Ófriður og Hörmungar!
11.12.2023 | 18:55
Í aldir hefur mannkyn þurft að þola allskonar ófrið og hörmungar. Því alveg frá þeim tíma sem maður fæddist, þá er maður í uppeldisaldri búin að sjá allskonar ófrið og hörmungar, sem aldrei hefur verið skemmtilegt að horfa uppá. En á meðan maður lifir og andar í þessum flókna heimi. Gerir maður sitt allra besta, að halda áfram að lifa því flókna lífi; sem er að gerast í kringum manni, hvort manni líkar það vel eða illa; sem fer alltaf eftir því, hvort maður vill sína virðingu eða vanvirðingu. Enda kýs maður nú frekar virðingu, en enga vanvirðingu. Því ef maður velur að vanvirða aðra, sem maður græðir ekkert á; enda kýs maður frekar virðingu, til þess eins, að geta fengið að lifa í virtu lífi, eins og flest allir í kringum manni óska jú eftir.
Og þegar maður sér ófrið og hörmung að gerast, vildi maður óska þess innilega að svona ógeð væri ekki til á okkar nútímaöld. En því miður, þá þarf maður að upplifa það sem gerist í kringum manni, endalaust óskandi eftir að þetta ógeð hætti. Hvort það kallast stríð, hatur, ofbeldi, níð, einelti, eða vanvirðing. Þá er allt þetta ógeð. En maður veit ekki með aðra. Enda lifir maður ekki í þeirra líferni. En að meinstakosti, þá hefur illska aldrei gefið gott frá sér; né hatur, eða eitthvað af þessu öllu ógeði, sem því miður er að gerast í kringum manni. Hvort það sé í sínu eigin heimalandi, eða einhvern staðar annarsstaðar í heiminum. Þá á enginn að þurfa upplifa ófrið eða hörmung, bara útaf því að þau sem illt elska; kunna ekki að styðja hvort annað, í friði og sátt. Því hvað græðir einhver á því lífi, að lifa í ófrið eða í ósátt?
Hingað til hefur maður lært, að ófriður eða ósátt, er nú ekki skemmtilegt líferni að þurfa horfa á; í sjónvarpi eða internetheimum, skiptir engu hvar maður fréttir um það sem er að gerast í kringum manni. Þá því miður stoppar ekki þessi ófriður eða ósátt sem er að gerast í kringum manni, þótt maður óskaði eftir því, að sá ófriður stoppi. Þá þarf sér hver og einn það mikla hugreki að læra stunda þann frið. Sem maður sér ekki, eins og er. Á meðan að ófriður er í kringum okkur. Bara útaf því, að þau sem illt vilja stunda. Hafa engan áhuga á því, að stunda frið. Enda vita þau ekki hvað það orðatiltæki þýðir. Því ef þau vissu það. Þá væri maður ekki að tala um þessa hluti, því sjálfur hefur maður ógeð af öllu þessu ófriði. Enda hefur maður séð það í sínu lífi, að best er að geta lifað í sátt. Sem er ekki alltaf auðvelt að gera. En þannig fær hver og einn sátt og frið. Bara með því að hafa kjark til að læra virða náungan, hver sem sá eða sú kann nú að vera, með því að vilja læra elska náungan eins og sitt eigið líf; í virðingu, en ekki í vanvirðingu. Enda hefur maður lært, að best er að virða aðra; frekar en að vanvirða þau sem maður þekkir ekkert. Enda hefur maður aldrei grætt á því að vanvirða aðra, nema jú fá þá vanvirðingu aftur til baka. Þannig ef einhver vill óska friðs, lærum að stunda þann frið; í sátt, sem gefur kærleik, sem engan aðgreinir, hver sem sá eða sú kann nú að vera. Hvort það sé maður sjálfur, eða einhver annar; hér á landi, eða einhverstaðar annarstaðar. Þá verðskuldum við öll virðingu, í kærleik, án aðgreiningar, hver sem sá eða sú kann nú að vera.
Kær kveðja, njótið friðar, kærleika og virðingu,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi), sem óskar þess, hver sem þið eruð, farið vel með ykkur.
Athugasemdir
Góður Magnús Ragnar! Viltu skila kveðju til tvíburana þinna,það eitt veit ég að þau eru hörku dugleg í námi og leik,mb.kv.Helga.
Helga Kristjánsdóttir, 11.12.2023 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.