Hverjir eru kristnir?
26.4.2015 | 12:06
Þann 18. desember 2014 var sett inn morgunblaðsfréttagrein á spjallsíðnakerfi Facebook sem er pistill eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur sem skrifaði á þeim tíma: Er boðskapur Krists hættulegur?. Því einsog margir eru með rangtúlkaskoðanir hvað kristni er, þá telja þau að skaðsemi trúarbragða sé mörgum kristnum að kenna og sé stórhættulegur boðskapur eða eins og maður hefur heyrt þegar stríð, hungur og illska er að gerast í heiminum og eitthvað þesskonar viðbjóður, þá er yfirleitt slengt því hæðnisorði: Þetta er þeim kristnu að kenna!. Þannig er það satt ef stríð, hungur og illska og þesskonar viðbjóður sem er að gerast í heiminum, sé þeim kristnu að kenna?
Sem og margir myndu eflaust spyrja: Hvað kemur það þessum pistli það við sem Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði á þeim tíma um kristna trú, enda talar ekki sá pistill um þá hluti sem þú ert hér að skrifa?, sem og er rétt og satt, að ekki er allt sem hér verður skrifað nákvæmlega það sem Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði, enda mun þessi langbloggfærsla fjalla um þá aðalspurningu: Hverjir eru kristnir?. Því einaleiðin til að geta svarað þá flækjuspurningu, þá þarf að vitna í rit þeirra úreltu bóka sem og margir kalla, því hún er sú eina bók sem hinir sannkristnu nota til að skilgreina hver Kristur var og er. Því hver er Kristur sem margir fyrirlýta og vilja kenna hinum kristna um, þegar stríð, hungur og illska og eitthvað þesskonar viðbjóður er að gerast í heiminum? Og til að geta svarað þá spurningu rétt, þá þarf því miður að vitna í þá bók sem talar um þá spurningu.
Því eins og rit biblíunnar segir, sem og er sú eina bók sem getur talað um það hverjir kristnir eru, þá vitnar hún: Jesús svaraði þeim: Varist að láta nokkurn leiða yður í villu. Margir munu koma í mínu nafni og segja: Ég er Kristur! og marga munu þeir leiða í villu. (Matteusarguðspjall 24:4-5), og það sem segir: Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn og þeir munu gera tákn svo að þeir gætu leitt hin útvöldu afvega ef það væri hægt. (Markúsarguðspjall 13:22), og það sem segir: Ef þeir segja við yður: Sjá, hann er í óbyggðum, þá farið ekki þangað. Ef þeir segja: Sjá, hann er í leynum, þá trúið því ekki. (Matteusarguðspjall 24:26), og það sem segir: Og ef einhver segir þá við yður: Hér er Kristur, eða: Þar, þá trúið því ekki. (Markúsarguðspjall 13:21), og að lokum það sem segir: Þér elskaðir, trúið ekki sérhverjum anda, heldur reynið andana, hvort þeir séu frá Guði. Því margir falsspámenn eru farnir út í heiminn. Af þessu getið þér þekkt anda Guðs: Sérhver andi, sem játar, að Jesús sé Kristur kominn í holdi, er frá Guði. En sérhver andi, sem ekki játar Jesú, er ekki frá Guði. Hann er andkristsins andi, sem þér hafið heyrt um að komi, og nú þegar er hann í heiminum. Þér börnin mín, heyrið Guði til og hafið sigrað falsspámennina, því að sá er meiri, sem í yður er, en sá, sem er í heiminum. Falsspámennirnir heyra heiminum til. Þess vegna tala þeir eins og heimurinn talar, og heimurinn hlýðir á þá. (Fyrsta Jóhannesarbréf 4:1-5). Þannig aðalspurningin er: Hverjir eru þessir kristnir sem margir tala um samkvæmt ritum biblíunnar?.
Því er það nú ekki þannig með farið að biblían er sú eina bók og sú fyrsta sem talar um kristna trú og sem getur svarað þeirri flóknu spurningu rétt? Því ef rétt er með farið, þá er þetta eina leiðin til að geta útskýrt þá flækjuspurningu Hverjir eru kristnir?, því samkvæmt ritum hennar í Markúsarguðspjall 12:24 segir: Jesús svaraði þeim: Er það ekki þetta, sem veldur því, að þér villist: Þér þekkið ekki ritningarnar né mátt Guðs?. Þannig hverjir upprunalega eru þessir svokallaðir kristnir?.
Því ef gaumgæfulega er rannsakað hverju sinni hvað rit biblíunnar hefur að segja um hina fyrstu kristnu, þá talar hún um það að ekki eru allir kristnir þótt þeir segjast vera það. Því hvaðan kemur uppruni orðsins kristnir?. Því til að vita Hverjir eru kristnir?, þá er uppruni orð þess komið af grískri tungu, sem og kemur bara þrisvar fram í grísk biblíuþýðingarinnar sem er sagt að sé upprunatungumál Nýja testamentisins, fyrst í Postulasögu 11:26 sem Χριστιανὸν (Christianon), síðan í Postulasögu 26:28 sem ΧριστιανÏς (Christianos), og að lokum í Fyrra Pétursbréf 4:16 sem Χριστιανούς (Christianous). Þannig samkvæmt ritum biblíunnar sem vitnar um þá sem fyrst voru kallaðir kristnir segir: Þegar hann hafði fundið hann, fór hann með hann til Antíokkíu. Þeir voru síðan saman heilt ár í söfnuðinum og kenndu fjölda fólks. Í Antíokkíu voru lærisveinarnir fyrst kallaðir kristnir. (Postulasagan 11:26), og það sem segir: Þá sagði Agrippa við Pál: Þú þykist ekki vera lengi að gjöra mig kristinn. (Postulasagan 26:28), og að lokum það sem segir: En ef hann líður sem kristinn maður, þá fyrirverði hann sig ekki, heldur gjöri Guð vegsamlegan með þessu nafni. (Fyrra Pétursbréf 4:16). Þannig aftur er spurt: Hverjir eru kristnir?.
Því samkvæmt ritum biblíunnar var uppruni orðsins kristnir komið frá borginni Antíokkíu. Sem og á þeim tíma voru þeir sem voru kallaðir kristnir ofsóttir fyrir að trúa á Krist, sem og Fyrra Pétursbréf 4:16 orðar á þennan hátt: En ef hann líður sem kristinn maður, þá fyrirverði hann sig ekki, heldur gjöri Guð vegsamlegan með þessu nafni.
Því einsog Kristur sjálfur vitnaði til lærisveina sinna á þeim tíma er þeir voru með honum segir: Minnist orðanna, sem ég sagði við yður: Þjónn er ekki meiri en herra hans. Hafi þeir ofsótt mig, þá munu þeir líka ofsækja yður. Hafi þeir varðveitt orð mitt, munu þeir líka varðveita yðar. (Jóhannesarguðspjall 15:20), og það sem segir: Vér erum heimskir sökum Krists, en þér vitrir fyrir samfélag yðar við Krist! Vér erum veikir, en þér sterkir, þér eruð í hávegum hafðir, en vér óvirtir. Allt til þessarar stundar þolum vér hungur, þorsta og klæðleysi, oss er misþyrmt, vér höfum engan samastað, og vér stöndum í erfiði og verðum að vinna með eigin höndum. Hrakyrtir blessum vér, ofsóttir umberum vér, lastaðir áminnum vér. Vér erum orðnir eins og sorp heimsins, afhrak allra allt til þessa. Ekki rita ég þetta til þess að gjöra yður kinnroða, heldur til að áminna yður eins og elskuleg börn mín. (Fyrra Korintubréf 4:10-14). Þannig hafa þeir sem kalla sig kristnir farið eftir því sem Kristur vitnaði þegar hann sagði: Varið yður á mönnunum. Þeir munu draga yður fyrir dómstóla og húðstrýkja yður í samkundum sínum. Þér munuð leiddir fyrir landshöfðingja og konunga mín vegna þeim og heiðingjunum til vitnisburðar. En þá er menn draga yður fyrir rétt, skuluð þér ekki hafa áhyggjur af því, hvernig eða hvað þér eigið að tala. Yður verður gefið á sömu stundu, hvað segja skal. Þér eruð ekki þeir sem tala, heldur andi föður yðar, hann talar í yður. Bróðir mun selja bróður í dauða og faðir barn sitt. Börn munu rísa gegn foreldrum og valda þeim dauða. Og þér munuð hataðir af öllum vegna nafns míns. En sá sem staðfastur er allt til enda, mun hólpinn verða. (Matteusarguðspjall 10:17-22), sem og að lokum segir: Hve þröngt er það hlið og mjór sá vegur er liggur til lífsins og fáir þeir sem finna hann. (Matteusarguðspjall 7:14).
Sem og sorglegt er að segja, ekki eru allir Kristnir þótt kirkjunnar eða safnaðar fólk vilja kallast. Því samkvæmt orðum Krists, þá eru ekki allir kristnir þótt þeir nafngreina sig þeirri trú. Því einsog titill greinarinnar spyr: Hverjir eru kristnir?.
Þá er engin furða að misskilningur er um kristna trú, því einsog aldir hafa mengað þá trú, þá er mikill misskilningur í gangi. Þannig til að geta vitað betur um þá spurningu: Hverjir eru kristnir?. Þá langar mig sem skrifar þessa langbloggfærslu til að búa til spurningarlista um það hverjir eru kristnir og ekki kristnir? Og einaleiðin til að geta svarað þeim spurningarlista rétt, þá mun ég notast við rit biblíunnar til að leitast svara við þeim spurningum, því hún er jú víst eina bókin sem getur svarað þeim flóknum spurningum sem og er spurt.
Spurning eitt: Hver var boðskapur Krists til þeirra sem trúðu á hans boðskap?.
