Hvað gerist ef við borgum ekki það sem við skuldum ekki?

Þetta er spurning sem margir nú á dögum ættu að spyrja sig útí. Af hverju? Kann einhver að spyrja. Til að geta svarað þeirri spurningu, þá langar mig til að spyrja þig sem ert að lesa þennan pistil að annarri spurningu: "Ef rukkari sem þú þekkir ekki og hefur aldrei séð og hitt, myndi koma til þín og rukka þér nokkrar milljónir fyrir eitthvað sem þú veist að þú skuldar ekki. Myndir þú borga þessum rukkara útfrá hræðslu þegjandi og hlóðalaust?". Og af hverju er ég að spyrja að þessari heimskulegri spurningu? Jú, þetta er nefnilega það sem þjóðin er að fara að kjósa um http://www.amx.is/fuglahvisl/16793/. Og þá er ég nefnilega að tala um "þetta hundleiðinlega Icesave".

Því nú stöndum við sem þjóð í þeim valkosti "aftur
" að velja hvað við eigum að gera. Eigum við að borga eða berum við skildu til þess að borga upp þessar skuldir, sem við skuldum ekki? Svarið er einfalt: "Nei!!!". En hvað með allar þessar hrakfellisspár sem fjölmiðlar, pólitíkusar, svartsýniseinstaklingar, Englendingar og Hollendingar eru að segja: "Að ef við borgum ekki, þá mun?". Hingað til hafa þessir hrakfellisspádómar ekki ræst. Af hverju er fólk þá að hræðast þessum hrakfellisspádómum? Jú, þeir sem stunda þá iðju að hræða einstaklinga, eru sjálfir hræddir. Þess vegna er það mjög algegnt af þeim sem skulda og vilja að einhverjir saklausir einstaklingur taki það að sér að borga skuldina, að hann hræði þann einstakling til þess að borga, þótt að hann viti að því að þessi vissi einstaklingur sem hann er að rukka, skuldar ekki þessar skuldir. Þetta er nefnilega ekki ný aðferð sem rukkarar nota. Og þetta er nefnilega það sem þessi Icesave samningur snýst uppá. Því í lögum, þá ber okkur sem þjóð enginn skilda til að borga upp Icesave. Þess vegna vildu hinir 33 stjórnarmenn af 63 Alþingismönnum sem synjuðu kosningu Icesaves ekki sjá það að við þjóðin fengjum að hafa síðasta orðið. Er verið að fela eitthvað sem við megum ekki vita? Er það ástæðan fyrir því að þessir 33 stjórnarmenn Alþingis vildu ekki að við myndum hafa síðasta orðið? Í svipan.is veraldarvefnum er ein lagagrein sem Alþingið synjaði, sem segir svo hljóðandi:

"Við samþykkt Icesave þrjú á Alþingi voru fyrstu Icesave lögin felld úr gildi, þar með talin áttunda grein þeirra sem hljómaði svo:

8. gr. Endurheimtur á innstæðum.
Ríkisstjórnin skal þegar í stað grípa til allra na
uðsynlegra ráðstafana sem þarf til að endurheimta það fé sem safnaðist inn á Icesave-reikningana. Í þeim tilgangi skal ríkisstjórnin fyrir 15. október 2009 hafa frumkvæði að samstarfi við þar til bæra aðila, m.a. yfirvöld í Bretlandi, Hollandi og Evrópusambandinu, og óska aðstoðar þeirra við að rekja hvert innstæðurnar af Icesave-reikningunum voru fluttar. Ríkisstjórnin skal fyrir árslok 2009 semja áætlun um hvernig reynt verður að endurheimta það fé sem kann að finnast.
Í því skyni að lágmarka ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum skal ríkisstjórnin einnig gera ráðstafanir, í samráði við þar til bæra aðila, til þess að þeir sem kunna að bera fjárhagsábyrgð á þeim skuldbindingum sem st
ofnast hafa vegna Icesave-reikninganna verði látnir bera það tjón.

Hreyfingin lagði fram breytingartillögu um að setja þessa grein aftur inn en hún var felld af meiri hluta þings, þar með talið sjálfstæðismö
nnum. Með því að fella út þessa grein dregur verulega úr því að hinir seku verði dregnir til ábyrgðar." Hægt er að nálgast þessari vefsíðu á http://www.svipan.is/?p=21780.

Hvað er verið að fela og af hverju eigum við og börnin okkar að borga upp Icesave, þegar við fáum ekki réttlætið fram? Og hvað mun gerast ef við neitum nýu Icesave lögunum og þau fara til dómstóla? Ef satt á að segja, þá munu dómstólar út frá sínum lögum bera skildu til að sækja sökudólga Icesaves til saka. Þess vegna eru samningsaðilar Icesaves hræddir og reyna allt útf
rá sínu valdi til þess að krefjast þess að við þjóðin borgum upp þær skuldir sem við skuldum ekki og berum enga lagaskildu til að borga. En hvað græðum við á því að senda Icesave til dómstóla? Réttlæti er það sem við græðum, og það er það réttlæti sem við eigum að sækjast eftir. En hvað viltu - viltu borga upp skuldir sem þú skuldar ekki? Það er nefnilega það sem þú sem ert að lesa þennan pistil þarft að spyrja sjálfan þig útí, því Icesave er ekki þér að kenna, heldur þeim sem upphaflega komu Icesave reikningunum af stað, og það eru þeir sem á að sækja til saka. Sem sagt, við öll þjóðin erum ekki afbrotamenn Icesaves, heldur þeir sem stjórnarkerfið vill ekki sækja til saka. Þess vegna verður Icesave að fara til dómstóla, til þess eins, að við sem erum saklaus gagnfart þessu óréttlæti, fáum réttlæti til baka.
 
fuck_icesave_spillinguna.jpg

Þess vegna segi ég: "Nei, Icesave!!!". Enn þú?

Kær kveðja frá ykkar einlæga vin,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband