður er bara bull og lygi, því ekki eru Allir jafnir fyrir lögum á meðan gráðugir valdahafar traðka á sína þjóðfélagsþegna sem lifa á láglaunum. Þannig þangað til stjórnvöld og þeir valdahafar sem lifa lúxus launum frá ríkinu sem allir skattgreiðendur borga í læra þá kúnst að eignast tilfinningar til sinnar þjóða og kjósenda, þá ekki fyrr munum við láglaunalandsmenn læra að virða ykkur ef þið lærið að virða okkur.
Kær vonar kveðja til betri framtíða,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Bloggar | Breytt 28.3.2015 kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)