Af hverju að kjósa um ESB?
29.3.2015 | 07:13
Eru Íslendingar virkilega búnir að gleyma hvernig England með hryðjuverkalögum og Holland gáfu skít í okkur þegar við lentum í Icesave hrunið 2008?
Því ekki voru þeir mjög hjálpsamir þegar okkar þjóð lenti í þetta hundleiðinlega hrun. Því ekki var það allri þjóðinni að kenna að Icasave hrunið skall á þjóðina, enn samt vildi þingheimur kenna okkur og okkar framtíðar börn um Icesave og þvinga okkur til að borga skaðann sem örfáir gjörspilltir gráðugir einstaklingar frömdu gegn þjóðinni. Og nú vilja margir hugsa um að fá að kjósa um hvort Ísland vilji halda áfram að vera í ESB.
Ég spyr: Af hverju?. Heldur þjóðin virkilega að ESB geti bjargað okkur, þegar þau geta ekki bjargað aðrar þjóðir úr þeim vanda sem margar þjóðir eru komnar í?
Mitt svar við ESB er: NEI TAKK!.
En samt vill þjóðin eyða auð okkar til að hugsa um að kjósa um hvort við viljum halda áfram að vera í ESB. Frekar skrítið hvernig okkar þjóð hugsar og er fljót að gleyma því hvernig farið var illa með okkur þegar þetta Icesave rugl var í gangi, þegar Alþingi okkar þjóðar gerði þrjá samninga, einn mjög gallaðan samning sem var samþykktur af stjórnvöldum enn hafnaður af Englendingum og Hollendingum, en hinir tveir samningarnir þvingaðir til kosninga af þjóðinni og voru synjaðir af þjóðinni. En samt vilja Íslendingar hugsa um að vilja kannski ganga Í ESB.
Sorglegt hversu gullfiskaminni þjóðarinnar er fljótt að gleyma því sem gerðist 2008. Því ekki er ESB töfralausn þjóðar okkar þegar hún getur ekki hjálpað öðrum þjóðum sem lenda í vanda. Þannig frá mínu sjónarhorni, er betra fyrir okkur að forða okkur frá ESB, heldur en að lenda síðan meir í vanda einhvern tíman seinna.
Og ef gjaldmiðillin er höfuðverkur þjóðarinnar, þá þurfum við fyrst að eyða upp spillinguna sem er að grassera hér á landi. Því ef jafnræði okkar núverandi stjórnarskrá segir til að við séum jöfn, þá ber að hagræða laun okkar þjóðar útfrá því jafnræði. En á meðan gjörspilling okkar þjóðar er til staðar, þá er engin furða að auður okkar lands sé í vanda. Þannig mín skoðun er sú, ef stjórnvöld vilja bjarga þeim auð sem við eigum, þá þarf að uppræta þá spillingu sem er að eyða okkar landi.
Enn á meðan við erum undir þrældóm græðgiveldisins, þá því miður mun ekkert breytast á meðan valdmenn leika sér á því að traðka á okkar réttindi fyrir réttlátum launum. Þannig það sem þjóðin þarf að gera, er að sópa burt þessa vanheilögu valdmenn sem eru að skemma okkar þjóð.
Kær vonar kveðja til betri framtíða,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Athugasemdir
Sammála þér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2015 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.