Af hverju að taka þátt í Eurovision?
18.5.2015 | 10:51
Eflaust hafa margir klórað hausinn við þeirri spurningu áður: Af hverju er Ísland að taka þátt í Eurovision söngvakeppni? eða: Hvað mun það kosta Ísland að taka þátt í söngvakeppni?.
Því samkvæmt fréttablaði Fréttatíminn sem skrifaði þann 6.-8. febrúar 2015 í blaðsíðugrein 14 undir titlinum 30 milljónir sem og sú grein vitnar: Kostnaður RÚV við Söngvakeppnina er áætlaður um 30 milljónir króna. Það er svipað og í síðasta ári. RÚV ver svo öðrum 30 milljónum króna í þátttöku Íslands í lokakeppni Eurovision sem að þessu sinni er haldin í Austurríki., semsagt það mun kosta tæp als 60.000.000 kr. að taka þátt í þessa söngvakeppni ef þetta sé rétt útreiknað hvað þátttaka Íslends er í Eurovision. Þannig mig langar að spyrja að annarri spurningu sem hljóðar svona: Í hvað væri hægt að nota þessar tæp 60.000.000 kr. ef við Íslendingar tækjum ekki þátt í Eurovision söngvakeppni?.
Því er RÚV ekki velskuldsett ríkisfyrirtæki sem við Íslendingar erum þvinguð með nefskatti til að borga í RÚV sem og þær tæp 60.000.000 kr. hefði getað verið notað til að dekka upp eitt af þeim margskuldum sem RÚV á við að stríða nú á dögum? Sem og kjarninn.is vitnaði þann 9. maí 2015 undir titli þess fréttavefs: Lagt til að ríkið taki yfir lífeyriskuldbindingar RÚV og að skuldir lækki um fjóra milljarða, sem og áfram vitnar í þeirri grein, þá munu langtímaskuldir RÚV lækka úr 4,4 milljörðum króna í 402 milljónir króna., semsagt það hefði verið alveg hægt að borga upp þann part sem RÚV skuldar nú á dögum, eða það hefði líka verið hægt að nota þá peninga til að láta lagfæra spítalavandamál Íslands, eða þá að borga upp part af skuldum heimilanna, eða útríma þá fátækt sem er að grassera hér á landi, eða í eitthvað allt annað hagstæðara sem hægt hefði verið að nota þessar tæp 60.000.000 kr. í staðin fyrir að sukk spreða þá í söngvarkeppni sem yfirleitt hefur endað í tapsæti undanfarin ár og aldir síðan að Ísland fyrst tók þátt í þessari Eurovision söngvarkeppni. Þannig hvað er Ísland í raun og veru að græða á því að taka þátt í þessari söngvarkeppni?
Sem og flest margir Íslendingar myndu eflaust svara þessari spurningu einhvernvegin svona: Það er svo svaka töff að taka þátt í Eurovision að við gætum kannski unnið þá söngvakeppni!, eða: Okkar dreymir svo heitt að komast í fyrsta sætið, þess vegna tökum við þátt í Eurovision!, eða: Hvað kemur þér það við að við tökum þátt í þessari söngvakeppni, að minnstakosti einhvern daginn gætum við lent í fyrsta sæti, þannig vertu ekkert að bögga þig á því sem gæti einhvern tíman gerst!, eða útfrá einhverju öðru svipuðu svari sem og maður veit ekki í raun hvað hver Íslendingur hugsar um hverju sinni.
Sem og þýðir í raun og veru, að meirihluti Íslendinga veit í raun og veru ekki af hverju hún er að taka þátt í Eurovision söngvakeppni. Því hvers vegna er verið að sukk spreða tæp 60.000.000 kr. sem hefði verið hægt að nota í eitthvað allt annað en í þessa söngvakeppni?
Þannig í raun þá erum við Íslendingar að margsukk spreða tugmilljóna króna í draumaveröld sem kannski gæti einhvern tíman ræst, það er að segja, ef við Íslendingar munum halda þessari Eurovision söngvakeppnisdýrkun áfram, sem og við höfum hingað til ekkert grætt á. Því er nú ekki tími til komið að við Íslendingar lærum einhvern tíman að fara betur með þann auð sem Ísland á?
Því ekki er ég á móti því að fólk noti sína hæfileika, heldur er ég á móti því hvernig þessir hæfileikar eru misnotaðir í þágu þess sem byggir ekki upp Ísland. Þannig ef við vinnum ekki þessa söngvakeppni nú í ár, hvað mun Ísland þá gera, mun hún halda áfram þessari Eurovision dýrkun, eða er nú ekki orðið nóg komið af þessu rugl sukki sem við Íslendingar höfum ekkert grætt hingað til á, nema jú að sjá Ísland alltaf í einhverju tapsæti, aftur og aftur og aftur, sem og maður gæti endalaust sagt þetta orð?
Þannig hvernig væri ef við töpum nú á þessu ári, að við myndum einhvern tíman læra að leifa okkur að hætta þessari sukk vitleysu, það er að segja ef við Ísland viljum einhvern tíman hætta þessu tugmilljóna króna margspreði sem við hingað til höfum ekkert grætt á?
Kær einlægs vinsáttar kveðja,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Athugasemdir
Ef dagskrárefnið, sem RUV er með í gangi vegna Eurovision er fellt út, verður að koma annað efni í staðinn og venga auglýsingatekna af efni, sem mikið er horft á, þarf það efni að hafa mikið áhorf og fá miklar auglýsingatekjur.
Eg efast um það að verði allt það sjónvarpsefni fellt niður sem tengt er Eurovision geti annað jafn áhugavert efni í augum landsmanna komið í staðinn nema kosta jafn mikið, þegar allt er reiknað með.
Ef við hættum að taka þátt í keppninni en kaupum í staðinn það sjónvarpsefni, sem á boðstólum er í aðdraganda hennar mun það efni auðvitað ekki fá neitt líkt því jafn mikið áhorf þegar Íslendingar eru dottnir út.
Síðustu árinu hefur íslenska lagið komist í hóp hinna tíu útvöldu ár eftir ár og sleggjudómurinn um algerar hrakfarir því út í hött.
RUV er í þeirri einsteiðu aðstöðu að vera eina ríkisfyrirtækið sem skipti um rekstrarform, sem var neytt til að taka til sín allar lífeyrisskuldbindingar ríkisins.
Þetta nemur 60% af útgjöldum RUV og staða fyrirtækisins væri allt önnur ef menn hefðu ekki ráðist á þennan hátt að þessu eina ríkisfyrirtæki, sem var selt eða breytt í ohf.
Ómar Ragnarsson, 18.5.2015 kl. 12:11
Ég tel að RUV eigi eins og önnur ríkisfyrirtæki að vera undir ströngu eftirliti. Ekki sjálfala eins og verið hefur.
Snorri Hansson, 18.5.2015 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.