Af Hverju Hata Margir Náungan Í Kringum Sig?

Það er bara einn einfaldur boðskapur sem Jesús kenndi manni að ganga eftir, eins og Kristur vitnaði: „Hann svaraði honum: ",ELSKA SKALT ÞÚ DROTTIN (Yahweh), GUÐ ÞINN, AF ÖLLU HJARTA ÞÍNU, ALLRI SÁLU ÞINNI OG ÖLLUM HUGA ÞÍNUM.` • ÞETTA ER HIÐ ÆÐSTA OG FREMSTA BOÐORÐ. • Annað er þessu líkt: ,ÞÚ SKALT ELSKA NÁUNGA ÞINN EINS OG SJÁLFAN ÞIG.` (Matteusarguðspjall 22:37-39)“; sem margir eiga erfitt með að vilja skilja, á meðan þau vita ekki hver náunginn er, sem manni ber að elska. Já við öll erum náungar hvort annars, enda þekkir maður ekki ykkur, hver sem þið kunnið að vera. En þegar maður lærir að virða náungan sem maður þekkir ekkert, þá lærir maður að skilja þegar ritningin kennir: „Allt lögmálið er uppfyllt með þessu eina boðorði: "ÞÚ SKALT ELSKA NÁUNGA ÞINN EINS OG SJÁLFAN ÞIG." (Galatabréf 5:14)“; og: „En ekki hafið þér þess þörf, AÐ ÉG SKRIFI YÐUR UM BRÓÐURKÆRLEIKANN, ÞVÍ GUÐ HEFUR SJÁLFUR KENNT YÐUR AÐ ELSKA HVER ANNAN. (Fyrsta Þessalonikubréf 4:9)“.

Sem þýðir eins og ritað er: „Bræður mínir, FARIÐ EKKI Í MANNGREINARÁLIT, þér sem trúið á dýrðardrottin vorn Jesú Krist. • NÚ KEMUR MAÐUR INN Í SAMKUNDU YÐAR MEÐ GULLHRING Á HENDI OG Í SKARTLEGUM KLÆÐUM, OG JAFNFRAMT KEMUR INN FÁTÆKUR MAÐUR Í ÓHREINUM FÖTUM, • EF ÖLL ATHYGLI YÐAR BEINIST AÐ ÞEIM, SEM SKARTKLÆÐIN BER, OG ÞÉR SEGIÐ: "SETTU ÞIG HÉRNA Í GOTT SÆTI!" EN SEGIÐ VIÐ FÁTÆKA MANNINN: "STATTU ÞARNA, EÐA SETTU ÞIG Á GÓLFIÐ VIÐ FÓTSKÖR MÍNA!" • HAFIÐ ÞÉR ÞÁ EKKI MISMUNAÐ MÖNNUM OG ORÐIÐ DÓMARAR MEÐ VONDUM HUGSUNUM? • Heyrið, bræður mínir elskaðir! HEFUR GUÐ EKKI ÚTVALIÐ ÞÁ, SEM FÁTÆKIR ERU Í AUGUM HEIMSINS, TIL ÞESS AÐ ÞEIR VERÐI AUÐUGIR Í TRÚ OG ERFINGJAR ÞESS RÍKIS, ER HANN HEFUR HEITIÐ ÞEIM, SEM ELSKA HANN? • EN ÞÉR HAFIÐ ÓVIRT HINN FÁTÆKA. ERU ÞAÐ ÞÓ EKKI HINIR RÍKU, SEM UNDIROKA YÐUR OG DRAGA YÐUR FYRIR DÓMSTÓLA? • ERU ÞAÐ EKKI ÞEIR, SEM LASTMÆLA HINU GÓÐA NAFNI, SEM NEFNT VAR YFIR YÐUR? • EF ÞÉR UPPFYLLIÐ HIÐ KONUNGLEGA BOÐORÐ RITNINGARINNAR: "ÞÚ SKALT ELSKA NÁUNGA ÞINN SEM SJÁLFAN ÞIG", ÞÁ GJÖRIÐ ÞÉR VEL. • EN EF ÞÉR FARIÐ Í MANNGREINARÁLIT, ÞÁ DRÝGIÐ ÞÉR SYND OG LÖGMÁLIÐ SANNAR UPP Á YÐUR AÐ ÞÉR SÉUÐ BROTAMENN. • ÞÓTT EINHVER HÉLDI ALLT LÖGMÁLIÐ, EN HRASAÐI Í EINU ATRIÐI, ÞÁ ER HANN ORÐINN SEKUR VIÐ ÖLL BOÐORÐ ÞESS. (Jakobsbréf 2:1-10)“; sem sýnir, að elska náungan eins og sig sjálfan, hver sem maður kann að vera, er hið æðsta boðorð sem Kristur Jesús kenndi manni að ganga eftir. En af hverju eiga svo margir erfitt með að ganga eftir þessu einfalda boðorði, að elska náungann eins og sig sjálfan; því hver er náunginn, erum það ekki við öll, hver sem þið kunnið að vera?

Enda vitnar: „ÞÉR ELSKAÐIR, ELSKUM HVER ANNAN, ÞVÍ AÐ KÆRLEIKURINN ER FRÁ GUÐI KOMINN, OG HVER SEM ELSKAR ER AF GUÐI FÆDDUR OG ÞEKKIR GUÐ. • SÁ SEM EKKI ELSKAR ÞEKKIR EKKI GUÐ, ÞVÍ AÐ GUÐ ER KÆRLEIKUR. • Í ÞVÍ BIRTIST KÆRLEIKUR GUÐS MEÐAL VOR, AÐ GUÐ HEFUR SENT EINKASON SINN Í HEIMINN TIL ÞESS AÐ VÉR SKYLDUM LIFA FYRIR HANN. • ÞETTA ER KÆRLEIKURINN: EKKI AÐ VÉR ELSKUÐUM GUÐ, HELDUR AÐ HANN ELSKAÐI OSS OG SENDI SON SINN TIL AÐ VERA FRIÐÞÆGING FYRIR SYNDIR VORAR. • ÞÉR ELSKAÐIR, FYRST GUÐ HEFUR SVO ELSKAÐ OSS, ÞÁ BER EINNIG OSS AÐ ELSKA HVER ANNAN. • ENGINN HEFUR NOKKURN TÍMA SÉÐ GUÐ. EF VÉR ELSKUM HVER ANNAN, ÞÁ ER GUÐ STÖÐUGUR Í OSS OG KÆRLEIKUR HANS ER FULLKOMNAÐUR Í OSS. • Vér þekkjum, að vér erum stöðugir í honum og hann í oss, af því að hann hefur gefið oss af sínum anda. • Vér höfum séð og vitnum, að faðirinn hefur sent soninn til að vera frelsari heimsins. • Hver sem játar, að Jesús sé Guðs sonur, í honum er Guð stöðugur og hann í Guði. • VÉR ÞEKKJUM KÆRLEIKANN, SEM GUÐ HEFUR Á OSS, OG TRÚUM Á HANN. GUÐ ER KÆRLEIKUR, OG SÁ SEM ER STÖÐUGUR Í KÆRLEIKANUM ER STÖÐUGUR Í GUÐI OG GUÐ ER STÖÐUGUR Í HONUM. • MEÐ ÞVÍ ER KÆRLEIKURINN ORÐINN FULLKOMINN HJÁ OSS, AÐ VÉR HÖFUM DJÖRFUNG Á DEGI DÓMSINS, ÞVÍ AÐ VÉR ERUM Í ÞESSUM HEIMI EINS OG HANN ER. • ÓTTI ER EKKI Í ELSKUNNI. FULLKOMIN ELSKA REKUR ÚT ÓTTANN. ÞVÍ AÐ ÓTTINN FELUR Í SÉR HEGNINGU, EN SÁ SEM ÓTTAST ER EKKI FULLKOMINN Í ELSKUNNI. • VÉR ELSKUM, ÞVÍ AÐ HANN ELSKAÐI OSS AÐ FYRRA BRAGÐI. • EF EINHVER SEGIR: "ÉG ELSKA GUÐ," OG HATAR BRÓÐUR SINN, SÁ ER LYGARI. ÞVÍ AÐ SÁ SEM ELSKAR EKKI BRÓÐUR SINN, SEM HANN HEFUR SÉÐ, GETUR EKKI ELSKAÐ GUÐ, SEM HANN HEFUR EKKI SÉÐ. • OG ÞETTA BOÐORÐ HÖFUM VÉR FRÁ HONUM, AÐ SÁ SEM ELSKAR GUÐ Á EINNIG AÐ ELSKA BRÓÐUR SINN. (Fyrsta Jóhannesarbréf 4:7-21)“; sem sýnir, þá er kærleikurinn æðri, og að geta gengið eftir þeim kærleik, þarf að vita hver sá kærleikur er, sem vitnað er um sem: „GUÐ ER KÆRLEIKUR, OG SÁ SEM ER STÖÐUGUR Í KÆRLEIKANUM ER STÖÐUGUR Í GUÐI OG GUÐ ER STÖÐUGUR Í HONUM.“, eins og kom ritað um það hvernig maður elskar náungan, hver sem hann eða hún kann að vera, þá erum við öll náungar hvort annars, sem ber að virða hvort annað, eins og við erum, án fordóma, heldur í kærleik, sem gott gefur til baka þeim sem læra að elska náungan eins og sig sjálft. Já það er ekki auðvelt að elska þann sem maður þekkir ekki, né veit um hver er, enda erum við öll náungar hvort annars, hver sem hann eða hún kann að vera. Þannig farið vel með ykkur öll, í kærleik virðingu við hvort annað, hver sem þið kunnið að vera, enda verðskuldum við þann kærleik, sem kostar ekkert, nema kærleik til baka í virðingu við hvort annað, hver sem þið kunnið að vera.

Og ef einhverjir hafa áhuga, þá eru allir velkomnir að skoða þá Facebook síðu, sem heitir bæði á Íslensku og Ensku: „Hvað er að vera Kristinn í trú? > What is to be a Christian in faith?“; sem hægt er að skoða hér => https://www.facebook.com/groups/346828048726239, ef einhver vill kynnast því hvað ritningin ein hefur að vitna; enda er sú grúppusíða opin öllum, þar sem deilt eru Íslenskum biblíuversum frá öðrum trúuðum, og síðan stundum Ensk YouTube myndbönd um trúna sjálfa.

Kær virðing kveðja,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).

 

Bloggfærslur 1. október 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband