Pælingar 2020 árið um daginn og veginn!

Að bera saman fortíð og framtíð, er hulin ráðgáta aldarinnar hvernig fortíð vill endurtaka sig aftur og aftur dulbúinn sem ný framtíð. Nú á okkar tækni fróðleiksveröld eru margir að pæla í því hvernig stendur á því að sumir dagar eru einsog gömul bíómynd frá þeim tíma áður enn maður sjálfur fæddist, sem og fræðibækur vitna um, og aðrir miðlar skrifa daglega um, bæði um fortíð og framtíð, um okkar tíma sem er uppfull af fróðleik upplýsinga, um hvernig bæði fortíð og framtíð vill endurtaka sig aftur og aftur, án þess að sumir fatti það.

Já sumarið getur verið fagurt þegar maður lítur upp til skýja og sér þá fegurð sem býr þar á milli himins og jarðar. Allt þetta eru augu okkar endalaust að dást að, hvernig dagurinn getur stundum verið einsog hann var í gær, þannig teljast nú dagar lífsins, annaðhvort með þakklæti eða óþakklæti, í virðingu eða vanvirðingu, með góðu eða illu.

Jú svona er nú handrit lífsins um daginn og veginn, að læra þurfa sjá bæði fortíð og framtíð, að læra stundum ekki að skilgreina munninn á réttu eða röngu, enda gömul plata sem endurtekur sig aftur og aftur.

Njótið farið vel með ykkur í virðingu til hvort annað,
Kær kveðja Magnús Ragnar (Maggi Raggi) í kærleik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Magnús.

Þessi pistill þinn er sá langbesti
sem ég hef lesið fram að þessu!

Kann að vera að handritið sé í megindráttum
skrifað fyrirfram eða leikur enginn vafi þar á?

Eða hvernig skýrðir þú það út fyrir öðrum
ef það reyndist satt og rétt að unnt er að
tiltaka með vissu einstaka daga inní framtíðinni sem reynast
raunverulega bera með sér einstaka viðburði, þá upp renna, í lífi einstaklings en ættu alla jafna að hafa verið öllum huldir að bestu
manna vitund og vitneskju?

Lifðu heill!

Húsari. (IP-tala skráð) 6.5.2020 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband