Vangaveltur um nýju stjórnarskrána
18.9.2011 | 14:46
Mér finnst að þjóðin ætti að fá tækifæri til að kjósa um vissar greinar nýju stjórnarskrárinnar áður enn aðalkosningar nýju stjórnarskrárinnar verða, hér eru þær eftirtaldar greinar:
1. Kirkjuskipan [fjallar um hvort (almenningur þjóðarinnar undir stjórn Alþingis) ætti að styðja og vernda ríkis-þjóðkirkjuna með skipun í lögum og þar með skilja aðra söfnuði útundan og tilheyrast ekki jafnræði allra trúarhópa með því að styðja og vernda ekki aðra söfnuði eins og þjóðkirkjuna].
2. Félagsfrelsi [fjallar um það má ekki þvinga neinn til að tilheyrast einhver félög, enn samt er hægt að búa til lagaákvæði sem leifir þá þvingun].
3. Friðhelgi alþingismanna [fjallar um það sé ekki hægt að setja þingmenn í gæsluvarðhald vegna gruns um verknað sakamáls nema með leifi Alþingis og að hann sé staðinn að verknað glæps þá fyrst missir hann friðhelgina. Og síðan er spurning hvort þessi grein stangast ekki á við jafnræði allra þjóðfélagsþegna sem jafnræðisreglan fjallar um: "Öll erum við jöfn fyrir lögum [...]".
4. Framkvæmd undirskriftasöfnunar og þjóðaratkvæðagreiðslu [fjallar um að við megum kalla fram kosningar, enn við megum ekki kalla fram það sem kallast "er varðar almannahag" sem er 'fjárlög', 'fjáraukalög', 'lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum' né heldur um 'skattamálefni' eða 'ríkisborgararétt' til kosninga. Þannig spurningin er, hvað má kalla fram til kosninga ef það má ekki kjósa um það sem snertir "almannahag"?].
5. Framsal ríkisvalds [fjallar um hvort við sem þjóð viljum afsala hluta ríkisvalds þjóðar okkar (löggjafarvalds, framkvæmdarvalds eða dómsvalds) til alþjóðastofnana til aðildar inngöngu í ESB með bundin samning sem Alþingið eitt má rifta og sem við þjóðin megum ekki afturkalla nema Alþingið leifi, þ.e.a.s. ef ástandið yrði það slæmt við inngöngu í ESB hvort Alþingið 'gæti', 'væri treystandi' eða 'myndi' rifta þann samning].
6. Stjórnarskrárbreytingar [fjallar um að Alþingið geti óskað eftir breytingum á stjórnarskránni og við þjóðin getum fengið að kjósa um það, en ef 5/6 hver þingmaður myndi samþykkja breytinguna þá getur Alþingið afturkallað þjóðaratkvæðisgreiðsluna og þar með samþykkt stjórnarskrárbreytinguna án samþykkis þjóðarinnar].
PS: Hér er hægt að sækja nýju stjórnarskrána með skýringum í PDF skjal formi => [Sækja skjal].
Kær kveðja frá ykkar einlæga vin,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.