Svar: Á tímum Krists, þá kenndi Kristur og hans lærisveinar sem seinna meir gerðust hans postular, það sem margir höfðu misst trú á, að einn Guð faðir skapari himins og jarðar væri til. Og sá Guð sem sendi son sinn eingetinn inní þennan heim, væri hans himna faðir sem býr á himnum. Og að Kristur væri frá föður sínum fæddur, til að kenna okkur hver hans faðir var og er, og af hverju hans faðir er til, og af hverju hann sendi sinn eingetinn son inní þennan hrörna heim til að líða þann dauða fyrir okkur, sem köllumst kristnir.
Sem dæmi: Þegar Kristur fæddist inní þennan hrörna heim var um hann sagt: Hún mun son ala og hann skaltu láta heita Jesú því að hann mun frelsa lýð sinn frá syndum hans. (Matteusarguðspjall 1:21), og þegar Kristur byrjaði sinn feril segir: Upp frá þessu tekur Jesús að prédika og segja: Gjörið iðrun, himnaríki er í nánd. (Matteusarguðspjall 4:17), og þegar Kristur kenndi okkur að biðja segir: En þannig skuluð þér biðja: Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. (Matteusarguðspjall 6:9-10).
Þannig þegar Kristur kenndi hver hann var og er, þá kenndi hann þann boðskap að Guð, sem margir fyrirlíta nú á dögum, væri hans himna faðir, sem og engin þekkti orðið lengur, sem og Hebreabréfið 11:1-3 segir: Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá. Fyrir hana fengu mennirnir fyrr á tíðum góðan vitnisburð. Fyrir trú skiljum vér, að heimarnir eru gjörðir með orði Guðs og að hið sýnilega hefur ekki orðið til af því, er séð varð., og það sem Jóhannesarguðspjall 1:1-5 segir: Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði. Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er. Í honum var líf, og lífið var ljós mannanna. Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því., og það sem Jóhannesarguðspjall 3:11-21 segir: Sannlega, sannlega segi ég þér: Vér tölum um það, sem vér þekkjum, og vitnum um það, sem vér höfum séð, en þér takið ekki á móti vitnisburði vorum. Ef þér trúið eigi, þegar ég ræði við yður jarðnesk efni, hvernig skylduð þér þá trúa, er ég ræði við yður um hin himnesku? Enginn hefur stigið upp til himins, nema sá er steig niður frá himni, Mannssonurinn. Og eins og Móse hóf upp höggorminn í eyðimörkinni, þannig á Mannssonurinn að verða upp hafinn, svo að hver sem trúir hafi eilíft líf í honum. Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann. Sá sem trúir á hann, dæmist ekki. Sá sem trúir ekki, er þegar dæmdur, því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs sonarins eina. En þessi er dómurinn: Ljósið er komið í heiminn, en menn elskuðu myrkrið fremur en ljósið, því að verk þeirra voru vond. Hver sem illt gjörir hatar ljósið og kemur ekki til ljóssins, svo að verk hans verði ekki uppvís. En sá sem iðkar sannleikann kemur til ljóssins, svo að augljóst verði, að verk hans eru í Guði gjörð., og það sem Jóhannesarguðspjall 12:44-50 segir: En Jesús hrópaði: Sá sem trúir á mig, trúir ekki á mig, heldur þann sem sendi mig, og sá sem sér mig, sér þann er sendi mig. Ég er ljós í heiminn komið, svo að enginn, sem á mig trúir, sé áfram í myrkri. Ef nokkur heyrir orð mín og gætir þeirra ekki, þá dæmi ég hann ekki. Ég er ekki kominn til að dæma heiminn, heldur til að frelsa heiminn. Sá sem hafnar mér og tekur ekki við orðum mínum, hefur sinn dómara: Orðið, sem ég hef talað, verður dómari hans á efsta degi. Því ég hef ekki talað af sjálfum mér, heldur hefur faðirinn, sem sendi mig, boðið mér, hvað ég skuli segja og hvað ég skuli tala. Og ég veit, að boðorð hans er eilíft líf. Það sem ég tala, það tala ég því eins og faðirinn hefur sagt mér., og það sem Fyrsta Jóhannesarbréf 4:7-16 segir: Þér elskaðir, elskum hver annan, því að kærleikurinn er frá Guði kominn, og hver sem elskar er af Guði fæddur og þekkir Guð. Sá sem ekki elskar þekkir ekki Guð, því að Guð er kærleikur. Í því birtist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð hefur sent einkason sinn í heiminn til þess að vér skyldum lifa fyrir hann. Þetta er kærleikurinn: Ekki að vér elskuðum Guð, heldur að hann elskaði oss og sendi son sinn til að vera friðþæging fyrir syndir vorar. Þér elskaðir, fyrst Guð hefur svo elskað oss, þá ber einnig oss að elska hver annan. Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Ef vér elskum hver annan, þá er Guð stöðugur í oss og kærleikur hans er fullkomnaður í oss. Vér þekkjum, að vér erum stöðugir í honum og hann í oss, af því að hann hefur gefið oss af sínum anda. Vér höfum séð og vitnum, að faðirinn hefur sent soninn til að vera frelsari heimsins. Hver sem játar, að Jesús sé Guðs sonur, í honum er Guð stöðugur og hann í Guði. Vér þekkjum kærleikann, sem Guð hefur á oss, og trúum á hann. Guð er kærleikur, og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum., og það sem Hebreabréfið 1:1-3 segir: Guð talaði fyrrum oftsinnis og með mörgu móti til feðranna fyrir munn spámannanna. En nú í lok þessara daga hefur hann til vor talað í syni sínum, sem hann setti erfingja allra hluta. Fyrir hann hefur hann líka heimana gjört. Hann, sem er ljómi dýrðar hans og ímynd veru hans og ber allt með orði máttar síns, hreinsaði oss af syndum vorum og settist til hægri handar hátigninni á hæðum., og það sem Filippíbréfið 2:6-11 segir: Hann var í Guðs mynd. En hann fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur. Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur. Hann kom fram sem maður, lægði sjálfan sig og varð hlýðinn allt til dauða, já, dauðans á krossi. Fyrir því hefur og Guð hátt upp hafið hann og gefið honum nafnið, sem hverju nafni er æðra, til þess að fyrir nafni Jesú skuli hvert kné beygja sig á himni, jörðu og undir jörðu og sérhver tunga játa Guði föður til dýrðar: Jesús Kristur er Drottinn., og það sem Kólussubréfið 1:15-20 segir: Hann er ímynd hins ósýnilega Guðs, frumburður allrar sköpunar. Enda var allt skapað í honum í himnunum og á jörðinni, hið sýnilega og hið ósýnilega, hásæti og herradómar, tignir og völd. Allt er skapað fyrir hann og til hans. Hann er fyrri en allt, og allt á tilveru sína í honum. Og hann er höfuð líkamans, kirkjunnar, hann sem er upphafið, frumburðurinn frá hinum dauðu. Þannig skyldi hann verða fremstur í öllu. Því að í honum þóknaðist Guði að láta alla fyllingu sína búa og láta hann koma öllu í sátt við sig, öllu bæði á jörðu og himnum, með því að semja frið með blóði sínu úthelltu á krossi., og það sem Hebreabréfið 5:5-10 segir: Svo var það og um Krist. Ekki tók hann sér sjálfur þá vegsemd að gjörast æðsti prestur. Hann fékk hana af Guði, er hann sagði við hann: Þú ert sonur minn í dag hef ég fætt þig. Og á öðrum stað: Þú ert prestur að eilífu að hætti Melkísedeks. Á jarðvistardögum sínum bar hann fram með sárum kveinstöfum og táraföllum bænir og auðmjúk andvörp fyrir þann, sem megnaði að frelsa hann frá dauða, og fékk bænheyrslu vegna guðhræðslu sinnar. Og þótt hann sonur væri, lærði hann hlýðni af því, sem hann leið. Þegar hann var orðinn fullkominn, gjörðist hann öllum þeim, er honum hlýða, höfundur eilífs hjálpræðis, af Guði nefndur æðsti prestur að hætti Melkísedeks., og það sem Fyrra Tímóteusarbréf 2:5-6 segir: Einn er Guð. Einn er og meðalgangarinn milli Guðs og manna, maðurinn Kristur Jesús, sem gaf sig sjálfan til lausnargjalds fyrir alla. Það var vitnisburður hans á settum tíma., og að lokum það sem Efesusbréfið 5:2 segir: Lifið í kærleika, eins og Kristur elskaði oss og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir oss svo sem fórnargjöf, Guði til þægilegs ilms.
Þannig var boðskapur og vitnisburður Krists á hans tíma, að kærleikur er það sem hann vill að við lærum. Því hversu stærri gjöf er hægt að gefa, nema kærleik sem við öll verðskuldum, sem og Kristur gaf, með því að deyja þann dauða sem þóknaðist Guði föður til dýrða, svo við hinir tíndu syndarar gætum lifað eilíflega þeim kærleik sem er æðri okkar skilning.
Spurning tvö: Hvernig höndluðu margir boðskapinn sem Kristur kenndi?.
Svar: Erfitt áttu margir og þeir sem kristnir urðu á tímum Krists sem tekið höfðu trú á hann, að höndla þann boðskap. Enda margsinnis sagði Kristur, að hans boðskapur væri ekki fyrir alla til að skilja né höndla. Því boðskapur Krists er ekki alltaf sanngjarn, fyrir þá sem segjast vera kristnir. Enda þröngur boðskapur sem kennir okkur hverjir kristnir eru og hvernig þeir sem kalla sig því nafni eiga að fylgja þeim boðskapi sem kallast kristin trú.
Sem dæmi: Þegar Kristur kenndi á sínum tíma, þá kenndi hann boðskap sem margir áttu mjög erfitt með að kyngja eða höndla, einsog það sem Matteusarguðspjall 22:16-22 segir: Þeir senda til hans lærisveina sína ásamt Heródesarsinnum, og þeir segja: Meistari, vér vitum, að þú ert sannorður og kennir Guðs veg í sannleika, þú hirðir ekki um álit neins, enda gjörir þú þér engan mannamun. Seg oss því, hvað þér líst? Leyfist að gjalda keisaranum skatt eða ekki? Jesús þekkti illsku þeirra og sagði: Hví freistið þér mín, hræsnarar? Sýnið mér peninginn, sem goldinn er í skatt. Þeir fengu honum denar. Hann spyr: Hvers mynd og yfirskrift er þetta? Þeir svara: Keisarans. Hann segir: Gjaldið þá keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er. Þegar þeir heyrðu þetta, undruðust þeir, og þeir yfirgáfu hann og gengu burt., og það sem Jóhannesarguðspjall 6:60-69 segir: Margir af lærisveinum hans, er á hlýddu, sögðu: Þung er þessi ræða. Hver getur hlustað á hana? Jesús vissi með sjálfum sér, að kurr var með lærisveinum hans út af þessu, og sagði við þá: Hneykslar þetta yður? En ef þér sæjuð Mannssoninn stíga upp þangað, sem hann áður var? Það er andinn, sem lífgar, holdið megnar ekkert. Orðin, sem ég hef talað til yðar, þau eru andi og þau eru líf. En meðal yðar eru nokkrir, sem ekki trúa. Jesús vissi frá upphafi, hverjir þeir voru, sem trúðu ekki, og hver sá var, sem mundi svíkja hann. Og hann bætti við: Vegna þess sagði ég við yður: Enginn getur komið til mín, nema faðirinn veiti honum það. Upp úr þessu hurfu margir af lærisveinum hans frá og voru ekki framar með honum. Þá sagði Jesús við þá tólf: Ætlið þér að fara líka? Símon Pétur svaraði honum: Herra, til hvers ættum vér að fara? Þú hefur orð eilífs lífs, og vér trúum og vitum, að þú ert hinn heilagi Guðs., og að lokum það sem Matteusarguðspjall 7:14 segir: Hve þröngt er það hlið og mjór sá vegur er liggur til lífsins og fáir þeir sem finna hann.
Þannig þegar margir fræðimenn og lærisveinar Krists, heyrðu ræðu hans, þá yfirgáfu margir hann vegna þess að vegurinn til eilífs lífs er þröngur vegur, og að vilja ganga þann veg er ekki alltaf dans á rósum. Enn samt er það kennt af mörgum, að lifa sem kristinn manneskja sé dans á rósum. Því til að geta lifað því lífi sem Kristur gaf og gefur, er lærdómur einn sem er þess verðugur að vilja læra að ganga eftir, þótt þröngur sá vegur kann að vera til að geta lifað því eilífu lífi sem frá Guði föður er komið frá, sem kærleiksgjöf til allra sem trúa. Þannig að ganga með Kristi, er að við lærum að vera eins og Kristur sem líf sitt gaf til að við getum orðið hólpinn, þegar að þeim degi kemur.
Spurning þrjú: Hvernig höndlar núöld okkar alda þann boðskap sem Kristur kennir?.
Svar: Eins og boðskapsrit biblíunnar yfir höfuð er höndlað á okkar dögum, þá er mikil reiði og hatur á milli kristninnar og boðskap hennar, enda útskýrir biblían af hverju það er.
Sem dæmi: Rit biblíunnar er mannkyns-, ævi-, skáld-, fræði-, vísna-, visku- og spádómsrit, sem kennir okkur það sem margir vilja ekki trúa á, sem og komast ekki fram hjá því þótt reynt er, því samkvæmt ritum hennar í Fyrra Þessaloníkubréf 5:3 segir: Þegar menn segja: Friður og engin hætta, þá kemur snögglega tortíming yfir þá, eins og jóðsótt yfir þungaða konu. Og þeir munu alls ekki undan komast., og það sem Matteusarguðspjall 24:6-13 segir: Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi. Gætið þess, að skelfast ekki. Þetta á að verða, en endirinn er ekki þar með kominn. Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum. Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna. Þá munu menn framselja yður til pyndinga og taka af lífi, og allar þjóðir munu hata yður vegna nafns míns. Margir munu þá falla frá og framselja hver annan og hata. Fram munu koma margir falsspámenn og leiða marga í villu. Og vegna þess að lögleysi magnast, mun kærleikur flestra kólna. En sá sem staðfastur er allt til enda, mun hólpinn verða., og það sem Síðara Korintubréf 4:4 segir: Því guð þessarar aldar hefur blindað huga hinna vantrúuðu, til þess að þeir sjái ekki ljósið frá fagnaðarerindinu um dýrð Krists, hans, sem er ímynd Guðs., og það sem Síðara Þessaloníkubréf 2:3-14 segir: Látið engan villa yður á nokkurn hátt. Því að ekki kemur dagurinn nema fráhvarfið komi fyrst og maður syndarinnar birtist. Hann er sonur glötunarinnar, sem setur sig á móti Guði og rís gegn öllu því, sem kallast Guð eða helgur dómur. Hann sest í musteri Guðs og gjörir sjálfan sig að Guði. Minnist þér ekki þess, að ég sagði yður þetta, meðan ég enn þá var hjá yður? Og þér vitið, hvað aftrar honum nú, til þess að hann opinberist á sínum tíma. Því að lögleysið er þegar farið að starfa í leyndum og stendur ekki á öðru en að þeim verði burt rýmt, sem nú heldur aftur af. Þá mun lögleysinginn opinberast, og honum mun Drottinn Jesús tortíma með anda munns síns og að engu gjöra þegar hann birtist við endurkomu sína. Lögleysinginn kemur fyrir tilverknað Satans með miklum krafti, lygatáknum og undrum og með alls konar ranglætisvélum, sem blekkja þá, sem glatast, af því að þeir veittu ekki viðtöku og elskuðu ekki sannleikann, svo að þeir mættu verða hólpnir. Þess vegna sendir Guð þeim megna villu, til þess að þeir trúi lyginni. Þannig munu allir þeir verða dæmdir, sem hafa ekki trúað sannleikanum, en haft velþóknun á ranglætinu. En alltaf hljótum vér að þakka Guði fyrir yður, bræður, sem Drottinn elskar. Guð hefur frá upphafi útvalið yður til frelsunar í helgun andans og trú á sannleikann. Til þess kallaði hann yður fyrir fagnaðarboðskap vorn, að þér skylduð öðlast dýrð Drottins vors Jesú Krists., og það sem Fyrra Tímóteusarbréf 1:5-17 segir: Markmið þessarar hvatningar er kærleikur af hreinu hjarta, góðri samvisku og hræsnislausri trú. Sumir eru viknir frá þessu og hafa snúið sér til hégómamáls. Þeir vilja vera lögmálskennendur, þó að hvorki skilji þeir, hvað þeir sjálfir segja, né hvað þeir eru að fullyrða. Vér vitum, að lögmálið er gott, noti maðurinn það réttilega og viti að það er ekki ætlað réttlátum, heldur lögleysingjum og þverbrotnum, óguðlegum og syndurum, vanheilögum og óhreinum, föðurmorðingjum og móðurmorðingjum, manndrápurum, frillulífismönnum, mannhórum, mannaþjófum, lygurum, meinsærismönnum, og hvað sem það er nú annað, sem gagnstætt er hinni heilnæmu kenningu. Þetta er samkvæmt fagnaðarerindinu um dýrð hins blessaða Guðs, sem mér var trúað fyrir. Ég þakka honum, sem mig styrkan gjörði, Kristi Jesú, Drottni vorum, fyrir það að hann sýndi mér það traust að fela mér þjónustu, mér, sem fyrrum var lastmælandi, ofsóknari og smánari. En mér var miskunnað, sökum þess að ég gjörði það í vantrú, án þess að vita, hvað ég gjörði. Og náðin Drottins vors varð stórlega rík með trúnni og kærleikanum, sem veitist í Kristi Jesú. Það orð er satt, og í alla staði þess vert, að við því sé tekið, að Kristur Jesús kom í heiminn til að frelsa synduga menn, og er ég þeirra fremstur. En fyrir þá sök var mér miskunnað, að Kristur Jesús skyldi sýna á mér fyrstum gjörvallt langlyndi sitt, þeim til dæmis, er á hann munu trúa til eilífs lífs. Konungi eilífðar, ódauðlegum, ósýnilegum, einum Guði sé heiður og dýrð um aldir alda. Amen., og það sem Síðara Tímóteusarbréf 3:1-5 segir: Vita skalt þú þetta, að á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir. Mennirnir verða sérgóðir, fégjarnir, raupsamir, hrokafullir, lastmælendur, foreldrum óhlýðnir, vanþakklátir, vanheilagir, kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberandi, taumlausir, grimmir, ekki elskandi það sem gott er, sviksamir, framhleypnir, ofmetnaðarfullir, elskandi munaðarlífið meira en Guð. Þeir hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar, en afneita krafti hennar. Snú þér burt frá slíkum!, og það sem Síðara Pétursbréf 3:3-14 segir: Þetta skuluð þér þá fyrst vita, að á hinum síðustu dögum munu koma spottarar er stjórnast af eigin girndum og segja með spotti: Hvað verður úr fyrirheitinu um komu hans? Því að frá því feðurnir sofnuðu stendur allt við sama eins og frá upphafi veraldar. Viljandi gleyma þeir því, að himnar voru til forðum og jörð til orðin af vatni og upp úr vatni fyrir orð Guðs. Þess vegna gekk vatnsflóðið yfir þann heim, sem þá var, svo að hann fórst. En þeir himnar, sem nú eru ásamt jörðinni, geymast eldinum fyrir hið sama orð og varðveitast til þess dags, er óguðlegir menn munu dæmdir verða og tortímast. En þetta eitt má yður ekki gleymast, þér elskuðu, að einn dagur er hjá Drottni sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur. Ekki er Drottinn seinn á sér með fyrirheitið, þótt sumir álíti það seinlæti, heldur er hann langlyndur við yður, þar eð hann vill ekki að neinir glatist, heldur að allir komist til iðrunar. En dagur Drottins mun koma sem þjófur, og þá munu himnarnir með miklum gný líða undir lok, frumefnin sundurleysast í brennandi hita og jörðin og þau verk, sem á henni eru, upp brenna. Þar eð allt þetta ferst þannig, hversu ber yður þá ekki að ganga fram í heilagri breytni og guðrækni, þannig að þér væntið eftir og flýtið fyrir komu Guðs dags, en vegna hans munu himnarnir leysast sundur í eldi og frumefnin bráðna af brennandi hita. En eftir fyrirheiti hans væntum vér nýs himins og nýrrar jarðar, þar sem réttlæti býr. Með því að þér nú, þér elskuðu, væntið slíkra hluta, þá kappkostið að vera flekklausir og lýtalausir frammi fyrir honum í friði., og það sem Fyrsta Jóhannesarbréf 2:18-24 segir: Börn mín, það er hin síðasta stund. Þér hafið heyrt að andkristur kemur, og nú eru líka margir andkristar komnir fram. Af því vitum vér, að það er hin síðasta stund. Þeir komu úr vorum hópi, en heyrðu oss ekki til. Ef þeir hefðu heyrt oss til, þá hefðu þeir áfram verið með oss. En þetta varð til þess að augljóst yrði, að enginn þeirra heyrði oss til. En þér hafið smurning frá hinum heilaga og vitið þetta allir. Ég hef ekki skrifað yður vegna þess, að þér þekkið ekki sannleikann, heldur af því að þér þekkið hann og af því að engin lygi getur komið frá sannleikanum. Hver er lygari, ef ekki sá sem neitar, að Jesús sé Kristur? Sá er andkristurinn, sem afneitar föðurnum og syninum. Hver sem afneitar syninum hefur ekki heldur fundið föðurinn. Sá sem játar soninn hefur og fundið föðurinn. En þér, látið það vera stöðugt í yður, sem þér hafið heyrt frá upphafi. Ef það er stöðugt í yður, sem þér frá upphafi hafið heyrt, þá munuð þér einnig vera stöðugir í syninum og í föðurnum., og að lokum það sem Júdasarbréfið 1:2-16 segir: Miskunn, friður og kærleiki margfaldist yður til handa. Þér elskaðir, mér var það ríkt í huga að rita yður um sameiginlegt hjálpræði vort. En nú kemst ég ekki hjá því að skrifa og hvetja yður til að berjast fyrir þeirri trú, sem heilögum hefur í eitt skipti fyrir öll verið í hendur seld. Því að inn hafa læðst nokkrir menn, sem fyrir löngu var ritað um að þessi dómur biði þeirra. Þeir eru óguðlegir menn, sem misnota náð Guðs vors til taumleysis og afneita vorum einasta lávarði og Drottni, Jesú Kristi. Ég vil minna yður á, þótt þér nú einu sinni vitið það allt, að Drottinn frelsaði lýðinn úr Egyptalandi, en tortímdi samt síðar þeim, sem ekki trúðu. Og englana, sem ekki gættu tignar sinnar, heldur yfirgáfu eigin bústað, hefur hann í myrkri geymt í ævarandi fjötrum til dóms hins mikla dags. Eins og Sódóma og Gómorra og borgirnar umhverfis þær, sem drýgt höfðu saurlifnað á líkan hátt og þeir og stunduðu óleyfilegar lystisemdir, þær liggja fyrir sem dæmi, líðandi hegningu eilífs elds. Á sama hátt saurga og þessir draumvilltu menn líkamann, meta að engu drottinvald og lastmæla tignum. Eigi dirfðist einu sinni höfuðengillinn Míkael að leggja lastmælisdóm á djöfulinn, er hann átti í orðadeilu við hann um líkama Móse, heldur sagði: Drottinn refsi þér! En þessir menn lastmæla öllu því, sem þeir þekkja ekki, en spilla sér á því sem þeir skilja af eðlisávísun eins og skynlausar skepnur. Vei þeim, því að þeir hafa gengið á vegi Kains og hrapað í villu Bíleams fyrir ávinnings sakir og tortímst í þverúð Kóra. Þessir menn eru blindsker við kærleiksmáltíðir yðar, er þeir sitja að veislum með yður og háma í sig blygðunarlaust. Þeir eru vatnslaus ský, sem rekast fyrir vindum, tré, sem bera ekki ávöxt að hausti, tvisvar dauð og rifin upp með rótum. Þeir eru ofsalegar hafsbylgjur, sem freyða eigin skömmum, reikandi stjörnur, sem eiga dýpsta myrkur í vændum til eilífðar. Um þessa menn spáði líka Enok, sjöundi maður frá Adam, er hann segir: Sjá, Drottinn er kominn með sínum þúsundum heilagra til að halda dóm yfir öllum og til að sanna alla óguðlega menn seka um öll þau óguðlegu verk, sem þeir hafa drýgt, og um öll þau hörðu orð, sem óguðlegir syndarar hafa talað gegn honum. Þessir menn eru möglarar, umkvörtunarsamir og lifa eftir girndum sínum. Munnur þeirra mælir ofstopaorð og þeir meta menn eftir hagnaði.
Sem og útfrá þessu, þá hefur núöld okkar alda ekki lært að höndla þann boðskap sem boðað er hverju sinni. Því síðan hvenær hefur kristnitrú verið vinsæl? Sem og sorglegt er að segja, því miður er sannleikurinn sár, enda er vegurinn til eilífs lífs þröngur vegur sem fáir vilja ganga eftir, því hann hirtir og agar alla þá sem vilja læra að ganga þann þrönga veg.
Spurning fjögur: Eru allir kristnir bara útaf því að þeir segja það?.
Svar: Samkvæmt ritum biblíunnar sem kennir okkur Hverjir eru kristnir?, þá er hið sorglega svar: Nei!, því ekki eru allir kristnir þótt þeir veifi fána þess að þeir séu það, sem og margir munu eiga erfitt með að kyngja, því aldrei sagði Kristur okkur að trúin væri dans á rósum, þess vegna eru ekki allir kristnir þótt töff sé að segja það.
Sem dæmi: Eins og margoft hefur verið skrifað, þá því miður eru ekki allir kristnir þótt þau margsinnir segjast vera það, einsog Matteusarguðspjall 22:14 segir: Því að margir eru kallaðir, en fáir útvaldir., og það sem Matteusarguðspjall 7:21-27 segir: Ekki mun hver sá, sem við mig segir: Herra, herra, ganga inn í himnaríki, heldur sá einn, er gjörir vilja föður míns, sem er á himnum. Margir munu segja við mig á þeim degi: Herra, herra, höfum vér ekki kennt í þínu nafni, rekið út illa anda í þínu nafni og gjört í þínu nafni mörg kraftaverk? Þá mun ég votta þetta: Aldrei þekkti ég yður. Farið frá mér, illgjörðamenn. Hver sem heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, sá er líkur hyggnum manni, er byggði hús sitt á bjargi. Nú skall á steypiregn, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi, en það féll eigi, því það var grundvallað á bjargi. En hver sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim, sá er líkur heimskum manni, er byggði hús sitt á sandi. Steypiregn skall á, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi. Það féll, og fall þess var mikið., og það sem Matteusarguðspjall 25:31-46 segir: Þegar Mannssonurinn kemur í dýrð sinni og allir englar með honum, þá mun hann sitja í dýrðarhásæti sínu. Allar þjóðir munu safnast frammi fyrir honum, og hann mun skilja hvern frá öðrum, eins og hirðir skilur sauði frá höfrum. Sauðunum skipar hann sér til hægri handar, en höfrunum til vinstri. Og þá mun konungurinn segja við þá til hægri: Komið þér, hinir blessuðu föður míns, og takið að erfð ríkið, sem yður var búið frá grundvöllun heims. Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég, og þér komuð til mín. Þá munu þeir réttlátu segja: Herra, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka? Hvenær sáum vér þig gestkominn og hýstum þig, nakinn og klæddum þig? Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi og komum til þín? Konungurinn mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér. Síðan mun hann segja við þá til vinstri handar: Farið frá mér, bölvaðir, í þann eilífa eld, sem búinn er djöflinum og árum hans. Því hungraður var ég, en þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur var ég, en þér gáfuð mér ekki að drekka, gestur var ég, en þér hýstuð mig ekki, nakinn, en þér klædduð mig ekki, ég var sjúkur og í fangelsi, en ekki vitjuðuð þér mín. Þá munu þeir svara: Herra, hvenær sáum vér þig hungraðan eða þyrstan, gestkominn eða nakinn, sjúkan eða í fangelsi, og hjálpuðum þér ekki? Hann mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Það allt sem þér gjörðuð ekki einum hinna minnstu bræðra minna, það hafið þér ekki heldur gjört mér. Og þeir munu fara til eilífrar refsingar, en hinir réttlátu til eilífs lífs., og að lokum það sem Jóhannesarguðspjall 10:25-27 segir: Jesús svaraði þeim: Ég hef sagt yður það, en þér trúið ekki. Verkin, sem ég gjöri í nafni föður míns, þau vitna um mig, en þér trúið ekki, því að þér eruð ekki úr hópi sauða minna. Mínir sauðir heyra raust mína, og ég þekki þá, og þeir fylgja mér.
Þannig sorglega vitnar rit biblíunnar að ekki eru allir kristnir þótt sá kór sé margsinnis sunginn af þeim sem bókstaflega vilja trúa því og halda þeirri blekkingu fram að svo sé.
Spurning fimm: Ef þeir sem segjast vera kristnir, en eru það ekki, hverjir eru það þá?.
Svar: Samkvæmt ritum biblíunnar, þá eru þeir sem vilja kalla sig kristnir beðnir um að virða boðskap Krists, sem og því miður margir gera ekki. Því ef boðskapur Krists er ekki virtur eins og hann er, þá því miður er sú manneskja ekki kristinn. Því samkvæmt boðskap Krists, ber að virða þau boð sem hann hefur kennt til að geta talist sem sannkristins manneskja.
Sem dæmi: Svona er boðskapur Krists upplagður einsog Jóhannesarguðspjall 13:34-35 segir: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars., og það sem Fyrsta Jóhannesarbréf 3:11-20 segir: Því að þetta er sá boðskapur, sem þér hafið heyrt frá upphafi: Vér eigum að elska hver annan. Ekki vera eins og Kain, sem heyrði hinum vonda til og myrti bróður sinn. Og af hverju myrti hann hann? Af því að verk hans voru vond, en verk bróður hans réttlát. Undrist ekki, bræður, þótt heimurinn hati yður. Vér vitum, að vér erum komnir yfir frá dauðanum til lífsins, af því að vér elskum bræður vora. Sá sem ekki elskar er áfram í dauðanum. Hver sem hatar bróður sinn er manndrápari og þér vitið, að enginn manndrápari hefur eilíft líf í sér. Af því þekkjum vér kærleikann, að Jesús lét lífið fyrir oss. Svo eigum vér og að láta lífið fyrir bræðurna. Ef sá, sem hefur heimsins gæði, horfir á bróður sinn vera þurfandi og lýkur aftur hjarta sínu fyrir honum, hvernig getur kærleikur til Guðs verið stöðugur í honum? Börnin mín, elskum ekki með tómum orðum, heldur í verki og sannleika. Af þessu munum vér þekkja, að vér erum sannleikans megin og munum geta friðað hjörtu vor frammi fyrir honum, hvað sem hjarta vort kann að dæma oss fyrir. Því að Guð er meiri en hjarta vort og þekkir alla hluti., og það sem Fyrsta Jóhannesarbréf 1:4-10 segir: Þetta skrifum vér til þess að fögnuður vor verði fullkominn. Og þetta er boðskapurinn, sem vér höfum heyrt af honum og boðum yður: Guð er ljós, og myrkur er alls ekki í honum. Ef vér segjum: Vér höfum samfélag við hann, og göngum þó í myrkrinu, þá ljúgum vér og iðkum ekki sannleikann. En ef vér göngum í ljósinu, eins og hann er sjálfur í ljósinu, þá höfum vér samfélag hver við annan og blóð Jesú, sonar hans, hreinsar oss af allri synd. Ef vér segjum: Vér höfum ekki synd, þá svíkjum vér sjálfa oss og sannleikurinn er ekki í oss. Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti. Ef vér segjum: Vér höfum ekki syndgað, þá gjörum vér hann að lygara og orð hans er ekki í oss., og það sem Matteusarguðspjall 11:26-30 segir: Já, faðir, svo var þér þóknanlegt. Allt er mér falið af föður mínum, og enginn þekkir soninn nema faðirinn, né þekkir nokkur föðurinn nema sonurinn og sá er sonurinn vill opinbera hann. Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar. Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt., og það sem Fyrra Korintubréf 1:18-21 segir: Því að orð krossins er heimska þeim er glatast, en oss, sem hólpnir verðum, er það kraftur Guðs. Ritað er: Ég mun eyða speki spekinganna, og hyggindi hyggindamannanna mun ég að engu gjöra. Hvar er vitringur? Hvar fræðimaður? Hvar orðkappi þessarar aldar? Hefur Guð ekki gjört speki heimsins að heimsku? Því þar eð heimurinn með speki sinni þekkti ekki Guð í speki hans, þóknaðist Guði að frelsa þá, er trúa, með heimsku prédikunarinnar. , og það sem Galatabréfið 2:20 segir: Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig., og að lokum það sem Annað Jóhannesarbréf 1:9 segir: Sérhver sem fer of langt og er ekki stöðugur í kenningu Krists, hefur ekki Guð. Sá sem er stöðugur í kenningunni, hann hefur bæði föðurinn og soninn.
Þannig eru þeir sem kristnir kallast sem þekkja vilja Krists og gera allt til að læra að ganga eftir þeim vegi þótt erfiður og þröngur getur verið, þá er hann nógu sanngjarn til að vilja ganga eftir, þannig þekkjast hinir sannkristnu sem ganga veg kærleikans og sannleikans sem gerir mann frjálsan, sem og veitir frelsi til allra þeirra sem hafa lært að taka við ok Krists og lært að krossfesta sitt eigið egó án blygðunar að vera kallaðir kristnir.
Spurning sex: Ef það er til sannkristni, er þá ekki líka til falskristni?.
Svar: Því miður er þessari spurningu ekki mikið svarað eða kennt af þeim sem segjast vera kristnir, vegna hræðslu þess að missa sína stöðu við það að vera kallaðir kristnir. Þannig hefur því miður falskristni mengað kristna trú, ár og aldir, sem og rit biblíunnar hefur varað við, sem og margsinnis er hundsað af þeim sem stimpla sig sem kristnir.
Sem dæmi: Líf okkar er bundið tveimur pólum, gott og illt, rétt og rangt, ljós og myrkur, þannig líka er farið með kristna trú eins og Matteusarguðspjall 24:24 segir: Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn, og þeir munu gjöra stór tákn og undur til að leiða afvega jafnvel hina útvöldu, ef orðið gæti., og að lokum það sem Annað Jóhannesarbréf 1:7-8 segir: Því að margir afvegaleiðendur eru farnir út í heiminn, sem ekki játa, að Jesús sé Kristur, kominn í holdi. Þetta er afvegaleiðandinn og andkristurinn. Hafið gætur á sjálfum yður að þér missið ekki það, sem vér höfum áunnið, heldur megið fá full laun.
Þannig vörumst að segja: Þetta er hinum kristnu að kenna, því á meðan við lifum þeim tímum að til eru tvennskonar kristni, þá ber okkur að skilgreina rétt hverju sinni, áður en við dæmum þá sem kallast kristnir. Því er það ekki réttlátur dómur? Þannig dæmum rétt hverju sinni, því ekki eru allir kristnir þótt sá kór sé sungin því nafni hverju sinni.
Spurning sjö: Ef falskristni er til, eru þá allar kirkjur eða söfnuðir, frá Kristi komin?.
Svar: Hundleiðinlegt að þurfa að segja, ekki eru allar kirkjur eða söfnuðir frá Kristi komin, þó margir vilja trúa því. Því hvenær hefur ekki boðskapur Krists verið kenndur án mengunarmisskilnings margra sem hafa ekki vilja kynnast þann boðskap rétt og fara eftir honum eins og hann er boðaður hverju sinni? Því er það ekki þannig með farið, að ef villukenningar eru í boði í þeim kirkjum eða söfnuðum, þá er sú kirkja eða söfnuður ekki frá Kristi komin. Því miður er það þannig með farið, að margar kirkjur eða söfnuður sem boða falskristni, eru ekki viðurkenndar sem kirkja eða söfnuður Krists. Þannig ekki eru allar kirkjur eða söfnuður frá Kristi komin, þótt margir vilja trúa því, bara útaf því að þeir vilja nafngreina sig sem kristnir. Þess vegna varaði Kristur okkur á sínum tíma, að margir falskristar eru í heiminum og að okkur ber að varast þeim.
