Bloggfærslur mánaðarins, október 2013

Hver er tilgangur 65. gr. stjórnarskrárinnar?

Í núverandi stjórnarskrá 65. gr. segir: [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.] Sem og maður spyr: „Hver er tilgangur þessara greina þegar lög landsins stangast á við þau?“.

Því einsog margir taka eftir, þá eru ekki ALLIR einsog greinin segir „jafnir fyrir lögum“. Því eins og lög landsins eru búin til úfrá þessari grein, þá brjóta flest öll þau lög sem stjórnar- og ráðamenn þjóðarinnar búa til, þetta ákvæði. Af hverju?

Því hvað þýða orðin „Allir skulu vera jafnir“ í augum þeirra laga sem stjórnar- og ráðamenn þjóðarinnar búa til. Þýða þau „sumir eru jafnir“ eða „þeir sem eru valdamenn eru meiri jafnari en þeir sem minnst eiga“? Því ef maður skilur orðið rétt, þá þýða þau það sem þau segja, sem er „Allir skulu vera“ enn ekki „Allir skulu kannski vera“, sem og lög landsins stangast á við, sem og túlkendur stjórnar- og ráðamenn þjóðarinnar túlka sem „Allir skulu kannski vera“.

Því einsog þjóð okkar hefur kynnst undanfarin ártímabil, alveg síðan að þetta ákvæði var sett inn árið 1995, þá hefur ekkert jafnræði verið til staðar. Því ef jafnræði er til staðar, þá spyr maður: „Hvernig stendur á því að laun margra í þjóðfélaginu eru brotinn gegn þessu ákvæði [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum … Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]?“

Því eins og landsmenn hafa kynnst og vita, þá eru margir sem hafa kallað eftir hærri launum, hvort það sé vinnufólk, atvinnuleysingjar, aldraðir, öryrkjar eða aðrir þeir sem fá einhverskonar bætur úr kerfinu, ekkert fengið nema skítkast frá þessum stjórnar- og ráðamönnum þjóðar okkar. Þannig er jafnræði til staðar?

Einfalt svar „Nei!!!“, sem því miður er mesta skömm sem við búum yfir í þessari þjóð. Þannig hvað getum við gert til þess að stjórnar- og ráðamenn þjóðarinnar fari eftir þessu ákvæði? Þarf þjóðin að kalla eftir kæru til þess að stjórnar- og ráðamenn þjóðarinnar fari eftir þessu ákvæði? Því maður getur endalaust spurt, enn mun eitthvað gerast? Því eins og þjóðin hefur kynnst, þá eru ekki ALLIR JAFNIR útfrá þeim lögum sem land okkar byggist uppá og það er þetta sem þarf að breytast ef þjóðin vill jafnræði.

Kær vonbrigðis kveðja,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).


Versta einelti sem til er

Hvað er það allra versta einelti sem margir nú á dögum lenda í, er ein af þeim flóknum spurningum sem erfitt er að spyrja? Því útfrá okkar núverandi stjórnarskrá í 65. gr. segir: [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.], sem þýðir í einföldu máli, það eru láglaunafólk þjóðarinnar sem lent hafa mest í þessu einelti, sem og ríkisvaldið og stjórnvöld eru því miður sökudólgar yfir, því ef, sem sárlegt er að segja, ríkisvaldið og stjórnvöld myndu nú skilja stjórnarskrána útfrá þessari grein, þá segir „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis“ sem stjórnarskráin talar um að sé „efnahags“ fólk þjóðarinnar sem eru í hvaða „stöðu að öðru leyti.“ í og „Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“ og þá er ekki bara verið að tala um þá ríku og millistétt þeirra sem lifa á meðal launum, heldur líka öllu láglaunafólki þjóðarinnar.

Því eins og 76. gr. og  1 mgr. stjórnarskrárinnar segir: [Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. • Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. • Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.] sem beinlínis þýðir að allir eiga að vera jafnir og eiga rétt á launaleiðréttingu, hvort þeir séu ríkir, eða í millistétt þeirra sem lifa á meðal launum, eða þeir sem minnst eiga, þá eiga allir sem „njóta mannréttinda án tillits til kynferðis“ að vera jafnir fyrir lögum.

En hvernig hefur ríkisvaldið og stjórnvöld brugðist við gegn öllum þessum láglaunalitlu hópum? Því miður sem er leiðinlegt og sorglegt að segja, þá hafa þeir sem minnst eiga verið lagðir í það allra versta einelti sem þjóðinni er til skammar útfrá þeim valdamönnum sem lítið sem ekkert gera nema svelta láglaunafólk og sjá til þess að engar launabreytingar séu fyrir þann hóp.

Þannig eru allir í þjóðinni jafnir fyrir lögum? Flókin spurning sem ríkisvaldið og stjórnvöld verða nú til dags að spyrja sjálfa sig útí, því nóg er komið af þessu einelti sem við láglaunafólk lifum dag eftir dag. Þannig ég sem skrifa þessa grein, legg fyrir hönd þjóðar minnar fyrirspurn til ríkisvalda og stjórnvalda: „Leiðréttið laun ykkar láglauna kjósendur og það strax, því nóg er komið af ykkar kæruleysi sem þið hafið sýnt ykkar láglaunahópi alveg frá hruni þjóðarinnar 2008, með því að skerða tekjur láglaunaðra sem gerir það kleift að margir af ykkar þjóðfélagsþegnum eiga hvorki ofan í sig né á, þannig gerið ykkar skildu og látið ykkar láglauna kjósendur ekki þurfa að bíða lengur, því nóg er komið af þessu einelti sem þið leggið á ykkar láglaunafólk sem ekkert hefur gert að sér nema kalla eftir ykkar hjálp!!!“.

Kær vonbrigðis kveðja,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).


Skammarbréf til velferðarráðherra og fjármálaráðherra og allt Alþingið

Velferðarráðherra og fjármálaráðherra og allt það pakk sem vinnur á Alþingi þjóðarinnar hvenær ætlið það að sinna ykkar skildu vinnu og leiðrétta laun láglaunaðra, er ekki nóg komið af ykkar svikastarfsemi. Þurfa allir eldriborgarar, öryrkjar, atvinnuleysingjar og aðrir láglaunahópar að stefna kæru á ykkur vegna brot á stjórnarskrá? Svo lýtur út fyrir að ykkur er alveg nákvæmlega sama um þennan hóp sem nú á dögum sumir af þessum hópum hafa þurft að leita til matarhjálpar til Fjölskylduhjálpar sem 23. Október 2013 vísaði marga matarleitendum sem ekki höfðu hringt inn og látið vita af sér í burtu, og sem sumir af þessum einstaklinum þurftu að fara sárir og vonsvikin til Mæðrastyrksnefndar og fá mat þar í staðin, og sem útfrá  útskýringum Fjölskylduhjálpar að þau hafi ekki fengið nægjan matarstyrk frá kerfinu til þess að framfylgja öllum þessum matarleitendum.

Enn málið snýst ekki bara um þessa matarleitendur sem svelta útaf ykkar kæruleysi, heldur um alla þá sem geta ekki sinnt sínum skildum svo sem að fara til læknis, fara til tannlæknis og eiga fyrir nauðsynjum einsog mat, lyf, föt fyrir sig og sína og húsaleigu og aðra reikninga, því eins og allt kostar nú til dags er skömm þjóðarinnar til skammar, sem er frekar grátlegt að þið velferðarráðherra og fjármálaráðherra og allt það pakk sem
vinnið á Alþingi þjóðarinnar skulið ekki sinna ykkar vinnu við að leiðrétta láglaun þeirra hópa sem krafist hefur eftir launaleiðréttingum frá hruni 2008. Svo virðist vera að ykkur er alveg nákvæmlega sama um allt þetta láglaunafólk, því þið velferðarráðherra og fjármálaráðherra og allt það pakk sem vinnið á Alþingi þjóðarinnar hafið nú verið dugleg við það að hækka laun hálauna fólks, en eruð dugleg að svelta og kúga láglaunafólk með eineltis skerðingum sem þið hafið beitt þessum láglaunahópi alveg frá hruni þjóðarinnar 2008.

Þannig enn og aftur maður spyr, þurfa allir þessir láglaunahópar að stefna kæru á ykkur vegna brot á stjórnarskrá? Ef svo er, þá megið þið búast við stórum hópi láglaunaðra sem eru orðnir fullsaddir af ykkar svikum. Þannig áður en allir þessir hópar fara að kæra ykkur, þá hafið þið tækifæri núna til þess að bregðast við, en ekki einhvern tíman eða einhvern tíman eins og þið eruð vön að vinna ykkar vinnu. Þannig leiðréttið stöðu okkar allra og það strax!!!

Kær vonbrigðis kveðja,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).


Smá skrýtin saga

Einu sinni var trú og trúlaus að ganga saman;
trúin spurði trúleysingjann: Á hvað trúir þú?

Trúleysinginn svaraði hissa: „Auðvitað trúi ég ekki á neitt?“

Bíddu sagði Trúin: „Hvernig er það hægt?“

Bíddu skilurðu ekki að ég trúi ekki að ég trúi!!!
Sagði Trúleysinginn pirraður.

Ok, sagði Trúin: „Þannig þú telur að þú sért laus við trúna;
þannig hvernig losna maður við trú, án þess að trúa?“

 Og Trúleysinginn hikandi svaraði reyður: „Sko, svona er þetta!!!
Ef þú ert trú-laus, þá (með risastóru hiki);
ó, ég var búinn að gleyma að ég þarf að trúa að ég sé laus við hana;
enn hvað með það!!!“ Fúll á svip.

Þá sagði Trúin: „Svona er trúin, annaðhvort ertu laus við trú eða heldur það að þú sért laus við hana, enn svo er ekki, því þú þarf að trúa til þess að geta gerst trú-laus.“

Enn þá sagði Trú-leysinginn: „Æ, hvað er þetta, vertu ekki að troða þína trú á mína trú, að minnstakosti er ég laus við hana, þannig vertu bara trúaður og bless!!!“

Trú og Vantrú

Hvað er trú og hvað er vantrú? Hér er ein spurning lögð fram sem tvær og mun ég sem hér skrifa reyna að svara þeim báðum.

Fyrsta spurning: Hvað er trú?
Hugtak trúar er margbrotið orð sem lýsir trúuðum sem trúir á einn guð (sem nú á dögum er stundum kallaður „hinn æðri máttur“) og marga guði (stundum kallaðir sem „máttur, vald, orka eða einhver yfirnáttúrlegur kraftur eða vitund“ og þá skiptir engu hver sá er, bara ef trúað er á einhvern „mátt, vald, orku eða einhvern yfirnáttúrlegan kraft eða vitund“). Í fyrstu sést að talað er um einn guð, en síðan um marga guði. Þannig hver er hvað, er bara einn guð, eða eru þeir margir?

Til að skoða báðar hliðar, þarf að skoða orðatiltækið hver og hvað er „guð“? Og til að sjá út hvað átt er við með orðinu „guð“, þarf að fara í trúarrit biblíunnar til að sjá út hvað og hver þessi „guð“ er, því í þeim ritum er upphafið á orðinu „guð“ að finna, sem og hugtak þess hver hann er og hvað hann er.

Þannig í ritum biblíunnar er „guð“, í hebresku biblíunni kallaður „Alhym1 Mós 1:1, sem og kemur frá hebresk uppruna „Aluh“ og „Al“, sem þýðir í breiðu hugtaki „dómari; hinn máttugi [sá sterki]; guðleg/ur og á tveimur stöðum eftir öðrum biblíu þýðingum getur það þýtt „fyrir guðunum (eða eins og grísk og latnesk þýðing gamla testamentisins orðar það „fyrir englunum“ Sálm 138:1 og aftarlega í sömu bók Sálm 8:6 (sem á sumum þýðingum byrjar á 8:5) vitnar „Þú lést hann verða litlu minni en Guð, [...]“ sem og Heb 2:6 nýja testamentisins vitnar „Skamma stund gjörðir þú hann englunum lægri. [...]“) sem átt er við í víðara samhengi „synir guðs“ 1 Mós 6:2; Job 1:6; 2:1 sem og ritningarnar kalla sem „englar guðs“ 1 Mós 28:12; 32:1 og í nýja testamentinu kallað sem „engla guðs“ Jóh 1:50-51. Enn hvað er „guð“ kallaður í nýja testamentinu? Uppruni þess er gríska orðið „theos“, sem þýðir, „guð, guðleg/ur og getur líka átt við guðir og þá átt við um aðra guði.“

Enn hvað kemur þetta trúnni við, eru ekki margir trúaðir, en þá ekki á einhvern guð? Jú, enn uppruni trúarinnar kemur frá að trúa einhverju. Þannig á hvað trúir maður? Sumir vilja segja „á sjálfa/n sig“ eða „skiptir engu, ég bara trúi“ eða „ég trúi á hið góða“ eða „ég trúi það besta sem lífið gefur“. En fyrir trú gamla testamentisins og hinu nýja, þá snerist trúin uppá að trúa hið ómögulega, ósýnilega og það sem þeir vitnuðu um, sem hinn eina sanna Guð. En nú á dögum vilja frekar margir trúa á það sem þeir kalla eitthvað og það skiptir engu hvað það er, sem og ritningarnar kalla sem fjölguða trú, sem og heimurinn nú á dögum er í vandræðum útaf og í miklum ruglingi yfir. Þannig hver er þessi eini Guð sem biblían talar svo mikið um, sem og heimurinn er í vandræðum útaf og í miklum ruglingi yfir?

Og til að svara þeirri spurningu, þarf að skilja spurningu númer tvö fyrir neðan til þess að fá svarið yfir þeirri spurningu, af hverju „heimurinn er í vandræðum útaf og í miklum ruglingi yfir“ orðinu Guð.

Önnur spurning: Hvað er vantrú?
Eins og ég skrifaði fyrir ofan, er heimurinn í vandræðum útaf og í miklum ruglingi yfir orðinu Guð. Af hverju? Jú, vantrúin er það sem veldur trú á Guði miklum vanda. Því eins og trúlausi þýðir, þá er það andstæða við guð, sem þýðir, það er enginn guð [eitthvað sem kallast andlegt] til. Enn orðið vantrú, þýðir að efast, ekki trúa og vilja ekki trúa [eins og þegar manneskja segir: „ég trúi engu, því ég vill ekki trúa því“].

En af hverju er vantrúnni kennt um þetta? Því í raun þá er það ekki vantrúnni að kenna að þeir trúa ekki á eitthvað sem kallast „guð“, heldur þeim sem hafa rangtúlkað orð ritningarinnar og afvegaleitt þá til þess að trúa því að það sé enginn guð yfir höfuð til. Því eins og ritningarnar vitna: „Reiði Guðs opinberast af himni yfir öllu guðleysi og rangsleitni þeirra manna, er kefja sannleikann með rangsleitni, • með því að það, er vitað verður um Guð, er augljóst á meðal þeirra. Guð hefur birt þeim það. • Því að hið ósýnilega eðli hans, bæði hans eilífi kraftur og guðdómleiki, er sýnilegt frá sköpun heimsins, með því að það verður skilið af verkum hans. Mennirnir eru því án afsökunar. • Þeir þekktu Guð, en hafa samt ekki vegsamað hann eins og Guð né þakkað honum, heldur hafa þeir gjörst hégómlegir í hugsunum sínum, og hið skynlausa hjarta þeirra hefur hjúpast myrkri. • Þeir þóttust vera vitrir, en urðu heimskingjar. • Þeir skiptu á vegsemd hins ódauðlega Guðs og myndum, sem líktust dauðlegum manni, fuglum, ferfætlingum og skriðkvikindum. Róm 1:18-24“.

Þannig útfrá þessum texta, var það „rangsleitni þeirra manna, er kefja sannleikann með rangsleitni“, sem sagt, „Þeir þekktu Guð, en hafa samt ekki vegsamað hann eins og Guð né þakkað honum“; því eins og Fyrsta Mósebók segir í byrjun biblíunnar „Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. 1 Mós 1:1“ sem á þessu tímabili var trú á það að það var bara til einn guð og einn skapari, sem allt skapaði og gaf öllu því sem lifir, líf. Semsagt skapari og ein lífgjafi sem allt líf gaf. Enn hverjir eru þessir „Þeir þekktu Guð“ sem ritningin vitnar um, voru það vantrúaðir eða trúaðir? Því miður „trúaðir“, því þessi texti er ekki að tala um „vantrúaða“, heldur um þá sem „þekktu Guð“.

Þannig hver er guð?
Nú á dögum er orðið „guð“ óþekkjanlegt orð. Því á tímum gamla testamentisins var bara trúað á einn guð, enn nú á dögum eru til um tugþúsundir guðir sem enginn veit orðið lengur um hver er. Og þetta er það sem biblían varaði við, því eins og vitnað er „Því að hið ósýnilega eðli hans, bæði hans eilífi kraftur og guðdómleiki, er sýnilegt frá sköpun heimsins, með því að það verður skilið af verkum hans. Mennirnir eru því án afsökunar. Róm 1:19“ og annarstaðar „Guð talaði fyrrum oftsinnis og með mörgu móti til feðranna fyrir munn spámannanna. Heb 1:1“.
 
Þannig þegar Guð opinberaði sjálfan sig fyrir mönnum, gerði hann það „oftsinnis og með mörgu móti til feðranna fyrir munn spámannanna“ sem og helguðu líf sitt við það að kenna Guðs vegu að sannleikanum. Þannig er biblían í hnotskurn talandi um Guð, sem varaði mennina við að skapa ekki einhverja guði, heldur líta á skaparann og leita til hans. En gerðu mennirnir það á þessum tíma sem þessir boðberar boðuðu Guð? Nei því miður, því þetta er það sem saga biblíunnar talar um, að mennirnir urðu óhlýðnir Guðs orðum og fóru sínar eigin leiðir og fóru að tilbiðja sína eigin guði, sem nú á dögum er yfir tugþúsundir guðir sem mannkynið þekkir ekki og veit ekkert um, hver er hvað, og hvort þessi svokallaði guðir er í raun og veru Guð sjálfur. Þannig þegar maðurinn í dag reynir að gera tilraun til að útskíra guð, þá leggst stórt spurningarmerki, hvaða Guð. Af hverju? Jú, þegar þeir reyna að útskíra guð, reyna þeir að gera það án Guðs, með kenningum, án staðreynda. Þannig nú til dags eru mennirnir að reyna að leita að guði, enn hverjum?

Þannig hver er guð í raun og veru? Er enn í dag spurt og lítil sem enginn svör fást þegar maðurinn vill ekki leita til Guðs og Hans svara hver Hann í raun og veru er. Þannig er guð til? Já fyrir þeim sem trúa, nei fyrir þeim sem vilja ekki trúa. Þar liggur vandinn, enginn veit í raun og veru hver guð er, þannig þegar einhver mótmælir Guði, þá er spurt; fyrir hverjum guði eru þeir að mótmæla? Eru þeir að mótmæla þeim guði sem villikenningar menn hafa kennt, eða, eru þeir að mótmæla þeim guði sem þeir þekkja? Því ef einhver þekkir einhvern, af hverju þá að mótmæla þeirri persónu sem þeir segjast þekkja?

Þetta er ástæðan fyrir því að vantrú er til staðar, menn „þekktu Guð, en hafa samt ekki vegsamað hann eins og Guð“. Því einsog vitnað er í ritningunum „Með munninum steypir hinn guðlausi náunga sínum í glötun, en hinir réttlátu frelsast fyrir þekkingu. Orðsk 11:9“ og „Haf gát á sjálfum þér og fræðslunni. Ver stöðugur við þetta. Þegar þú gjörir það, muntu bæði gjöra sjálfan þig hólpinn og áheyrendur þína. 1 Tím 4:16“. Því eina leiðin til að tala um Guð, er jú, að þekkja hver Hann er, enn þar sem heimurinn hefur svo marga guði, þá þarf maður að vita hvor er hvað, áður enn maður leggur fordóma á eitthvað sem maður þekkir ekkert. Því þegar maður hefur þekkingu, þá þarf maður ekki að mótmæla, því maður þekkir þann sem maður er að tala um. Þannig lærum þekkingu, áður enn við dæmum. Því þannig lærðu þeir í gamla testamentinu og nýja testamentinu að kynnast Guði og halda Hans vegu, með skinsemi, visku og þekkingu; enn aðallega með virðingu.
 
Kær einlægis kveðja,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).

Skilaboð til valdamenn?

Skilaboð til valdamenn (hvort nefnast bankamenn, ríkisstjórn, pólitík, valdafíkn; allt það sem spilling leiðir) hvað er líf? Er það ekki sá heimur sem kallast jörð, þjóð og mannslíf sem valdið vill sameina, enn kann ekki. Friðarfána daglega er hægt að flagga, enn einhvern daginn vakna einhverjir og kalla eftir virðingu. Því virðing kostar ekkert, enn spilling gerir. Þannig hversu lengi á heimur að þola einelti og valdspillingu, er valdfíknin ekki búinn að skaða nóg eða er þeim alveg sama?

Að sameina þarf að vita hvernig á að gera það, enn á meðann að spilling er, hvernig ætlar hún að sameina það sem hún splundrar? Flókin spurning sem landslög sameina ekki á meðan þau leifa spillingu. Og eins og þjóðir hafa upplifað, er hægt að sefja alla hluti, enn hversu lengi, því einn daginn sundrast sú borg sem leiðir spillingu og þjóðir vakna. Þannig einhverjir þurfa að borga, enn ekki saklausir sem kallast fólk, því fólk er eins og lífið sem valdið vill temja, enn misheppnast með stríð, glæpi og lögum sem hentar þeim til valda til að viðhalda viðskiptum spillingar.

Nú sjá valdamenn gjörðir sýnar (?stórt spurningar merki?) og hvað ætla þeir að gera? Eins og vanalega það sem þeir kunna best, með því að ljúga (komast upp með alla hluti) með því að stela (fá lánað), slátra (búa til lög sem leifa meiri spillingu) og eyða (hunsa þjóðir og láta þær borga). Er þessi leikur ekki búinn að vera lengi eða er mannslífið ekki búið að þola nóg, sem sýnist ekki vera því svona er lífið enn á dögum, enn þarf ekki að vera. Þannig ef valdið vill hjálp, leifið þjóðir ykkar að vera með, því einn hugur sameinar sem valdamenn splundra, með einni virðingu, að spilling á sér ekki heimastað með valdafíkn, því nóg eru þjóðir búnar að blæða útaf ykkar blekkingum. Þannig virðum líf, því nóg er komið af saklausu blóði sem spilling veldur.

Ef mannslíf á að blómstra, þarf einingu til að virða, sem og kennir "Virðum líf sem við öll öndum því við öll erum fólk". Þannig byggist lífið, sem vald kann ekki að stjórna, nema átta sig á þeirri stöðu "að valdið er bara fólk" enn ekki öll jörðin. Þannig leifið jafnræði með einn hug, að leysa vandan, því sú er virðing sem leysir, er sú sem ekki splundrar. Þannig hlustið á fólk (hvort ríkir eða fátækir) því við erum bara ein jörð (sem kallast þjóðir), eitt mannslíf sem kallar eftir virðingu. Þannig lærum, lífið verðskuldar það.

Kær kveðja með virðingu,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband