Hvernig er framtíð Íslands árið 2016?
5.4.2016 | 07:36
Alveg frá hruni 2008 þá er staða Íslands búin að vera í djúpum skít og því miður búinn að upplifa of lengi, alveg síðan að kosningar 2013 upp að okkar dögum. Því síðan að þingheimar komu saman árið 2013, þá hafa þau gefið þjóðinni fokk puttann hvað eftir annað, að minnstakosti þegar stjórnvöld vísvitandi leika sér að líta fram hjá öllum sem skulu vera jafnir fyrir lögum samkvæmt jafnræðis stjórnarskrágrein 65. Þannig það er ekkert nýtt að Ísland er í djúpum skít, því ekkert breytist, ekki fyrr en við allir Íslendingar stöndum saman og krefjumst réttlætis. Og að ná því takmarki, er að sópa burt þessi hræsni sem býr í okkar stjórnarkerfi og leitast eftir því að skapa upp Ísland sem réttlátt ríki, í sátt við jafnræðið, að minnstakosti fyrir barnakynslóðir okkar.
Því eins og staða Íslands er nú á okkar dögum, þá er ekkert traust til Alþingis að geta kallað sig sem þing okkar þjóðar, á meðan þau brjóta sjálf lög landsins, með því að misnota Alþingið til að fela sínar eignir í skattaskjóli, á meðan löggjafarþingið Alþingis býr til ólög gegn öllum sem skulu vera jafnir fyrir lögum, með það fordæmi að fokka lýðveldið daglega með ójafnræðislögum til að styðja við græðgina og úthýsa þá sem minnst eiga með allskonar lög og bönn, á meðan aðrir vel efnaðir auðmenn fá sínu fram með því að niðurlægja alla með sínum kauphækkunum gegn öllum sem skulu vera jafnir fyrir lögum. Því hverjir fengu mesta kauphækkanir á meðan bæði þingheimar og auðmenn sem kaupa þingmenn undir borðið fengu sínar lúxus hækkanir, en aldraðir, öryrkjar og aðrir látekkjuhópar ekkert nema brauðsmola og risastórt fokk merki?
Og hvernig er heilbrigðisstaða Íslands þegar þingheimar daglega líta framhjá aðalvanda sinnar þjóðar og sveltir heilbrigðiskerfið innanfrá og utanfrá öllum til ójöfnunar með óréttlætis lögum að leiðarljósi gegn öllum sem skulu vera jafnir fyrir lögum?
Og hvernig stendur á því að við Íslendingar lifum með svona háa skatta, á meðan þingheimar finna sér allar leiðir til að svíkja sjálf undan skatti með allskonar lagaflækjum til að geta falið eignir sínar í skattaparadís, á meðan allir þeir sem skulu vera jafnir fyrir lögum þurfa daglega þrælborga háa skatta og jafnvel missa allt undan sig bara útaf þeim ólögum sem lagt er á herðar allt jafnræðið?
Já það er hægt að telja upp margt sem er að gerast, en nú er sá tími komin, að Alþingið beri ábirgð á sínum gjörðum og leifi þjóðinni að ráða hvað hún vill, því þið Alþingi, eruð ekki að sinna ykkar vinnu við að skapa frið með því að líta framhjá ástandið sem er að gerast nú á okkar dögum, þannig segið af ykkur, þið eruð vanhæf ykkar þjóð, þannig gerið þjóð ykkar þann góðhjartaðan greiða að segja af ykkur áður en þið skaðið ykkar þjóð meira, því nóg er komið af ykkar kæruleysi og hræsni sem hefur valdið þjóð okkar skaða og athlægi skömm!
Kær vonar baráttukveðja til betri framtíða,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Athugasemdir
Nenniru að hætta að spamma þessu alllstaðar
Skapti (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 17:39
Framtíð Íslands er björt, Birgitta og Helgi Hrafn sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra, Sjóræningjarnir mælast með yfir 40% fylgi og fá kanski yfir 50% fylgi í koningunnum sem verða að fara fram innan 45 daga eftir þingrof samkvæmt Stjórnarskrá.
þetta lítur bara vel út er það ekki Maggi Raggi?
Jóhann Kristinsson, 6.4.2016 kl. 18:14
í alvörunni gaur, hættu að spamma þessu í kommentakerfum.
Skapti (IP-tala skráð) 6.4.2016 kl. 18:36
Er þér illa við að fólk tjái sig á kommentakerfunum Skapti, ef þér líkar ekki við kommentin?
Ert þú meðlimur í þöggunarhernum sem stingur upp hausnum á kommentakerfunum, so to speak, annars lagið?
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 6.4.2016 kl. 19:00
Að setja inn ruslpóst með hlekkjum á vefsíðuna sína út um allt hefur ekkert með tjáningarfrelsi að gera. Honum er velkomið að tjá sig um sína skoðun.
Ef þú skilur ekki muninn, þá er það eflaust því þú ert gamall og skilur ekki hvernig veraldavefurinn virkar. Ekki illa meint.
Skapti (IP-tala skráð) 8.4.2016 kl. 05:53
Mikið lítur þú stórt á þig Skapti, þú unglingurinn skilur allt betur en þeir sem eru þér eldri. Ég hef aldrei lesið aðra eins fásinnu.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 8.4.2016 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.