Hvað Þýðir Kærleikur?

Það erfiðasta sem hver og einn á erfitt með að ganga eftir er að vita í raun og veru hvað kærleikur þýðir, og er í raun og veru er. Enda lifum við öll í þann heimi, sem veit ekki hvað það hugtak þýðir. Því ef allir eru að óska eftir virðingu til annarra, af hverju sækjast þau þá ekki eftir kærleikanum sem alltaf gott gefur til baka?

Að lifa í þessum flókna heimi, sem lítur á sig sjálft: „Ég er betri en allir!“, átta sig ekki á því að við öll erum það sem við erum, hvort við höfum fæðst sem rík, eða fáttæk, þá á það yfirleitt ekki að skipta máli hver, hver og einn, kann að vera, enda verðskuldum við öll virðingu, hver sem við kunnum að vera.

Einu sinni kom ritað, útfrá þeirri mest misskildustu bók í heimi, sem margir hata og fyrirlíta, sem aðrir virða sem trúverðug bók, sem vitnar bara um það sem satt er, þar sem sú umdeilda og mesta misskildasta bók vitnar: „Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. • Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. • Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að verða brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari. • Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. • Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. • Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. • Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. • Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok, og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok. • Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum. • En þegar hið fullkomna kemur, þá líður það undir lok, sem er í molum. • Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn. • Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá munum vér sjá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum, en þá mun ég gjörþekkja, eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn. • En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. Fyrsta Korintubréf 13, allur kaflin um hvað Kærleikur þýðir.“, sem sýnir: „kærleikurinn er mestur“.

Þannig af hverju er ófriður á milli hvort annað, þegar ritningin hvetur hvern og einn að ganga í kærleik.

Því allt sem ritningaversin eru að vitna um, er það sem hver og einn sækist eftir, er jú virðing til baka, sem kallast: „Getur einhver sýnt manni hvað kærleikur þýðir, sem alltaf gefur gott til baka, án vanvirðinga?“.

Þannig farið vel með ykkur,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi), í kærleik virðingu, hver sem þið kunnið að vera.

 

Bloggfærslur 17. október 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband