Eru stórflokksstjórnvöld að rústa Íslandi?

images_1258006.jpg

Hverjir þekkja ekki þegar stórflokksstjórnvöld eru styrkt tugmilljóna hverja kosninga af 1% auðmannastétt þjóðar okkar til að þeir geti fengið sitt fram, sem dæmi, að geta keypt stórflokksstjórnvöld til að hundsa minnihluta kjósenda þjóðar sinnar útfrá launahækkunum, réttindum og hagsmunum þjóðarinnar hverju sinni, svo sem auðlyndir og annarra stjórnarskrá bundnum hlutum sem öll þjóðin er bundin við, sem og 1% auðmenn þjóðarinnar vilja sölsa undir sig fiskimið, makríl og þjóðareignir o.s.frv., því hver á Ísland, við landsmenn eða hið 1% auðmannsveldi sem er nákvæmlega sama um minnihluta þjóðar sinnar bara ef þeir fá sitt?

Því þann 9. apríl 2015 skrifar Guðmundur Hörður Guðmundsson í stundin.is grein sem ber heitið: "Völdin kosta 500.000.000 kr.", sem í þeirri grein lýsir hann því „að þingmenn séu keyptir af sterkum hagsmunaaðilum“, semsagt hið 1% auðmannsveldi þjóðarinnar kaupa þingmenn til þess að hugsa ekki um minnihluta hóp þjóðarinnar sem létu blekkjast til að kjósa stórflokksstjórnveldin. Því hverjir eru þessi stórflokksstjórnveldi sem minnihluti þjóðarinnar lætur alltaf blekkjast til að kjósa yfir okkur hverjar kosningar og sem fá styrk frá hinu 1% auðmannastéttarinnar til að hundsa hag minnihluta hóp kjósenda?

Því eins og RUV.is skrifar þann 10. mars 2015 um Bjarna Ben undir titlinum "Segir ekkert að styrkjum til flokksins", er skrifað: „Það er ekkert að því að Sjálfstæðisflokkurinn fái styrki frá sjávarútvegsfyrirtækjum. Þetta segir formaður flokksins. 90% af öllum fjárstuðningi útgerðarfyrirtækjanna fyrir síðustu kosningar runnu til stjórnarflokkanna.“ sem og áframhaldandi er skrifað að: „Fyrirtæki í sjávarútvegi styrktu stjórnmálaflokkana um 16 milljónir króna fyrir síðustu Alþingiskosningar. 90 prósent þess fjár fóru til Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.“, semsagt fyrir Bjarna Ben þá er það bara eðlilegur hlutur að auðmenn kaupi stjórnvöld til að fá sína spillingu fram. Þannig eðlileg spurning er: „Er það eðlilegt að stórflokksstjórnvöld séu keypt af örfáum auðmannsvöldum til þess að þeir fái sína siðleysisspillingu fram?“.

Kær vonar kveðja til betri framtíða,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Með því að innleiða OPEC reglugerðina um Múturgreiðslur eru þeir að koma í veg fyrir að stjórnmálamönnum sé veittur "Stuðningur" af hálfu fyrirtækja. Hér er góð skilgreining á þessu hugtaki "stuðningur"

Bribery is an act of giving money or gifts that alters the behavior of the recipient. Bribery constitutes a crime and is defined by Black's Law Dictionary as the offering, giving, receiving, or soliciting of any item of value to influence the actions of an official or other person in charge of a public or legal duty.

Gifts of money or other items of value which are otherwise available to everyone on an equivalent basis, and not for dishonest purposes, is not bribery. Offering a discount or a refund to all purchasers, is a legal rebate, and is not bribery. For example, it is legal for an employee of a Public Utilities Commission involved in electric rate regulation to accept a rebate on electric service that reduces their cost for electricity, when the rebate is available to other residential electric customers. If the rebate was done to influence them to look favorably on the electric utility's rate increase applications, however, that would be bribery, and unlawful.

The bribe is the gift bestowed to influence the recipient's conduct. It may be moneygoodsrights in actionpropertyprefermentprivilegeemolument, objects of value, advantage, or merely a promise to induce or influence the action, vote, or influence of a person in an official or public capacity.[1]

In economics, the bribe has been described as rent. Bribery in bureaucracy has been viewed as a reason for the higher cost of production of goods and services.

Guðlaugur Hermannsson, 13.4.2015 kl. 11:28

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gleymdu ekki hinu, Magnús, að þessir stóru flokkar (2-4 eða 5) hafa fyrir fram tryggt sér hundruð milljóna króna á hverju kjörtímabili úr vösum almennings -- já, beint í flokkssjóði sína! -- og í hlutfalli við fylgi þeirra í síðustu kosningum! (því að mikið vill áfram meira). Þar fyrir utan eru þeir búnir að koma formönnum flokkanna og þingflokksformönnum þeirra á sérstök aukalaun beint úr ríkissjóði, hvort sem formaðurinn á sæti á Alþingi eður ei.

Eru þetta þá sannkallaðir ræningjaflokkar? Því verður hver að svara fyrir sig, en alveg er ljóst, að þeir hafa komið ár sinni svo vel fyrir borð, m.a. með því að nota ríkisfé til að greiða niður fasteignir flokkanna, að þeir eru jafnan við hverjar kosningar margfalt betur hertygjaðir til flokksstarfs og áróðurs heldur en nýir flokkar, sem verða að byrja frá grunni, húsnæðis- og fjármagnslausir og lítt kunnir, í baráttunni um atkvæði almennings.

Ekki nægir þeim þetta, heldur búa þessi flokksveldi til múra að geðþótta sínum til að draga úr líkum á því að nýir, litlir flokkar geti náð inn manni/mönnum, t.d. 5% múrinn, sem hefur þau áhrif gegnum skoðanakannanir að kjósendur hallast fljótt frá slíkum framboðum (nema þau eigi þeim mun meira undir sér, sbr. Gnarrista, sem nutu mikils fjárstuðnings Bjarkar), af því að fyrir fram telja menn (og heyra það fullyrt í fjölmiðum), eftir að fyrstu skoðanakannanir sjást, að þeir væru að "kasta atkvæði sínu á glæ" með því að kjósa slíkan flokk.

Ekki hefur síðri áhrif til að hindra áhrif nýrra flokka, að þessir flokkseigendur skiptu einu lögsagnarumdæminu í tvennt til að nauðsynlegt yrði að ná þar allt að 1/11 allra atkvæða til að ná fyrsta manni inn í stað þess að ná einungis allt að 1/22 atkvæða til að ná manni inn.

Einnig sú gjörð Fjórflokksins, undir forystu Sjálfstæðisflokks, byggðist á gerræði gagnvart kjósendum og á sömu gömlu, valdsæknu yfirráðahyggjunni. Og svo ganga þeir til kosninga með OKKAR FÉ sem sinn digra sjóð til auglýsinga, áróðurs, reksturs flokksskrifstofa, síma- og tölvukostnaðar til að virkja flokksmenn o.s.frv.!

Sjá m.a. fyrri skrif Óla Björns Kárasonar varaþingmanns um þessi mál í Morgunblaðinu, einnig mín skrif, sem koma þar inn á fleiri mál en hann gerir, hér:

Bjarni Ben. sér ekki ástæðu til að breyta, hvað þá afnema 5%-lágmarkið!

Jón Valur Jensson | 29. apríl 2013

Full nauðsyn á komu 10 manna ÖSE-eftirlitsnefndarinnar hingað

25. apríl 2009

Einnig þessa grein mína, skrifaða í tilefni af komu 10 manna eftirlits-sendinefndar ÖSE hingað til lands: A welcome to specialist observers of the OSCE: You have work to do in this country!

16. apríl 2009

Jón Valur Jensson, 13.4.2015 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband