7 Vonbrigði Nýju Stjórnarskrárinnar

Á föstudeginum 29. júlí þá afhenti stjórnlagaráð forseta Alþingis Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur ný drög stjórnarskrárinnar sem stjórnlagaráð samþykkti með einróma hrósi atkvæðum allra ráðsfulltrúa á síðasta fundi ráðsins miðvikudaginn 27. júlí 2011. Í nýju stjórnarskránni eru mörg ný ákvæði sem og gamla stjórnarskráin hefur ekki. Í byrjunar lestur nýju stjórnarskrárinnar líta hlutirnir vel út, en þegar lengra er lesið, þá valda sumar greinarnar miklum vonbrigðum. Hér eru þær greinar – (Rauðletruðu orðin eru þær greinar sem valda mest vonbrigðum og ættu þar með helst ekki að tilheyrast nýju stjórnarskránni):

II.  kafli. Mannréttindi og Náttúra
- Vonbrigði eitt -
19. gr. Kirkjuskipan
<> Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins.
<> Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar.

Hér er sú fyrsta grein sem valdið hefur mörgum vonbrigðum. Í gömlu stjórnarskránni, hljóðar hún svona:

VI. kafli – 62. gr.
<> Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
<> Breyta má þessu með lögum.

Þannig hvað er að þessari grein?

Í aldaraðir hefur það orðið hefð hér á Íslandi að allir skulu lúta vilja þjóðkirkjunnar og þar með bundist hennar skilmálum, siðum og trúarhefðum. Og þegar stjórnarskráin árið 1944 var fyrst skrifuð, var það ákvæði sett inn: "Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, [...]", sem þýðir, að þjóðkirkjan var skilduð til að tilheyrast öllum Íslendingum sem allir urðu að styðja og vernda til að hún héldist uppi. Nú í dag, eins og öldum áður, þá eru enginn önnur trúfélög sem tilheyrast þannig stuðning og vernd eins og þjóðkirkjan gerir. En þetta er ekki ein af þeim ástæðum fyrir því að margir í dag vilja ekki að ríkiskirkja tilheyrist stjórnarskránni. Heldur stangast hún á við trúfrelsi allra sem 18. gr. nýja stjórnarskráin talar um:

18. gr. Trúfrelsi
<> Öllum skal tryggður réttur til trúar og lífsskoðunar, þar með talinn rétturinn til að breyta um trú eða sannfæringu og standa utan trúfélaga.
<> Öllum er frjálst að iðka trú, einslega eða í samfélagi með öðrum, opinberlega eða á einkavettvangi.
<> Frelsi til að rækja trú eða sannfæringu skal einungis háð þeim takmörkunum, sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi.

Og í gömlu stjórnarskránni, sem hljóðar svona:

VI. kafli – 63. gr. og 64. gr.
<> Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.
<> Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna, né heldur má nokkur fyrir þá sök skorast undan almennri þegnskyldu.
<> Öllum er frjálst að standa utan trúfélaga. Enginn er skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til trúfélags sem hann á ekki aðild að.
<> Nú er maður utan trúfélaga og greiðir hann þá til Háskóla Íslands gjöld þau sem honum hefði ella borið að greiða til trúfélags síns. Breyta má þessu með lögum.

Þannig miðað við gömlu og nýju stjórnarskránni er lítill munur þarna á milli, nema það, að ef einhver vildi ekki tilheyrast trúfélagi þá runnu þeir ríkisstyrkir sem hann borgaði til Háskóla Íslands, en ekki til annara trúfélaga. En aðal málið snýst ekki um að vilja tilheyrast trúfélagi eða ekki, heldur stangast þessar greinar á við 6. gr. mannréttinda og náttúru kaflans nýju stjórnarskrárinnar, sem hljóðar svona:

6. gr. Jafnræði
<> Öll erum við jöfn fyrir lögum og skulum njóta mannréttinda án mismununar, svo sem vegna kynferðis, aldurs, arfgerðar, búsetu, efnahags, fötlunar, kynhneigðar, kynþáttar, litarháttar, skoðana, stjórnmálatengsla, trúarbragða, tungumáls, uppruna, ætternis og stöðu að öðru leyti.
<> Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.

Því eins og lesa má í nýju stjórnarskránni, þá eiga allir að vera jafnir fyrir lögum án mismunar. Sem segir okkur, að ríkið mun mismuna alla hvort þeir eru í trúfélagi eða ekki, með því að mismuna þá sem "[...] standa utan trúfélaga.", einsog 18. gr. 1. mgr. nýja stjórnarskráin orðar það. Sem þýðir, að við munum en bera skildu til að styrkja önnur trúfélög þótt við séum trúuð eða ekki. Þannig spurningin er, í gömlu stjórnarskránni runnu allir þeir styrkir sem borgað var til annara trúfélaga frá þeim sem vildu ekki tilheyrast trúfélagi til Háskóla Íslands, en útfrá nýju stjórnarskránni, í hvern rassvasa mun þeir styrkir lenda í?

- Vonbrigði tvö -
20. gr. Félagafrelsi
<> Öllum skal tryggður réttur til að stofna félög í löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds.
<> Engan má skylda til aðildar að félagi. Með lögum má þó kveða á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra.

Eins og með þjóðkirkju ákvæði nýju stjórnarskrárinnar, þá "[...] má kveða á um kirkjuskipan ríkisins." En hér í þessari grein, þá má "[...] kveða á um slíka skyldu [...]" að einstaklingur gangi í félag. En hvaða félög er verið að tala um? Ekki er greinin að tala um trúfélög? Nei, hún er að tala um stjórnmála-, stéttar- og önnur stofnuð félög. Og eins og hún segir, þá má ekki skilda neinn til að tilheyrast einhverju félagi, því jú, maður er með frjálsan vilja til að ákveða hvað maður vill og hvað maður vill ekki. En er það þannig með farið eins og greinin talar um? Þetta er nefnilega gallinn með nýju stjórnarskrána, að hún segir það má ekki, en hún meinar samt að það má á meðan að önnur lög segja til um að svo megi. Þannig hvað má, en má ekki, en samt má það. Það má: "Engan skylda til aðildar að félagi." en "Með lögum má kveða á um slíka skyldu [...]". Þannig maður bara spyr, hverskonar orðaleikur er þetta? Því hvaða félög gegna því mikilvægu hlutverki að það varðar almannahagsmunum eða réttindum annarra að það sé hægt að skilda mann til að tilheyrast því félagi með lögum? Er verið að tala um sjúkra-, trygginga-, lífeyrisfélög o.s.frv. eða, stjórnmála- og stéttar- eða einhver önnur stofnuð félög? Er þetta ekki mannréttindabrot? Eins og sjá má, þá þarf að útskýra betur þessa grein svo að lesandinn misskilji hana ekki. Og síðan þarf að passa uppá það að löggjafinn, Alþingið, geti ekki mistúlkað þessa grein útfrá geðþótta og búa til einhverjar skipanir í lögum sem brýtur á mannréttindi annarra.

III. kafli. Alþingi
- Vonbrigði þrjú -
49. gr. Friðhelgi alþingismanna
<> Ekki má setja alþingismann í gæsluvarðhald eða höfða sakamál á hendur honum án samþykkis þingsins nema hann sé staðinn að glæp.
<> Alþingismaður verður ekki krafinn reikningsskapar utan þings fyrir það sem hann hefur sagt í þinginu nema Alþingi leyfi.
<> Alþingismanni er heimilt að afsala sér friðhelgi.

Þessa grein hef ég margoft talað um í blog.is síðunni minni og inná athugsemda og spjall síðu stjórnlagaráðs. En til að rifja upp um hvað þessi grein fjallar um, þá kallast hún "friðhelgi þingmanna" eða eins og wikipedia.org Íslenski alfræðivefurinn kallar hana, "Þinghelgi", og sem segir:

"Þinghelgi vísar til þess að þingmenn eru undanþegnir lögsóknum eða setu í gæsluvarðhaldi og aðeins þingið getur svipt þá þessum rétti.

Á Íslandi er þessu réttur bundinn í Stjórnarskrá en 49. greinin hljómar svo:

<> Meðan Alþingi er að störfum má ekki setja neinn alþingismann í gæsluvarðhald eða höfða mál á móti honum án samþykkis þingsins nema hann sé staðinn að glæp.
<> Enginn alþingismaður verður krafinn reikningsskapar utan þings fyrir það sem hann hefur sagt í þinginu nema Alþingi leyfi.

Þinghelgin fellur niður þegar þingmaður missir kjörgengi, t.d. í kjölfar kosninga, og er þá hægt að höfða mál gegn honum."

Útfrá þessu þá mismunar stjórnarskráin alla sem eru jafnir fyrir lögum og sem lenda í því að vera sakaðir fyrir verknað sakamála og geta ekki fengið samþykki Alþingis til að losna undan gæsluvarðhald.

Því eins og 27. - 28. gr. nýja stjórnarskráin segir:

27. gr. Frelsissvipting
<> Engan má svipta frelsi nema samkvæmt heimild í lögum.
<> Hver sá sem hefur verið sviptur frelsi á rétt á að fá að vita tafarlaust um ástæður þess.
<> Hvern þann sem er handtekinn vegna gruns um refsiverða háttsemi skal án undandráttar leiða fyrir dómara. Sé hann ekki jafnskjótt látinn laus skal dómari, áður en sólarhringur er liðinn, ákveða með rökstuddum úrskurði hvort hann skuli sæta gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhaldi má aðeins beita fyrir sök sem fangelsisvist liggur við. Með lögum skal tryggja rétt þess sem sætir gæsluvarðhaldi til að skjóta úrskurði um það til æðra dóms. Maður skal aldrei sæta gæsluvarðhaldi lengur en nauðsyn krefur.
<> Hver sá sem af öðrum ástæðum en í tengslum við sakamál er sviptur frelsi á rétt á að dómstóll kveði á um lögmæti þess svo fljótt sem verða má. Reynist frelsissvipting ólögmæt skal hann þegar látinn laus.
<> Hafi maður verið sviptur frelsi að ósekju skal hann eiga rétt til skaðabóta.

28. gr. Réttlát málsmeðferð
<> Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Dómþing skal háð í heyranda hljóði nema dómari ákveði annað lögum samkvæmt til að gæta allsherjarreglu, öryggis ríkisins eða hagsmuna málsaðila og vitna.
<> Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð.

Og eins og 14. gr. segir:

14. gr. Skoðana- og tjáningarfrelsi
<> Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar og eiga rétt á að tjá hugsanir sínar.
<> Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Þó má setja tjáningarfrelsi skorður með lögum til verndar börnum, öryggi, heilsu, réttindum eða mannorði annarra, svo sem nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi.
<> Stjórnvöld skulu tryggja aðstæður til opinnar og upplýstrar umræðu. Óheimilt er að skerða aðgang að netinu og upplýsingatækni nema með úrlausn dómara og að uppfylltum sömu efnisskilyrðum og eiga við um skorður við tjáningarfrelsi.
<> Hver og einn ber ábyrgð á framsetningu skoðana sinna fyrir dómi.

Þá tala þessar greinar um, hvernig einn af þeim sem er jafn fyrir lögum, má setja í gæsluvarðhald vegna sakaðra sakamála og hvernig hann sem lendir í sök þarf að svara til dóms fyrir hverja þá sök sem hann kann að hafa verið sakaður um. Og eins og 28. gr. 2. mgr. segir: "Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð." Og þótt það sé búið að búa til nýtt ákvæði í nýju stjórnarskrána, að: "Alþingismanni er heimilt að afsala sér friðhelgi." Þá má búast við því að þótt einhver þingmaður yrði sakaður mörgum sakamálum sem lögreglan hefur ekki getað fengið samþykki Alþingis til þess að setja í gæsluvarðhald, þá mun hann ekki viljugur vilja afsala sér friðhelgina, nema þjóðin mun krefjast þess með mótmælum að hann gerði svo, og þá kannski myndi hann gera það. Og þótt það sé líka sagt: "[...] nema hann sé staðinn að glæp." Þá er spurning, hvað er glæpur í augum þingmanns sem er sakaður fyrir verknað sakamáls, sem í lögum, sem Alþingi býr til, er kallað glæpur? Þannig af hverju geta þingmenn sloppið undan sakamála, en allir aðrir þurfa að svara til dóms? Því svona er klíkuskapurinn. Allir sem eiga að vera jafnir fyrir lögum, eru það ekki eins og stjórnarskráin talar um það, því á meðan þú ert ekki valdmaður, þá ertu ekki jafn þeim sér lögum sem tilheyrast bara þeim. Þar með ert þú mismunaður og útskúfaður stjórnarskrárlögum og öðrum lögum.

- Vonbrigði fjögur -
60. gr. Staðfesting laga
<> Er Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp undirritar forseti Alþingis það og leggur innan tveggja vikna fyrir forseta Íslands til staðfestingar, og veitir undirskrift hans því lagagildi.
<> Forseti Íslands getur ákveðið innan viku frá móttöku frumvarps að synja því staðfestingar. Skal sú ákvörðun vera rökstudd og tilkynnt til forseta Alþingis. Frumvarpið fær þá engu að síður lagagildi, en bera skal lögin innan þriggja mánaða undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Ræður einfaldur meirihluti hvort lögin halda gildi sínu. Atkvæðagreiðsla fer þó ekki fram felli Alþingi lögin úr gildi innan fimm daga frá synjun forseta. Um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu skal að öðru leyti mælt fyrir í lögum.
(fjólubláletrun bætt við, sem útskýrist hér fyrir neðan)

65. gr. Málskot til þjóðarinnar
<> Tíu af hundraði kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt. Kröfuna ber að leggja fram innan þriggja mánaða frá samþykkt laganna. Lögin falla úr gildi, ef kjósendur hafna þeim, en annars halda þau gildi sínu. Alþingi getur þó ákveðið að fella lögin úr gildi áður en til þjóðaratkvæðis kemur.
<> Þjóðaratkvæðagreiðslan skal fara fram innan árs frá því að krafa kjósenda var lögð fram.

66. gr. Þingmál að frumkvæði kjósenda
<> Tveir af hundraði kjósenda geta lagt fram þingmál á Alþingi.
<> Tíu af hundraði kjósenda geta lagt frumvarp til laga fyrir Alþingi. Alþingi getur lagt fram gagntillögu í formi annars frumvarps. Hafi frumvarp kjósenda ekki verið dregið til baka skal bera það undir þjóðaratkvæði svo og frumvarp Alþingis komi það fram. Alþingi getur ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðslan skuli vera bindandi.
<> Atkvæðagreiðsla um frumvarp að tillögu kjósenda skal fara fram innan tveggja ára frá því málið hefur verið afhent Alþingi.

67. gr. Framkvæmd undirskriftasöfnunar og þjóðaratkvæðagreiðslu
<> Mál sem lagt er í þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu eða frumkvæði kjósenda samkvæmt ákvæðum 65. og 66. gr. skal varða almannahag. Á grundvelli þeirra er hvorki hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni eða ríkisborgararétt. Þess skal gætt að frumvarp að tillögu kjósenda samrýmist stjórnarskrá. Rísi ágreiningur um hvort mál uppfylli framangreind skilyrði skera dómstólar þar úr.
<> Í lögum skal kveðið á um framkvæmd málskots eða frumkvæðis kjósenda, svo sem um form og fyrirsvar fyrir kröfunni, tímalengd til söfnunar undirskrifta og um fyrirkomulag þeirra, hverju megi til kosta við kynningu, hvernig afturkalla megi kröfuna að fengnum viðbrögðum Alþingis svo og um hvernig haga skuli atkvæðagreiðslu.

Hér eru fjórar greinar sem ég vitna í. Fyrsta greinin fjallar um "Staðfesting laga" og hinar þrjár fjalla um "Málskot til þjóðarinnar", "Þingmál að frumkvæði kjósenda" og "Framkvæmd undirskriftasöfnunar og þjóðaratkvæðagreiðslu". Allar þessar greinar fjalla um þjóðaratkvæðagreiðslur eftir að Alþingið hefur staðfest lög sem þau hafa búið til eða uppfært. Í fyrstu þá þarf samþykki Forseta Íslands að öllum lögum. Og ef forsetinn synjar lög, þá þarf að bera þau til þjóðaratkvæða. En þarna er einn galli sem stjórnlagaráð gerði, og í raun gamla stjórnarskráin líka, því þótt forsetinn synjar lögum, þá eins og 60. gr. 2. mgr. segir, fær "[...] Frumvarpið [...] þá engu að síður lagagildi, [...]" og eftir það má "[...] bera [...] lögin innan þriggja mánaða undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. [...]". En hvað þýðir þetta? Ef forseti synjar lagafrumvörp, þá eru þau enn í gildi þótt hann sé búinn að synja þeim, og þegar þjóðin er að kjósa um lagafrumvörpin, þá eru þau enn í gildi á meðan að þjóðin er að kjósa um þau. Á þetta nokkuð eftir að skipta miklu máli? Í raun þá verður maður að skoða síðustu þrjár greinarnar til þess að geta séð út hvaða vandamál þetta getur valdið.
(fjólubláletrun bætt við, sem útskýrist hér fyrir neðan)
 
Því þótt síðustu þrjár greinarnar fjalla um þjóðaratkvæðagreiðslu, þá fjalla þær líka um málskotsrétt þjóðarinnar til þess að geta kallað fram þjóðaratkvæði. Eins og 65. gr. 1. mgr. segir: "Tíu af hundraði {10%} kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt. [...]" og 66. gr. 2. mgr. "[...] Alþingi getur ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðslan skuli vera bindandi." og 67. gr.  1. mgr. "Mál sem lagt er í þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu eða frumkvæði kjósenda samkvæmt ákvæðum 65. og 66. gr. skal varða almannahag. Á grundvelli þeirra er hvorki hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni eða ríkisborgararétt. Þess skal gætt að frumvarp að tillögu kjósenda samrýmist stjórnarskrá. Rísi ágreiningur um hvort mál uppfylli framangreind skilyrði skera dómstólar þar úr."

Þannig gæti 60. gr. og 2 mgr. sem segir: "[...] Frumvarpið fær þá engu að síður lagagildi, [...]" nokkuð valdið vandamálum?

Skoðum aðeins betur 67. gr. og fyrstu málsgrein, því þar er talið upp þau vandamál sem gæti komið upp. Sú grein talar um það sem varðar "almannahag" og hvað þjóðin má ekki kalla fram til kosninga um það sem varðar þann hag. Hér er það sem þjóðin má ekki kalla upp til kosninga:

     1.     Fjárlög
     2.     Fjáraukalög
     3.     Lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum
     4.     Skattamálefni
     5.     Ríkisborgararétt

En hvað þýðir þetta? Í eldri drögum 60. gr. stjórnarskrárinnar, áður en stjórnlagaráð lauk störfum, þá hljómaði greinin svona:

60. gr. Staðfesting laga
<> Er Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp undirritar forseti Alþingis það og leggur innan tveggja vikna fyrir forseta Íslands til staðfestingar, og veitir undirskrift hans því lagagildi.
<> Forseti Íslands getur ákveðið innan viku frá móttöku frumvarps að synja því staðfestingar. Skal sú ákvörðun vera rökstudd og tilkynnt til forseta Alþingis. Frumvarpið fær þá engu að síður lagagildi, en bera skal lögin innan þriggja mánaða undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Ræður einfaldur meirihluti hvort lögin halda gildi sínu. Atkvæðagreiðsla fer þó ekki fram felli Alþingi lögin úr gildi innan fimm daga frá synjun forseta. Um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu skal að öðru leyti mælt fyrir í lögum.
<> Heimild til synjunar á ekki við um fjárlög, fjáraukalög og lög um skattamálefni, lög um ríkisborgararétt og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum.

En í nýju drögunum sem stjórnlagaráð afhenti forseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, þá fjarlægðu þau þriðju (bláletruðu) málsgreinina í burtu. Með þessu þá telja þau í stjórnlagaráðinu að forseti Íslands verði ennþá með synjunarvaldið, sem og 26. gr. gamla stjórnarskráin talar um, sem hljóðar svo:

II. kafli – 26. gr.
<> Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.
(fjólubláletrun bætt við, útskýrir af hverju ég skrifaði fyrir ofan "og í raun gamla stjórnarskráin líka")

Er það satt að forsetinn verður með synjunarvald í nýju stjórnarskránni þótt stjórnlagaráð hafi fjarlægt (bláletruðu) málsgreinina?

Þarna liggur vandinn. Því eins og 67. gr. 1 mgr. segir: "[...] Þess skal gætt að frumvarp að tillögu kjósenda samrýmist stjórnarskrá. Rísi ágreiningur um hvort mál uppfylli framangreind skilyrði skera dómstólar þar úr." Þannig ef forseti Íslands mun einhvern tímann í framtíðinni synja almannhagslögum sem Alþingið hefur samþykkt. Þá er spurning hvort Alþingið mun ekki krefjast þess að dómstólar skeri þar úr um hvort forsetinn hafi í raun og veru vald til þess að synja þeim almannhagslögum? Því eins og þjóðin man eftir, þá varð mikill ágreiningur þar á milli hvort forseti Íslands mátti útfrá gömlu stjórnarskránni synja Icesave II og III til þjóðaratkvæða, sem og meirihluti þjóðarinnar feldi niður, tvívegis.

En síðan er aðal spurningin, má þjóðin með undirskriftarsöfnun krefjast þess að forseti Íslands fái að synja almannhagslögum? Því eins og nýja stjórnarskráin segir í 67. gr. 1. mgr.: "Mál sem lagt er í þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu eða frumkvæði kjósenda samkvæmt ákvæðum 65. og 66. gr. skal varða almannahag. [...]" Þá er orðið mjög tæpið að meirihluti þjóðarinnar geti krafist þess frá forsetanum að hann fengi að synja almannhagslögum eftir ósk þjóðarinnar. Því ef þjóðin man eftir, þá synjaði meirihluti Alþingis þjóðinni tvívegis kosningum útfrá Icesave II og III ólögunum sem gerði það kleift að þjóðin varð með undirskriftarsöfnun að kalla fram synjunarvald forsetans sem leifði kosningarnar, en samt með látum og hótunum frá alþingismönnum sem taldi að hann hefði ekki það vald að neita þeim ólögum sem Alþingið vildi að þjóðin bæri ábyrgð á. Þannig spurningin er, má þjóðin útfrá nýju stjórnarskránni búast við því ef nýtt efnahags- og bankahrun kæmi upp að hún mætti ekki kjósa um það því þau gætu varðað almannhag? Þarna verður þjóðin að ákveða, hvort hún útfrá þessum greinum vill geta krafist kosninga um það sem snertir almannhag og hvort hún vilji hafa þessar greinar svona upplagðar eins og stjórnlagaráð setti þær upp.

IV. kafli. Forseti Íslands
Vonbrigði fimm –
84. gr. Ábyrgð
<> Forseti verður ekki sóttur til refsingar nema með samþykki Alþingis.
<> Forseta má leysa frá embætti áður en kjörtímabili er lokið, ef það er samþykkt með meirihluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna. Þjóðaratkvæðagreiðslan skal þá fara fram innan tveggja mánaða frá því að krafan um hana var samþykkt á Alþingi, og gegnir forseti ekki störfum, frá því að Alþingi gerir samþykkt sína, þar til úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru kunn.

Þessa grein hef ég áður talað um í síðunni minni og inná athugsemda og spjall síðu stjórnlagaráðs. Því hún vitnar um það sama og "Vonbrigði þrjú" talar um, sem er friðhelgi þingmanna, enn hér er það friðhelgi forsetans. Þannig spurningin er, vill þjóðin hafa þessa málsgrein svona eins og hún er? Því þetta mun þjóðin þurfa að hugsa vel útí, hvort þessi (rauðletraða) málsgrein standist mannréttindi og jafnræði allra. Þótt gamla stjórnarskráin sé með þessa málsgrein, þá þarf hún ekki að tilheyrast nýju stjórnarskránni! Það er að segja ef þjóðin vill vera jöfn fyrir öllum lögum án mismunar?!

VIII. kafli. Utanríkismál
Vonbrigði sex –
111. gr. Framsal ríkisvalds
<> Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.
<> Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst.
<> Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi.

Hér er ein vafasamasta og umdeildasta grein nýju stjórnarskrárinnar sem stjórnlagaráð kallar: "Framsal ríkisvalds". Ef maður skoðar þessi orð í netinu, þá geta þau þýtt: "framsal fullveldis", "afsal ríkisvalds" og "afsal fullveldis", sem fer allt eftir því hvernig maður leitar á netinu eftir orðunum, sem í raun tala um það sama og meina það sama, alstaðar á netinu.

Þannig hvað er átt við með þessum orðum?

Eins og fyrsta málsgreinin segir: "Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds [...]", sem þýðir, ef þjóð vill tilheyrast að fullu ESB ríkisvaldi þá verður sú þjóð sem gengur þar inn að afsala sitt eigið ríkisvald með þjóðréttarsamningi til þess að hún geti tilheyrst þeim skilmálum, lögum og sáttmálum sem ESB er bundin við. Þannig ef Ísland mun gangast undir þeim skilmálum sem ESB tilheyrist, þá má segja að meirihluti lög lands okkar tilheyrast ekki þeim reglum sem fylgja stjórnarlögum ESB, því þeir skilmálar sem tilheyrast því ríki eru allt öðruvísi en okkar eigin lög. Sem dæmi, í okkar lögum má þjóðin undir vissum takmörkum veiða hvali og makríl, án afskipta ESB ríkisins. En í ESB sáttmálanum þá mættum við ekki veiða hvali og yrðum að gefa frá okkur makrílveiðarnar eða að minnstakosti sameina þær eftir skilmálum ESB sem mun takmarka þjóð okkar að þeim veiðum.

Og ef Alþingið mun framfylgja því að búa til þannig þjóðréttarsamning sem fæli í sér framsal ríkisvalds, þá mundi sá samningur hljóða einhvernvegin svona: "[...] Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft." Sem þýðir, að það á að vera hægt að afturkalla samninginn til baka ef Alþingið myndi einhvern tímann í framtíðinni vilja skipta um skoðun og rifta honum.

Enn með þannig samning fullgerðan þarf þjóðaratkvæði allra landsmanna áður en Alþingið getur 100% gert þann samning fullgildan, en samt með einum galla: "[...] Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi." Sem þýðir, að þjóðin sjálf gæti ekki krafist þess að hægt væri að rifta þeim samningi, því sá samningur er óriftanlegur sem Alþingið eitt má rifta. Með öðrum orðum, við yrðum bundin skilmálum ESB og yrðum að sætta okkur við það þegjandi og hljóðalaust, það er að segja, ef þjóðin mun einhvern tímann í framtíðinni vilja gangast í ESB að fullu og vera bundin þeirra skilmálum, lögum og sáttmálum.

Og með þannig samning samþykktan þá mun alltaf fylgja áhætta og óvissa hvað gæti gerst. Sem dæmi, við myndum aldrei vita hversu mikið ESB sáttmálsreglurnar gætu breyst, því á hverjum degi er ESB að breyta sáttmálum þjóðar sinnar sem gæti filt óvissu afleyðingar hvað við sem þjóð þyrftum að gangast undir hverju sinni. Og þótt nýja stjórnarskráin segir: "Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst." Þá veit þjóðin ekkert hvort ESB gæti krafist breytinga þess afmarka sem þau lög tala um án þess að við gætum nokkuð við því sagt. Því eins og við lásum, þá eru þeir samningar sem við þjóðin myndum samþykkja, bindandi. Og þótt Alþingið mun reyna að búa til þannig samning að hún ein gæti afturkallað hann, þá er aldrei að vita hvenær sá samningur yrði afturkallaður og hvort Alþingið yrði treystandi til þess að gera það ef ástandið yrði svo slæmt útfrá afleiðingum ESB inngöngu. Og síðan er aldrei að vita hvað getur gerst, svo sem heimsmarkaðskreppa, atvinnuleysi gæti hríð versnað, laun allra lækkað, nauðsynjavörur hækkað og skuldir versnað o.s.frv. Í raun eru þessir atburðir að gerast um allan heim. Enn að gangast til fulls í ESB mun ekkert breyta þeim aðstæðum, því hlutirnir gætu versnað og kannski líka skánað, hver veit?! Enn að taka áhættu með framsal ríkisvalds er eins og að leika sér með rússneska rúllettu því maður veit aldrei hvað getur gerst!?

Enn eina leiðin til þess að gangast í ESB til fulls, þá þarf bundið stjórnaskrárákvæði sem leyfir það. Því með venjulegum lögum, þá er ekki hægt að framselja ríkisvald, nema stjórnarskráin leifi það. Því í gömlu stjórnarskránni, þá er ekkert ákvæði sem leyfir framsal ríkisvalds. Þannig spurningin er, var þetta aðal ástæðan fyrir því að Jóhanna forsætisráðherra leitaðist eftir því að stjórnlagaráð gæti byrjað störfum til þess að breyta stjórnarskránni svo hún og hennar ESB kollega dýrkendur gætu fengið þessa grein inn?

IX. kafli. Lokaákvæði
- Vonbrigði sjö -
113. gr. Stjórnarskrárbreytingar
<> Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytinga á stjórnarskrá skal það borið undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi.
<> Hafi fimm sjöttu [5/6] hlutar þingmanna samþykkt frumvarpið getur Alþingi þó ákveðið að fella þjóðaratkvæðagreiðsluna niður og öðlast þá frumvarpið gildi engu að síður.

Þá er komið að síðasta vonbrigðinu sem er: "Stjórnarskrárbreytingar". Í fyrstu lítur þessi grein ágætlega vel út. En þegar maður les síðustu málsgreinina þá hrekkur maður í kút. Því útfrá þessari grein, þá má Alþingið leggja fram frumvarpsbreytingu að stjórnarskránni og síðan leggja þá breytingu til þjóðarkosninga. Enn þá vandast málið, því útfrá síðustu málsgreininni, þá má 5/6 hver hluti þingmanna samþykkja breytingartillöguna að stjórnarskránni og með þeirri meirihluta samþykkt geta þau fellt niður þjóðaratkvæðagreiðsluna. Bíddu, hvað á þetta að þýða!? Útfrá hugmyndum stjórnlagaráðs að þessari grein, þá á að vera hægt að lagfæra, uppfæra, fjarlægja greinar eða ákvæði stjórnarskrárinnar útfrá breytum ástæðum í framtíðinni. En af hverju að leifa 5/6 hvern þingmann að fella niður þjóðaratkvæðagreiðslu?! Það er það sem maður nær ekki alveg að skilja? Því með þessu, þá gætu þingmenn þess vegna breytt allri stjórnarskránni eftir geðþóttaákvörðun án þess að þjóðin hefði eitthvað við því að segja.

Og hverju ætti svo sem Alþingið að breyta sem við þjóðin gætum ekkert sagt við!?

Fyrsta breyting: Alþingið útfrá geðþótta ákvörðun gæti breytt eða hert þau ákvæði "Málskot til þjóðarinnar", "Þingmál að frumkvæði kjósenda", "Framkvæmd undirskriftasöfnunar og þjóðaratkvæðagreiðslu", "Framsal ríkisvalds" og "Stjórnarskrárbreytingar" á þann hátt að við þjóðin gætum ekki fengið að kjósa um neitt af því sem nýja stjórnarskráin talar um að við megum kjósa um hverju sinni.

Önnur breyting: Alþingið útfrá geðþótta ákvörðun gæti breytt eða hert "Staðfesting laga" ákvæðinu á þann hátt að forseti Íslands mætti ekki synja almannhagslögum sem Alþingi samþykkir, með öðrum orðum, þingmenn gætu sett inn (bláletruðu) málsgreinina hér fyrir ofan sem stjórnlagráð fjarlægði, sem hljóðar svona: "Heimild til synjunar á ekki við um fjárlög, fjáraukalög og lög um skattamálefni, lög um ríkisborgararétt og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum."

Þriðja breyting: Alþingið útfrá geðþótta ákvörðun gæti breytt "Undirstöðu" fyrsta kafla 5. gr. sem hljóðar svona:
   
5. gr. Skyldur borgaranna
<> Stjórnvöldum ber að tryggja að allir fái notið þeirra réttinda og þess frelsis sem í þessari stjórnarskrá felast.
<> Allir skulu virða stjórnarskrá þessa í hvívetna, sem og þau lög, skyldur og réttindi sem af henni leiða.

Með því að fjarlægja fyrstu málsgreinina eða orða þá grein á allt annan hátt sem þeim dettur í hug.

Fjórða breyting: Alþingið útfrá geðþótta ákvörðun gæti breytt "Dómsvald" sjöunda kafla 100. gr. sem hljóðar svona:
   
100. gr. Lögsaga dómstóla
<> Dómstólar skera endanlega úr um réttindi og skyldur að einkarétti, svo og sök um refsiverða háttsemi og ákveða viðurlög við henni.
<> Dómstólar skera úr um hvort lög samrýmist stjórnarskrá.
<> Dómstólar skera úr um hvort stjórnvöld hafi farið að lögum. Hjá ákvörðun stjórnvalds verður ekki komist í bráð með því að bera lögmæti hennar undir dóm.

Með því að fjarlægja aðra og þriðju málsgreinina eða orða þær greinar á allt annan hátt sem þeim dettur í hug.

Maður getur endalaust fundið ástæður sem Alþinginu gæti látið sér detta í hug útfrá stjórnarskrárbreytingum, því í gömlu stjórnarskránni þá átti Alþingið ekki svona mikið veldi. En með þessu valdi sem stjórnlagaráð hefur veit Alþinginu, þá geta allir hlutir gerst, án þess að þjóðin gæti nokkuð við því sagt. Og þótt stjórnlagaráð hafi kannski haft þá trú og hugsað þannig, að Alþingið myndi nú aldrei gera svoleiðis, þá veit maður aldrei hvað spilltir menn sem sitja inn á Alþingi láta sér detta í hug. Sem dæmi, hvernig varð með Icesave deiluna miklu sem þjóðin varð að þvinga til kosninga með því að biðja forseta Íslands að synja þeim lögum, hunsaði ekki Alþingið þjóðinni með því að gefa henni skít og skömm með því að reyna að þvinga hana til að borga skuldir sem hún skuldaði ekki? Og ef Alþingið myndi nú vilja þvinga þjóðina í ESB, hvað gæti hún gert? Jú, með samþykki 5/6 hvern hluta þingmanns, þá gætu þau breytt því ákvæði að við þjóðin fengjum ekkert við því að segja, með því að fella niður þjóðaratkvæðagreiðsluna með þeim útskýringum að þau hefðu leifi til þess útfrá 113. gr. og 2. mgr. nýju stjórnarskrárinnar.

Hér útfrá 113. gr. og 2 mgr. þá er stjórnlagaráð búin að gefa Alþinginu sem meirihluti þjóðarinnar treystir ekki, mikið veldi sem Alþingið gæti misnotað. Þannig spurningin er, vill þjóðin hafa þessa grein eins og stjórnlagaráð setti hana upp? Með þessari grein, þá hefur stjórnlagaráð valdið þjóð sinni miklum vonbrigðum. Og þótt margt gott sé í nýju stjórnarskránni, þá mun maður ekki kjósa nýja stjórnarskrá, bara útaf því að hún hljómar vel í eyrum. Nei, maður verður að geta kosið stjórnarskrá sem maður treystir að hún verði ekki misnotuð af valdamönnum sem lofa þjóð sinni öllu, en eru fljótir að svíkja þeim loforðum.
 
Samantekt: Eins og ég sagði, þá er margt gott í nýju stjórnarskránni sem maður gæti hrósað stjórnlagaráð fyrir. En útfrá þessum sjö greinum sem ég hef talið upp, þá hefði stjórnlagaráð mátt sleppa þeim greinum eða lagfæra þær á þann hátt að þjóðin hefði getað fengið aðeins meira vald til þess að geta haft hemil á þessum spilltum valdmönnum sem á síðustu árum, að efnahagshruni þjóðarinnar, hefur útskúfað þjóð sinni með skíta kasti, yfirgangs hroka og stælum. Því áður en stjórnlagaráð byrjaði störfum, þá hét það ráð "Stjórnlagaþing" sem dómstólar feldi niður með þeim úrskurði að það ráð hafði ekki staðist kosningarlögum, en útfrá geðþótta ákvörðun þá ákvað Alþingið að hunsa þeim dómi með því að töfra upp nafnið "Stjórnlagaráð". Í fyrstu þá hafði maður trú fyrir því að breyta ætti stjórnarskránni. Þannig í blindni, þá vildi maður hunsa því sem dómstólar höfðu sagt. Og maður hrósaði því að stjórnlagaráð væri byrjað störfum. Enn nú, þá sér maður eftir því að hafa hrósað stjórnlagaráði. Því útfrá síðasta stjórnarskrábreytingu stjórnlagaráðs sem hún afhenti forseta Alþingis, þá brást hún þjóðinni með þessum greinum sem þessi síða vitnar í. Hvað kom fyrir og hvað fór úrskeiðis? Var þetta vilji þjóðarinnar að Alþingið fengi meira veldi, en hún hefur nú? Hver var vilji þjóðarinnar að nýrri stjórnarskrá? Hlustaði stjórnlagaráð 100% á þjóð sína og gerði hún stjórnarskrána eftir vilja þjóðarinnar? Stórt er spurt og kannski fær maður svör, aldrei að vita?!

Lokaorð: Á meðan að nýja stjórnarskráin er svona upplögð, þá verður mitt svar, að kosningu nýju stjórnarskránni: "Nei!!!".

Af hverju? Jú, maður vildi eins og öll þjóðin sjá nýja stjórnarskrá sem tilheyrðist öllum án mismunar. En eins og nýja stjórnarskráin er upplögð, þá mismunar hún okkur öll, með þeim blekkingar ákvæðum sem því miður gæti valdið miklum vonbrigðum. Þannig að ef þjóðin ætlar sér að kynnast nýja stjórnarskrána og kjósi útfrá skoðunum sínum hvað þeim finnst um hana, þá væri gott fyrir alla sem lesa hana, að spyrja sig þær mikilvægu spurningar: "Var þetta það sem maður óskaði eftir að stjórnarskráin ætti við hverju sinni?", "Tilheyrist öll stjórnarskráin öllum án mismunar?", "Um hvað talar stjórnarskráin um mig, mína fjölskildu, ættir mínar og framtíðar ættir?" og "Getur maður treyst stjórnarskránni eins og hún er, að hún verður ekki misnotuð af valdmönnum?" Allt þetta getur hver og einn spurt, auðvitað með frjálsu vali.

Enn ef maður á að geta treyst stjórnarskrá, okkar æðstu lögum, þá verður maður að vera undirbúinn öllu.

Því eins og "Aðfaraorð" nýju stjórnarskrárinnar segir:

<> Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu.
<> Ísland er frjálst og fullvalda ríki með frelsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi að hornsteinum.
<> Stjórnvöld skulu vinna að velferð íbúa landsins, efla menningu þeirra og virða margbreytileika mannlífs, lands og lífríkis.
<> Við viljum efla friðsæld, öryggi, heill og hamingju á meðal okkar og komandi kynslóða. Við einsetjum okkur að vinna með öðrum þjóðum að friði og virðingu fyrir jörðinni og öllu mannkyni.
<> Í þessu ljósi setjum við okkur nýja stjórnarskrá, æðstu lög landsins, sem öllum ber að virða.

Til að allir geta setið við sama borð, þá þarf þjóðin, að geta treyst þeim sem sitja við það borð. Þannig er með stjórnarskrána, að við verðum að geta treyst henni á þann hátt að við öll setjum á sama borði án mismunar.

Að lokum, það geta verið margar aðrar greinar sem geta valdið vonbrigðum, en að minnstakosti eru þetta þær helstu greinar sem ég gat fundið sem getur valdið mest vonbrigðum. Og síðan langar mig til þess að leggja fram þá ósk, til Alþingis, áður en kosið verður um nýja stjórnarskrá, að við þjóðin getum fengið að kjósa um þessar greinar; hvort við viljum halda þeim eða fella þær. Því að stjórnarskráin hún fjallar um okkur þjóðina og við sem þjóð eigum rétt á því að geta valið hvað við viljum að stjórnarskráin fjallar um. Og ef Alþingið þarf aftur að kalla upp stjórnlagaráð til þess að laga betur stjórnarskrána, þá verður það að vera þannig. Og ef stjórnlagaráð kæmi aftur til starfa, þá þyrfti hún útfrá óskum þjóðarinnar að breyta eða laga stjórnarskrána eftir hennar óskum, en ekki bara plástra stjórnarskrána til og vonast síðan eftir því að þjóðin taki ekki eftir því. En þar til að maður býður eftir breytingum, þá verður mitt svar að nýju stjórnarskránni eins og hún er: "Nei!!!".

Kær kveðja frá ykkar einlæga vin,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eins og stjórnaskráin sé hönnuð firrir ESB sovét.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband