Svika starfsemi bankanna og stjórnarmanna Samstaka atvinnulífsins (SA)

Ég skil ekki hvernig ég nennti að hlusta á þessa auglýsingu aftur og aftur bara til þess eins að geta skrifað niður hvað hún segir. Enn hérna er árangurinn af þessari svika auglýsingu sem notað er til þess að blekkja og heilaþvo þjóðina til þess eins að trúa þessu bulli. Og svona er hún upptalin:

„Laun á Íslandi hafa hækkað þrefalt meira en í viðskiptalöndum okkar á síðustu 7 árum, en það hefur í raun og veru engu skilað. Kaupmáttur launa í dag er minni en 2006 og ástæðan er einföld, of miklar launahækkanir hafa valdið verðbólgu sem hefur étið upp ávinninginn. Norðurlöndin hafa farið aðra leið og bætt lífskjörinn með hóflegri hækkun launa. Við eigum val hvert leið okkar liggur. Íslensk heimili skulda tvö þúsund miljarða (2.000.000.000.000). Hvert prósentustig verðbólgunnar leggur 20 miljarða byrði á heimilin, en 1ns prósenta hækkun launa skilar heimilunum 5 miljörðum króna eftir skatta. Ávinningur heimilanna af hjöðnun verðbólgu uppá 1 prósent, er því fjórfalt meiri en af 1ns prósents launahækkun. Sjö af hverjum tíu landsmanna hafa miklar áhyggjur af verbólgunni og það er orðið tímabært að kveða hana niður, það er hægt, og það er til mikils að vinna. Seðlabankinn telur að 2ja prósenta launahækkun muni hafa mjög jákvæða áhrif, vextir verða lægri, fjárfestingar taka við sér og hagvöxtur eykst. Tekjur heimilanna verða meiri eftir tvö ár með minni launahækkunum vegna aukinna atvinnu. Þetta er einfalt. Það þarf samstillt átak til að halda bug á verðbólgunni og halda aftur af verðhækkunum. Það þarf þjóðar sátt um betri lífskjör.“

Textinn skrifaður úr þessu myndbandi => http://vimeo.com/79879402

Eins og sést útfrá þessari bull auglýsingu, þá segja þau: „Kaupmáttur launa í dag er minni en 2006 og ástæðan er einföld, of miklar launahækkanir hafa valdið verðbólgu...“, bíddu hvaða launahækkanir? Eru það launahækkanir þeirra í Samstökum atvinnulífsins (SA) sem bjuggu til þessa auglýsingu, sem DV.is vitnar í, um þeirra eigin laun [http://www.dv.is/frettir/2013/11/21/margir-stjornarmenn-sa-med-milljonir-i-manadalaun]:

Björgólfur Jóhannsson: með tæp 3,5 milljónir á mánuði (42 milljónir á ári).
Adolf Guðmundsson: með tæp 1,8 milljónir á mánuði (21,6 milljónir á ári).
Arnar Sigurmundsson: með tæp 800 þúsund á mánuði (9,6 milljónir á ári).
Árni Gunnarsson: með tæp 1,9 milljónir á mánuði (22,8 milljónir á ári).
Birna Einarsdóttir: með tæp 2,8 milljónir á mánuði (33,6 milljónir á ári).
Finnur Árnason: með tæp 8,3 milljónir á mánuði (99,6 milljónir á ári).
Hjörleifur Pálsson: með tæp 5,1 milljón á mánuði (61,2 milljónir á ári).
Margrét Kristmannsdóttir: með tæp 900 þúsund á mánuði (10,8 milljónir á ári).
Ólafur Marteinsson: með tæp 1,7 milljónir á mánuði (20,4 milljónir á ári).
Rannveig Rist: með tæp 5,8 milljónir á mánuði (69,6 milljónir á ári).
Sigríður Margrét Oddsdóttir: með tæp 1,6 milljónir á mánuði (19,2 milljónir á ári).
Sigsteinn P. Grétarsson: með tæp 9,3 milljónir á mánuði (111,6 milljónir á ári).
Sigurður Viðarsson: með tæp 2,8 milljónir á mánuði (33,6 milljónir á ári).
Svana Helen Björnsdóttir: með tæp 1,3 milljónir á mánuði (15,6 milljónir á ári).
Tryggvi Þór Haraldsson: með tæp 1,1 milljón á mánuði (13,2 milljónir á ári).
Þorsteinn Már Baldvinsson: með tæp 2,5 milljónir á mánuði (30 milljónir á ári).

Eða launaleiðrétting ríkisforstjóranna sem taflan sýnir hér á mynd að neðan:
1450317_10152027977324904_1789859582_n_1222365.jpg
Eða eins og næst síðast bullið segir: „Seðlabankinn telur að 2ja prósenta launahækkun muni hafa mjög jákvæða áhrif“. Þannig að launahækkanir Már Guðmundssonar bankastjóra Seðlabanka Íslands sem fékk 19,98 prósent launahækkun, er í lagi, en við sem eftir erum af þjóðinni verðum bara sætta okkur við tæp 2ja prósenta launahækkun:

1457665_565110423568721_354897139_n.jpg

Þannig eins og fram hefur komið. Þá eiga allir Íslendingar að sætta sig við um tæp 2ja prósenta launahækkun bara útaf því að Seðlabankastjórinn, Már Guðmundsson, sem fékk 19,98 prósent launahækkun, segir það. Maður bara spyr: „Hversu lengi ætlar Ísland að láta þessa valdamenn traðka á sig, er þetta sjálfsagður hlutur að mestu toppar landsins geta fengið tæp 7 til 20 prósenta launahækkun, en við Íslendingar sem eftir erum, eigum bara að bíta í það súra og sætta okkur við tæp 2 prósent?“ Eins og tilvitnun Dorrit Moussaieff forsetafrúar var á sínum tíma: „Ísland er ekki lítið land, það er stórasta land í heimi!“, sem segir okkur að land okkar er ekki lítið, en samt hegða Íslendingar sig þannig, með því að láta valdamenn sinnar þjóðar traðka á sína þjóð eins og hún sé skítur í þeirra augum. Þannig ef þjóðin vill fá launa leiðréttingu, þá verður þjóðin að vakna upp og gera eitthvað í hlutunum, enn ekki bara sitja og leifa þessum valdníðingum að komast upp með þetta einelti sem þeir leggja á sína eigin þjóð.

Enn þá kunna margir að segja: „En hvað með gas lögguna sem þessir valdamenn hafa í sínum vösum?“. Eitt verður lögreglan að átta sig á sem segist vera að fara eftir landslögum sem búinn er til úr okkar æðstu stjórnarskrá. Að þessir valdamenn, sem hafa lengi gert, eru að ræna af fólki þjóðarinnar þeim peningum sem þjóðin á og hefur safnað sér fyrir í áratugi; þannig við öll eigum rétt á launahækkunum. En hvað gera þessir valdamenn? Jú, þeir eigna sér sínar eigin launahækkanir með því að stela af þjóðinni arðinn sem þjóðin hefur safnað sér í marga áratugi. Því hvar koma peningarnir? Jú, frá fólki þjóðarinnar, enn ekki bara frá þessum valdmönnum sem eru að ræna peningum þjóðarinnar í sinn eigin vasa. Þannig það er nóg komið af þessari spillingu og eina leiðin til þess að stoppa hana til fulls, er að þjóðin standi saman og vinni í því að stoppa þessa spilltu valdamenn sem eru að valda þessari verðbólgu sem veldur hruni okkar þjóðar. Því hvernig stendur á því, að „Íslensk heimili skulda tvö þúsund miljarða (2.000.000.000.000).“ eins og auglýsingin talar um? Jú, valdamennirnir sem stjórna okkar þjóð, valda þessum skaða til þessara einstaklinga með því að hækka lánin sem þessir einstaklingar tóku á sínu tímabyli, sem gerir það kleift, að þau ráða ekki lengur við skuldirnar og síðan kenna þessir valdhafar þessum einstaklingum um þessar skuldir án þess að blikka augum. Þetta hefur því miður staðið svona í aldar raðir og ef þjóðin vill lifa mannsæmandi lífi, þá verður hún að taka upp hanskana og gera eitthvað rótækilegt í hlutunum, því nóg er komið af þessu einelti sem þessir valdníðungar hafa valdið sinni eigin þjóð. Þannig stöndum saman, því allar þessar skuldir eru ekki þjóðinni að kenna, heldur þeim sem komu skuldirnar á herðar þjóðarinnar. Þannig það er valdmönnunum að kenna að þjóðin stendur í þessum skuldavanda, ekki þjóðinni.

Og að lokum; við eigum rétt á launahækkunum, ekki bara þessir spilltu valníðungar sem lagt hefur þjóð sína í einelti of lengi, þannig segjum stopp við þetta einelti og köllum eftir virðingu, því við sem lýðveldis þjóð, verðskuldum þessa virðingu.

Kær vonbrigðis kveðja,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Það gleymist oft í umræðunni að almenn laun eru um það bil 50-100% hærri en er hér heima.Hvernig er hægt að segja að við verðum að miða við launahækkun erlendis sem er kannski 2-4% hvað þýðir það erlendis þar sem laun þar eru miklu hærri?

Það hefur viðgengist hér að gengið hefur verið fellt eftir margar launahækkannir að kröfu LÍU ,þeir eiga ekki að ráða för heldur þeir sem eru kjörnin til þess arna.Það er óeðlilega mikil hækkun á vörum í hafinu.það er ekki eðlileg skýring að segja að við búum út í ballarhafi.þarna er græðgi við völd og nú sem aldrei fyrr.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 24.11.2013 kl. 18:40

2 identicon

fínt :) nú eru kennarar að fara í kjarabaráttu. það er gott að geta miðað sig við eitthvað :)

Steinunn kennari (IP-tala skráð) 24.11.2013 kl. 23:52

3 identicon

Mig langadi bara ad benda á ad eykst er skrifad med k-ái, ekki g-éi (eygst).

Stasetningarlögregla (IP-tala skráð) 25.11.2013 kl. 07:27

4 Smámynd: Magnús Ragnar (Maggi Raggi).

Takk fyrir Stasetningarlögregla, er búinn að lægfæra þetta.

Magnús Ragnar (Maggi Raggi)., 25.11.2013 kl. 14:15

5 Smámynd: Ignito

Mjög hentugt fyrir SA að setja þetta svona upp og þá án þess að koma með forsendur útreiknings.

En ef skoðaðar eru tölur frá Hagstofu Íslands þá hefur þróunin verið þannig að bilið á milli efstu stjórnenda (forstjórar og framkvæmdastjórar)og almenns launamanns (ansi teygt hugtak, frá verkamanni og upp)aukist stöðugt á árunum 2006 til 2012, minnkað reyndar árið 2009, en verið á uppleið síðan og tekið sérstakan kipp uppávið árið 2012(tölur ekki inni fyrir 2013).

Lék mér að því að setja á Excel mjög einfaldan útreikning til að sjá hversu mikil áhrif hækkun á launum myndu hafa á heildarprósentu launaskriðs. Ef lægstu laun hækkuðu t.d. um 10% (1/3 af launamönnum) og svo stiglækkandi upp töfluna fram að 5% fyrir þá sem hafa 500 þús. þá væri heildar launaskrið 2,1%

Ef hinsvegar launahækkun yrði 2% yfir línuna utan þess að stjórnendur (um 5% af launamönnum) hækkuðu sig um 10% þá yrði launaskrið 3,7%

Þess ber að geta að í ofangreindum útreikningi er ekki tekið til öfgalauna stjórnenda heldur er þetta frá 700 þús. uppí 1.250 þús. á mánuði.

Sýndi manni nokkuð sem grunaði, skekkjan liggur í hversu miklu þeir hæstlaunuðustu hafa skammtað sér.

Ignito, 25.11.2013 kl. 15:50

6 identicon

Mér finnst bara flott að fólk fái þessi laun. Ég er ekki með neitt í nánd við þetta og ég öfunda þá ekki og finnst bara flott og eðlilegt að fólk fái há laun í svona störfum. Bara svo það sé sagt þá er þetta ekki skyldfólk, vinir, vinir vina o.sfrv. Mér finnst þetta bara í góðu lagi og fólk uppsker eins og það sáir. :o)

Júlli (IP-tala skráð) 29.11.2013 kl. 09:03

7 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Júlli ertu að meina þetta? Finnst þér það virkilega vera sanngjarnt, hvað meinarðu fyrir svona störf. Láglauna fólkið vinnur líka störf, ekkert fólk, ekkert fyrirtæki, það er ekki flóknara. Fyrir dómstólum voru um daginn launahæstu menn landsins, og þeir kendu undirmönnum sínum um allt sem þeir voru ákærðir fyrir! Góð laun engin ábyrgð.!  ( Bara flott )

Eyjólfur G Svavarsson, 6.12.2013 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband