Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015
Kunna valdamenn að virða sína þjóð?
27.1.2015 | 14:49
Að virða náungan er eitt af þeim lykil atriðum sem byggir upp réttlætis þjóðfélagssamfélag sem hver og einn býr í. Því nú á dögum, þá lifum við í því þjóðfélagssamfélagi að virðing valdamanna er ekki lengur til staðar. Því hvað er virðing í raun og veru?
Því ekki er það virðing þegar ákveðin hópur valdamanna leitar allra leiða til að skaða samfélag sitt með því að brjóta niður samfélagsþegna sína með óréttlætiskúgunum og spillingu. Því eins og þegar valdamenn, skiptir engu í hvaða valdastöðu þeir eru kosnir í, heltaka þjóðfélag sitt með loforðum sem seinna meir endar upp sem svik og blekkingar. Til dæmis þegar valdamenn lofa að jafna laun allra með jafnrétti að leiðarljósi, þá svífast þeir einskis til að blekkja sitt eigið samfélag með því að halda þeim í gíslingu óréttlætis og niðurlæginga. Einsog þegar valdamenn lofa margsinnis launahækkunum, en ljúga og svíkja þeim hækkunum með því að halda uppi þeim sem lifa á hálaunum og svelta síðan láglaunaða með því að gefa þeim þann brauðsmola sem fellur af valdamanna borði. Er þetta virðing sem byggir upp þjóðfélag að halda láglaunuðum í gíslingu?
Af hverju eru aldraðir, öryrkjar og annað láglaunafólk haldið í fátæktargildrugíslingu þegar valdamenn og þeirra 1% hálaunaklíkumafíur fá hækkanir á launum þegar þess er ekki þörf? Af hverju er endalaust talað um jafnrétti sé það sem hver og einn lifir í, sem í raun er lygi sem spunnið hefur upp óréttlæti til þeirra sem lifa í fátækt? Hvers vegna þarf þjóðfélag valdamenn til að eyðileggja sitt eigið samfélag þegar þeir eineltislega mismuna náungan sem samkvæmt æðstu lögum stjórnarskrárinnar segir að Allir eru jafnir fyrir lögum, þegar í raun er það lygi. Því eru allir jafnir eða eru það bara sumir valdamenn og 1% hálaunamafíuklíkuhópar sem halda þeim heiðri?
Maður getur endalaust spurt, því að óréttlæti ójöfnunar mun alltaf halda þjóð í gíslingu á meðan til eru valdamenn sem svelta fátæka sér til skemmtunar án þess að blygðast sín fyrir þann órétt. Til dæmis þegar Steingrímur og Jóhanna árið 2009 eineltiskaldhæðnislega skertu laun aldraðra og öryrkja til að borga upp þann skaða sem Icesave bankahrunið 2008 olli okkar þjóð. Og síðan ekki síst, þegar láglaunaðir geta ekki orðið lengur keypt nauðsynjar vegna 11% mataskattshækkana sem sett var upp þann 1 Janúar 2015 sem í fyrstu var talað um að ætti að vera 12% hækkun, sem í raun var blekkingaleikur uppá 11% hækkun sem alla tíð valdamenn ætluðu sér að láta ganga í gegn, láglaunuðum til skaða og skammar. Og síðan þegar valdamenn héldu þjóð sinni í gíslingu þegar heilbrigðiskerfið krafðist launahækkana, en vegna þrjósku valdamanna tók það langan tíma að leiðrétta þau laun á meðan að listi margra sjúklinga óx upp með þeim afleiðingum að réttur margra er margbrotinn. Og ekki nóg með það, þá geta láglaunaðir orðið ekki lengur leitað til heilbrigðiskerfisins vegna of hárra gjalda á lyfjum, hjálpartækja eða einhverju öðru sem tengist sjúkleika hvers og eins.
Áfram er hægt að telja upp hvernig valdhafar okkar þjóðar hafa komið illa fram við sína eigin þjóð með blekkingum og svikum, hálaunuðum til skemmtunar, en láglaunuðum til fátæktarfjötrunar sér til skemmtunar á meðan að 1% hálaunamafían borgar valdamönnum undir borðið til að koma illa fram við sína þjóð sem verðskulda ekki þau óréttlæti og blekkingar. Þannig hvað geta þessir valdamenn sem kosin er af þjóðinni gert til að sú þjóð læri aftur að treysta þeim og virða þau? Jú, lærið að virða kjósendur, hvort þeir eru ríkir eða fátækir, því öll erum við jöfn fyrir þeim lögum, sem æðstu lög stjórnarskrárinnar segir Allir eru jafnir fyrir lögum. Því þegar talað er um að allir séu jafnir, þá þýðir það ekki að sumir eru jafnari en aðrir, sem því miður valdamenn hafa misboðið með því að telja að þau séu eitthvað æðri en náunginn sem byggir upp samfélagið hverju sinni. Því hver er náunginn? Ef satt á að segja, þá eru það allir sem eru undir sömu stjórnarskrá sem segir Allir eru jafnir fyrir lögum, semsagt, þú og ég, hvort við séum rík eða fátæk, þá erum við öll undir sama jafnrétti, en ekki öfugt. Þannig til að byggja upp rústir sem valdamenn hafa skapað undanfarin ár, þá þarf sameiningu og samvinnu allra þjóðfélagsþegna til þess að það gangi upp. Þannig á meðan valdamenn læra þessa kúnst að virða náungan sem heldur uppi þjóðfélaginu, þá læt ég þetta nægja þar til að maður sér þá virðingu sem kallað er eftir af valdamönnum til að geta lært að treysta þeim aftur. Það er að segja ef það verður einhvern tíman hægt að læra að treysta valdamönnum aftur í framtíðinni?
Kær vonar kveðja til betri framtíða,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)