Vill Birgitta Pírati vera forsætisráðherra?
27.6.2015 | 05:49
Þegar maður opnar netheima, þá tekur maður eftir því að margir vilja sjá Birgittu Jónsdóttur Pírata sem forsætisráðherra. En vill hún sjálf vera það sem margir spyrja, eins og þegar Útvarp Saga spurði þann 19. júní 2015 um þá spurningu: Vilt þú að Birgitta Jónsdóttir Pírati verði næsti forsætisráðherra íslenska lýðveldisins?, sem og svarendur að þessari spurningu sem lauk þann 22. júní 2015 voru 1189 manns, sem og 642 sögðu NEI, og 522 sögðu Já, og 25 voru hlutlausir.
Þá svarar hún því beint í því myndbandi, birt þann 15. júní 2015 á Youtube, að hún sækist ekki eftir þeirri stöðu að vilja vera forsætisráðherra. Og þeir sem skilja mæta vel enskuna ættu kannski að skilja það þegar hún útskýrir í því myndbandi að hún vilji ekki vera forsætisráðherra. En hér er smá léttþýðing á þeim parti þegar hún byrjar að tala um það að hún sækist ekki eftir því hlutverki að vilja vera forsætisráðherra, sem byrjar á 11:05 mínútur, sem hljóðar svona: Og ég verð að segja ykkur svolítið; ég hef aldrei; aldrei dreymt um það að vilja vera stjórnmálaleiðtogi; aldrei; eða þá að vera þingmaður; ég hef aldrei dreymt um það að vilja vera ráðherra; hvað þá forsætisráðherra; í raun þá var það martröð fyrir löngu síðan sem ég skrifaði niður sem ljóð. En margt fólk er að reyna að láta mig passa inní það hlutverk; vegna míns krúttlega litla Píratapartís, sem er minnstur í mínu embætti; sem og er nú orðin vinsælasti flokkur á Íslandi; okkur er mjög brugðið, við höfum þurft að halda krísufundi vegna þessara velgengis., þessi setning endar á 11:43 mínútur.
Hérna er hægt að horfa á þetta Youtube myndband:
Og það sem hún skrifaði um þetta viðtal á ensku, sem hljóðar svona: I have admit that I have never dreamt of being a leader, a politician, a parliamentarian, a minister, let alone the role of a Prime minister., sem og þýðist í léttþýðingu: Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei dreymt um það að vilja vera leiðtogi, stjórnmálamaður, þingmaður, ráðherra, hvað þá því hlutverki að vera forsætisráðherra., þannig útfrá þessu þá sækist hún ekki eftir því að vilja vera forsætisráðherra.
Þannig hver er tilgangurinn í því að fólk er en í dag að pæla í þessari spurningu, er hún ekki búinn að svara því sjálf að hún vilji ekki vera forsætisráðherra, þannig er ekki orðið best að hætta þessum pælingum hvort hún vilji vera það sem hún vill ekki vera? Því í raun þá eru það ekki kjósendur sem velja það hver verði næsti forsætisráðherra, heldur er það Alþingið sjálft, eftir kosningaratkvæðum, sem kjósa það hver það er sem verður næsti forsætisráðherra. Þannig er ekki best að bíða þar til að kosningar verða? Það er að segja ef fólk er ekki orðið gubbandi þreytt á þessari rugl pólitík og fari nú að krefjast nýrra kosninga, sem verður því miður bara að koma í ljós hvort við sem þjóð nennum að bíða í sirka 2 ár eftir næstu kosningum.
Kær einlægis kveðja,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Athugasemdir
Er ekki best að hafa kosningar á sex mánaða fresti, sýnist að að flestir séu orðnir gubbandi þreyttir á stjórnvöldum, sama hver er við stjórnvöldin, sex mánuðum eftir kosningar.
Hvernig væri að hafa kosningar vikulega svo að það verði engin gubbupest hjá landsmönnum.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 28.6.2015 kl. 18:01
vÆRI EKKI GOTT AÐ LOKA ALÞINGISHÚSINU SEM MESTA RUGL OG SPILLINGARBÆÆLI SEM TIL ER NORÐAN ALPAFJALLA OG FÁ TVO VELVALDA PENINGAFORSTJÓRA FRÁ ÞYSKALADI TIL AÐ KOMA SKIKKI Á FJÁRMÁLAÓREIÐUNA OG VINAPLOTTIÐ ???
Erla Magna Alexandersdóttir, 5.7.2015 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.