Sem dæmi: Margsinnis hefur rit biblíunnar sagt okkur hverjar eru kirkjur Krists, sem líka er kallað sem söfnuður Krists, einsog það sem Matteusarguðspjall 24:14 segir: Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma., sem og er gullna regla hverra kirkna og safnaða að gera, en er lítið gert einsog orð Krists kennir, enda vitnar Matteusarguðspjall 10:7-10 sem segir: Farið og prédikið: Himnaríki er í nánd. Læknið sjúka, vekið upp dauða, hreinsið líkþráa, rekið út illa anda. Gefins hafið þér fengið, gefins skuluð þér láta í té. Takið ekki gull, silfur né eir í belti, eigi mal til ferðar eða tvo kyrtla og hvorki skó né staf. Verður er verkamaðurinn fæðis síns., og það sem Lúkasarguðspjall 9:2-5 segir: Hann sendi þá að boða Guðs ríki og græða sjúka og sagði við þá: Takið ekkert til ferðarinnar, hvorki staf né mal, brauð né silfur, og enginn hafi tvo kyrtla. Og hvar sem þið fáið inni, þar sé aðsetur ykkar og þaðan skuluð þið leggja upp að nýju. En taki menn ekki við ykkur, þá farið úr borg þeirra og hristið dustið af fótum ykkar til vitnisburðar gegn þeim., og það sem Postulasagan 3:6 segir: Pétur sagði: Silfur og gull á ég ekki en það sem ég hef, það gef ég þér: Í nafni Jesú Krists frá Nasaret, statt upp og gakk!, og það sem Postulasagan 20:28-33 segir: Hafið gát á sjálfum yður og allri hjörðinni, sem heilagur andi fól yður til umsjónar. Verið hirðar Guðs kirkju, sem hann hefur unnið sér með sínu eigin blóði. Ég veit, að skæðir vargar munu koma inn á yður, þegar ég er farinn, og eigi þyrma hjörðinni. Og úr hópi sjálfra yðar munu koma fram menn, sem flytja rangsnúna kenningu til að tæla lærisveinana á eftir sér. Vakið því og verið þess minnugir, að ég áminnti stöðugt sérhvern yðar með tárum dag og nótt í þrjú ár. Og nú fel ég yður Guði og orði náðar hans, sem máttugt er að uppbyggja yður og gefa yður arfleifð með öllum þeim, sem helgaðir eru. Eigi girntist ég silfur né gull né klæði nokkurs manns., og það sem Síðara Pétursbréf 2:1-3 segir: En falsspámenn komu einnig upp meðal lýðsins. Eins munu falskennendur líka verða á meðal yðar, er smeygja munu inn háskalegum villukenningum og jafnvel afneita herra sínum, sem keypti þá, og leiða yfir sig sjálfa bráða glötun. Margir munu fylgja ólifnaði þeirra, og sakir þeirra mun vegi sannleikans verða hallmælt. Af ágirnd munu þeir með uppspunnum orðum hafa yður að féþúfu. En dómurinn yfir þeim er löngu felldur og fyrnist ekki og glötun þeirra blundar ekki., og það sem Matteusarguðspjall 7:15-20 segir: Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum, en innra eru þeir gráðugir vargar. Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort lesa menn vínber af þyrnum eða fíkjur af þistlum? Þannig ber sérhvert gott tré góða ávöxtu, en slæmt tré vonda. Gott tré getur ekki borið vonda ávöxtu, ekki heldur slæmt tré góða ávöxtu. Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og í eld kastað. Af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá., og það sem Lúkasarguðspjall 16:9-15 segir: Og ég segi yður: Aflið yður vina með hinum rangláta mammón, svo að þeir taki við yður í eilífar tjaldbúðir, þegar honum sleppir. Sá sem er trúr í því smæsta, er einnig trúr í miklu, og sá sem er ótrúr í því smæsta, er og ótrúr í miklu. Ef þér reynist ekki trúir í hinum rangláta mammón, hver trúir yður þá fyrir sönnum auði? Og ef þér reynist ekki trúir í því sem annars er, hver gefur yður þá það, sem yðar er? Enginn þjónn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón. En farísearnir, sem voru menn fégjarnir, heyrðu þetta og gjörðu gys að honum. En hann sagði við þá: Þér eruð þeir, sem réttlætið sjálfa yður í augum manna, en Guð þekkir hjörtu yðar. Því það, sem hátt er að dómi manna, er viðurstyggð í augum Guðs., og það sem Fyrra Tímóteusarbréf 6:3-12 segir: Ef einhver fer með annarlegar kenningar og fylgir ekki hinum heilnæmu orðum Drottins vors Jesú Krists og því, sem guðrækni vor kennir, þá hefur hann ofmetnast og veit ekki neitt. Hann er sótttekinn af þrætum og orðastælum. Af þessu fæðist öfund, deilur, lastmæli, vondar hugsanir, þjark og þras hugspilltra manna, sem eru sneyddir sannleikanum, en skoða guðhræðsluna sem gróðaveg. Já, guðhræðslan samfara nægjusemi er mikill gróðavegur. Því að ekkert höfum vér inn í heiminn flutt og ekki getum vér heldur flutt neitt út þaðan. Ef vér höfum fæði og klæði, þá látum oss það nægja. En þeir, sem ríkir vilja verða, falla í freistni og snöru og alls kyns óviturlegar og skaðlegar fýsnir, er sökkva mönnunum niður í tortímingu og glötun. Fégirndin er rót alls þess, sem illt er. Við þá fíkn hafa nokkrir villst frá trúnni og valdið sjálfum sér mörgum harmkvælum. En þú, Guðs maður, forðast þú þetta, en stunda réttlæti, guðhræðslu, trú, kærleika, stöðuglyndi og hógværð. Berstu trúarinnar góðu baráttu, höndla þú eilífa lífið, sem þú varst kallaður til og þú játaðist með góðu játningunni í viðurvist margra votta., og það sem Jakobsbréfið 2:1-7 segir: Bræður mínir, farið ekki í manngreinarálit, þér sem trúið á dýrðardrottin vorn Jesú Krist. Nú kemur maður inn í samkundu yðar með gullhring á hendi og í skartlegum klæðum, og jafnframt kemur inn fátækur maður í óhreinum fötum, ef öll athygli yðar beinist að þeim, sem skartklæðin ber, og þér segið: Settu þig hérna í gott sæti! en segið við fátæka manninn: Stattu þarna, eða settu þig á gólfið við fótskör mína! hafið þér þá ekki mismunað mönnum og orðið dómarar með vondum hugsunum? Heyrið, bræður mínir elskaðir! Hefur Guð ekki útvalið þá, sem fátækir eru í augum heimsins, til þess að þeir verði auðugir í trú og erfingjar þess ríkis, er hann hefur heitið þeim, sem elska hann? En þér hafið óvirt hinn fátæka. Eru það þó ekki hinir ríku, sem undiroka yður og draga yður fyrir dómstóla? Eru það ekki þeir, sem lastmæla hinu góða nafni, sem nefnt var yfir yður?, og að lokum það sem Jakobsbréfið 5:1-6 segir: Hlustið á, þér auðmenn, grátið og kveinið yfir þeim bágindum, sem yfir yður munu koma. Auður yðar er orðinn fúinn og klæði yðar eru orðin möletin, gull yðar og silfur er orðið ryðbrunnið og ryðið á því mun verða yður til vitnis og eta hold yðar eins og eldur. Þér hafið fjársjóðum safnað á síðustu dögunum. Launin hrópa, þau sem þér hafið haft af verkamönnunum, sem slógu lönd yðar, og köll kornskurðarmannanna eru komin til eyrna Drottins hersveitanna. Þér hafið lifað í sællífi á jörðinni og í óhófi. Þér hafið alið hjörtu yðar á slátrunardegi. Þér hafið sakfellt og drepið hinn réttláta. Hann veitir yður ekki viðnám.
Þannig útfrá þessu gætu margir sem telja sig vera kirkjur eða söfnuður Krists spurt: Bíddu ert þú nú ekki of dómharður gegn kristindómnum við það að dæma kirkjur og söfnuði á þennan hátt eins og þú skrifar hér? eins og Matteusarguðspjall 7:1-5 segir: Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir. Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmdir, og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða. Hví sér þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: Lát mig draga flísina úr auga þér? Og þó er bjálki í auga sjálfs þín. Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér, og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns., þá er svarið Nei!, því ef rétt er með farið þá ber okkur sem köllumst kristnir að gera það sem Fyrra Korintubréf 6:1-20 segir: Getur nokkur yðar, sem hefur sök móti öðrum, fengið af sér að leggja málið undir dóm heiðinna manna, en ekki hinna heilögu? Eða vitið þér ekki, að hinir heilögu eiga að dæma heiminn? Og ef þér eigið að dæma heiminn, eruð þér þá óverðugir að dæma í hinum minnstu málum? Vitið þér eigi, að vér eigum að dæma engla? Hvað þá heldur tímanleg efni! Þegar þér eigið að dæma um tímanleg efni, þá kveðjið þér að dómurum menn, sem að engu eru hafðir í söfnuðinum. Ég segi það yður til blygðunar. Er þá enginn vitur til á meðal yðar, sem skorið geti úr málum milli bræðra? Í stað þess á bróðir í máli við bróður og það fyrir vantrúuðum! Annars er það nú yfirleitt galli á yður, að þér eigið í málaferlum hver við annan. Hví líðið þér ekki heldur órétt? Hví látið þér ekki heldur hafa af yður? Í stað þess hafið þér rangsleitni í frammi og hafið af öðrum og það af bræðrum! Vitið þér ekki, að ranglátir munu ekki Guðs ríki erfa? Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar Guðs ríki erfa. Og þetta voruð þér, sumir yðar. En þér létuð laugast, þér eruð helgaðir, þér eruð réttlættir fyrir nafn Drottins Jesú Krists og fyrir anda vors Guðs. Allt er mér leyfilegt, en ekki er allt gagnlegt. Allt er mér leyfilegt, en ég má ekki láta neitt fá vald yfir mér. Maturinn er fyrir magann og maginn fyrir matinn, en Guð mun hvort tveggja að engu gjöra. En líkaminn er ekki fyrir saurlífi, heldur fyrir Drottin og Drottinn fyrir líkamann. Guð hefur uppvakið Drottin og mun uppvekja oss fyrir kraft sinn. Vitið þér ekki, að líkamir yðar eru limir Krists? Á ég þá að taka limi Krists og gjöra þá að skækjulimum? Fjarri fer því. Vitið þér ekki, að sá er samlagar sig skækjunni verður ásamt henni einn líkami? Því að sagt er: Þau tvö munu verða eitt hold. En sá er samlagar sig Drottni er einn andi ásamt honum. Flýið saurlifnaðinn! Sérhver önnur synd, sem maðurinn drýgir, er fyrir utan líkama hans. En saurlífismaðurinn syndgar á móti eigin líkama. Vitið þér ekki, að líkami yðar er musteri heilags anda, sem í yður er og þér hafið frá Guði? Og ekki eruð þér yðar eigin. Þér eruð verði keyptir. Vegsamið því Guð með líkama yðar., og að lokum það sem Síðara Korintubréf 6:16-18 segir: Hvernig má sætta musteri Guðs við skurðgoð? Vér erum musteri lifanda Guðs, eins og Guð hefur sagt: Ég mun búa hjá þeim og ganga um meðal þeirra, og ég mun vera Guð þeirra, og þeir munu vera lýður minn. Þess vegna segir Drottinn: Farið burt frá þeim, og skiljið yður frá þeim. Snertið ekki neitt óhreint, og ég mun taka yður að mér og ég mun vera yður faðir, og þér munuð vera mér synir og dætur,segir Drottinn alvaldur.
Áríðandi skilaboð: Þótt kynvillingar og drykkjumenn sé upp talið í Fyrra Korintubréf 6, þá hatar Guð ekki syndarann, sem af eðli sínu er mennskur, heldur syndina sem stunduð er, sem hægt er að fá iðrun yfir, sem og er frjálst val allra sem óska eftir því hverju sinni.
Þannig til að geta haldið áfram að svara spurningunni: Ef falskristni er til, eru þá allar kirkjur eða söfnuðir, frá Kristi komin?, þá vitnar Galatabréfið 1:6-10 sem segir: Mig furðar, að þér svo fljótt látið snúast frá honum, sem kallaði yður í náð Krists, til annars konar fagnaðarerindis, sem þó er ekki til; heldur eru einhverjir að trufla yður og vilja umhverfa fagnaðarerindinu um Krist. En þótt jafnvel vér eða engill frá himni færi að boða yður annað fagnaðarerindi en það, sem vér höfum boðað yður, þá sé hann bölvaður. Eins og vér höfum áður sagt, eins segi ég nú aftur: Ef nokkur boðar yður annað fagnaðarerindi en það, sem þér hafið veitt viðtöku, þá sé hann bölvaður. Er ég nú að reyna að sannfæra menn eða Guð? Er ég að leitast við að þóknast mönnum? Ef ég væri enn að þóknast mönnum, þá væri ég ekki þjónn Krists., og það sem Efesusbréfið 1:4-23 segir: Áður en heimurinn var grundvallaður hefur hann útvalið oss í Kristi, til þess að vér værum heilagir og lýtalausir fyrir honum. Í kærleika sínum ákvað hann fyrirfram að veita oss sonarrétt í Jesú Kristi. Sá var vilji hans og velþóknun til vegsemdar dýrð hans og náð, sem hann lét oss í té í sínum elskaða syni. Í honum, fyrir hans blóð eigum vér endurlausnina og fyrirgefningu afbrota vorra. Svo auðug er náð hans, sem hann gaf oss ríkulega með hvers konar vísdómi og skilningi. Og hann kunngjörði oss leyndardóm vilja síns, þá ákvörðun, sem hann hafði með sjálfum sér ákveðið að framkvæma, er fylling tímans kæmi: Hann ætlaði að safna öllu því, sem er á himnum, og því, sem er á jörðu, undir eitt höfuð í Kristi. Í honum höfum vér þá líka öðlast arfleifðina, eins og oss var fyrirhugað samkvæmt fyrirætlun hans, er framkvæmir allt eftir ályktun vilja síns, til þess að vér, sem áður höfum sett von vora til Krists, skyldum vera dýrð hans til vegsemdar. Í honum eruð og þér, eftir að hafa heyrt orð sannleikans, fagnaðarerindið um sáluhjálp yðar og tekið trú á hann og verið merktir innsigli heilags anda, sem yður var fyrirheitið. Hann er pantur arfleifðar vorrar, að vér verðum endurleystir Guði til eignar, dýrð hans til vegsemdar. Eftir að hafa heyrt um trú yðar á Drottin Jesú og um kærleika yðar til allra heilagra, hef ég þess vegna ekki heldur látið af að þakka fyrir yður, er ég minnist yðar í bænum mínum. Ég bið Guð Drottins vors Jesú Krists, föður dýrðarinnar, að gefa yður anda speki og opinberunar, svo að þér fáið þekkt hann. Ég bið hann að upplýsa sálarsjón yðar, svo að þér skiljið, hver sú von er, sem hann hefur kallað oss til, hver ríkdómur hans dýrlegu arfleifðar er, sem hann ætlar oss meðal hinna heilögu, og hver hinn yfirgnæfandi máttur hans við oss, sem trúum. En þetta er sami áhrifamikli, kröftugi mátturinn, sem hann lét koma fram í Kristi, er hann vakti hann frá dauðum og lét hann setjast sér til hægri handar í himinhæðum, ofar hverri tign og valdi og mætti, ofar öllum herradómi og sérhverju nafni, sem nefnt er, ekki aðeins í þessari veröld, heldur og í hinni komandi. Allt hefur hann lagt undir fætur honum og gefið hann kirkjunni sem höfuðið yfir öllu. En kirkjan er líkami hans og fyllist af honum, sem sjálfur fyllir allt í öllu., og það sem Rómverjabréfið 12:1-21 segir: Því brýni ég yður, bræður, að þér, vegna miskunnar Guðs, bjóðið fram sjálfa yður að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn. Það er sönn og rétt guðsdýrkun af yðar hendi. Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna. Fyrir þá náð, sem mér er gefin, segi ég yður hverjum og einum að hugsa ekki hærra um sig en hugsa ber, heldur í réttu hófi, og halda sér hver og einn við þann mæli trúar, sem Guð hefur úthlutað honum. Vér höfum á einum líkama marga limi, en limirnir hafa ekki allir sama starfa. Eins erum vér, þótt margir séum, einn líkami í Kristi, en hver um sig annars limir. Vér höfum margvíslegar náðargjafir, eftir þeirri náð, sem oss er gefin. Sé það spádómsgáfa, þá notum hana í hlutfalli við trúna. Sé það þjónusta, skulum vér þjóna. Sá sem kennir, hann kenni, sá sem áminnir, hann áminni. Sá sem útbýtir gjöfum, gjöri það í einlægni. Sá sem veitir forstöðu, sé kostgæfinn og sá sem iðkar miskunnsemi, gjöri það með gleði. Elskan sé flærðarlaus. Hafið andstyggð á hinu vonda, en haldið fast við hið góða. Sýnið hver öðrum bróðurkærleika og ástúð, og verið hver yðar fyrri til að veita öðrum virðing. Verið ekki hálfvolgir í áhuganum, verið brennandi í andanum. Þjónið Drottni. Verið glaðir í voninni, þolinmóðir í þjáningunni og staðfastir í bæninni. Takið þátt í þörfum heilagra, stundið gestrisni. Blessið þá, er ofsækja yður, blessið þá, en bölvið þeim ekki. Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum. Berið sama hug til allra, hreykið yður ekki, en haldið yður að hinum lítilmótlegu. Ætlið yður ekki hyggna með sjálfum yður. Gjaldið engum illt fyrir illt. Stundið það sem fagurt er fyrir sjónum allra manna. Hafið frið við alla menn að því leyti sem það er unnt og á yðar valdi. Hefnið yðar ekki sjálfir, þér elskaðir, heldur lofið hinni refsandi reiði Guðs að komast að, því að ritað er: Mín er hefndin, ég mun endurgjalda, segir Drottinn. En ef óvin þinn hungrar, þá gef honum að eta, ef hann þyrstir, þá gef honum að drekka. Með því að gjöra þetta, safnar þú glóðum elds á höfuð honum. Lát ekki hið vonda yfirbuga þig, heldur sigra þú illt með góðu. og það sem Fyrra Korintubréf 3:1-23 segir: Ég gat ekki, bræður, talað við yður eins og við andlega menn, heldur eins og við holdlega, eins og við ómálga í Kristi. Mjólk gaf ég yður að drekka, ekki fasta fæðu, því að enn þolduð þér það ekki. Og þér þolið það jafnvel ekki enn, því að enn þá eruð þér holdlegir menn. Fyrst metingur og þráttan er á meðal yðar, eruð þér þá eigi holdlegir og hegðið yður á manna hátt? Þegar einn segir: Ég er Páls, en annar: Ég er Apollóss, eruð þér þá ekki eins og hverjir aðrir menn? Hvað er þá Apollós? Já, hvað er þá Páll? Þjónar, sem hafa leitt yður til trúar, og það eins og Drottinn hefur gefið hvorum um sig. Ég gróðursetti, Apollós vökvaði, en Guð gaf vöxtinn. Þannig er þá hvorki sá neitt, er gróðursetur, né sá, er vökvar, heldur Guð, sem vöxtinn gefur. Sá, sem gróðursetur, og sá, sem vökvar, eru eitt. En sérhver mun fá laun eftir sínu erfiði. Því að samverkamenn Guðs erum vér, og þér eruð Guðs akurlendi, Guðs hús. Eftir þeirri náð, sem Guð hefur veitt mér, hef ég eins og vitur húsameistari lagt grundvöll, er annar byggir ofan á. En sérhver athugi, hvernig hann byggir. Annan grundvöll getur enginn lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur. En ef einhver byggir ofan á grundvöllinn gull, silfur, dýra steina, tré, hey eða hálm, þá mun verk hvers um sig verða augljóst. Dagurinn mun leiða það í ljós, af því að hann opinberast með eldi og eldurinn mun prófa hvílíkt verk hvers og eins er. Ef nú verk einhvers fær staðist, það er hann byggði ofan á, mun hann taka laun. Ef verk einhvers brennur upp, mun hann bíða tjón. Sjálfur mun hann frelsaður verða, en þó eins og úr eldi. Vitið þér eigi, að þér eruð musteri Guðs og að andi Guðs býr í yður? Ef nokkur eyðir musteri Guðs, mun Guð eyða honum, því að musteri Guðs er heilagt, og þér eruð það musteri. Enginn dragi sjálfan sig á tálar. Ef nokkur þykist vitur yðar á meðal í þessum heimi, verði hann fyrst heimskur til þess að hann verði vitur. Því að speki þessa heims er heimska hjá Guði. Ritað er: Hann er sá, sem grípur hina vitru í slægð þeirra. Og aftur: Drottinn þekkir hugsanir vitringanna, að þær eru hégómlegar. Fyrir því stæri enginn sig af mönnum. Því að allt er yðar, hvort heldur er Páll, Apollós eða Kefas, heimurinn, líf eða dauði, hið yfirstandandi eða hið komandi, allt er yðar. En þér eruð Krists og Kristur Guðs., og það sem Fyrra Tímóteusarbréf 3:1-13 segir: Það orð er satt, að sækist einhver eftir biskupsstarfi, þá girnist hann fagurt hlutverk. Biskup á að vera óaðfinnanlegur, einkvæntur, bindindissamur, hóglátur, háttprúður, gestrisinn, góður fræðari. Ekki drykkfelldur, ekki ofsafenginn, heldur gæfur, ekki deilugjarn, ekki fégjarn. Hann á að vera maður, sem veitir góða forstöðu heimili sínu og heldur börnum sínum í hlýðni með allri siðprýði. Hvernig má sá, sem ekki hefur vit á að veita heimili sínu forstöðu, veita söfnuði Guðs umsjón? Hann á ekki að vera nýr í trúnni, til þess að hann ofmetnist ekki og verði fyrir sama dómi og djöfullinn. Hann á líka að hafa góðan orðstír hjá þeim, sem standa fyrir utan, til þess að hann verði eigi fyrir álasi og lendi í tálsnöru djöfulsins. Svo eiga og djáknar að vera heiðvirðir, ekki tvímælismenn, ekki sólgnir í vín, ekki gefnir fyrir ljótan gróða. Þeir skulu varðveita leyndardóm trúarinnar í hreinni samvisku. Einnig þessir menn séu fyrst reyndir, síðan takist þeir þjónustuna á hendur, ef þeir eru óaðfinnanlegir. Svo eiga og konur að vera heiðvirðar, ekki rógberar, heldur bindindissamar, trúar í öllu. Djáknar séu einkvæntir, og hafi góða stjórn á börnum sínum og heimilum. Því að þeir, sem vel hafa staðið í djáknastöðu, koma sér vel í veg og öðlast mikla djörfung í trúnni á Krist Jesú., og það sem Fyrra Pétursbréf 5:1-10 segir: Öldungana yðar á meðal áminni ég, sem einnig er öldungur og vottur písla Krists og einnig mun fá hlutdeild í þeirri dýrð, sem opinberuð mun verða: Verið hirðar þeirrar hjarðar, sem Guð hefur falið yður. Gætið hennar ekki af nauðung, heldur af fúsu geði, að Guðs vilja, ekki sakir vansæmilegs ávinnings, heldur af áhuga. Þér skuluð eigi drottna yfir söfnuðunum, heldur vera fyrirmynd hjarðarinnar. Þá munuð þér, þegar hinn æðsti hirðir birtist, öðlast þann dýrðarsveig, sem aldrei fölnar. Og þér, yngri menn, verið öldungunum undirgefnir og skrýðist allir lítillætinu hver gagnvart öðrum, því að Guð stendur gegn dramblátum, en auðmjúkum veitir hann náð. Auðmýkið yður því undir Guðs voldugu hönd, til þess að hann á sínum tíma upphefji yður. Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður. Verið algáðir, vakið. Óvinur yðar, djöfullinn, gengur um sem öskrandi ljón, leitandi að þeim, sem hann geti gleypt. Standið gegn honum, stöðugir í trúnni, og vitið, að bræður yðar um allan heim verða fyrir sömu þjáningum. En Guð allrar náðar, sem hefur kallað yður í Kristi til sinnar eilífu dýrðar, mun sjálfur, er þér hafið þjáðst um lítinn tíma, fullkomna yður, styrkja og öfluga gjöra., og það sem Fyrra Tímóteusarbréf 5:17-22 segir: Öldungar þeir, sem veita góða forstöðu, séu hafðir í tvöföldum metum, allra helst þeir sem erfiða í orðinu og í kennslu. Því að ritningin segir: Þú skalt ekki múlbinda uxann, er hann þreskir og verður er verkamaðurinn launa sinna. Tak þú ekki við kæru gegn öldungi, nema tveir eða þrír vottar beri. Ávíta brotlega í viðurvist allra, til þess að hinir megi hafa ótta. Ég heiti á þig fyrir augliti Guðs og Krists Jesú og hinna útvöldu engla, að þú gætir þessa án nokkurs fordóms og gjörir ekkert af vilfylgi. Eigi skalt þú fljótráðið leggja hendur yfir nokkurn mann. Tak eigi heldur þátt í annarra syndum, varðveit sjálfan þig hreinan., og það sem Fyrra Korintubréf 10:23-24 segir: Allt er leyfilegt, en ekki er allt gagnlegt. Allt er leyfilegt, en ekki byggir allt upp. Enginn hyggi að eigin hag, heldur hag annarra., og að lokum það sem Hebreabréfið 5:11-14 segir: Um þetta höfum vér langt mál að segja og torskilið, af því að þér hafið gjörst heyrnarsljóir. Þó að þér tímans vegna ættuð að vera kennarar, þá hafið þér þess enn á ný þörf, að einhver kenni yður undirstöðuatriði Guðs orða. Svo er komið fyrir yður, að þér hafið þörf á mjólk, en ekki fastri fæðu. En hver sem á mjólk nærist er barn og skilur ekki boðskap réttlætisins. Fasta fæðan er fyrir fullorðna, fyrir þá, sem jafnt og þétt hafa tamið skilningarvitin til að greina gott frá illu.
Sorglegt að þurfa segja, ekki eru allar kirkjur eða söfnuðir Krists þótt sárlega þau vilja, því á meðan kirkjur eða söfnuðir eru ekki en búinn að fatta grundvöll sannkristninnar, þá því miður eru þær ekki líkami Krists einsog biblían kennir hverju sinni. Þannig ef kirkjur eða söfnuðir vilja kallast Krists, þá þurfa þau að læra að vita hvað er hans, og hvað er ekki hans, því ekki getur líkami hans verið báðum megin við borðið, nema Kristur sitji þar á milli og kenni okkur sem viljum tilheyrast honum þann sannleik sem sameinar. Því ekki er Kristur margir líkamar, heldur einn líkami sem vill að þeir sem kalla sig kristnir læri að lifa þannig, ekki sem splundrun, heldur sem kærleikseining bræðra og systkina sem læra að lifa í Kristi sem höfund og æðstaprest þeirra sem kristnir vilja kallast.
Lokaspurning: Þannig hverjir eru kristnir í raun og veru?
Svar: Einleið til að vita um þá spurningu rétt, er jú, að opna þá bók sem talar um þá spurningu. Því hún er sú eina bók sem getur svarað því hverjir kristnir eru og hvernig þeir sem kalla sig því nafni eiga að hegða sér einsog sannkristnir sem vilja kalla sig því nafni. Því ekki getur neinn vitað nema rannsaka það sem Kristur sagði og gerði, sem því miður er lítið gert af þeim sem kalla sig kristnir. Þess vegna er það að gerast á okkar dögum að spurt er Hverjir eru kristnir?, sem því miður þarf ekki að gerast ef rétt er farið með boðskap Krists. Því er ekki boðskapur Krists þannig uppbyggður að maður á að kynnast honum og fara eftir því sem hann kenndi? Að minnstakosti hélt maður það, því ekki getur eitthver manneskja kynnst annarri manneskju nema gefa sig tíma til að kynnast henni, þannig er líka með kristna trú, okkur ber að skoða útfrá orði Krists, hver hann var og er, en ekki útfrá villikenningum sem hefur mengað kristna trú, sem því miður er skömm sannkristninnar sem blætt hefur margar kynslóðir og aldir við það að vera kallaðir kristnir.
Þannig til að geta svarað almennilega spurningu Kolbrúnar Bergþórsdóttur hér að ofan: Er boðskapur Krists hættulegur?, þá er svarið bæði já og nei, sem og fer eftir því hvernig kristnitrú er kennd hverju sinni. Því ef rétt kennsla af boðskap Krists er kennd, þá er hún ekki stórhættulegur boðskapur. En ef boðskapur Krists er kenndur í villukenningum, þá því miður er sá boðskapur stórhættulegur ef hann er kenndur þannig villukenningum, sem er nú frekar sorglegt að sannleikur sem á að gefa frelsi sé bundin þeim blekkingalygum sem gerir boðskap Krists hættulegan. Þannig megi sá sem sagði eins og Jóhannesarguðspjall 8:31-32 segir: Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa., kenna okkur að kynnast því frelsi sem kennir okkur hver sannleikurinn er, sem og er ekki hættulegur ef hann er ekki kenndur mengunarvillu sem er ekki af Kristi kominn. Þannig lærum að virða boðskap Krists, ef við viljum láta kallast kristnir, því ekki er boðskapurinn hættulegur nema hann sé gerður þannig, sem því miður er búið að gerast í aldir að sannleikurinn hefur verið mengaður þeim sem vildu ekki kynnast þeim boðskapi eins og hann er kenndur hverju sinni.
Þannig megi ég sem þetta skrifa, ljúka þessari löngugrein með þessum orðum: Sá sem þetta vottar segir: Já, ég kem skjótt. Amen. Kom þú, Drottinn Jesús! Náðin Drottins Jesú sé með öllum. (Opinberunarbókin 22:20-21).
Allar bláundirstikaðar skáleturstilvitnanir eru teknar úr biblíuþýðingu 1981.
Kær kærleiks og náðar kveðja,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
PS: Hér er facebook síða sem heitir: Hvað er að vera Kristinn í trú?, sem og allir þeir sem áhuga hafa geta fengið að vita betur um: Hverjir eru kristnir?, því eins og ástand heimsins er, þá því miður þekkja fáir Krist. Því eina leiðin til að tala um Krist, er jú að þekkja Hann.
Athugasemdir
Hverjir séu kristnir er eitthvað sem kemur kristnum mönnum einum við. Aðrir sem ætla sér að skíra og skilgreina það sýna með því ofríki og ofbeldi. Það á að virða hefðir annars fólks, halda vissri fjarlægð og láta það eiga sig upp að vissu marki. Annað er fasismi og ekki samboðinn nútímalegu fjölmenningarsamfélagi. Þeir sem ofstækja kristna menn, hvort sem þeir tilheyra Islamic State eða öðrum hrokafullum, veruleikafirrtum hópum með ofríki og kúgun á siðum annarra á stefnuskrá sinni sem hafa vanvirðingu, háð, spott og hatur að leiðarljósi, þó stigsmunur sé þarna á, en lítill eða enginn eðlismunur þó, ættu að hafa þetta í huga, að það er ekkert öðruvísi í eðli sínu að ofsækja kristna menn í dag en í Rómarveldi í gamla daga, og sama villimennskan og óeðlið sem býr þar að baki, sömu mannlegu lestirnir og fyrirlitilegi karakterinn, karakter af því tagi sem er illsamræmanlegur nútíma lýðræði og fjölmenningu og hefði ávallt þrifist best undir fasismi, og notið sín innan SS sveitanna.
Ókristinn (IP-tala skráð) 27.4.2015 kl. 09:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.