Hugmynd með Þjóðþing!

Maður hefur lengi velt því fyrir sig af hverju við Íslenska þjóðin stofnum ekki bara Þjóðþing, því hvað erum við sem þjóð að græða á því að vera með vanhæft Alþingi sem vinnur ekki fyrir alla þjóðina eins og okkar núverandi stjórnarskrá hefur margskipað að ‚Allir skulu vera jafnir fyrir lögum‘, því hvað er að því að stofna Þjóðþing ef Alþingið er svona rosalega vanhæft að stjórna sinni þjóð?

Í fyrsta lagi þá langar manni að útskýra fyrir þjóðinni hvað maður á við með Þjóðþing. Eins og þjóðin hefur margsinnis upplifað í aldar raðir, þá er þjóðin búinn að vera undir valdastjórn 63 þingmanna sem sungið hefur fagurlega á hverjum kosningum að þau ætli sér að vinna fyrir alla sína þjóðfélagsþegna í jafnræði, en síðan hvert sinn sem þjóðin kýs þessa þingmenn inná Alþingið, þá kemur yfirleitt í ljós að allt það sem þessir þingmenn sungu fyrir kosningar endar yfirleitt í skúffuna og meirihluti þjóðarinnar er hundsaður útfrá flest öllum þeim loforðum sem þessir þingmenn gefa kjósendum sínum. Og ef þingmenn yfir höfuð standa við eitthvað af sínum loforðum, þá eru það yfirleitt loforð flest allra þeirra vel efnahæstu ríkustu kjósenda þjóðarinnar sem staðið hefur verið meira við, en af þeim loforðum sem minnihlutakjósenda hefur óskað eftir af sínum þingmönnum, nema að minnihlutinn fari í mótmæli, þá stundum ganga málin upp að þessir þingmenn taki uppúr skúffuni þau loforð og standa síðan við þau vegna þrísting þjóðarinnar að þau geri eitthvað í þeim loforðum sem þau sungu til sinna kjósenda.

Sem dæmi, þá hafa aldraðir og öryrkjar sem hafa engan verkfalsrétt eða mótmælarétt nema að vera refsuð fyrir því að segja sínar skoðanir óskað eftir því í tæpt 10 ár, að þær alvarlegu einelti níðungaskerðingar sem lagt var á herðar þeirra árið 2009 eftir efnahagshrunið, þá hafa þingmenn margsinnis sungið í kór þau fögur loforð að þau ætli sér að bæta upp þann alvarlega skaða sem var lagt á herðar þessa allra fátækasta hóp Íslands sem lifir núna á okkar dögum á tæpt 209.000 krónum án annarra aukatekna eða jafnvel minni tekjur vegna alvarlegra refsiskerðinga sem endar yfirleitt í því að þau ráða hreinlega ekki við að lifa á þeim tekjum út mánuðinn, sem sýnir okkur núna á árinu 2019, þá eru þingmenn ekki ennþá búinn að lagfæra þessar alvarlegu fátæktargildruskerðingar eins og þau lofuðu eftir allar þær kosningar sem búið er að vera, sem eru kosningar 2013, 2016 og 2017, því ennþá er þessi hópur að bíða eftir sínu réttlæti sem hefði alveg verið hægt að lagfæra strax, sem virðist líka vera að sá hópur mun ennþá þurfa að bíða eftir því réttlæti upp að næstum kosningum, sem maður má alveg búast við að sá hópur mun heyra sömu loforðin frá okkar núverandi þingmönnum sem munu taka uppúr skúffu sinni gömlu loforðin sem munu enda aftur í skúffuna eftir næstu kosningar. Þetta er bara eitt af mörgum dæmum sem sýnir hversu alvarlega vanhæft okkar Alþingi er, því það eru miklu fleiri dæmi sem maður gæti nefnt, svo sem launajafnræðisréttindin, heilbrigðiskerfið, vegakerfið, o.s.frv.

Þannig ef við þjóð viljum virkilega sjá einhverjar breytingar gerast hérna á Íslandi, þá telur maður að besta leiðin er að við sem þjóð þyrftum að standa saman og stofna Þjóðþing, sem myndi virka þannig, að við öll þjóðin myndum fá að ráða því hvað það þing gerði hverju sinni, og ef það kæmi upp alvarleg mjög slæm staða, nákvæmlega eins og með þessi grátsorglegu hundleiðinlegu skammar vandræðismál sem er Panamaaflandseyjaskattaundaskotamálið og núna á okkar dögum Klaustursbarsvandræðaklúðrið, þá sem Þjóðþing hefðum við alveg getað rekið þessa vanhæfu ótraustu þingmenn ef þeir hefðu verið undir stjórn þjóðarinnar sem Þjóðþing.

Enn gallinn er bara sá, að við hingað til höfum bara hreinlega ekkert getað gert neitt til þess að geta rekið þessa vantraustu og vanhæfu þingmenn, því þau eru í raun ekki að vinna inni á Alþingi sem verkamenn, heldur sem þingmenn okkar þjóðar sem hafa getað leift sér orðið má segja núna á okkar dögum hvað sem er án þess að við þjóðin getum nokkuð gert eitthvað í málunum, nema jú að krefjast nýrra kosninga, sem því miður hefur í rauninni ekkert skilað sig eins og þjóðin hefur fengið að upplifa þegar þjóðin kaus árin 2013, 2016 og 2017.

Sem sýnir í raun að við sem þjóð, höfum lítið sem ekkert getað gert í þessum mjög slæmum hundleiðinlegum vantrausta vandræðismálum sem búið er að koma upp undanfarin ár, vegna þeirra þrjóskum og vanhæfum þingmönnum sem læra víst ekki að sjá sína skömm sem þau hafa gert með því að segja ekki upp sínu starfi, á meðan að þau ríghalda sig í valdastólinn og víkja ekki úr sínu starfi vegna vantrausts og vanhæfni með þann fagra söng að þau séu kosinn inná Alþingið af þjóðinni, og þau séu í raun að vinna fyrir sína kjósendur, þegar maður veit það mæta vel að þau eru í raun ekki að því, heldur eru þau aðallega þarna inni á Alþingi útaf því að þau fá svo góð milljónakrónalaun sem eru orðin 100% miklu hærri laun en venjulegur verkamaður er að fá í sinn vasa. Sem þýðir, ef við þjóðin myndum stofna Þjóðþing, þá væri þessi alvarleiki ekki til staðar í okkar þjóðfélagi ef við sjálf sem þjóð myndum fá að ráða því hvernig hlutirnir virkuðu fyrir sig, og síðan værum við líka búinn fyrir löngu að fá nýja stjórnarskrá ef við sem þjóð fengjum að ráða, og þessir vantraustu og vanhæfu þingmenn væru ekki lengur að vinna fyrir okkur inni á þingi, ef við sem þjóð fengjum sjálf að stjórna okkar eigin landi sem Þjóðþing.

Því ef við þjóðin fengjum að stjórna öllu því sem þingheimur er að gera hverju sinni sem Þjóðþing, þá værum við ekki í þessari mjög alvarlegri og gubbandi hundleiðinlegri slæmri stöðu sem við erum í á okkar dögum, ef við sjálf fengjum að stjórna þinginu sem Þjóðþing.

Að minnstakosti er þetta hugmynd sem töluð hefur verið áður um, en yfirleitt vel kaffærð af spekifræðingum sem syngja þann varnaðarsöng að það sé mjög ómögulegt að framkvæma þessa hugmynd, bara útaf því að þá yrði Alþingið atvinnulaust með nýjum Þjóðþingsmönnum sem yrði vel stjórnuð af þjóðinni sjálfri, og síðan þyrfti að breyta stjórnarskránni sem er margbrotinn af löggjafarvaldinu sem kann ekki víst að virða öll þau sem skulu vera jöfn fyrir öllum lögum, og síðan líka aðallega til þess að geta nú einhvern tíman spornað gegn þessu viðbjóðslegu vantrausta vanhæfa Alþingi okkar þjóðar sem virðist ekki kunna að vinna fyrir jafnræði allra sinna kjósenda. Þannig hvernig líst kjósendur á hugmyndina, mynduð þið vilja fá að ráða því hvernig ykkar þing hegðar sig, eða viljið þið bara hreinlega halda áfram að vilja lifa með okkar vandræða vantrausta Alþingi sem er ekki að virða alla sína kjósendur sem jafna fyrir lögum eins og okkar núverandi stjórnarskrá hefur margskipað alveg síðan að jafnræðisákvæðið var fyrst sett inn árið 1995 í stjórnarskránna okkar á þeim tíma?

Kær einlægiskveðja eftir virðingu fyrir öllum þeim sem skulu vera jafnir fyrir lögum,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi) hugsuður sem er orðinn mjög þreyttur á þessari valdníðslu.


Bloggfærslur 31. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband