Af hverju fátækt á Íslandi?
29.10.2014 | 08:55
Að svelta lágtekjufólk og börn hér á Íslandi er víst orðið nýjasta veruleikaskemmtun stjórnvalda hér á okkar nútíma landi. Því eins og vitnað var í fréttavef RÚV þann 17 Apríl 2014 í fréttagrein undir fyrirsögninni Erfitt að horfa upp á aukna fátækt um Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra segir: Sextán prósent barna á Íslandi eiga á hættu að búa við fátækt eða félagslega útskúfun samkvæmt skýrslu Barnaheilla sem kynnt var í vikunni. Það þýðir að meira en 12.000 börn á Íslandi búa við fátækt eða eru nærri fátæktarmörkum., og það sem nýlaga er vitnað á vefi kvennabladid.is þann 28 Október 2014 undir fyrirsögninni Á Íslandi búa alltof mörg börn við fátækt segir: Barnafátækt á Íslandi jókst um rúm 20 prósentustig frá árinu 2008 (11,2%) til 2012 (31,6%) ef miðað er við lágtekjumörk frá árinu 2008. Ísland er þannig í neðsta sæti af ríkjunum 41, næst á eftir Grikklandi, en þessi aukning samsvarar því að um 17 þúsund fleiri börn hér á landi hafi fallið undir lágtekjumörkin frá 2008 á þessu tímabili. Með því að nota lágtekjumörkin frá árinu 2008 sem viðmið, leitast skýrsluhöfundar við að varpa ljósi á áhrif efnahagsþrenginganna 2008 sérstaklega og þá skertu lífsafkomu sem samfélögin í heild sinni hafa mörg hver þurft að þola af þeirra völdum.
Þannig hvað veldur því að Ísland sem hreykir sér á því að það sé svo efnamikið land en getur ekki séð til þess að fátækt hér á landi sé útrýmt? Því ef stjórnvöld skoða nú þær staðreyndir sem fjallað hefur verið um undanfarin ár, þá er þetta enginn furða að fátækt sé hér á landi. Því hvað veldur fátækt? Ef satt á að segja sem stjórnvöld vita nú þegar, þá eru það tekjulitlu hóparnir sem veldur fátækt, sem veldur því að fátæktin bitnar á þá hópa sem eiga börn. Því eins og vefur kvennabladid.is vitnaði 22 Október 2014 í grein undir fyrirsögninni Fátækt getur leitt til félagslegrar einangrunar segir: Rúmlega 17.000 manns eru með 75% örorkumat hjá Tryggingastofnun ríkisins og fær einhver hluti þeirra ekki greiddar neinar örorkubætur. Rúmlega helmingur örorkulífeyrisþega fær engar greiðslur úr lífeyrissjóði. Meðaltalslífeyrissjóðsgreiðslur örorkulífeyrisþega eru undir 50.000 kr. á mánuði.
Hámarksbætur TR árið 2014 eru 168.570 á mánuði eftir skatt fyrir þá sem ekki fá heimilisuppbót greidda, en sá bótaflokkur er greiddur til þeirra sem ekki reka heimili ásamt öðrum fullorðnum., og áframhaldandi: Þá er stækkandi hópur fólks með tekjur undir framfærsluviðmiði TR sem er það sama og hámarksbætur eða 188.313 krónur fyrir skatt og 218.515 krónur með heimilisuppbót og fyrir skatt vegna búsetu erlendis.
Sýnt hefur verið fram á að þeir sem hafa litlar eða engar aðrar tekjur en örorkubætur búa við svo þröngan fjárhag að margir þeirra eiga ekki fyrir mat eða öðrum nauðþurftum síðari hluta mánaðarins. Þá eru örorkubætur svo lágar að stór hluti öryrkja er annaðhvort fátækur eða á mörkum fátæktar samkvæmt öllum viðurkenndum viðmiðum. Örorkubætur eru langt undir öllum neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins.
Lögum samkvæmt eiga örorkubætur að fylgja vísitölu neysluverðs eða framfærsluvísitölu eftir því hvor er hærri. Þessu lagaákvæði hefur ekki verið fylgt síðan 2008 og hafa bæturnar því rýrnað að verðgildi sem því nemur. Örorkubætur hafa auk þess ekki fylgt hækkunum launa á almennum markaði þó ýmsir standi í þeirri trú. Þetta gerist á sama tíma og greiðsluþátttaka í læknis-, lyfja- og þjálfunarkostnaði hefur stóraukist., og að lokum: Samkvæmt stjórnarskrá okkar Íslendinga og þeim alþjóðlegu mannréttindasáttmálum sem við erum aðilar að ber að tryggja einstaklingum þau lífskjör að fólk geti lifað með reisn. Stjórnvöld hafa því augljóslega brotið stjórnarskrána og áðurnefnda sáttmála með þeim bágu lífskjörum sem þau hafa búið öryrkjum þessa lands.
Þannig útfrá þessum upplýsingum, þá eru stjórnvöld að leika sér til skemmtunar að því að svelta lágtekju einstaklinga og börn þeirra lágtekju foreldra sem eiga börn. Því hver man ekki eftir þegar Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sem vitnað var hér í byrjun þessara greina fyrir ofan, montaði sig einu sinni á facebook síðu sinni 26 Júní 2013 eftir að þau inn á þing útfrá kosningaloforða voru búinn að samþiggja hækkun á tekjur vel valina 7000 einstakra einstaklinga sagði: Þetta er það sem við lofuðum!. Sem og Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands sagði: Í aðdraganda kosninga lofuðu bæði Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn að ef þeir kæmust til valda væri það forgangsmál að leiðrétta kjör lífeyrisþega vegna kjaraskerðinga sem þeir hafa orðið fyrir á undanförnum árum. Skerðingarnar voru margvíslegar en þær fyrstu komu til framkvæmda 1. janúar 2009., og það sem hún aftur skrifaði eftir að stjórnvöld voru búinn að hækka tekjur þessa hóps, þann 2 Júlí 2013 sagði: Ofangreindar leiðréttingar eru jákvæðar fyrir þá sem fá leiðréttingar á sínum kjörum og er full ástæða til að fagna því. Hins vegar eru það mikil vonbrigði að einungis tvær af skerðingunum frá 1. júlí 2009 verði leiðréttar sem greinilega eru valdar m.t.t. þess að þær kosta minnst fyrir ríkissjóð og ekki er gert ráð fyrir að þær gildi afturvirkt. Samkvæmt því virðast stjórnvöld ekki ætla að standa við gefin loforð strax á sumarþingi nema að hluta til. Notast er við smáskammtalækningar sem nýtast ekki þeim sem eru með lágar tekjur.
Staðreyndin er sú að ef frumvarpið fer óbreytt í gegnum þingið mun einungis mjög fámennur hópur örorkulífeyrisþega njóta þess. Því ekki er um að ræða hækkun á fjárhæðum einstakra bótaflokka heldur minni tekjutengingar hjá þeim sem hafa einhverjar aðrar tekjur en bætur almannatrygginga. Hækkun á frítekjumarki á launatekjum varðar eingöngu ellilífeyrisþega og afnám skerðinga á grunnlífeyri vegna lífeyrissjóðstekna nær einungis til fámenns hóps öryrkja. Sú forgangsröðun vekur furðu að leiðréttingar á kjörum sem byrjað er á ná ekki til þeirra sem þurfa að framfleyta sér á lágum bótum og hafa litlar eða engar aðrar tekjur. Þessi hópur á erfiðast með að ná endum saman en mun ekki fá leiðréttingar á sínum kjörum strax að loknu sumarþingi og mikil óvissa ríkir hvenær þeir megi vænta þess. Þannig alveg frá þessum tíma, þá er ástand fátæktar hér á landi búið að hríðversna, enn ekki skána eins og stjórnvöld telja nú á dögum.
Þannig hvað geta stjórnvöld gert til að laga þann skaða sem við hér á Íslandi búum hér yfir? Því eins og ástandið er búið að vera síðan hrun 2008, þá eru stjórnvöld búinn að fara illa með sína þjóð. Því ekki er nóg með að fátækt eykst hér á landi, heldur eru heilbrigðiskerfin í molum stjórnvöldum til háborinnar skammar. Þannig til að geta lagfært þann vanda sem þjóðin stendur í nú á dögum. Þá þurfa stjórnvöld að stoppa um tíma að hækka laun þeirra stórtekju einstaklinga sem lifa á hátekjulaunum eða lækka launin með því að láta þessa hópa lifa á venjulegum verkamannalaunum þar til kjör landsins lagast, og síðan að stoppa um tíma að hækka laun eða að lækka sínar eigin hátekjur sem og þjóðin borgar stjórnvöldum hverju sinni. Því hversu mikið mun það laga tekjur þjóðarinnar ef hátekjur þeirra einstaklinga og stjórnmálamanna væru stoppaðar um tíma eða lækkaðar undir sömu tekjur og allir landsmenn fá? Og síðan þurfa stjórnvöld að læra að hliðra til þá hluti sem skiptir þjóðinni litlu máli og sem getur beðið til betri tíma þegar tekjur þjóðarinnar hefur skánað. Því hversu mikið getur það lagað ef farið er betur með peninga þjóðarinnar sem ríkið fær hverju sinni ef ekki er verið að eyða í eitthvað sem þjóðinni liggur ekkert á að fá? Og síðan er hægt að hagræða með því að taka burt öll þau sérhlunnindi sem stjórnvöld leifa sér, því ekki borgar þjóðin stjórnvöldin til þess að misnota þá peninga sem er notað í öllum þeim sérhlunnindum sem þau hafa leift sér undanfarin ár. Því hversu mikið mun það laga ef stjórnvöldin gætu nú hagað sér eins og venjulegt fólk og borgað sín hlunnindi eins og venjulegir launþegar gera þegar þeir leifa sér að gera eitthvað hverju sinni? Og það allra síðasta sem hægt er að gera, er að laga betur skattkerfi okkar þjóðar á þann hátt að nauðsynjar séu ekki of há. Því hversu mikið mun það laga ef verð á nauðsynjum er á skikalegu verði að allir landsmenn geta leift sér að kaupa sér þær nauðsynjar sem hver og einn þarfnast hverju sinni, því jú heilmikið, því ef fólk hefur efni á því að geta keypt eitthvað þá má búast við því að auður þjóðarinnar mun aukast, enn ekki öfugt einsog stjórnvöld hafa nú undanfarin ár verið að gera með því að hækka allt með valdi og síðan getur enginn orðið keypt neitt útaf of hárra brenglaðra skattþrepa og skattkerfa.
Þannig ef rétt er farið að með þær tekjur sem þjóðin á hverju sinni, þá er margt hægt að laga ef rétt er staðið að málum. Þannig vonandi lagast þetta þjóðfélag einhvertímann, því einsog dagar okkar eru búnir að vera, þá er meirihluti þjóðarinnar orðið dauð uppgefið af þessari gjörspillingu sem stjórnvöld hafa leift sér að komast upp með undanfarinn ár. Þannig megi sá dagur koma að stjórnvöld fari nú að þroskast upp sem venjulegt fólk, því þá fer sú þjóð sem treystir stjórnvöldunum ekki lengur, að læra að treysta þeim aftur, því þetta er það sem við öll þurfum, að hafa traust til hvort annað.
Skilaboð til lesanda: Allir þeir sem vilja deila þessari grein, með mínu leifi mega gera það.
Kær vonar kveðja til betri framtíða,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Athugasemdir
Þetta eru hrikalegir dómar yfir Norrænu "velferðarstjórninni" hennar Jómóu.
Karl Palsen. (IP-tala skráð) 29.10.2014 kl. 12:35
Svona áður en menn ganga af göflunum og stökkva á risa ályktanir ættu menn að skoða þær forsendur sem liggja að baki þessari skýrslu. Það gerir Jón Magnússon ágætlega hér: http://jonmagnusson.blog.is/blog/jonmagnusson/#entry-1488249
Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 29.10.2014 kl. 12:50
Takk fyrir þetta því enn einu sinni sannast það hvað mannfyrirlitningin hjá þingmönnum og ráðherrum stjórnarflokkana er framarlega í sessi hjá þeim þegar kemur að lágtekjuhópunum í þjóðfélaginu og hverni þeir níðast á barnafólki og fátækum börnum með aðgerðum sínum.
kv, http://jack-daniels.is
Jack Daniel's, 7.11.2014 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.