Skilningsvit á milli góðs og ills!

Í þessum heimi búum við á milli tveggja hluta sem kallast, himin og jörð, ljós og myrkur, dagar og nætur, mánuðir og ár, gott og illt, viska og heimska, rétt og rangt, sannleikur og lygi, kærleikur og hatur, maður og kona, faðir og móðir, börn og framtíð, og að lokum skilningsvit til að greina þar á milli.

Því alveg frá upphafi þegar viska mannkyns fór að þrá eftir þá þekkingu að vilja greina á milli hvað er gott og illt, þá því miður hefur mannkynsagan sýnt sig, að nú á dögum þekkja fáir muninn þar á milli.

Því hvernig stendur á því að við erum ekki ennþá búin að fatta hvað „Elska skaltu náungan eins og sjálfan þig“ þýðir? Bara flókið spurningarmerki, sem við öll erum að díla við, að vilja fá virðingu, því við öll erum fólk, skiptir engu frá hvaða tungumálsuppruna við erum fædd, þá erum við mannverur sem verðskuldum virðingu.

Og að halda að græðgi, ofbeldi, þrældómur og stríð, frelsi þennan heim, er því miður margmartraðablekkingar sem hefur blóðrústað margar kynslóðir, sem því miður er sorglegt að við sem fólk, fáum ekki að geta lifa þannig lífi, að geta fengið að lifa virðingu.

Þannig þegar sá dagur kemur, að réttur skilningur til virðinga uppgötvast einhvern tíman, áður enn mannkynið tortímir sjálfan sig, að læra þá erfiðu kúnst, að virða hvort annað eins og við sjálf viljum fá virðingu til baka.

Því þetta er það sem kallast 100% frí gjöf, að virða hvort annað, sem og meirihluti mannkyns þarf bara að læra að fatta hvernig á að greina þar á milli, semsagt: „Hvað er gott og illt?“, sem einfaldlega þýðir: „Hvorn vegin viltu læra ganga eftir?“, viltu læra lifa góðu lífi eða illu lífi, sem er alltaf val okkar allra, að læra að virða.

Því eins og mannkynsagan hefur sýnt sig, að myrða saklaust blóð er morð, semsagt illska útaf hatri við náungan. Þannig að elska náungan eins og sjálfan sig, er frí gjöf, sem kallast virðum, sem og illskan kann ekki.

Þannig til að greina þar á milli, þá er betra að læra heiðaleik, en ekki óheiðarleik, því þannig hegðar kærleikurinn sig ekki gagnfart þeim sem hann virðir og elskar.

Þannig njótum lífsins með þá virðingu sem við öll verðskuldum að fá, það er að segja ef við lærum einhvern tíman að fatta hvað virðing þýðir!

Kær kærleiks kveðja,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband